Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 50

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 50
/50 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ f Kosningar í þátíð Enda fiölgar þeim sem telja valkostina í íslenskum stjórnmálum lítt áhugaverða EF jeppaeign og hús- næðiskaup eru til marks um hagsæld- ina er allt í himna- lagi í þessu landi. Ef verðmætamat landsmanna end- urspeglast í auglýsingum í fjöl- miðlum er nákvæmlega ekkert að á Islandi. Ef lífsgæðin eru mæld í kaupmætti er öldungis ljóst að lýðurinn í landinu hefur almennt og yfirleitt enga ástæðu til að kvarta. Pótt íslendingar séu um margt undarleg þjóð greina þeir sig ekki frá öðrum þegar kemur að kosningum. Sú regla gildir al- mennt um hinn vestræna heim að menn greiða atkvæði í þing- kosningum með tilliti til afkomu sinnar síðustu árin. Efnishyggjan hefur enda reynst lífseigasta hugmynda- fræðin; önnur raunar tæpast í boði í landi þar sem íbúamir eru dæmdir til að VIÐHORF eiga rúmgott húsnæði og góða bíla til að geta haldið lífi. Þessum þörfum hefur lands- mönnum gengið ágætlega að svala síðustu fjögur árin og þess vegna mun krafa um óbreytt ástand verða helsta niðurstaða kosninganna á morgun. Ráðamenn hafa enda kveðið við raust: Eftir Ásgeir Sverrisson Jeppar fínir, húsin flott, finnst ei svangur magi. Hér er lífíð æði gott, allt í himnalagi. Og þjóðin virðist hafa lagt við hlustir - án frekari spurninga. Að frátaldri sérstöðu VG- framboðsins hafa skýrar póli- tískar markalínur ekki verið dregnar í þessari kosningabar- áttu. Lítillega hefur verið tekist á um efnahagsmál og pólitískar áherslur á góðæristímum. Á ís- landi sem annars staðar á stjórn- arandstaðan jafnan í erfiðleikum á miklu hagvaxtarskeiði. Það hefur komið á daginn í barátt- unni fyrir kosningarnar þótt sú hugsun sé jafnframt áleitin að andstæðingar stjómar Davíðs Oddssonar hafi ekki nýtt sóknar- færin sem skyldi. Samfylkingunni hefur sýnilega mistekist að skapa sér þá sér- stöðu sem stefnt var að í íslensk- um stjórnmálum. Málflutningur hefur verið heldur óskipulagður og greinilegt er að stóram hópi kjósenda, ekki síst ungu fólki, sýnist forystusveitin hvorki fersk né nægilega traustvekj- andi. Samfylkingin bar ekki gæfu til að bjóða fram nútíma- lega valkosti, halda á lofti hugs- un umbótamanna og skýrri framtíðarsýn við aldarlok. Þess í stað bar hæst fjárfreka, ríkis- rekna velferðarhyggju. Sérlega ótrúverðug stefna í utanríkis- og vamarmálum á miklum um- breytingatímum reyndist sam- tökunum dýr. Þessi erfiða staða kom til sök- um þess að þá sem að Samfylk- ingunni standa skorti þor til að endumýja hugmyndafræði sína með sama hætti og margir vinstriflokkar hafa gert á vestur- löndum á síðustu áram. Tilkoma Samfylkingarinnar er engu að síður viðburður í íslenskum stjórnmálum og samtökin fá nú fjögur ár til að ná áttum. Yst á vinstri vængnum virðast þjóðernissósíalistar hafa náð að festa sig í sessi. Það er umtals- verður árangur. Sóknarmöguleik- ar flokksins, sem era nokkrir, fel- ast í „grænum áherslum". Sjón- armið pólitískra miðaldamanna, sem birtast í einangranarhyggju og trúarlegri vissu um ágæti