Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PERUR, olía á striga, 1994. 103 x 282 cm. Hreinn tónn málverksins Jim Butler er bandarískur myndlistarmað- ur sem málar eftirmyndir hluta á ákaflega raunsæislegan hátt en er hálfsmeykur við vinsældir raunsæisins. Butler var nýlega staddur hér á landi, sagði málurum fram- tíðarinnar til og setti upp litla sýningu í Galleríi Ganginum. Einar Falur Ingólfsson hitti hann þar að máli. JIM Butler málar hluti sem hann finnur, stíllir upp og rannsakar. Þetta eru ákaflega raunsæis- legar kyrralífsmyndir af hlutum sem kveikja hugmyndir með lista- manninum og honum finnast hafa víðari tilvís- un eftir að þeir eru mál- aðir á strigann. Butler hefur sýnt verk sín víða á síðustu árum, einkum í Bandaríkjunum en einnig í Norður-Evr- ópu, og þá gjaman mál- verk í yfirstærðum. Á sýningunni í Ganginum á heimili Helga Þorgils Friðjónsson- ar myndlistarmanns eru hins vegar nokkrar minni myndir; af vatnsbyssu í hafmeyjulíki, hafnabolta innpökkuð- um í plast og fuglahúsi. „Ég hef unnið svona í 6, 7 ár,“ segir Butler. „Finn hluti og mála þá eftir að hafa skoðað þá vandlega og kannað eiginleika þeirra. Það mynd- ast oft undarlegt samband á milli mín og hlutanna meðan ég mála þá.“ Hann reyndi um tíma að mála eftir ljósmynd- um en segir það hafa mistekist herfilega. „Ljósmyndimar hafa þegar breytt þrívíðum hlutum í tvívíða. Fyrir trúverðugleika mál- verkanna finnst mér mjög mikilvægt að geta skoðað hlutina frá öll- um hliðum meðan ég mála.“ Butler segir raunsæi hlutanna vera mjög mikilvægt fyrir útkom- una í málverkinu. „Mér finnst raunvera- leikinn geta verið óvæntari og und- arlegri en nokkuð það sem ég get ímyndað mér á strigann." Fyrir tveimur ámm fóm stærri málverk Butlers að verða flóknari. Hann stillir ólíkum hlutum sman og gerir eins konar skúlptúr sem hann stækkar síðan upp í málverki. Hann vill ekki sýna sjálfa skúlptúrana, yf- irfærslan yfr á tvívíða sviðið í mál- verkinu sé mjög mikilvæg. „Þegar Jim Butler BIG TIMBER, olfa á striga, 1993. 126 x 181 cm. horft er á málaða mynd af hlut verður hluturinn um leið eitthvað annað,“ segir Butler, „málverkið flytur áhorfandann til annars staðar - eða ég vona að svo sé.“ Um þessar mundir virðist raunsæ- islegt málverk vera áberandi og ekki síst í Bandaríkjunum. „Þegar ég var að byrja að mála svona, fyrir tíu ár- um, vom raunsæismálverk ákaflega óvinsæl; alls ekki í tísku og enginn vildi sjá slíkar myndir. En það er alltaf þannig að menn halda áfram að vinna að sínu þótt það sjáist ekki opinberlega. Fyrir fjóram, fimm ár- um varð raunsæið skyndilega vin- sælt aftur og menn drógu verkin sín út úr stúdíóunum; þetta var óstöðv- andi tískubylgja, ef svo má segja. Og í kjölfarið íylgdi smekkur fyrir þessu. En ég sé mig samt ekki sem hluta af neinni stefnu, smekkur er alltaf að breytast. Ég veit ekki af neinum öðmm málara í Bandaríkjunum í dag sem vinnur eins og ég, málar svona eftir uppstillingum af raunverulegum hlutum. Eg vona að það sé minn sér- staki skerfur til samtímalistarinnar. En mér finnst eiginlega óþægi- legt hvað raunsæismálverkið er vin- sælt um þessar mundir. Þetta er næstum orðin akademísk stefna og ég veit ekki hvers vegna.