Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 35 ERLENT Reuters SERBNESKUR íbúi þorpsins Lipljan í Kosovo, um 20 km sunnan héraðshöfuðborgarinnar Pristina, virðir fyrir sér rústir húsa, sem eyðilagzt hafa í loftárásum NATO. Hvað tekur við að stríði loknu? UPPBYGGINGIN ÞRÁTT fyrir linnulitlar loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) á skotmörk víðs vegar um Serbíu, Svartfjallaland og Kosovo-hérað, virðist lítið geta breytt því að hern- aðurinn stefnir í að verða viðvar- andi næstu vikur og mánuði. Dag- lega lýsa talsmenn bandalagsins yf- ir „sigrum" á hinum ýmsu vígstöðv- um en á meðan er unnið að tiilögum á bak við tjöldin um hvernig unnt verði að ná fram stöðugleika á Balkanskaga þegar hernaðinum lýkur. Gallinn er hins vegar sá að hernaðaraðgerðir NATO í Júgó- slavíu hafa dregið stórlega úr getu þjóðarinnar til að endurreisa efna- hag landsins, eins og Klaus Nau- mann, hershöfðingi NATO, sem lét af störfum nú á dögunum komst að orði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph. Á sérstökum fundi leiðtoga Evr- ópusambandsríkja (ESB) í liðinni viku, var rætt um tillögur þýsku ríkisstjórnarinnar, sem nú fer með formennsku innan ESB, um hvern- ig uppbyggingu á Balkanskaga verði hagað að stríðinu loknu. Þá var rætt um svipuð mál á vinnufundum í Washington síðustu helgi, þar sem leiðtogar aðildarríkja NATO og samstarfsríkja banda- lagsins voni saman komnir að fagna 50 ára afmæli NATO. Himininn yfir Evrópu er, eins og Jonathan Eyal skrifaði nýlega fyiúr Netútgáfu BBC, ekki aðeins morandi af sprengjum, heldur einnig af marg- víslegum uppbyggingaráætlunum. Gallin sé hins vegar sá að meðal þjóðanna á Balkanskaga hefur ógiynni slíkra áætlana verið and- vana fæddar. Eyal telur að öll umræða um uppbyggingarstarf á Balkanskaga sé vel til fundin á þessari stundu og víst þyki að Kosovo-hérað muni þurfa víðfeðman fjárstuðning, auk hernaðarlegra skuldbindinga NATO-ríkjanna, á næstu árum og jafnvel áratugum. Slíkar skuld- bindingar verði að fara fram sam- hliða því að færa þarf júgóslav- neskan almenning í sanninn um ágæti lýðræðislegra stjórnarhátta. Gera verði Serbum Ijóst að fram- tíðin sé bjartari en það sem á und- an hafí farið. Þá sé ljóst að ná- grannaríkin sem hingað til hafa ekki flækst í átökin, þurfi einnig á stuðningi og skuldbindingum að halda. Þá sé vænlegra að huga að slíkum áætlunum nú, í stað þess að bíða endalausra senna milli Evr- ópuríkja og Bandaríkjanna um hlutverk og ábyrgð, eins og gerðist í kjölfar Bosníu-stríðsins fyrir nokkrum árum. Leiðtogar ESB og NATO hafa heitið því að styðja ríkin á Balkanskaga. í ljósi þessa, er talið skynsamlegra að forgangsraða verkefnum nú, í stað þess að sitja hjá og bregðast við nýrri stöðu um leið og hún kemur upp. Hitt er þó einnig talið líklegt að ESB og NATO munu reka sig á ýmis konar vandamál er uppbyggingarstarfí verður hrint í framkvæmd. Frumforsenda þess að vel takist til við uppbyggingarstarf á Balkanskaga að stríði loknu er ekki aðeins hugarfarsbreyting ríkja, þjóða og þjóðarbrota á Balkan- skaga, heldur einnig og ekki síður, hugarfarsbreyting meðal vest- rænna þjóða. Með öðrum orðum, breytinga er þörf, bæði til hægri