auk- inna ríkisumsvifa auk hótana í garð skattgreiðenda, hafa fælt marga frá því að kjósa þessi sam- tök. Tæpast verður þó deilt um að Steingrímur J. Sigfússon er sá stjómmálamaður, sem mest hef- ur vaxið í kosningabaráttunni. Þótt seint verði sagt um ríkis- stjómina að hún sé einstaklega vel skipuð og bæði gjörðir og yf- irlýsingar ráðamanna hafi oft verið með miklum óhkindum er ljóst að góðærið sem við öllum blasir má að veralegu leyti rekja til nútímalegra viðhorfa við stjóm efnahagsmála. Raunar kemur önnur stefna vart til álita á tím- um hnattvæðingar, viðskipta- frelsis og opinna markaða en sú staðreynd er furðu mörgum enn hulin. Samstarf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar hefur einkennst af trausti og pólitískur stöðugleiki hefur ríkt. Bjöm Bjamason hefur með elju sinni lagt nýja kvarða á vinnusemi ráðamanna í embætti. Sú mynd sem hin pólitíska umræða dregur upp af þjóðfé- laginu felur hins vegar í sér mikla einföldun og í því er m.a. stöðnun íslenskra stjómmála fal- in. Mál sem varða sjálfa fram- þróun samfélagsins era ekki rædd á Islandi og hafa ekki verið tekin til meðferðar í þessari kosningabaráttu. Þar ræðir m.a. um þróun í átt til beins lýðræðis, ábyrgð ráða- manna, rétt íslenskra neytenda til að búa við sömu aðstæður og fólk í öðram Evrópuríkjum, frelsi og ábyrgð einstaklingsins og andstöðu við sívaxandi eftir- lits- og reglugerðahyggju, jafnt vægi atkvæða um land allt, póli- tískar ráðningar í hálaunastöður, skýra forgangsröðun í fjárútlát- um ríkisins hvað varðar heil- brigðis- og menntamál og spam- að annars staðar, andstöðu við pólitíska stýringu og skömmtun- arstarfsemi á allt of mörgum sviðum þjóðfélagsins, kröfu um að dregið verði úr ráðherraræði og að hlutur löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu verði réttur, það viðhorf að opið samfélag verðleika og sanngirni sé æskilegt markmið, kröfu um að skýrar og einfaldar leikreglur skuli gilda í þjóðfélaginu, and- stöðu við pólitíska úthlutun einkaleyfa til einstaklinga eða fyrirtækja, nýjar áherslur, end- urskoðun og forgangsröðun í vel- ferðarkerfinu. Og áfram mætti auðveldlega telja. Ofangreind atriði lúta öll að því hvemig þjóðfélagið þróast fram á næstu árum. Hnattvæð- ingu og hinum net-tengda veru- leika munu fylgja djúpstæðar breytingar á flestum sviðum samfélagsins á vesturlöndum. Þær munu geta af sér ný við- horf, annan samanburð og þar með breyttar kröfur. Stjórnmálasamtök á íslandi sýna enga tilburði til að endur- spegla eða bregðast við þessari þróun og forðast beinlínis að taka til meðferðar þá mikilvægu málaflokka, sem tæpt var á hér að ofan. Enda fjölgar þeim sem telja valkostina í íslenskum stjórnmál- um lítt áhugaverða. MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON + Magnús Ágúst Guðnason, fyrr- verandi vélstjóri, fæddist á Seljalandi í Álftafirði við ísa- fjarðardjúp 26. ágúst 1914 og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Hann andað- ist á sjúkrahúsinu í Bolungarvík að morgni 29. aprfl síð- astliðins. Foreldrar hans voru Guðni Einarsson og Bjarn- veig Guðmundsdótt- ir, ábúendur á Seljalandi. Systkini Magnúsar voru: