Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 69 Tröllatrú HVERJU á maður að trúa? Hver er af- staða þjóðkirkjunnar til sprengjuárásanna á Júgóslavíu? Hinn 20. apríl birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ragnar Fjalar Lárusson fv. prófast þar sem hann gagn- rýnir sérana Þorbjörn Hlyn Amason og Geir Waage fyrir að fetta fingur út í lofthemað NATO. Þorbjöm Illynur telur hann „ávísan á frekari skelf- ingu og dauða hinna saklausu“ og Geir telur NATO hafa brotið gegn eigin sátt- mála með því að hefja styrjöld án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Ragnari Fjalari finnst slíkur málflutningur mega sín lítils þegar litið sé til óhæfuverka Serba í Kosovo og veit ekki „hvaðan þeir koma þessir blessaðir prestar úr Borgarfirðinum eða hvar þeir hafa lært sinn kristindóm“. Ekki þarf að velkjast í vafa um afstöðu ríkisstjómarinnar til að- gerða NATO, hvort sem mönnum líkar hún betur eða verr. En hér á landi er líka Þjóðkirkja (því miður) sem telur sig umkomna að leiða villuráfandi sauði í andlegum mál- um. En þetta nátttröll í íslensku samfélagi, þessi miðaldastofnun, er í þessu máli þögul sem gröfin eins og svo oft áður. I skjóli þess að hún er þjóðkirkja veigrar hún sér við að taka afstöðu til að styggja nú ekki neinn. Nú er ég ekki menntaður í guð- fræði en samkvæmt mínum skiln- ingi á kristnum fræðum ber kristn- um að elska óvini sína og rétta þeim hina kinnina séu þeir barð- ir. Er það ekki líka eitt af boðorðunum að deyða ekki menn? Ég hefði því haldið að kristindómm' þeirra Borgfirðinga væri sjálfum sér samkvæm- ur. En á öllum orðum prófastsins fyrrver- andi er ljóst að hann hefur megnustu and- styggð á skrifum Geirs og talar um „kirkjunnar menn, presta og aðra sem þykjast tala í nafni kristindómsins". En hver er það þá sem talar „í raun“ í nafni kristin- dómsins? Um skrif Geirs segir hann: „Þessi grein „guðsmannsins" er eins og skrifuð af hrokafullum Serba sem ekkert á í huga sér ann- að en þjóðarrembing og fyrirlitn- ingu á náunga sínum af því að hann er annarrar trúar og þjóðernis." Sjálfur á ég bágt með að eigna Geir svo illar hvatir og reyndar flestum Serbum líka en virðing Ragnars Fjalars fyrir Serbum virðist af skomum skammti. Hann furðar sig á að Geir minnist ekki á þjóðemis- hreinsanir og morð Serba í Kosovo en sjálfur minnist hann hvergi einu orði á málstað Serba og ekki þau voðaverk sem hafa verið unnin gegn þeim í þessum átökum öllum, á ég þá bæði við voðaverk annarra þjóðarbrota, skæruliða, frelsis- sveita og NATO. í stað þess að lýsa því hreinlega yfir að hann vilji varpa sprengjum á Serba og deyða þannig ótalinn Reynir Harðarson Stríð ✓ Þar sem Islendingar eru í fyrsta sinn beinir aðilar að stríðsátökum telur Reynir Harðar- son ekki úr vegi að þjóðkirkjan taki form- lega afstöðu. fjölda manna spyr Ragnar Fjalar: „Væri ekki best sæmandi fyrir okkur íslendinga að styðja a.m.k. í orði þau öfl sem vinna að því að dólgamir sem nú ráða í Kosovo verði reknir þaðan út...?“ Þvílík hálfvelgja og hálfkák. Ætli tvær grímur rynnu á Ragnar Fjalar ef hann væri beðinn að varpa sprengju sjálfur eða skjóta mann, jafnvel þótt hann væri dólgur og Serbi í þokkabót? Astandið í Júgóslaviu er hræði- legt hvemig sem á það er litið og ég held að við gemm okkur afar litla grein fyrir þeim öflum sem þar em að verki. En þar sem Islend- ingar em nú í fyrsta sinn beinir að- ilar að stríðsátökum er ekki úr vegi að þessi þjóðkirkja taki formlega afstöðu, ekki síst þegar þjónar hennar era svo tvístígandi. Ætlar hún að mæla með manndrápum eins og prófasturinn eða vera í andstöðu við vemdara sinn, ríkis- stjómina? Höfundur er þýðandi. Kynnum náttúrulegu húðvörunar frá Marja Entrich í Laugavegsapóteki á morgun frá 12-17 Náttúrulegu snyrtivörurnar frá ME hafa marga þá eiginleika sem húðin þarfnast til að viðhalda mýkt og raka. Nýja Bio-línan er ómótstæðileg. 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR_ - fæst nú í apótekum Heildsöludreifing: Evroís ehf. sími 698-2188 * Enski boltinn á Netinu „Ég lýsi vanbóknun minni á núverandi stjórn fiskveiða” íslands hönd undirritaði Matthías Bjarnason samning um útfærslu fiskveiðilögsögu íslands í 200 mílur og var það einhver stærsti áfangi í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar. Matthías Bjarnason var sjávarútvegsráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins 1974 -1978. Heilbrigðis-,trygginga-og samgönguráðherra 1983 -1985, Samgönguráðherra 1983 -1987 og viðskiptaráðherra 1985 -1987. Hann skipar heiðurssæti á lista Frjáislynda flokksins á Vestfjörðum í komandi kosningum til alþingis. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.