“ Butler veltir þessum tískustraum- um fyrir sér og segist viss um að ljósmyndaflæðið og tölvumyndir hafí haft mikil áhrif á skynjun fólks á síðustu ámm. Og að á tölvuöld hafi orðið mikið verðfall hlutanna, allt sé að verða svo einsleitt. „Ég geri hluti sem em lengi í fæðingu og ég reyni að gera þá verðmæta; að það sjáist að það sé vinna í gerð þeirra. Ég held að í samtímanum sé mikilvægt að sýna hluti sem vinna er lögð í. Og mér finnst að í fólki sé þessi þörf, að læra að gera hluti í höndunum. í handverkinu felst eitthvað sem staðfestir tilveru okkar. En mér finnst líka að fólk sem ekki hefur menntun eða þekkingu á listum hrífist meira af vönduðu handverki, eins undarlegt og það hljómar." Butler viðurkennir að í verkum sínum sé ákveðinn skyldleiki við popplistina, en þó sé hér meiri ein- lægni, ekki írónían sem einkennir poppið. „En þegar ég byrja að mála mynd geng ég út frá henni sem abstrakt verki, mér finnst það mik- ilvægt. Málverkið er nefnilega tján- ing í sjálfu sér. Þegar ég næ að finna réttu hlutina og stilla þeim saman þá eins og heyrist hreinn tónn, ég veit að þetta verð ég að mála.“ Franco Jóhann Buffoni Hjálmarsson Italskir vorsöngvar VORSÖNGVAR, Songs of Spring, nefnist tvítyngt ítalskt Ijóðaþýð- ingasafn eftir skáldið og þýðand- ann Franco Buffoni sem nýlega kom út hjá Marcos y Marcos í Mílanó. Þetta er viðamikil bók , 365 síður, og er gefin út í bóka- flokki sem nefnist I testi di Testo a Fronte og Buffoni ritstýrir. Franco Buffoni er þekkt ítalskt skáld og háskólakennari og rit- stýrir ársritinu Testo a frontesem birtir bókmenntaþýðingar og fræðilegar ritgerðir um þýðingar. I Songs of Spring era birtar þýðingar Buffonis á verkum um fjörutíu skálda frá ýmsum löndum og öldum, en flest skáldanna em ensk. Meðal samtímaskálda sem eiga Ijóð í safninu em Wystan Hugh Áuden, Stephen Spender, Tomas Tranströmer, Seamus Heaney og Dave Smith. Eitt íslenskt skáld á ljóð í Songs of Spring, Jóhann Hjálmarsson, en eftir hann birtist ljóðið Um lands- lag sem upphaflega birtist í bók hans Athvarf í himingeimnum og hefur verið þýtt á fjölda tungu- mála. Það kom áður í þýðingu Buf- fonis í Testo a fronte. Auk formála em í bókinni kynn- ingargreinar um hvert skáld. ----------------- Samkór Selfoss 25 ára af- mælis- tónleikar Selfoss. Morgunbladið. SAMKÓR Selfoss heldur 25 ára afmælistónleika sína sunnu- daginn 9. maí kl. 17 í Selfoss- kirkju. Á dagskrá er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend. Þar á meðal eru lög úr söng- leikjunum Cats og Westside story. Stjórnandi kórsins er Edith Molnar og undirleikari er Miklos Dalmay. Tónleikamir verða svo endurteknir miðviku- daginn 19. maí í Selfosskirkju Fjórða kosningasýning Kristjáns Guðmunds- sonar í Slunkaríki Morgunmjöllin fríð og blíð flytur margan kaffisopa. I laun skal hafa lítinn prest og bera hann undir svuntunni. Þessa vísu kvað Sólon Guð- mundsson í Slunkaríki fyrr á öldinni og er hún hér birt að gefnu tilefni. Enn og aftur kem- ur Kristján Guðmundsson myndlistarmaður með alþingis- kosningasýningu í Slunkaríki á Isafirði. Að þessu sinni með mál- verk og teikningar í farteski sínu. Stjóm Slunkaríkis leggur ríka áherslu á stöðugleika og jafn- vægi í málefnum sínum og landsmanna allra og em alþing- iskosningasýningar Kristjáns tillegg beggja aðila að það markmið megi nást landi og lýð til heilla. Fyrirtæki Kristjáns „Silver press“ hefur einnig valið þennan dag sem útgáfudag bókarinnar „Tólf drápu kver“ eftir Halldór Ásgeirsson með rekaristum eftir Jón Sigurpálsson; mun höfund- ur af því tilefni lesa upp úr bók- inni. Sýningin hefst 8. maí kl. 16 og lýkur 30. maí og em allir vel- komnir. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudags kl. 16-18. kl 21. Morgunblaðið/Sig. Fannar. SAMKÓR Selfoss ásamt Miklos Dalmay, undirleikara og Edith Molnar, stjórnanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.