Guðrún, f. 1899, látin, var gift Jóni Bentssyni, bónda í Meiri-Hattadal í Álftafirði; Guð- mundur Jóhann, f. 1900, látinn, fyrrv. vélstjóri á Akranesi, fyrri kona Guðrún Eiríksdóttir, látin, siðari kona Þórunn Friðriks- dóttir, látin; Arinbjörn, f. 1906, d. 1983, vélstjóri á ísafírði, k.h. Salóme Veturliðadóttir, látin; Einar, dó á sóttarsæng þrítugur að aldri; Sigurður Magnús, drukknaði 1937; Guðni Páll, drukknaði 1941; Bjarni, f. 1911, d. 1988, k.h. Hólmfríður Einars- dóttir, látin. Fóstursystkini Magnúsar voru Benedikt Jóns- son, látinn, húsasmiður á Dal- vik; Halldóra Guðmundsdóttir fyrrverandi hjúkrunarkona á Isafirði, gift Jóhanni Eiríkssyni, fiskmatsmanni á ísafirði, látinn. Hálfsystir, Rannveig Guðna- dóttir, látin. Magnús kvæntist 5. desember 1942 Guðbjörgu Ágústu Vetur- liðadóttur, f. 27.8. 1918, d. 20.9. 1982; Sonur hennar og Jóns Olafs Júlíussonar, sem drukkn- aði 1941, er Jón piafur, f. 5.12. 1940 fulltrúi í Islandsbanka í Keflavík, maki Sigurbjörg Gunnarsdóttir bankastarfsmað- ur, dóttir þeirra Guðbjörg framhaldsskólakennari í Kefla- vík, gift Ómari Ellertssyni, þau eiga tvo syni. Sonur þeirra Gunnar Magnús íþróttakennari í Borgarnesi, sambýl- iskona Björg María Ólafsdóttir, þau eiga eina dóttur. Dóttir þeirra Thelma, háskóla- nemi búsett í Berlín, sambýlis- maður Dirk Meuer háskólanemi. Börn Magnúsar og Guð- bjargar, Sigurður Magnús, f. 12.1. 1947, d. 21.5. 1974 af slysförum í Hæla- víkurbjargi, unnusta hans var Valgerður Eiríksdóttir kennari, dóttir þeirra Sigríður, háskóla- nemi; Finnur Veturliði, f. 13.1. 1948, verslunarmaður á Isa- fírði. Sonur hans og Sigrúnar Ástu Sigurðardóttur, Sigurður Magnús, háskólanemi; Guðrún Bjarnveig, f. 12.6. 1955, píanó- kennari og organisti í Bolung- arvík, maki Einar Jónatansson framkvæmdastjóri, þeirra synir Jónatan, starfsmaður Inn ehf., Magnús Már, menntaskólanemi og Kristinn Gauti. _ Magnús hóf sjóróðra frá Álftafirði árið eftir fermingu og var háseti á ýmsum bátum þar til 1939, að hann fluttist til Isa- fjarðar. Hélt áfram sjómennsku þar, fyrst sem háseti, en vél- sljóri frá árinu 1941, eftir að hafa lokið vélsljóranámi, allt til ársins 1971, að hann fluttist til Keflavíkur. Vann þar við vél- stjórn á fískiskipum og síðan við fiskvinnu til ársins 1985. Ár- ið 1986 fluttist hann til Bolung- arvíkur og bjó hjá Guðrúnu dóttur sinni til ársins 1996, er hann varð vistmaður á sjúkra- húsinu í Bolungarvík. Minningarathöfn um Magnús fór fram í Hólskirkju í Bolung- arvík 5. maí, en útför hans verð- ur frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tengdafaðir minn, Magnús Ágúst Guðnason, lést á sjúkrahús- inu í Bolungarvík 29. apríl síðastlið- inn á 85. aldursári. Um hríð hafði verið Ijóst að lífssól hans var farin að lækka á lofti, og aðeins tíma- spursmál hvenær hann yrði kallað- ur til hins eilífa austurs. Magnús ólst upp á Seljalandi í Álftafirði, þar sem faðir hans stundaði fjárbúskap, auk þess sem hann reri til fiskjar eins og háttur var margra bænda við Isafjarðar- djúp. Magnús kynntist því snemma störfum bæði til sjós og lands. Hann var í hópi níu systkina auk þess sem foreldrar hans tóku að sér