Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Ein klippimynda Messíönu
Tómasdóttur á Mokka.
Messíana
Tómasdótt-
ir sýnir
á Mokka
MESSÍANA Tómasdóttir opnai-
myndlistarsýningu á Mokka-kaffi í
dag, föstudag, en þar sýnir hún 18
klippimyndir unnar á þessu ári.
Myndirnar sýna á óhlutbundinn
hátt ferlið í óperuleiknum „Maður
lifandi" eftir Arna Ibsen, Kai-ólínu
Eiríksdóttur og Messíönu, en hann
verður frumsýndur á Litla sviði
Borgarleikhússins 3. júní.
Óperuleikurinn fjallar um það er
Dauðinn gerir sér ferð í mannheima
til að sækja „Mann lifandi“, sem aft-
ur leitar ásjár hjá skapgerðarein-
kennum sínum, löstum og kostum,
sem í sýningunni eru persónugerð.
„Maður lifandi“ vill ekki fara þessa
ferð án fylgdar einhvers þeirra. Það
er loks Þekkingin á eigin sjálfi, sem
veitir honum kjark til að horfast í
augu við Dauðann.
Messíana glímh' hér eins og stund-
um áður við táknmál litanna. Dauði
mannsins er t.d. táknaður með
hreinum rauðum lit, sem verður
táknlitur þess að hafa kjark til að
horfast í augu við sjálfan sig og
mæta dauða sínum. I óperuleiknum
er einnig slegið á léttari strengi og
þannig rætist draumur Dauðans um
að verða hetjudauði.
Messíana Tómasdóttir er fædd ár-
ið 1940 í Reykjavík. Hún stundaði
nám í myndlist, textíl, leikmynda-
teiknun og strengjabrúðulist í Dan-
mörku, Frakklandi og við Myndlista-
og handíðaskóla Islands. Auk fimm
myndlistarsýninga og yfir fimmtíu
leikmynda fyrir leikhús og sjónvarp
hér heima, í Danmörku, Færeyjum
og Finnlandi hefur Messíana flutt
fyi'irlestra um litafræði og brúðu-
leikhús hér heima og víða erlendis.
Sýningin á Mokka stendur til 4.
júní.
Skugginn af skáldinu
Tvær ævisögur um norska skáldið Rolf
Jacobsen frá í fyrra eru báðar til marks
um að hann lét blekkjast af nasistum, var
félagi í fiokknum og ritstýrði blaði sem
hann neyddist til að skrifa í leiðara með
nasískum áróðri. Jóhann Hjálmarsson seg-
ir að dæmi hans muni þó að öllum líkindum
ekki kalla á sömu viðbrögð og gagnvart
Knut Hamsun, menn muni heillast áfram
af töfrum ljóða skáldsins fyrst og fremst.
KNUT Hamsun vai' hallur undir
nasista eins og minnt er reglulega á.
Um þessar mundir er til dæmis verið
að sýna mynd um ævi hans í Sjón-
varpinu. Hann var þó ekki eini
norski rithöfundurinn í nasista-
flokknum. Nú hefur rækilega verið
minnt á að eitt helsta ljóðskáld
Norðmanna, sumir segja mesta
skáld þeiira, Rolf Jacobsen, var líka
í flokknum.
Tvær nýjar bækur um Jacobsen
segja ítarlega frá þessu: Ove Rps-
bak: Rolf Jacobsen. En dikter og
hans skygge. 464 síður, Gyldendal
1998 og Hanne Lillebo: Ord má en
omvei. En biografi om Rolf Jacob-
sen. 514 síður, Aschehoug 1998.
Bent hefur verið á að Jacobsen
var ekki meðal þeirra sem brýndu
raustina. Hann var hljóðlátur maður.
En hann var einna fremstur í flokki
þeirra sem breyttu norskri ljóðlist,
endurnýjuðu hana. Ljóð hans eru
þýdd á þrjátíu tungumál. Síðasta
ljóðabók hans, Nattápent (1985) sem
mótast af láti konu hans, er mest
selda ljóðabók í Noregi eftir stríð,
gefin út aftur og aftur.
Ævisaga Jacobsens telst því við-
burður í Noregi. Líf skáldsins vai'
aftur á móti tilbreytingarlítið með
einni undantekningu. Hann var fé-
lagi í nasistaflokknum, NS. Um
þetta hefur verið meira pískrað en
rætt. Vitneskjan um þetta hefur nú
orðið mörgum lesendum skáldsins
áfall. Bækurnar tvær skýi'a báðar
frá þessu. Hjá Rosbak er það reynd-
ar í öndvegi en Lillebo er það aðeins
hluti æviferilsins.
Gagnrýnandinn Hans Christian
Kjelstrup spyr: „Hvernig gat þessi
hversdagslegi lágværi maður, hann
Rolf Jacobsen
sem orti svo fallega og áhrifamikið
um ástina til konu sinnar, náttúruna,
það fábreytilega í tilverunni, látið
blekkjast af nasismanum?“
Skýring sem dugar?
