Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Vitað um 51 látinn af völdum skýstrókanna í Bandaríkjunum
Skýstrókurinn í Oklahoma
þykir nokkur ráðgáta
AP
ÍBÚI bæjarins Mulhall í Oklahoma gengur með hund sinn framhjá
samankrumpuðum leifunum af vatnstanki, sem skýstrókur eyðilagði.
Fjórir létust er
skýstrókur fór
yfír Tennessee
Oklahoma. Reuters, AP, AFP,
Daily Telegraph.
FJÖRIR létust og 63 særðust er
öflugur skýstrókur gekk aðfaranótt
fimmtudagsins yfir suðurhluta
Tennessee í Bandaríkjunum. Meðal
hinna látnu var fjórtán ára stúlka er
lét Iífið er kjallari, þar sem hún
hafði leitað skjóls, hrundi í veður-
hamnum. Tveimur konum á tíræðis-
aldri í hópi hinna særðu var í gær
vart hugað líf. Skýstrókar ollu
dauða og eyðileggingu í Oklahoma
og Kansas fyrr í vikunni og er tala
látinna í Suður- og Miðvesturríkjum
Bandaríkjanna í vikunni nú komin í
51. Enn er um 55 til viðbótar sakn-
að.
I tilkynningu írá bandan'sku Haf-
og veðurfræðistofnuninni sagði, að
76 skýstrókar hefðu farið yfir Mið-
vesturríkin á mánudag og þriðjudag
og var sá, sem fór yfir og hjá Okla-
homa-borg, í hæsta styrkleika-
flokki, F-5. Hafa hamfarimar komið
jafnvel reyndustu vísindamönnum á
óvart því að yfirleitt snerta ský-
strókar ekki jörðu nema í nokkrar
mínútur. Oklahoma-skýstrókur
gerði það hins vegar klukkustund-
um saman og eyðilagði allt, sem á
vegi hans varð á næstum 100 km
langri leið.
Veðurfræðingar vonast til að geta
dregið margan lærdóm af skýstrók-
unum fyrr í vikunni en þeir eiga sér
þann draum, að unnt verði að sjá í
ratsjám hve öflugir þeir eru og
hvaða stefnu þeir muni taka. Pá
vinna aðrir vísindamenn að því að
skoða húsin, sem eyðilögðust, til að
reyna að átta sig á hvar fólk eigi
helst að halda sig komist það ekki í
öruggt skjól annars staðar. Bendir
margt til, að fólki sé óhættast á
miðri jarðhæðinni.
Engir kjallarar
Áður fyrr var það venjan í Mið-
vesturríkjum Bandaríkjanna, að
fólk forðaði sér niður í niðurgrafinn
kjallara þegar fellibylurinn eða ský-
strókurinn nálgaðist en heita má, að
þessir kjallarar séu ekki til lengur.
Eru aðallega tvær ástæður fyrir
því, annars vegar jarðvegurinn og
hins vegar kostnaðurinn.
Víða í Oklahoma er jarðvegurinn
rauður leir, sem þenst mikið út er
hann vöknar en dregst mikið saman
er hann þornar. Til að gera kjallara
þarf uppgröfturinn að vera helmingi
meiri en venjulega og fylla verður
að honum með öðru jarðefni og
stöðugara. Þetta getur þýtt auka-
legan kostnað upp á meira en tvær
millj. ísl. kr.
í Norður-Texas er líka lítið um
kjallara en þar getur rakainnihald
jarðvegsins breyst gífurlega mikið
frá einum tima til- annars. I Kansas
er allt með kyrrum kjörum að þessu
leyti og þar er varla reist hús án
kjallara.
Gæludýr í losti
Byrjað hefur verið á því að ryðja
saman brakinu á því svæði, sem
skýstrókurinn fór yfir í Oklahoma,
en talið er, að um 10.000 bifreiðar
verði sendar beint í brotajárn. Er
tjónið við Oklahoma-borg metið á
36 milljarða ísl. kr. að svo komnu en
verður líklega enn meira þegar öll
kurl eru komin til grafar.
Það hefur komið á óvart hve mik-
ið hefur fundist af gæludýrum á lífi í
í-ústunum og er búið að koma tug-
um þeirra, aðallega hundum og
köttum, fyrir í húsakynnum dýra-
spítala í borginni. Þó heyrist þar
hvorki hundgá né mjálm. Segja
dýralæknar, að skepnurnar séu enn
sem lamaðar eftir ósköpin.
Tímamótasamningi um A-Tímor fagnað í höfuðborginni Dili
Andspyrnuleiðtogar
sáttir en áhyggjufullir
Lissabon, Dili. Rcuters.
Fækka
fötum sé
skuldin
ekki greidd
Nýju Dehli. The Daily Telegraph.