tvö fósturböm. Ljóst var að ekki myndu öll börnin lifa af jörðinni, enda tók elsti bróðirinn Guðmund- ur við henni, þegar Guðni faðir þeirra brá búskap. Atvinnutæki- færin vora ekki mörg. Svo sem títt var um unga menn á Vestfjörðum á þriðja áratug aldarinnar, hóf Magn- ús sjóróðra árið eftir fermingu. Fyrst reri hann á skektu frá Búða- nesi við Álftafjörð, með frænda sín- um Alberti Einarssyni, en þeir voru bræðrasynir. Þar með var lagður grannur að lífsstarfinu, en Magnús stundaði sjóinn í meira en hálfa öld. Magnús var háseti á ýmsum bátum sem gerðir voru út frá Áiftafírði til ársins 1939 að hann fluttist til Isa- fjarðar. Að afloknu vélstjóranám- skeiði árið 1941 gegndi hann starfi vélstjóra á ýmsum fiskiskipum. Lengst var hann með vini sínum Karli Sigurðssyni á Mími, eða frá 1955 til 1966. Eftir að þau Guðbjörg fluttu suður árið 1971, hélt Magnús enn áfram sjómennsku, en síðustu árin í Keflavík vann hann við fisk- vinnslu. Magnús mat mikils gildi þess að hafa atvinnu og þar með lífsviður- væri, enda sýndi hann mikla trú- mennsku í störfum sínum, bæði á sjó og í landi. Hann fór alla tíð var- lega í fjármálum og vildi hafa borð fyrir báru. Hann var af þeirri kyn- slóð sem eyddi ekki um efni fram. Hann vildi eiga fyrir því sem hann festi kaup á, og líkaði illa að skulda. Hann skrifaði aldrei á víxil og átti aldrei tékkhefti eða greiðslukort. Þegar ég sá tengdafóður minn fyrst, var hann kominn fast að sex- tugu. Ekki er hægt að hugsa sér betri móttökur en ég fékk á heimili þeirra Guðbjargar, er ég birtist þar með einkadótturinni, 18 ára feim- inn skólastrákur. Upp frá þeirri stundu var mér tekið sem einum af fjölskyldunni. Húsakynni voru ekki stór á Tjarnargötu 10, þar sem þau bjuggu, en heimilið var hlýlegt og smekklegt. Þar ríkti glaðværð og góður andi. Húsráðendur voru gestrisnir og þangað sóttu ættingj- ar og vinir í ríkum mæli. Húsmóð- urinni tókst ávallt að töfra fram veislu án þess nokkur tæki eftir að hún hefði sérstaklega fyrir því. Magnús var afar flinkur að spila á spil, og ekki var óalgengt að spilað væri á tveimur borðum á heimilinu. Það var okkur Guðrúnu ómetanlegt á skólaárum okkar í Reykjavík að hafa þar okkar annað athvarf, enda urðu helgarferðirnar margar til Keflavíkur og þær vora ófáar næt- urnar sem elsti sonur okkar, Jónat- an, fékk að gista á Tjarnargötunni. Magnús var skarpgreindur og skemmtilegur viðræðu. Hvorki fyrr né síðar hef ég kynnst slíku stálminni sem hjá Magnúsi. Það var ekki aðeins að hann myndi vel liðna atburði, heldur gat hann dagsett þá áratugi aftur í tímann. Mér er til efs að hann hafi nokkru sinni gleymt vísu, ljóði eða sálmi, sem hann einu sinni lærði, þvílík ókjör kunni hann utanbókar. Hann rifjaði upp sagnir og hvernig spilaðist úr spili sem spilað var á landstími niðri í lúkar, með pappakassa sem spilaborð, fyrir fjóram áratugum, eða spil við Gumma Mósa, Gunn- laug Halldórsson og Óla Þórðar, 10 áram síðar. Á sama hátt stiUti hann upp á skákborð og sýndi okkur leikfléttur úr einvígi þeirra Fischers og Spasskys, en hann fylgdist vel með einvíginu, sem var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Magnús