og vinstrí væng hefðbundinna stjórn- mála, ef áætlanir eiga að ná fram að ganga. „Marshall-aðstoðin" seinni Leiðtogar ESB-ríkja hafa að und- anförnu rætt um það sem kallað hefur verið „Marshall-aðstoðin" seinni sem ætluð væri ríkjum Balkanskagans. Er þar með vísað til hinnar umfangsmiklu aðstoðar Bandaríkjamanna við Evrópu eftir heimsstyijöldina seinni. Eyal telur að þótt að slíkar yfírlýsingar geti tekið sig vel út á forsíðum dagblaða, þá sé hugsunin á bak við þær frem- ur illa ígrundaðar. Marshall-aðstoðin hafi komið til eftir að markmið heimsstyijaldar- innar hafí náðst. Núverandi átök á Balkanskaga eru því marki brennd að markmiðin eru heldur óljós. Átökin hófust í því skyni að koma í veg fyrir þjóðemishreinsanir Serba í Kosovo-héraði. Er ekki reyndist unnt að koma í veg fyrir óhæfuverk- in reyndi NATO að snúa dæminu við. Fyrir um mánuði var megin- markmið herfararinnar að fá Slobodan Milosevie, Júgóslavíufor- seta, að samningaborðinu til að und- irrita friðarsamkomulag. Nú er ljóst, af yfirlýsingum vestrænna ráðamanna að dæma, að Milosevic verði að koma frá völdum. Þá veit enginn hver örlög Kosovo-héraðs verða. Langur vegur er á milli yfírlýstra markmiða NATO og væntinga Kosovo-Albana. Umræðan um uppbyggingarstarf í kjölfar stríðsins fer því fram í nokk- urs konar tómarúmi. I stað þess að ýta undir endi stríðsátakanna, er áætlunum varpað fram sem mála- miðlun - í ljósi vöntunar á skýrum markmiðum herfararinnar. „Það er erfiðleikum bundið að vita hvað byggja á upp ef ekki er vitað hvað verður eyðilagt", segir Eyal. í kjöl- far heimsstyrjaldarinnar seinni hafi svarið verið skýrt en nú sé erfitt að henda reiður á það. Fjárhagsaðstoð við ríkin sem eitt sinn tilheyrðu Júgóslavíu hefur ver- ið hluti vandans í stað lausnar hans. I Bosníu einni hefur t.a.m. verið eytt andvirði milljarða Bandaríkjadala, síðan Dayton-samningurinn var undimtaður árið 1995. Ríkið er enn klofið og svartamarkaðsbraskarar hafa hagnast mest á aðstoðinni. í Svartfjallalandi, situr nú við stjórn- vöhnn maður sem aðhyllist vestræn gildi en var áður aðsópsmikill í bar- áttunni gegn múslimum í Bosníu auk þess að stýra stórum hluta ólög- legra viðskipta við Júgóslavíu í trássi við alþjóðlegt viðskiptabann. Og í Króatíu situr Fi’anjo Tudjman forseti sem dregur taum ættmenna sinna við stöðuveitingar og viðheld- ur ótta og spillingu. I nágrannaríkj- unum Búlgaríu og Rúmeníu hafa leiðtogar komið á lýðræðislegum stjórnarháttum en reynsleysi háir hins vegar valdhöfum. Oraunhæft er því að ætla að frumkvæði ESB við að koma á lýð- ræðislegum stjórnarháttum, skil- virkum stofnunum og uppræta spill- ingu innan ríkjanna muni ná ár- angri fyrr en eftir nokkur ár. Verk sem það er geysilega viðamikið og oft unnið í andstöðu við ríkjandi hagsmuni embættismanna á lægri stigum stjórnkerfa ríkjanna. Hver mun greiða kostnaðinn? Hinni upprunalegu Marshall-að- stoð var hrint í framkvæmd í upp- hafi kalda stríðsins. í þá daga var öll umræða um hverjum bæri að axla ábyrgðina, algerlega tilgangs- laus; Bandaríkin hétu því að berjast gegn framgangi kommúnismans í Evrópu hvað sem það kostaði. Hug- myndafræðileg andagift af þessu tagi er ekki við lýði hvað