FYRIRTÆKI í Bombay á Ind-
landi, er sérhæfir sig í innheimtu
skulda, hefur gripið til óhefð-
bundinna aðferða til að fá skuldir
greiddar en fyrirtækið gerir nú
út sex geldinga sem hóta að
fækka flikum sé skuldin ekki
greidd.
Komið hefur á daginn að frem-
ur greiða menn skuld sína heldur
en þurfa að verða fyrir slikri nið-
urlægingu í augsýn vinnufélaga
eða nágranna. Fyrr á tímum var
geldingum gjarnan falið að sitja
vörð um drottningar og kvenna-
búr konunga en nú er svo komið
að þeir eru álitnir úrhrök. Þykir
hin mesta hneisa á Indlandi að
eiga samskipti við þá.
Eftir að innheimtufyrirtækið
réð geldingana til sín hefur tekist
að innheimta skuldir upp á tæpa
eina milljón ísl. kr. og þakkar
B.R. Shetty, forstjóri fyrirtækis-
ins Unique Recoveries, guði al-
máttugum velgengnina. Fékk
hann hugmyndina þegar til hans
kom velferðarfulltrúi sem vildi
bæta hag geldinga. Shetty vonast
nú til þess að geta aukið umsvif
sín verulega.
„Ég er í þann mund að skrifa
undir samning við erienda banka-
stofnun. Takist mér að tryggja
mér samning um að innheiinta
útistandandi greiðslukortaskuldir
þá mun ég ráða til mín hundrað
geldinga."
Talið er að hundrað og fimmtfu
þúsund geldingar séu í Bombay
og hafa flestir þeirra í sig og á
með því að birtast óboðnir á
mannamótum og heimta fé. Sé
þeim ekki greitt fyrir að hafa sig
á brott byija þeir að Iáta vel að
gestum, dilla sér á ögrandi hátt
og fækka fötum.
LEIÐTOGAR andspymuhreyfingar
Austur-Tímorbúa lýstu í gær ánægju
sinni með sögulegan samning, sem
utanríkisráðherrar Portúgals og
Indónesíu undirrituðu í höfuðstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna í New York í
fyrrakvöld og gæti orðið til þess að A-
Tímor fengi sjálfstæði. Þeir lýstu hins
vegar einnig vonbrigðum sínum með
að SÞ og Portúgalsstjóm hefðu ekki
sett meiri þrýsting á Indónesíustjóm
að samþykkja að til A-Timor kæmu
vopnaðar, alþjóðlegar friðargæslu-
sveitir til að stemma stigu við öldu of-
beldisverka í landinu sem hópar, sem
hlynntir em yfirráðum Indónesíu, era
sagðir bera ábyrgð á.
Hundrað námsmanna komu saman
í Dili, höfuðborg A-Tímor, í gær til að
fagna samkomulaginu. Frétta-
skýrendur segja samkomulagið
marka þáttaskil en mörg undanfarin
ár hefur allt kapp verið lagt á að finna
pólitíska lausn á deilunni um A-
Tímor. Hafa stjómvöld í Indónesíu
lengi mátt þola harða gagnrýni vegna
stöðu mannréttindamála þar.
Indónesía, sem innlimaði A-Tímor
árið 1976, hefur boðið A-Tímorbúum
aukna sjálfsstjóm innan Indónesíu,
sem er fjölmennasta múhameðstrúar-
ríki í heiminum. Ibúar A-Tímor, sem
flestir era rómversk-kaþólskrar trú-
ar, geta hins vegar hafnað boðinu í
þjóðaratkvæðagi-eiðslu, sem halda á
8. ágúst næstkomandi, og kosið í stað-
inn fullt sjálfstæði.
„Vitaskuld styður andspymuhreyf-
ingin samkomulagið, en við höfum
ákveðnar efasemdir og áhyggjur,"
sagði Jose Ramos-Horta, handhafi
friðarverðlauna Nóbels og talsmaður
sjálfstæðishreyfingar A-Tímor. Sagði
Ramos-Horta að skilmálar samkomu-
lagsins gæfu íbúum A-Tímor það sem
þeir hefðu barist fyrir - réttinn til að
ráða sjálfir eigin örlögum.
Xanana Gusmao, leiðtogi skæru-
liðasveita A-Tímor, tók í sama streng
en bæði Ramos-Horta og Gusmao
sögðu að þeir hefðu viljað að meiri
þrýstingur hefði verið settur á
indónesísk stjórnvöld að samþykkja
að til A-Tímor kæmu alþjóðlegar frið-
argæslusveitir.
Gagnrýnt að hemum skuli falið
að tryggja öryggi íbúanna
Sameinuðu þjóðirnar munu senda
sex hundiuð starfsmenn til A-Tímor
til að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsl-
una í ágúst og jafnframt mun ótil-
greindur fjöldi óvopnaðra lögreglu-
manna halda á vegum SÞ til A-Tímor
en indónesísk stjómvöld þvertóku
fyrir að erlendar hersveitir fengju að
koma til landsins.