var vinsæll hjá sam- ferðafólki sínu. Hann var ljúfmenni, hafði létta lund og átti afar auðvelt með mannleg samskipti. Harin var gæddur sérstöku skopskyni, sem hann hélt óbrengluðu til hinsta dags. Þær era ófáar sögumar sem sagðar eru um grín og uppátæki hans á sjónum. Oftar en ekki var hann þar að gantast með mönnum sem vora miklu yngri en hann, jafn- vel svo skipti áratugum. Á gleði- stundum naut hann sín til fulls. Hann hafði afar gaman af söng, og var m.a. félagi í sjómannakórnum á ísafirði. Hann hafði háa og sterka tenórrödd, sem hélst óbrostin alla tíð. Magnús missti mikið við fráfall Guðbjargar, haustið 1982. Þau höfðu verið samstiga á lífsgöngu sinni og höfðu upplifað saman stundir gleði og sorgar. Verka- skipting hafði verið afar skýr á heimilinu. Einu heimilisstörfin sem ég sá tengdaföður minn inna af hendi meðan Guðbjargar naut við, var að þurrka upp leirtauið á að- fangadagskvöld. Það kostaði því mikið átak hjá Magnúsi að geta séð um sig sjálfur. En hann lét ekki deigan síga og fór á matreiðslu- námskeið. Eftir það kokkaði hann fyrir sig og bakaði jafnvel jólaköku á góðum degi. Eftir að Magnús hætti að vinna, árið 1986, flutti hann á heimili okk- ar Guðrúnar í Bolungarvík. Það var ómetanlegt fyrir okkur og ekki síð- ur fyrir syni okkar, að hafa dagleg samskipti við afa sinn, sem hafði upplifað svo margt, og kunni frá svo mörgu að segja. Og í stað þess að koma heim úr skóla að tómu húsi, þegar foreldrarnir vora við vinnu, var Magnús afi alltaf til stað- ar. Hann skorti ekki tíma. Hjá hon- um lærðu þeir mannganginn, þeir lærðu að spila og leggja kapal, svo eitthvað sé nefnt. En síðast en ekki síst var það þeim ómetanlegt í upp- eldinu að fá að heyra viðhorf afa síns, sem hafði alist upp við svo gjörólíkar aðstæður, og hafði þurft að heyja svo miklu harðari lífsbar- áttu en við þekkjum í dag í allsnægtarþjóðfélaginu. Síðustu árin dvaldi Magnús á sjúkrahúsinu í Bolungarvík, þar sem hann naut mikillar hlýju og einstakrar umhyggju læknis, hjúkranarfólks og annars starfs- fólks, sem sérstaklega ber að þakka. Nú þegar Magnús Guðnason hef- ur lokið jarðvist sinni, er mér efst í huga þakklæti. Eg mun sakna hans sem vinar eftir lærdómsríka sam- ferð í rúman aldarfjórðung. Einar Jónatansson. Afi er dáinn. Ég veit að hann var orðinn þreyttur og lúinn og vildi fá að fara. Það er einnig yndislegt að hann fékk að fara á svona góðan hátt. En þegar mamma hringdi í mig og sagði að afi væri dáinn varð ég voða sorgmædd. Ég rölti hér um borgina mína á þessum fallega vor- degi og æskuminningarnar skutust upp í kollinum hver á eftir annarri. Það var alltaf gott að koma til afa á Hafnargötuna. Eftir þrjúbíó á sunnudögum hlupum við ávallt til afa og horfðum á Húsið á sléttunni og afi fór upp á loft og sótti smá slikk í skál handa okkur. Já, loftið hans afa var voða spennandi fyrir okkur krakkana. Þar geymdi hann líka kókflöskurnar sínar sem við urðum að lofa að skila til baka. Sem krakki var ég einnig alveg spilaóð og var stöðugt á leit eftir spilafé- laga. Þá var ávallt hægt að treysta á afa, hann sat oft stundunum saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.