Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 62

Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR kosningar nálgast leggja stjórn- málaflokkarnir áherslu á að draga fram í dags- ljósið þau málefni sem þeir telja að höfði sterkt til einstakra þjóðfélagshópa. Þá byrja menn að tala um kjör aldraðra og ör- -'yrkja, málefni ungs fólks og fjölskyldnanna í landinu verða áber- andi og þannig er reynt að leggja áherslu á þau atriði sem líkleg eru til að skila einstökum flokkum nógu mörgum atkvæðum. Þriðjudaginn 13. apr- íl síðastliðinn var þáttur í Sjónvarp- inu, þar sem fjallað var um málefni ungs fólks og hvað fólk teldi vera stærstu hagsmunamál þess. Bar þar margt á góma. Aberandi var um- ræða um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, vímuefnavand- inn var ofarlega á baugi og þá töldu - -fjórir þátttakendur af sex að eitt mikilvægasta hagsmunamál unga fólksins væri að 18 ára ungmenni fengju heimild til að kaupa áfengi. Fólk sem hefur lifað og hrærst í tengslum við umferðarmál veltir því eðlilega fyrir sér hvað valdi því að sá málaflokkur virðist oft vera gleymd- ur þegar rætt er um hagsmuni al- mennings í landinu. Fyrir fáeinum dögum kom fram í öllum fjölmiðlum, að áætlaður kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa ár hvert væri vum 15 milljarðar króna. Það sam- ' svarar því að kostnaður á hverja fjögurra manna fjölskyldu er vel yfir 200 þúsund krónur á ári. Sú staðreynd ein hlýtur að vekja þá sem eiga að bera hag heimil- ana í landinu fyrir brjósti til umhugsunar. Við skoðun á tíðni slysa meðal ungs fólks koma enn skelfilegri staðreyndir í ljós. A undanfornum tíu árum, frá 1989 til 1998, slös- uðust og létust 5.343 á aldrinum 15 til 24 ára í umferðarslysum. Að meðaltali eru það 534 á ári. A sama tímabili lét- ust 62 í þessum aldurs- hópi í umferðarslysum. Sé fólki á aldrinum 25 til 30 ára bætt við bætast 18 manns við. Samtals 80 manns, sem eðlilegt Umferðaröryggi Það hlýtur að teljast eitt mikilvægasta hags- munamál ungs fólks á Islandi, segir Sigurður Helgason, að eitthvað róttækt gerist í umferðarmálum. er að skilgreina sem ungt fólk. Fólk sem er að hefja lífshlaupið og allir reikna með að eigi eftir að eiga mörg góð ár. Þegar spurt er hver sé orsök þessa er erfltt að finna eitt skýrt og afgerandi svar. Þó hafa menn nefnt atriði eins og skort á þjálfun og reynslu, ofmat á eigin hæfni og sókn eftir áhættu. Eftir stendur, að um- ferðaröryggismál hljóta að teljast eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks á íslandi eins og annars staðar í hin- um vestræna heimi. Margar þjóðir i Evrópu hafa lagt áherslu á að kalla ungt fólk til samstarfs til að ná tök- um á þessum vanda. Unga fólkið á þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru varðandi áróður og fræðslu og lögð er áhersla á að allt slikt starf fari fram á forsendum þess sjálfs. Ungt fólk þekkir menningu sína og það hvaða leiðir eru greiðastar og bestar til að hafa áhrif á sinn aldurs- hóp. Þetta er að mörgu leyti í anda þess frábæra starfs sem Jafningja- fræðslan hefur staðið að hér á landi. Af þeim tölulegu staðreyndum sem getið var um hér á undan hlýtur það að teljast eitt mikilvægasta hagsmunamál ungs fólks á Islandi að eitthvað róttækt gerist í umferð- armálum. Unga