Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 37

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 37 LISTIR Morgunblaðið/Anna Kristján Jóhannsson heillaði Austfirðinga Egilsstöðum. Morgunblaðið. Stefán S. Stefánsson á Múlanum SAXÓFÓNLEIKARINN Stefán S. Stefánsson viðrar nýjar og gamlar tónsmíðar úr eigin bókum og ann- aiTa á Múlanum, Sóloni Islandusi, á sunnudag kl. 21.30. Þetta eru næst- síðustu tónleikarnir á vordagskrá Múlans. Með Stefáni leika Þórii- Baldursson, hljómborð, Bjarni Svein- björnsson, bassi og Hilmar Jensson, gítar. Auk þeirra verður fjöldi ann- an-a hljóðfæraleikara. -------------- Bjöllu- og raddhljómur í Bústaðakirkju KÓR Bústaðakirkju lýkur vetr- arstarfinu með tónleikum í kirkjunni á sunnudag kl. 17. Kórinn flytur m.a. texta þriggja Davíðssálma, Agnus Dei, Beatus Vir, Til söngsins, Söngur Kerú- banna og Ave María eftir Sigurð Bragason, sem hann færði kórn- um til flutnings. Kórstjóri og organisti Kórs Bústaðakirkju er Guðni Þ. Guð- mundsson. Einsöngvarar eru Anna Sigríður Helgadóttir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Kristján Valgarðsson, Ölina Omarr, Ólöf Ásbjörnsdóttir, Sigríður E. Snorradóttir, Þórður Búason og Öryar Már Kristinsson. Á tónleikunum kemur einnig fram Bjöllukór Bústaðakirkju og flytur fjögur verk ásamt ung- um hljóðfæraleikurum. Bjöllukórinn er skipaður ung- lingum og hefur starfað um ára- bil við kirkjuna. Þetta er þriðji unglingahópurinn sem skipar kórinn frá upphafi. UM 900 manns komu í íþrótta- húsið á Egilsstöðum á vortón- leika Karlakórs Akureyrar-Geys- is ásamt Kristjáni Jóhannssyni. Tónleikar þessir voru þeir þriðju í röðinni en tvennir tónleikar voru haldnir á Akureyri. „Það er mikill menningarviðburður fyrir Austfirðinga og heiður að fá Kri- stján Jóhannsson til Egilsstaða," sagði Soffía Lárusdóttir, bæjar- fulltrúi A-Héraðs, er hún þakkaði kórnum og Kristjáni fyrir kom- una. JBJUtaa !| ~K jlú "i ap * |i 111 u íM, Jijn' ! ; Morgunblaðið/Jón Svavarsson KOR og Bjöllukór Bústaðakirkju ásamt stjórnandanum Guðna Þ. Guðmundssyni. Helgistaðir, grameðlur og Gabriel Du Pré ERLENDAR BÆKLR Spennusaga ÞRUMUHROSS „THUNDER HORSE" eftir Peter Bowen. St. Martin’s Paperbacks. 243 síður. BANDARÍSKI sakamálahöfund- urinn Peter Bowen á það sameigin- legt með kollega sínum og landa, Tony Hillerman, að fjalla um indjána í nútímanum, siði þeirra og sam- skiptavenjur og hugmyndafræði og ættarríg og stolt að ógleymdum gamanmálum á bæði upplýsandi og skemmtilegan hátt. Bowen hefur skrifað einar fimm sakamálasögur er allar fjalla um áhugaspæjarann Ga- briel Du Pré sem býr á gömlum indjánalendum í Montana. Bowen er sjálfur frá Montana og virðist þekkja þar hvern krók og kima og fólkið sem býr í „hinum deyjandi sýslum" því þaðan er einnig fólksflótti eins og svo víðar. Sagan hans er bæði for- vitnileg og spennandi og krydduð persónum sem hollt er að eiga sam- leið með og tekst Bowen ágætlega að skapa þeim sérstöðu í gegnum mál- far þeirra. Alhliða reddari Aðalsögupersóna hans, Gabríel þessi Du Pré, er eiginlega svolítið meira en áhugaspæjari, hann er stundum varalögreglustjóri í smá- bænum Toussaint, en mest er hann eftirlitsmaður með nautgripum og alhliða reddari. Hann gerir helst ekkert án þess að hafa viskípela inn- anklæða, vefur sér sínar