Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 52

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 52
$2 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÍÐUR NIKULÁSDÓTTIR + Guðríður Niku- lásdóttir fædd- ist 24. febrúar 1909 í Parti við Vetleifs- hoit í Holtum, Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar voru Filippía Gests- dóttir frá Parti, f. 5. nóv. 1978, d. 15. jan. 1930, og Nikuiás Bjarnason frá Stokkseyri, f. 9. ágúst;, d. 22. okt. 1953. Systkini Guð- ríðar voru Guðjóna Kristín, f. 24. júlí 1907, d. 25. des. 1980, Bjarni, f. 10. ágúst 1910, d. 19. nóv. 1995, Stefán, f. 6. júlí 1913, Sigríður, f. 18. júlí 1914, d. 15. maí 1973, Tryggvi, f. 28. mars 1920, d. 21. janúar 1921. Foreidrar Guðríðar bjuggu í Parti og síðar í Gisiakoti í Vet- Ieifshoitshverfi, en fluttust árið 1914 til Stokkseyr- ar og settust fyrst að á Hólmi en ári síðar að Unhóli þar sem heimili þeirra var upp frá því. Ár- ið 1932 réðst Guð- ríður til starfa á heimili hjónanna Guðrúnar Þórðar- dóttur og Eggerts Kristjánssonar stór- kaupmanns á Tún- götu 30. Hún batt tryggð við það heimili og dvaldist þar allt þar til Guð- rún lést árið 1987 eða í 55 ár. Eftir lát Guðrúnar hélt Guðríð- ur heimili fyrir sig í Bauganesi 28 til ársins 1994, að hún fluttist að Droplaugarstöðum. Þar and- aðist hún 26. apríl. Utför Guðríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við Guðríði Niku- lásdóttur. Hún var einstök kona hún Guðríður. Hún kom á heimili .. ömmu okkar og afa, þeirra Guðrún- ar Þórðardóttur og Eggerts Krist- jánssonar, á Túngötu 30 árið 1932 til að aðstoða á heimilinu. Þegar við systkinin munum fyrst eftir okkur á sjöunda áratugnum var eins og hún væri ein af fjölskyldunni. Við upp- lifðum Guddu eins og hún væri blóð- tengd okkur. Nánast eins og þriðju ömmu okkar. Enda var það svo að hún hefði varla getað reynst okkur betur þótt hún hefði verið amma okkar. Gudda var mjög bamgóð og hændust börn mjög að henni. Kannski var það vegna þess að hún gaf sér góðan tíma fyrir bömin og kom fram við þau sem jafningja. Við minnumst með hlýhug samveru- stundanna með Guddu. Þegar við fóram í heimsókn til ömmu á Tún- götu var það alltaf fastur liður að spjalla við Guddu í litla herberginu hennar eða í eldhúsinu. Gudda var ófá skipti fengin til að passa okkur í Stigahlíðinni og þegar amma dvaldi sumarlangt í sumarhúsi sínu í Kjósinni var Gudda með henni þar. í Kjósinni var AGA-vél sem var eins og lífæð hússins. Gudda sá um að halda eldi í vélinni og fannst okkur systkinunum sérlega gaman að fylgjast með Guddu nostra við vél- ina og fá að hjálpa til. Ógleymanleg- ar era líka flatkökumar sem hún bakaði og fátt var eins gott og að fá heitar flatkökur með smjöri. Já, það var gaman í Kjósinni og oft margt um manninn og minningamar ljúf- ar. Eftir að amma okkar dó bjó Guð- ríður fyrst hjá Guðrúnu Eddu frænku okkar og síðar á Droplaug- arstöðum. Hún tók alltaf vel á móti okkur og sérstaklega þótti henni gaman að sjá bömin okkar. Það var sama hvernig okkur leið þegar við fórum að heimsækja Guddu. Eftir heimsókn til hennar voram við end- umærð á sál og líkama, slíkur var andlegur kraftur hennar. Fyrir tæpum tveimur mánuðum hélt Guðríður upp á 90 ára afmæli sitt í hópi nánustu vina og ættingja. Hún hafði mikla gleði af því að hafa heilsu til að hitta sína nánustu á þessum afmælisdegi, sem reyndist verða hennar síðasti. Slíkur er gangur lífsins að eitt sinn skal hver deyja. Guðríður hafði átt við erfíð veikindi í lungum að stríða í mörg ár sem að lokum drógu hana til dauða. Hún kvartaði samt ekki. Það var ekki hennar venja. Henni þvarr líkamlegt þrek smátt og smátt en hún var þakklát fyrir að halda andlegri reisn allt fram í andlátið. Það er erfítt að kveðja einhvem sem hefur reynst manni vel og mað- ur hefur þekkt alla sína ævi. Við systkinin eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni Guddu okk- ar og þótt við fáum ekki fullþakkað góðvild hennar og hlýju í okkar garð vitum við að hún fær að njóta þess á himnum. Guðný Edda, Eggert Ámi, Halldór Páll og Gunnar Þór. GUÐBJÖRG SVANDÍS JÓHANNESDÓTTIR + Guðbjörg Svan- dís var fædd í Vatnsdal í Patreks- firði hinn 29.júni 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 24. