Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 61

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 61 UMRÆÐAN Islenskt heiti erlendra kvikmynda á hverfanda hveli SEM ÉG sit í róleg- heitum með helgar- moggann í kjöltu minni og búinn að lesa mig aftur að bíóauglýsing- unum liggur við stór- slysi er ég rek augun í auglýsingu Regnbog- ans á msirgverðlaunaðri kvikmynd Robertos Benigni, „La vita é bella“. Myndin, sem á íslensku gæti sem best kallast „Lífíð er dásam- legt“, er þar auglýst sem „Life is Beautiful“. Er mönnum ekki sjálfrátt! Hvað í ósköp- unum kemur ensk þýð- ing á nafni ítalskrar myndar ís- lenskum áhorfendum við? Því er nú ver og miður að ekki kemur þetta þó svo mjög á óvart. Efnislega varð gi-ein þessi til fyrir þremur sumrum þegar undirrituð- um þótti eiginlega nóg um þá hol- skeflu kvikra ómynda sem flæddi inn í kvikmyndahúsin, en þó öllu verra að æ sjaldnar var haft fyrir að íslenska enskan titil þeirra. í lok þessa sama sumars var greinilega fleirum ofboðið. íslensk málnefnd ályktaði um málið og gerði opinbera hér á síðum Morgunblaðsins. f ályktun hennai' segir m.a.: Hví skyldi látið af þeirri venju sem svo sjálfsögð er og vel hefur gefist að ís- lenska heiti kvikmynda? „Goldrush“ Chaplins höfum við hingað til kallað „Gullæðið“, „Gone With the Wind“ ,Á hverfanda hveli“ og „The Term- inator“ „Tortímandann". Síðan hef- ur ekkert heyrst meira um mál þetta frá þeirri ágætu nefnd, enda í mörg horn að líta. Flottara á ensku, eða hvað? Þetta var sumarið 1996. Nú er svo komið að algengast er að geta eingöngu um upprunalegt heiti (oft- ast enskt) erlendra kvikmynda í auglýsingum og umfjöllun þar um. Á þetta við um kvikmyndir sýndar í kvikmyndahúsum eða leigðar út á myndböndum. Það virðist ekki leng- ur nógu gott að nefna eða auglýsa myndir með íslensku heiti og láta hið upprunalega fylgja með, kvik- myndaáhugamönnum til glöggvun- ar. Nei, nú þykir fínna að flíka ensk- unni og með tilheyrandi ýktum framburði þegar færi gefst (Títanic kölluðu flestir skipið ósökkvandi, en nú dugar ekkert minna en Tæten- ic!!). Enskunni, segi ég, því hingað til hafa auglýsendur oftar en ekki borið gæfu til að snara öðrum er- lendum titlum yfir á íslensku og kemur kannski ekki til af góðu. Við Kristinn Pétursson erum nefnilega orðin svo sleip í enskunni að við þurfum ekki lengur að hafa fyrir því að þýða það sem lítið er, eins og heiti bíómynda, en erum ekki alveg eins örugg með okkur þegar kemur að þeim frönsku, sænsku, dönsku, spænsku eða ítölsku. Ekki er nema gott eitt um það að segja að við íslendingar séum orðnir vel heima í enskri tungu, en al- menn enskukunnátta þjóðarinnar gefur þó enga ástæðu til þess að hætta að ís- lenska heiti bíómynda. Hjá öðrum Evrópuþjóðum tíðkast enn (eins og hér á landi lengst af) að snúa heiti bíómynda á viðkomandi tungumál og sama á raunar við um erlendan texta yfirleitt. Og eins og ekki sé nóg að gert, þá finnst flestum þess- ara þjóða ekkert eðlilegra en að hlýða einnig á talmál hinna erlendu mynda á eigin tungu, en svo langt ætla ég okkur nú ekki að ganga. Sú venja að láta okkur nægja að texta erlendar myndir á íslensku $$&***** o.