Kjelstrup reynir að finna skýr-
ingu. Jacobsen var ósáttur við kóng-
inn og flokkinn (verkamannaflokk-
inn). Og þrátt fyrir andstöðu áður
við Hitler þóttist hann greina sósíal-
isma í þjóðemissósíalismanum.
Hann var tortrygginn gagnvart
Englendingum (líkt og Hamsun) en
aðdáandi Rússa og það skipti hann
máli að Rússar stóðu með Þjóðverj-
um í upphafi stríðs.
Jacobsen var blaðamaður við
Kongsvinger Arbeiderblad. Henta
þótti að hann tæki við ritstjórn
blaðsins. Hann var nýkvæntur og
betri þjóðfélagsstaða og laun buðust.
Að eigin mati fómaði hann sér fyrir
blaðið. Hann gerist ritstjóri til að
sporna við öfgum, en neyddist til að
birta efni frá nasistum og vera
flokksbundinn. Leiðarar blaðsins eru
sagðir óþægileg lesning í alræmdum
nasistastfl.
Eftir stríð er Jacobsen dæmdur
fyrir landráð og dvelur í vinnubúðum
í þrjú og hálft ár. Björgun hans verð-
ur trúin, hann snýst til kaþólsku.
Einnig virðist þáttur Petra konu
hans stór. Hún skrifaði Harald Grieg
forstjóra Gyldendals með beiðni um
aðstoð.
Mönnum þykir þó Petra vera í
hlutverki aukapersónu í ævisögun-
um, hlutur hennar ekki nógu mikill.
Eins er um marga fleiri því að vina-
hópur Rolfs Jacobsens var þröngur.
Það eru aðeins gælur hans við nasis-
mann sem þykja verulega frásagnar-
verðar um ytra lífshlaup hans. Menn
sakna átaka og menningarlegra
ágreiningsmála. Kvennamál era eng-
in. Nokkrar utanlandsferðh' eru þó
betri en ekkert.
I þrettánda kafla bókar Rpsbaks,
Dóminum, kemur fram í yfirheyrsl-
um að Rolf Jacobsen bjóst við sigri
Þjóðverja í heimsstyrjöldinni. Það
skýrir kannski eitthvað?
Menn spá því að uppljóstranir um
Jacobsen muni ekki kalla á neitt í
líkingu við það sem minnig Hamsuns
má þola, skáldskapurinn verði fyrst
og fremst það sem veki áhuga á Jac-
obsen og töfri áfram lesendur hans.
Þeir sem ekki hafa skilið það langa
hlé sem varð á skáldskap Jacobsens
átta sig eflaust nú. Hann þurfti lang-
an biðtíma áður en hann lét aftur ft'á
sér heyra eftir stríð. Það sem hann
hafði þurft að ganga í gegnum slævði
þó ekki penna hans, að minnsta kosti
ekki að marki.
Fyrirlestur um Magnús
Olafsson ljósmyndara
INGA Lára Baldvinsdótth' sagn-
fræðingur heldur fyrirlestur í minn-
ingu Magnúsar Ólafssonar Ijós-
myndara mánudaginn 10. maí, kl.
19.30 í Listasafni Islands. Þetta er í
annað skipti sem Ljósmyndasafn
Reykjavíkur efnir til fyrirlestrai- í
minningu Magnúsar. I fyrra hélt dr.
Naomi Rosenblum fyrirlestur í
minningu Magnúsar. Fyrirlestur
sinn nefnir Inga Lára Framlag
Magnúsar Ólafssonar til íslenskrar
ljósmyndunai'.
Magnús Ólafsson, fyrrum verslun-
arstjóri á Akranesi, var einn þeirra
átta er opnuðu nýjar ljósmyndastof-
ur í Reykjavík um síðustu aldamót
og var fyrsti formaður Ljósmynd-
arafélags Islands.
í fyrirlestrinum verður greint frá
því hvernig rekstur á þessum ljós-
myndastofum gekk og hvaða stöðu
Magnús skapaði sér meðal starfandi
Ijósmyndara. Reynt verður að meta
hvaða nýjungar Magnús innleiddi í
íslenska ljósmyndagerð. Utgáfa
Magnúsar á fyrsta leiðbeiningarriti
um ljósmyndun á íslensku árið 1914
varð honum tilefni til mikillar ný-
yrðasmíði í fagmáli greinarinnar.
Vegna þeirrar bókar eiga Islending-
ar vitnisburð Magnúsai- sjálfs um
viðhorf hans til ljósmyndunar eins
örfárra innlendra Ijósmyndara.
Brugðið er ljósi á þann vitnisburð.
Einnig verður fjallað um spurningar
í tengslum^ við gjöf Magnúsar til
Listasafns íslands árið 1907 á fimm
handlituðum ljósmyndum eftir sjálf-
an sig.