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jó- hannes B. Gíslason og Svanfríður Guð- freðsdóttir. Guð- björg Svandís átti sex systkini. Þau eru: Kári, látinn; Guðrún Hulda; Gestur Ingimar, lát- inn; Skarphéðinn Ölver; Gísli ívar og Guðfreður Hjörvar. Guðbjörg Svandís átti eina dótt- ur, Svanfríði Jóhönnu Stefáns- dóttur, f. 5. júní 1944. Hún á tvö börn: 1) Guðbjörgu Svandísi Gísladóttur, f. 20. júní 1967, í sambúð með Antoni Antons- syni og á hún tvö börn, þau Hildi Rós Guðbjargardóttur, f. 28.4. 1992 og Sig- urð Antonsson, f. 30.7. 1998. 2) Jón Ingi Gíslason, f. 23.júní 1968. Guðbjörg Svandís bjó á Patreksfirði til ársins 1979. Þá flutti hún ásamt tjölskyldu sinni til Eyrarbakka þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Guðbjargar Svandísar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag. Við era gestir og hótel okkar er jörðin, segir í Ijóði Tómasar Guð- mundssonar. Þessar ljóðlínur koma upp í hugann er sest er niður til að skrifa nokkrar línur til að minnast Guðbjargar Svandísar Jóhannes- dóttur eða Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Dísa fluttist til Eyrar- bakka ásamt dóttur sinni og tveim- ur bamabömum fyrir um 20 áram. Hún fór strax að vinna í fiskvinnslu og vann þar eins lengi og hún gat, og ef til vill lengur en heilsan leyfði. Þar vann hún öll störf bæði erfið og auðveld, hörkudugleg til allra verka. Hún vann meðan vinnu var að hafa og ekki var spurt um tíma eða þreytu, hún ætlaði að skila sínu sem hún og líka gerði með sóma. Sumarfrí var munaður sem hún lét ekki eftir sér, í mesta lagi var tekin vika til að skreppa vestur til að heimsækja vini og vandamenn og það var ekki oft. Eg veit að ég tala fyrir munn allra er störfuðu með Dísu bæði hjá Suðurvör og Bakka- físki að það var gott að vinna með henni, það skiptir miklu máli að vinna vel saman og að andinn sé góður,hún var góður vinnufélagi létt og skemmtileg, og ef hún lagði eitt- hvað til málanna gat verið glettni og léttleiki yfir henni. Dísa ferðaðist aldrei á fyrsta farrými á þessu lífs- ins ferðalagi og fátt var henni rétt á silfurfati, hún vann verkin sín hljóð og kvartaði aldrei. Þegar Dísa var spurð um heilsuna eftir að hún varð að hætta vegna veikinda fyrir hjarta og fl. var svarið alltaf það sama; ég hef það gott, sagði hún brosandi og fór síðan að tala um annað og oft vora langömmubörnin henni ofarlega í huga. En Dísu fannst hún auðug, hún átti Hönnu dóttur sína og tvö bamaböm, þau Dísu nöfnu sína og Jón Inga, svo og langömmubörnin og fyrir þau lifði Dísa og gerði allt sem hún gat til að þeim liði sem best og höfðu þau alltaf forgang hjá henni, hún gerði engar kröfur fyrir sig, hvorki hjá sér eða sínum. Eins og segir í fyrr- nefndu ljóði: Það er margt um manninn á svona stað, Og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allir lenda í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir sem láta sér lynda það. Að lifa úti í homi óáreittir og spakir, Því það er svo misjafnt sem mennimir leita að. Og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim valdr. (Tómas Guðm.) Dísa sýndi aldrei hávaða, þys né læti og ef hún hefði einhvem tím- ann krækt sér í þægilegt sæti hefði hún eflaust boðið það einhverjum sem henni þótti vænt um eða þeim sem henni hefði frekar fundist hafa þörf fyrir það. Og sinn tilgang fann hún hjá sínum og var sátt á sinn hátt, bæði við Guð og menn. Ef ein- hver hefur unnið sér inn hvfld og sæluvist