IGOR Sergejev, varnarmálaráð
herra Rússlands, þerrar tár af
hvarmi sér en Sergejev var í gær
viðstaddur hátíðlega athöfn í
Sevastopol við Svartahaf, sem
haldin var til að minnast. þess að
fimmtíu og fimm ár voru liðin frá
Munu her Indónesíu og öryggis-
sveitir landsins fá það verkefni að
stilla til friðar en til blóðugra átaka
hefur komið á undanförnum mánuð-
um enda hafa sveitir stuðnings-
manna indónesískra yfirráða svarið
þess eið að berjast til síðasta manns
gegn því að Á-Tímor verði sjálf-
stætt.
Því hefur hins vegar verið haldið
fram að þessar sveitir nytu stuðnings
Indónesíuhers og Ramos-Horta
gagnrýndi portúgölsk stjómvöld og
SÞ fyrir að hafa samþykkt skilyrði
Indónesíustjómar. „Að biðja
indónesíska herinn ... að ábyrgjast ör-
yggi íbúanna... er ekki ósvipað því að
biðja [Slobodan] Milosevic [Jú-
góslavíuforseta] að ábyrgjast öryggi
íbúa Kosovo.“
því að borgin, sem nú tilheyrir
Ukraínu, var frelsuð úr höndum
nasista. Við hlið Sergejevs
standa þeir Leonid Kuchma
Ukraínuforseti (til hægri) og
Olexander Kuzmuk, varnarmála-
ráðherra Úkraínu.
Reuters
Tár á hvarmi Sergejevs
Dana í
framboð
DANA, sem réttu nafni heitir
Rosemary Scallon, staðfesti í
gær að hún hygðist bjóða sig
fram til Evr-
ópuþingsins í
Strassborg . i
kosningunum
sem fara fram
í júní. Dana,
sem bar sigur
úr býtum í
söngvakeppni
evrópski’a
sjónvarps-
stöðva árið
1970 með laginu ,AU kinds of
Everything“, fer fram sem
óháður frambjóðandi en í írsku
forsetakosningunum í hitteð-
fyira vai’ð Dana í þriðja sæti,
hlaut 14% atkvæða.
Spenna í Jer-
úsalem
BANDARÍKJAMENN reyndu
í gær að draga úr spennu milli
ísraela og Palestínumanna
vegna hótana þeiira fymnefndu
um að loka skrifstofum Frelsis-
hers Palestínu (PLO) í arabíska
hluta austur-Jerúsalemborgar.
Ottast menn að slíkar aðgerðir
gætu valdið átökum og eyddu
nokkrir Palestínumenn aðfara-
nótt miðvikudags í skrifstofun-
um, í því skyni að verja bygging-
una áhlaupi, létu ísraelsk stjórn-
völd til skarar skríða. Israels-
menn vilja gjarnan tryggja al-
ger yfirráð sín yfir Jerúsalem en
Palestínumenn líta á austur-
hluta borgarinnar sem höfuð-
stað sjálfstæðrar Palestínu.
Sökuðu Palestínumenn ísraelsk
stjórnvöld um að vilja loka skrif-
stofum PLO núna til að bæta
stöðu sína í baráttu vegna J)ing-
kosninga, sem fara fram í Israel
17. maí.
A1 Fayed enn
hafnað
TALSMENN Mohameds Als
Fayeds, eiganda HaiTods-versl-
ananna í Bretlandi, sögðu í gær
að bresk
stjórnvöld
hefðu hafnað
beiðni Als Fa-
yeds um
breskan ríkis-
borgararétt.
A1 Fayed hef-
ur lengi verið
á höttunum
eftir bresku
vegabréfi og
hefur áður verið neitað af bresk-
um stjórnvöldum. Hann er sagð-
ur bitur yfir þvi að breska
stjórnkerfið vilji ekki veita hon-
um tilhlýðileg réttindi og hefur
bent á þá staðreynd að hann sjái
hundruðum manna fyrir atvinnu,
dæli milljörðum ki’óna inn í
breskan efnahag með umsvifum
sínum og sé ötull stuðningsmað-
ur menningar og íþrótta. Eins og
kunnugt er lést Dodi, sonur Als
Fayeds, í bílslysi ásamt Díönu
prinsessu í París í hitteðfyrra.
Pinochet áfrýjar
LÖGFRÆÐINGAR Augustos
Pinochets, fyrrverandi einræðis-
herra í Chile, áfrýjuðu í gær fyr-
ir breskum dómstólum þeirri
ákvörðun breskra stjómvalda að
leyfa að framsalsbeiðni spánski’a
dómstóla á hendur Pinochet yi’ði
tekin fyrir. Spánverjar vilja fá að
leiða Pinochet fyrir dómstóla
vegna ásakana um mannrétt-
indabrot á meðan valdatíma
hans í Chile, 1973-1990, stóð.
A1 Fayed
STUTT