Inga Lára Baldvinsdóttir er fædd
1956. Hún vai'ð stúdent frá MR 1976,
BA (hons) frá University College í
Dublin 1979 í sagnfræði og fornleifa-
fræði og cand. mag. í sagnfræði frá
Háskóla íslands 1984. Hún hefur
verið deildarstjóri myndadeildar
Þjóðminjasafns Islands frá 1991.
Inga Lára hefur skrifað greinar um
ljósmyndasögu og varðveislu ljós-
mynda í ýmis tímarit, haft umsjón
með ljósmyndasýningum bæði á veg-
um Þjóðminjasafnsins og Sjóminja-
safnsins á Eyrarbakka og annast
myndaritstjórn í nokkrum bókum.
Inga Lára er annai’ ritstjóri sérstaks
þemaheftis tímaritsins History of
Magnús Ólafsson ljósmyndari
og fyrsti formaður Ljósmynd-
arafélags Islands.
Photography er fjallar um íslenska
ljósmyndun og kemur út nú á vor-
mánuðum. Um þessar mundir vinnur
hún að frágangi handi-its til prentun-
ar um íslenska ljósmyndara
1846-1946.
Reykjavíkursvæði: G.E. Snyrtivörur Laugavegi 61, Ubia Mjódd, Nana Hólagorði, snyrtivörudeildir
Hagkaups Kringlunni, Skeifunni og Smóratorgi, Evita Kringlunni, Holts Apótek Glæsibæ, Sandra Kópavogi,
Snyrtihöllin Garðobæ.
Landið: Gallery Eörðun Keflavik, Apótek Vestmannaeyja, Árnes Apótek Selfossi, Miðbær
Vestmannaeyjum, Fyrir og eftir Akranesi, Krisma Isafirði, Tara Akureyri, Húsovíkur Apótek Húsavík.
MARBERT-tilboð
Vinsælasti farðinn er Care Pluse, vítamínbættur, vatnsheldur og smitfrír.
Care Pluse no 2 hefur verið uppseldur hér og erlendis hjá MARBERT,
en er nú kominn í verslanir og við bjóðum glöðum viðskiptavinum okkar að
koma í næstu MARBERT-verslun og fá fallega satín snyrtibuddu að
gjöf þegar keyptur er andlitsfarði og varalitur frá MARBERT.
Fyrir börn og fjölskyldur
BÆKUR
Itarnubfík
KÆRLEIKURINN MESTUR
eftir Sigurbjörn Þorkelsson
títgefandi: Höfundur 1999.
SIGURBJÖRN Þorkelsson hefur
nú gefið út sína fimmtu bók, Kær-
leikurinn mestur. Bókin hefur að
geyma 11 smásögur sem flestar
eru, eins og höfundur kemst sjálfur
að orði í inngangskafla bókarinnar,
samdar fyrir hans eigin syni og
þeim sagðar áður en þeir feðgar
fóru með kvöldbænirnar. Sögurnar
gefur hann út á bók ef þær mættu
verða til þess að vekja lesendur til
umhugsunar m.a. um Guð og þýð-
ingu trúarinnar fyrir litlar barns-
^mb l.i is
ALLTA/= E-tTTHl&K-Ð tJYTt
sálir, hvort sem það er
innan veggja heimila
eða í barna-, unglinga-
eða sumarbúðastarfi.
Sögurnar fjalla um
afar venjulega atburði,
sem geta komið fyrir
alla drengi. Þær eru
látlausar en vegna þess
hvernig höfundur
tengh’ þær við æðri
máttarvöld hafa þær
dýpt sem vekur mann
til umhugsunar. Af
þeirri ástæðu eru þær
góður efniviður í upp-
byggjandi samræður
bama og fullorðinna
m.a. um kærleikann,
umburðarlyndi, tryggð og um hæfi-
leikann til að setja sig í spor ann-
arra og dæma ekki.
Sögurnar eru skrifaðar í þriðju
persónu en höfundurinn sjálfur er
yfirleitt ekki fjarri. Það sér maður
sérstaklega á því að þær eru skrif-
aðar á máli sem er einhvers staðar
mitt á milli þess að vera talmál og
ritmál. Textinn rennur vel en sums
staðar hefði stflinn
gjarnan mátt gera
þéttari. Þá eru nokki'-
ar setningar í bókinni
ekki alveg nógu vand-
aðar svo sem eins og
þessi: „..þegar menn
voru í óða önn við að
kyssast og óska hvor-
um öðrum gleðilegs
árs...“ (bls. 105). Menn-
irnir sem kysstust
voru ekki tveir. Svo er
rangt að hafa stóran
staf á eftir raðtölu eins
og gert er í bókinni.
Sögurnar ellefu era
yfirleitt góðar aflestrar
og það er eitthvað hlý-
legt og einlægt við þær. Þær eins
og toga mann í gegnum sig. Tilvitn-
anirnar aftast í bókinni, sem Sigur-
björn hefur valið úr Biblíunni les-
endum sínum til íhugunar, eiga
áreiðanlega eftir að vekja áhuga
margra á frekari lestri í bókinni
helgu.
María Hrönn Gunnarsdóttir
Sigurbjörn
Þorkelsson