Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 22

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Ingimundur ÞORHALLUR Bjarnason á Laugalandi, stundar vistvæna ræktun á gúrkum og við framleiðsluna eru notaðar lífrænar varnir. Garðyrkjustöðin á Laugalandi í Borgarfírði Vistvænt ræktaðar gúrkur á markað Mikill vargur sækir í æðarvörp landsins Laxamýri - Aðalfundur Æðarrækt- arfélags Eyjafjarðar og Skjálfanda var haldinn í Ljósvetningabúð um helgina. Mættir á fundinn voru Da- víð Gíslason formaður Æðarræktar- félags íslands og Ámi Snæbjörns- son hlunnindaráðunautur auk æðar- bænda úr báðum héruðum. A fundinum var margt rætt og hafa æðarræktendur áhyggjur af lækkandi dúnverði og er ekki bjart útlit í þeim efnum. Þá var rætt um vörslu varpanna sem er víða erfið vegna vaxandi vargs, þ.e flugvargs, minks og refs. Svo virðist sem mörg sveitarfélög sinni ekki nægilega vargvörslu og margir vilja segja að stríðið við minkinn sé tapað. Sflamáf hefur um árabil verið að fjölga og í mörgum sjávarplássum er ekkert gert til þess að stemma stigu við honum. Ámi Snæbjörnsson sýndi um 70 myndir úr vörpum víðs vegar að af landinu og er að sjá að margir bændur sýni mikla kænsku í að laða fugl heim á jarðir sínar og margt nýtt sem kom fram í þeim efnum sem fundarmönnum þótti fróðlegt. Davíð Gíslason sagði m.a. frá undirbúningi bókar um æðarfugl á Islandi sem er komin vel á veg und- ir ritstjóm Jónasar Jónssonar fýrr- verandi búnaðarmálastjóra. Þá ræddi hann þá hugmynd að útbúa fræðsluefni um æðarfugl sem nýt- ast mætti í líffræðikennslu í skólum en æðarrækt er ævaforn búgrein sem tengist menningu þjóðarinnar. Margt fleira var rætt svo sem friðlýsing æðarvarpa, dúnhreinsun og hvort hægt væri að fá fræðslu frá Veiðistjóraembættinu um fækk- un vargs. Fundarmenn voru ánægðir með heimsókn þeirra Áma og Davíðs sem hvöttu æðarbændur til sóknar í búgreininni. Borgarnesi - Garðyrkjustöðin Laugaland hf. í Stafholtstungum í Borgarfirði hefur sett á markað vistvænt ræktaðar gúrkur og mun vera fyrst íslenskra garð- yrkjustöðva til þess. Þórhallur Bjarnason garð- yrkjubóndi segir í samtali við fréttaritara að vistvæn ræktun sé millistig á milli lífrænnar rækt- unar og hefðbundinnar. Hún sé viðurkennd framleiðsluaðferð með ákveðnum reglum um eftir- lit, vottun og notkun vörumerkis. Lífræn ræktun er vistvænasta ræktunaraðferðin. Þar eru mjög ströng skilyrði um vottun og eft- irlit og hún er dýrust, enda um- hverfiskostnaðurinn innifalinn í verðinu. I hefðbundinni ræktun er litil orkunotkun hér á landi og því fremur auðvelt fyrir íslenska garðyrkjubændur að fara yfir í vistvæna ræktun. Verksmiðju- framleiðsla er fjórða stigið, en hún er þekkt úr til dæmis ali- fugla- og svínarækt. Hún er ódýrasta framleiðslan, enda um- hverfiskostnaðurinn ekki inni í verðinu. Gæðamál efst á baugi Vistvæn ræktun gengur, að sögn Þórhalls, út á að nýta alla möguleika til að minnka hráefnis- og eiturefnanotkun. Umhverfís- sjónarmið og hollusta vega þungt. Vistvænn ræktandi þarf að skrá reglulega leiðni og sýrustig í rót- arbeði. Áburðaráætlun þarf að liggja fyrir. Skrá verður alla notkun á áburði, plöntulyfjum og nyljadýrum og allt það hráefni sem notað er við ræktunina. Þórhallur telur að gæðamál verði efst á baugi hjá neytanda framtíðarinnar, jafnt ytri sem innri gæði. Neytandinn hafi hing- að til keypt gúrkurnar eftir útlit- inu en í framtiðinni vilji hann ör- ugglega fá að vita meira um bak- grunn framleiðslunnar. Hann vilji fá tryggingu fyrir því að varan sé framleidd á ábyrgðar- fullan hátt. Reglugerð um vistvæna rækt- un var gefin út í vetur. Lauga- landsstöðin er í eigu Þórhalls og Bjarna Helgasonar, föður hans, og hafa þeir fengið staðfestingu frá Bændasamtökunum um að stöðin sé vistvænn ræktandi. Laugaland er trúlega fyrsta ís- lenska garðyrkjustöðin sem setur vistvænt ræktaðar gúrkur á al- mennan markað. Gæðastimpillinn mikilvægur Nauðsynlegt er að neytendur þekki muninn á innlendum afurð- um sem eru ræktaðar vistvænt og t.d. innfluttum ómerktum gúrkum. Víða erlendis eru gúrk- ur ræktaðar við misjafnar að- stæður og með mikilli eiturefna- notkun. Því er vistvæn íslensk framleiðsla sérstaklega merkt og segir Þórhallur það mikilvægt fyrir neytendur, þeir viti þá hvar gúrkumar em ræktaðar og hvemig. Laugalandsstöðin fram- leiðir um 150 tonn af gúrkum. Hver gúrka er pökkuð inn í filmu. Ekki fer á milli mála hvað- an þær koma því gæðastimpillinn er á umbúðunum. Vorfagnaður hjá eldri borgurum í Grindavík Grindavík - Það var mikið fjör í Festi sunnudaginn 18. apríl en þá héldu eldri borgarar á Suðumesjum vorfagnað sinn. Ýmislegt var gert sér til skemmtunar og mæting var góð. Það var félagsskapurinn F.E.B. sem stóð fyrir skemmtun- inni en þessi skammstöfun stendur fyrir Félag eldri borgara á Suður- nesjum. Það þurfti ekki að spyrja að því að dansinn dunaði og flestir voru lengstum á gólfinu. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Græna stjarnan brennur ekki Fagradal - Sina í brekkunni fyr- ir ofan Skeiðflöt í Mýrdal brann nú í lok apríl og stoppaði sinu- eldurinn við stóra stjörnu fyrir ofan bæinn. Stjaman er tákn esperanto-hreyfingarinnar. Að sögn Eyþórs Olafssonar, bónda á Skeiðflöt, er stjarnan búin að vera í brekkunni í um það bil 40 ár og heldur hann sljörnunni við með því að bera á hana á hveiju vori. í ve i ið látur rkin tc Á © r Eflum Norðurlandeystra Elsa B. Friðfinnsdóttir er fulltrúi þess sem best er gert í menntamálum á landsbyggðinni. Starf hennar viS Háskólann á Akureyri hefur sýnt og sannaS aS lands- byggSin á gullin tæUifæri ef þau eru nýtt af dugnaSi og metnaSi. Elsa er nýr málsvari fyrir Norðurland eystra og á erindi á Alþingi. Ný framsókn til nýrrar aldar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.