þá er það Dísa, og er ég viss um að hún er nú laus við áhyggjur og kvalir. Þú átt að vemda og verja, Þótt virðist það ekki fært. Allt, sem er huga þínum heilagt og hjarta þínu kært Vonlaust getur það verið Þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigram lífsins er aldrei tilgangslaust (Guðm. Ingi Kristjánsson.) Dísu þakka ég samfylgdina og sendi ættingjum hennar mínar sam- úðarkveðjur, Elín Sig. Það er svo skrítið að hún Gudda sé dáin. Við systkinin höfum öll þekkt hana frá því að við fæddumst og eigum margar ljúfar minningar um hana. Við fengum að leika okkur að dótinu hennar og hún spilaði oft við okkur lönguvitleysu og ólsen-ól- sen klukkutímum saman. Stundum geymdum við lönguvitleysuna í marga daga ef hún var ekki búin. Við systumar munum líka eftir öll- um fínu skartgripunum sem við dunduðum okkur við að skreyta okkur með. Gudda bannaði okkur það aldrei og treysti okkur alveg fyrir því að fara varlega með dótið hennar. Stólamir hennar vora líka alveg kjörnir til að búa til kofa og þó að við væram stundum búin að drasla mikið út þá sagði Gudda aldrei neitt heldur leyfði okkur bara að leika okkur hjá sér eins lengi og við vildum. Þegar við komum í heimsókn gaf hún okkur líka stund- um úr bláu dósinni sinni. Það var alltaf nammi í henni. Stebbi og Siggi komu líka oft í heimsókn. Gudda hellti þá alltaf upp á kaffið með gamla laginu og þegar flautið í katlinum heyrðist fór maður niður og fékk mjólk og vínarbrauð og snúða með þeim. Gudda var alltaf lífsglöð og jákvæð þó að hún væri veik og það var gaman að tala við hana. Það var oft mikið hlegið hjá henni. Hún hafði mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega ef það var handbolti eða fótbolti og fórum við oft að fylgjast með boltanum í sjón- varpinu hjá henni. Meira að segja tókst henni að kveikja áhuga hjá pabba á handboltanum og það var oft sem þau sátu og fylgdust með af miklum áhuga. Gudda var mjög handlagin og vandvirk og við höfum öll átt ullarsokka og vettlinga sem hún prjónaði á okkur. Það er líka minnisstætt þegar hún kenndi okk- ur að meta gott handverk. Meira að segja öskupokamir sem við saum- uðum saman vora með þráðbeinum saumi. Henni þótti líka gaman að fylgjast með því og dást að þegar við klæddum okkur í sparifötin eða eignuðumst ný föt. Líka þegar við voram að leika í leikritum eða klæða okkur í grímubúninga. Hún hafði alla tíð lifandi áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur hvort sem það var í námi, leik eða starfi. Þegar Gudda var komin á Drop- laugarstaði fórum við oft að heim- sækja hana og þó að heilsu hennar hrakaði smám saman var alltaf gaman að tala við hana því að hún hélt lífsgleði sinni. Það er okkur öll- um dýrmætt að hún gat haldið upp á níræðisafmælið sitt og gladdist hún þá með okkur öllum. Við og fjölskylda okkar eram þakklát starfsfólki Droplaugarstaða fyrir þá umönnun og hlýju sem það veitti Guddu síðustu árin. Við minnumst Guddu með sökn- uði og þökkum fyrir allar góðu stundimar sem við áttum með henni. Megi Guð varðveita hana í faðmi sínum. Sigurbjöm, Guðný og Magnea. Mér er ljúft að minnast föður- systur minnar, Guðríðar Nikulás- dóttur, í fáum orðum. Guðríður, eða Gudda eins og hún var kölluð, fædd- ist í Parti í Holtum 24. febrúar 1909 og var því nýorðin níræð þegar hún lést. Gudda var næstelst sex systk- ina og er faðir minn, Stefán, einn eftirlifandi af þeim hópi. Þegar Gudda var fimm ára fluttist fjöl- skyldan til Stokkseyrar og ólst hún þar upp og gekk í bamaskóla stað- arins. Aðeins tólf ára gömul fékk hún berkla í annað hnéð og mátti þá þegar hætta allri skólagöngu og yf- irgefa bemskuheimili sitt. Næstu áratugi dvaldi hún á sjúkrastofnun- um, fyrst um tveggja ára skeið á Vífilsstöðum og síðan langtímum saman á Landakoti. Það var ekki fyrr en 1946 þegar dr. Bjami Jóns- son var kominn heim