í\. ° — Kvikmyndatitlar Nú þykir fínna, segir Kristinn Pétursson, að flíka enskunni og með tilheyrandi ýktum framburði þegar færi gefst. hefur reynst vel og nægir að nefna hvað við getum lært af því að heyra hið erlenda mál en hafa þýðinguna með - svo framarlega sem við nenn- um að lesa og hlusta samtímis. Þar fyrir utan finnst okkur eðlilegast að heyra leikarana sjálfa tala sína eigin tungu, svo ekki sé minnst á að taltúlkun leikarans er auðvitað gild- ur listræn þáttur í hverri kvikmynd. Af framansögðu má sjá að það er langt í frá sérviska okkar Islend- inga að vilja þýða erlend kvik- myndaheiti á eigið tungumál. Það gera aðrar þjóðir og stærri og ganga jafnvel svo langt að setja lög um hvaða orð megi nota og hver ekki þegar okkur hefur dugað smekkvísin og málkenndin. Þegar við tölum um erlendar kvikmyndir eigum við að gera það á íslensku. Við eigum að halda okkur við eitt mál í einu og vanda okkur við það. Hefðin kallar á íslensk heiti Þegar litið er yfir íslensku bíó- auglýsingarnar þessa dagana má sjá að einstaka myndir eru auglýst- ar með íslensku heiti þeiiTa smá- letruðu. Þetta ber auðvitað að þakka en virðist gert svona meira til málamynda. Bókarheiti, heiti kvik- myndar, tónverks og hugverka al- mennt, gefur venjulega vísbendinu um innihald þess. Þannig er galdur tungumála að aldrei er hægt að þýða nákvæmlega allt frá einni tungu yfir á aðra. En innihaldinu, meiningunni, er alltaf hægt að koma til skila ef menn vilja svo við hafa. Ætli fleiri hafi ekki gluggað í „Hús andanna" en „La casa de los espi- ritos“ eða lesið um „Hverjum klukk- an glymur“ en „For Whom the Bell Tolls,“ kannist fremur við að hafa horft á „I góðri trú“ í Ríkissjón- varpinu fyrir nokkrum árum en „Den goda viljan“ (hvað þá „Good Intentions“ eins og ég heyrði þætt- ina nefnda á annarri stöð), eða finn- ist „Óðurinn til gleðinnar" hljóma betur en „An die Freude." Svo ég haldi mig við kvikmyndirnar þá tel ég að þýðendum hafi oftar en ekki tekist vel upp við að finna erlenduny kvikmyndaheitum íslenskan búning - (undantekningar eru .Ástfanginn Shakespeare“ og álíka). Góður titill er lýsandi fyrir efni myndar eða vekur í það minnsta athygli á henni, því ætti að vera sjálfsagt og áreið- anlega áhrifaríkast að hafa titilinn íslenskan. íslenskur texti og titill Nú mætti ætla að kvikmyndahús hefðu tekið upp þá stefnu að láta myndirnar halda upprunalegum heitum sínum. En svo er ekki. Ríkj- andi stefna virðist vera sú að allar erlendar myndir beri ensk heiti. Báðar stefnumar tel ég rangar, þótt önnur sé sínu vitlausari en hin. For- ráðamenn íslenski'a kvikmyndahúsa ættu að hafa eftirfarandi í huga: Þær erlendu kvikmyndir sem aug- lýsa skal hér á landi eru væntanlega ætlaðar íslenskum almenningi og því er við hæfi að sýna honum þá virðingu og smekkvísi að hafa heiti myndanna á íslensku. Annað er metnaðarleysi. Mér er í fersku minni Stjörnustríðsævintýrið og hetjur þess: Logi geimgengill, Lilja prinsessa, Hans-Óli og fólið Svart- höfði. Nú er von á fleiri köflum úr þessum kvikmyndabálki Lúkasar í bíó bæjarins. Hvemig ætli nýir og- gamlir geimvinir verði kynntir nýrri kynslóð? Islenskan er auðugt mál, verum ófeimin við að nota hana! Höfundur nemur kvikmyndagerð í Rðm. NÚ úer um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! í örfáa daga Opid föstud. 9-18 laugard. 10-17 Sunnud. 13-17 Armúla 8-108 Reykjavik TSími581-2275 " 5685375■ Fax5685275 Kraftur, þekking o g frunnkvæði fy Reyknesinga Siv Friðleifsdóttir Hjálmar Arnason Páll Magnússon rir Ko«ninga»krif»tofa Ðæjarhrauni 26 HafnarfirSi, s.565-4790 565-5740 565-5742 Tölvupóstur: reykjanes@xb.is I i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.