Balkan- skaga varðai- í dag. Á bandaríska þinginu hafa menn lýst því yfir að ekki muni liggja fyrir áætlanir um fjárveitingar til uppbyggingarstarfs í Kosovo eftir að átökum ljúki. Og jafnvel þótt Evrópuríkin séu nægi- lega stöndug til að greiða kostnað af slíku staidi þá snýst spurningin um hvort pólitískt hugrekki geti orðið almenningsálitinu yfirsterkara. Eyal spyr hvort hugsanlegt sé að fjárstuðningur t.a.m. spænska ríkis- ins til Andalúsíu-héraðs verði færð- ur til Arad-héraðs í Rúmeníu. ESB og NATO hafa hvort um sig bent á að á meðan unnið sé að áætl- unum skuli ríkin á Balkanskaga hefja nánara samstarf. Slíkt sam- starf er hyggilegt en hins vegar hef- ur á ýmsum vígstöðvum verið bent á að það megi ekki gerast á kostnað samrunaferlisins í Evrópu. Sam- starf ríkjanna á Balkanskaga kunni að reynast vandasamt. Samstarfi og samrunaferli ríkj- anna eru settar skorður vegna þess að þau glíma öll við svipuð vanda- mál; framleiðslugeta í landbúnaði er langt umfram eftirspurn, iðnaður er oftar en ekki úreltur og kostnaðar- samur, atvinnuleysi landlægt og allt innra skipulag oft að hruni komið. Þá hefur verið bent á að staðan sé ekki eingöngu sú að ríkin hafi lítið á hvoru öðru að græða, heldur kepp- ast þau einnig um að laða að sér sama vestræna fjármagnið. Þá er bent á að Grikkland muni ávallt skera sig úr öðrum ríkjum á svæðinu. Vegna aðildarinnar að ESB eru Grikkir bundnir ákveðn- um útflutningshöftum og viðskipta- reglum sem eigi ekki við nágranna- ríkin. Ennfremur er bent á að á meðan vesturlöndum hafi reynst of- viða að leysa áralangar deilur Grikkja og Tyrkja, þá ríki viss bjartsýni um að djúpstæður ágrein- ingur margra ríkja á Balkanskaga muni leysast með skjótum hætti. Oft séu áætlanir um úrbætur og uppbyggingu leiddar um þjóðirnar eins og köttur í kringum heitan graut - í þeirri von að deilur blossi ekki upp á ný. Síðast en ekki síst hefur verið bent á að meginhindrunin fyrir svæðisbundnu samstai'fi sé sálræns eðlis. Jafnvel þótt allir myndu leggj- ast á eitt um færa þjóðirnar í sann- inn um að samstarf sé það eina rétta og að einskis sé að hræðast, þá munu leiðtogar ríkjanna ávallt líta á svæðisbundið samstarf sem skör lægra en aðild að ESB. Þá sé líklegt að grunsemdir þeirra vakni um að með því að ýta undir sam- starf þjóðanna, séu ESB og NATO að sópa hugsanlegri aðild ríkjanna undir teppið. I þessu er meginvandi ríkjanna á Balkanskaga talinn felast. Vestræn- ar þjóðir verði að átta sig á að hug- arfarsbreytingar meðal þeirra sjálfra sé þörf. Alla öldina hafi svæð- ið verið talið vera púðurtunna sem beri að halda í hæfilegri fjarlægð. Rúmenía hefur sótt um aðild að NATO en verið hafnað fyrir þremur ríkjum Mið- og Austur-Evrópu - þjóðum sem þurfa miklu síður á ör- yggisskuldbindingum að halda en Rúmenar. ESB er í miðju stækkunarferli sem enn hefur ekki náð til annarra ríkja á Balkanskaga en Grikklands. Er talið að ef Evrópubúar átti sig ekki á því að friður sé óhugsandi nema að til komi samruni Balkan- skaga, sé víst að háleitar hugmynd- ir um uppbyggingarstarf verði að engu. Dublin á íslandi Kjarakaup aldarinnar Fosshálsi 1, laugardag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.