frá námi að honum tókst að gera á henni þá að- gerð sem dugði til að hún gæti yfir- gefið sjúkrastofnanir. Þótt mein- semd berklanna skildi eftir sig staurfót varð Gudda samt fær til flestra verka að aðgerð lokinni. Um 1930 meðan á Landakots- dvölinni stóð kynntist Gudda þeim öðlingshjónum Guðrúnu Þórðar- dóttur og Eggerti Kristjánssyni, stórkaupmanni á Túngötu 30, og vistaðist hún sem vinnukona tfl þeirra strax og heilsan leyfði. Upp frá því varð Túngata 30 hennar heimili og starfsvettvangur. Þar var hún sem ein af fjölskyldunni og naut þess ástríkis og öryggis sem hún þarfnaðist. Ekki efa ég að frænka mín hefur verið góður starfskraftur, bæði ósérhlífin og vandvirk. Hún var mikil hannyrða- kona og naut ég hæfileika hennar í fallegum handprjónuðum og hekluðum sængurgjöfum þegar synir mínir fæddust. Hamingja Guddu fólst í því að fá að taka þátt í sorg og gleði fjölskyldunnar á Tún- götunni eins og væri hún hennar eigin. Umhyggja hennar fyrir af- komendum þeirra Guðrúnar og Eg- gerts var mikil og var sú umhyggja gagnkvæm. Eg var svo lánsöm að fá að sitja við dánarbeð frænku minn- ar rétt áður en hún lést og varð ég þá vitni að því kærleiksríka sam- bandi sem ríkti á milli hennar og Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur. Um leið og Guðrún Edda kom inn í sjúkrastofuna var eins og frænka mln skynjaði hana og vaknaði til að umfaðma hana þótt hún virtist ekki bera kennsl á okkur hin. Þegar Eg- gert og Guðrún vora bæði fallin frá eignaðist Gudda sitt skjól hjá þeim hjónum Einari Sigurbjömssyni og Guðrúnu Eddu við Hólatorg 8. Þar undi hún hag sínum vel og fékk að fylgjast með syni þeirra og dætrun- um tveim vaxa úr grasi. Um svipað leyti var Gudda farin að kenna meins í lungum og þurfti hún oft að leggjast inn á Vífilsstaði af þeim sökum. Árið 1993 var hún svo lánsöm að fá inni á Droplaugarstöð- um þar sem hún dvaldi þar til yfir lauk. Ávallt var mikill samgangur á milli föður míns og stjúpmóður minnar, Þuríðar, og Guddu. Á með- an faðir minn var á sjónum var það eitt af hans fyrstu verkum þegar hann kom í land að heimsækja syst- ur sína og eftir að sjómennsku lauk hafa aldrei liðið margir dagar á milli þess að hann liti inn til hennar. Það er mikill missir fyrir föður minn að sjá á eftir systur sinni, sem var hon- um einnig afar kær vinur. Þrátt fyr- ir að skólaganga frænku minnar hlyti skjótan endi bar hún þess eng- in merki. Hún var greind og forvitin í jákvæðri merkingu þess orðs og hefur það eflaust knúið hana til að leita þeirrar sjálfsmenntunar sem hún augljóslega bjó yfir. Gudda var afar smekkleg kona og ávallt vel til fara. Hún bjó yfir mikilli reisn og innri fegurð sem enn skein af henni þegar ég kvaddi hana rétt fyrir and- látið. Fyrir hönd föður míns vil ég þakka afkomendum Guðrúnar og Eggerts á Túngötunni og þeirra mökum fyrir alla þá umhyggju sem þau hafa sýnt systur hans. Einnig vill hann koma á framfæri þakklæti til hjúkrunar- og starfsfólks Drop- laugarstaða, sem hefur annast syst- ur hans af kostgæfni síðastliðin sex ár. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast frænku minni og fyrir þær stundir sem við áttum saman. Að leiðarlokum bið ég henni Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um og kveð hana með bæninni gam- alkunnu: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivörnínótt. Æ.virztmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) higunn Stefánsdóttir. Löngum lífsdegi er lokið. Á hon- um skiptust á skin og skúrir. Svo gæti virst að skúrimar hefðu verið fleiri en sólskinsstundirnar, því að Guðríður veiktist ung og átti við fötl- un og veikindi að stríða alla ævi. En hún var alltaf jákvæð og glaðsinna og kvartaði ekki. Guðríður réðst ung til starfa á Túngötu 30 á heimili afa míns og ömmu, Eggerts Kristjáns-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.