eigin sígar- ettur, misþykkar eftir því hvemig ástatt er fyrir honum, og er óhemju þrjóskur frammi fyrir ósvöraðum spumingum. Hann er líka vinur vina sinna og hefnir þeirra ef hann hefur tækifæri til. Málið sem hann hefur til meðhöndlunar í þessari fimmtu bók, sem heitir kannski á íslensku Þrumuhross en „Thunder Horse“ á frummálinu og kom nýlega út í vasa- broti hjá St. Martin útgáfunni, er hinn undarlegasti kokkteill. Það snýst mikið til um jarðfræði, þjóð- flutninga, grameðlur og japanska kaupsýslumenn sem vilja búa til litl- ar silungatjarnir í nágrenni Toussa- int. Og auðvitað morð. Allt kemur þetta á einhvern furðu- legan hátt heim og saman undir vök- ulu auga Gabríels. í Montana hefur fundist fjöldinn allur af steingerving- um frá því risaeðlurnar réðu ríkjum á jörðinni og orðrómur er uppi um að steingerð bein heillar grameðlu liggi í nágrenninu en hún mun vera tug- milljóna virði; aðeins fjórar slíkar eiga að vera til í heiminum. Jarð- skjálfti verður til þess að aðrar stein- gerðar leifar, í þetta sinn af mönnum sem kallaðir hafa verið Hornstjörnu- fólkið og var uppi fyrir fimmtán þús- und árum, koma fram undan jörð- inni. Japanarnir eru að hnýsast í ým- islegt fleira en silungatjarnir og þess er ekki langt að fornleifafræðingur að nafni Robert Palmer finnst myrt- ur með tönn úr grameðlu í vasanum. Frjótt hugmyndaflug Indjánamir kölluðu gi-ameðlu- beinin Þrumuhross og þaðan er titill bókarinnar fenginn og þeir hötuðu fomleifafræðinga og mannfræðinga og hvað þetta heitir allt: Venjulegast sýndu þeir indjánunum sömu virð- ingu og skordýrafræðingar pöddum, hugsar Du Pré með sér. Þeir voru fólk kannski, en ekki alveg mennskt. Sýni. Bowen er gæddur kaldhæðnislegri gamansemi og frjóu hugmyndaflugi sem gerir söguna hans að prýðilegri afþreyingu og víst er að persónur hans eru mennskar. Það eru kannski gallagripir innan um og saman við en fólkið sem hann hefur mestar mæt- uraar á þekkir sína arfleifð og landið sitt og umgengst hvoru tveggja af virðingu og stolti. Eins og Gabríel. Arnaldur Indriðason ----------------- Einsöngv- arapróf GUÐRÚN Helga Stefánsdóttir mun ljúka einsöngvaraprófi frá Nýja tón- listarskólanum með tónleikum í Sel- tjarnarneskirkju, sunnudag, kl. 17. Meðleikarar á tón- leikunum verða Krystyna Cortes og Einar St. Jóns- son. Á efnisskránni verða verk eftir Hándel, Purcell, Mozart, Schubert, Brahms, Tchaikov- sky, Duparc og Canteloube, auk ís- lenskra sönglaga eftir Eyþór Stef- ánsson, Emil Thoroddsen og Loft Guðmundsson. Guðrún hefur stundað nám í Nýja tónlistarskólanum undanfarin fjögur ár. Aðalkepnari hennar hefur verið Alina Dubik'óperusöngkona og æf- ingakennari Krystyna Cortes píanó- leikari. Áður nam hún í Söngskólan- um í Reykjavík og í Verona á Italíu. Guðnín Helga Stefánsdóttir 'M Nú er sumarið loksins komið ogf af |iví tilefni ætlum viá kjá Víni Hússins aÚ kjóá a 25% afslátt af 250 Wine Art pakkningfum. Fyrstir koma, fyrstir fá! FAVOURIT^ STOFNAÐ Gæáavara á góðu verði 1997 ^ Fremstir síðan 1959 Komið við og geríð góð hctup! Póstsendum um i W- Vín Hússins Vín Hússins -Árniúla 23 -108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - bax: 533 3071 Opiá : Mán.-Fös10:00-18:30 Lau.: 11:00-14:00 . , ■ : • ’ X

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.