fólkið og foreldrar þurfa til dæmis að gera sér enn bet- ur grein fyrir gildi góðrar og mark- vissrar kennslu og þjálfunar fyrir ökupróf. Fólk þarf að átta sig á að þeim peningum sem nýttir eru til að greiða fyrir ökukennslu er vel varið. Þeir eru margir sem hafa sparað ökutímana, en síðan lent í óhappi á fyrstu vikum eftir ökupróf. Það hef- ur kostað meira en ef teknir hefðu verið hæfllega margir ökutímar. Umferðaröryggisáætlun dóms- málaráðherra sem á að standa til árs- ins 2001 felur í sér að stefna skuli að minnsta kosti að 20% fækkun alvar- legra umferðarslysa fyrir árslok árið 2000. Mikilvægur þáttur í því hlýtur að verða að koma í veg fyrir slys á ungu fólki. Til að það takist þarf meðal annars unga fólkið sjálft að taka til sinna ráða. (Slysatölur byggj- ast á slysaskráningu Umferðarráðs.) Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Hagsmimamál ungs fólks Sigurður Helgason % FASTEIGNA <f MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551 1540, 552 1700, FAX 562 0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ Jón Guðmundsson sölustjórí, lögg. fasteignasali og Ólafur Stefánsson viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Skúlagata NÝBYGGING — LYFTUHÚS \ Vorum að fá til sölu 2ja og 4ra herb. íbúðir í þessari glæsilegu nýbyggingu. íbúðirnar verða til afhendingar í október nk., fullbúnar með öllum innréttingum en án gólfefna. Lyfta er í húsinu. Sameign afhendist fullbúin m.a. lóð. Möguleiki á stæðum í bílahúsi. Sjávarútsýni. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. J „Öfund“ lífeyrisþega! í GREIN sinni í Mbl. í gær þykir Pétri Blön- dal skondið að hagfræð- ingur ASI skuli „gleyma" að taka með lífeyrissjóði verkalýðs- hreyfingarinnar í frægt reikningsdæmi um kjör öryrkja og ellilífeyris- þega. Nú skal ég upplýsa Pétur og aðra lesendur um þetta skondna val. Það eru ráðherrar þeirrar ríkisstjómar sem Pétur styður sem hafa valið þetta dæmi og ég hef farið inn í þá umræðu á þeirra eigin forsendum. Dæmið fjall- ar um lífeyrisþega á hámarksbótum almannatrygginga, en til þess að eiga rétt á þeim má viðkomandi ekki hafa eina einustu krónu í lífeyri frá almennu lífeyrissjóðunum. Ef lífeyr- Lífeyrismál Hverjir eru það sem eiga rétt á hámarksbót- um almannatrygginga? spyr Edda Rós Karls- dóttir. Það er því miður þannig að það er fólk sem fæðist fatlað. isþegi fær eina krónu úr lífeyrissjóði, þá lækka bætur almannatrygginga um eina krónu. Nú er dæmið góða sem ráðherr- arnir völdu sjálfír hætt að virka vel í eyrum kjósenda og þá er auðvitað rétt að gagnrýna ASI fyrir að velja rangar forsendur! Reyndar virðist Pétur, líkt og allir aðrir, nú hafa fall- ist á að gagnrýni ASI á meðferð ein- greiðslna í dæmum ráðherranna var réttmæt. Enda er orðið hljótt um þann þátt málsins. Sú aðferð að snúa vandræðagangin- um við forsendumar í dæmum ráð- herranna upp á aðra er í takt við um- ræðuna um stöðugleikann og aukn- ingu kaupmáttar launa. Sá stöðugleiki sem nú ríkir er eignaður ríkisstjórn- inni, en það sem miður fer, hvort sem Baðinnréttingar Vandaðar og fallegar innréttingar frá Belgiu á hagstæðu verði. Sniðið að þínum þörfum! OpiS frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga ViJ Fellsmúla Sími 588 7332 það eru lág laun eða breytingar á skattkerf- inu, skrifast á verkalýðs- hreyfinguna. Þegar bet- ur er að gáð, þá var það verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda sem leiddu þjóðina út úr efhahagsóstjóm síðustu áratuga og það var al- menningur allur sem tók að sér að borga her- kostnaðinn. Nú er þjóðin byrjuð að uppskera ár- angur erfíðisins og deil- an snýst um það hvemig skipta skuh uppsker- unni. Að þeirri umræðu eiga auðvitað að koma þeir sem lögðu grunn- inn að stöðugleikanum, ekki bara stjómmálamenn. Nýjar hú saleigubætu r Það er rétt hjá Pétri að nú em greiddar húsaleigubætur og ég ætla ekki að gera lítið úr þeim. Sveitarfé- lögin greiða 4CM5% af bótunum og ríkið afganginn. Fyrir þá sem ekki fengu húsaleigubætur árið 1995 en fá í dag er þetta stórkostleg bót. Það er hins vegar þannig að þessar bætur voru greiddar í Reykjavík og Hafnar- firði árið 1995 og breytir því ekki út- komunni fyrir þá sem þar bjuggu. Og ef taka á áhrif húsaleigubóta inn í dæmið þarf þá ekki að taka tillit til þess að húsaleiga hefur hækkað langt umfram verðlag enda var hún tengd launavísitölu á tímabilinu? Lífeyrir lífeyrissjóðanna Pétur fjallar í grein sinni um hækkanir á greiðslum lífeyrissjóð- anna. Eg ætla að taka þá umræðu við hann seinna, enda eram við að tala um fólk hér sem á ekki rétt á slíkum greiðslum. Eg vil hins vegar benda á að það er rangt að eina leið- in til að breyta verðtryggingarvið- miðun lífeyrisgreiðslna sé að breyta verðtryggingarviðmiðunum almennt í þjóðfélaginu (t.d. húsbréfa). Þetta er tæknilegt úrlausnarefni, vilji menn á annað borð breyta því. Inn í þá umræðu þarf líka að taka hlut- verk sjóðssöfnunar og gegnum- streymis við fjármögnun lífeyris. Það er tímabært að taka málefna- lega umræðu um það hvernig við viljum koma þessu fyrir í framtíðinni og eflaust hefur Pétur sitthvað til málanna að leggja í því sambandi. Skattar hafa hækkað Það sem skiptir mestu máh er að lífeyrisþegar, eins og aðrir, fái hlut- deild á við aðra í velgengni þjóðar- innar. Kaupmáttur bóta almanna- trygginga hefur hækkað mun meira undanfarin ár, en oft áður. Ríkið hef- ur hins vegar ekki aukið útgjöld sín til þessara bótaflokka í takt við al- menna launaþróun í landinu. Þetta er hægt að lesa úr opinberum tölum. Ég get ekki fallist á þá röksemda- færslu Péturs að af því að þróunin sé betri en oft áður, þá sé ekki ástæða til að krefjast meira. Þá finnst mér skrítið að Pétur skuh ekki harma að skattar skuli hafa hækkað á lífeyris- þega á hámarksbótum. Hverjir fá hámarksbætur almannatrygginga? Ég er hrædd um að við séum að tapa þræðinum í þessari deilu um tölur og prósentur. Um hvaða fólk eram við að tala? Hverjir era það sem eiga rétt á hámarksbótum al- mannatrygginga? Það er því miður þannig að það er fólk sem fæðist fatl- að. Þetta fólk fær aldrei tækifæri til að vinna sér inn réttindi í lífeyris- sjóðum. Þetta fólk er dæmt til að lifa á bótum almannatrygginga alla ævi, eða með hjálp fjölskyldna og hjálpar- stofnana. Þetta era konur sem hafa verið heimavinnandi stærstan hluta ævinnar og eiga htil réttindi í lífeyr- issjóði. Kjör þessa fólks hafa því miður dregist aftur úr kjöram ann- arra í þjóðfélaginu. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. Edda Rós Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.