Morgunblaðið - 07.05.1999, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 75,
FRÉTTIR
Fuglaskoðnnarferð
Ferðafélagsins
FERÐAFÉLAG íslands og Hið ís-
lenska náttúrufræðifélag efna til
árlegrar fuglaskoðunarferðar
sinnar laugardaginn 8. maí og er
þetta í þrítugasta skipti sem slík
ferð er farin.
í fréttatilkynningu segir:
„Fuglaskoðunarferðin er ekki
aðeins merkileg fyrir þær sakir
að hafa verið farin samfellt í 30
ár heldur er ekki síður merkilegt
að haldið hefur verið utan um
talningu á þeim fuglategundum
sem sést hafa í ferðununum al-
veg frá upphafi sem var árið
1970. í ferðunum hafa sést frá 36
tegundum í fyrstu ferðinni og
upp í 59 tegundir líkt og var í
ferð síðasta árs. Auk algengra
fuglategunda hafa sést ýmsar
sjaldséðari tegundir svo sem
taumönd, bláönd, skeiðönd,
blesuhæna og landsvala. Af teg-
undum sem aðeins hafa sést einu
sinni eru ískjói og skeggþerna.
Margar tegundir hafa sést í öll-
um ferðunum.
Leiðsögn hefur jafnan verið
höndum sérfræðinga og annarra
áhugamanna um fuglaskoðun. I
ferðinni hinn 8. maí sem hefst kl.
10 frá BSI, austanmegin og
Mörkinni 6 verður farið um
Bessastaði, Garðskaga, Sand-
gerði, Hafnir og Reykjanes, en
stansað eftir aðstæðum og litast
um. Gott er að hafa sjónauka og
fuglabók meðferðis. Þetta er
kjörin ferð fyrir alla fjölskyld-
una.
Kompusala
„fósturfor-
eldra“ barna
á Indlandi
KOMPUSALA til styrktar fá-
tækum börnum á Indlandi
verður haldin í Kolaportinu
helgina 8.-9. maí. Öllu söluand-
virðinu verður varið til styrkt-
ar tvennum samtökum sem
Hjálparstaif kirkjunnar hefur
starfað með á Indlandi en þau
vinna eingöngu meðal hinna fá-
tækustu. Fénu verður varið til
menntunar bama og því að
forða þeim frá vinnuþrælkun.
Starfið á Indlandi verður
kynnt í máli og myndum.
Að sölunni stendur hópur
„fósturforeldra" barna sem eru
í umsjá þessara samtaka. Hóp-
urinn hefur heimsótt börnin og
kynnt sér aðstæður þeirra.
Hann hefur aflað fjár með
reglulegu millibili til þess að
bæta aðstöðu þeirra, ýmist
með kaupum á námsgögnum
eða leiktækjum eða með því að
styrkja athvarf og kvöldskóla
fyrir börn í skuldaánauð.
HLJÓMSVEITIN Taxi frá Færeyjum.
Færeysk hljómsveit
á Kaffi Reykjavík
Kosningadag-
ur á Lauga-
veginum
LAUGAVEGSSAMTÖKIN gang-
ast fyrir ýmsum uppákomum á
morgun, kjördag. I fréttatilkynn-
ingu frá samtökunum kemur fram
að frambjóðendur allra flokka í
Reykjavíkurkjördæmi munu heim-
sækja Laugaveginn á morgun milli
kl. 14 og 16.
„Af öðrum uppákomum má
nefna að leiklistar- og myndlistar-
nemar ætla að bregða á leik og
sýna listir sínar.
Félagar frá Taflfélaginu ætla að
skora á þá sem þora.
Línudansarar frá Danssmiðj-
unni, eða þeir Jóhann Örn og félag-
ar, taka sporið fyrir utan Lands-
bankann.
Skólahljómsveit Kópavogs tekur
lagið og Alda Björk Ólafsdóttir
söngkona treður upp og áritar
plötu sína fyrir utan Skífuna.
Krakkar frá ITR ætla að sjá um
andlitsmálun.
Ymis fyrirtæki verða með kynn-
ingu á vöru og þjónustu, eins og
t.d. Emmess ís, Vífilfell og Flakk-
ferðir, Daníel Ólafsson verður með
kaffi og Mackintosh-kynningu fyrir
utan Kjörgarð og mun Kodak-
bangsinn einnig kíkja í heimsókn.
Ýmsar verslanir bjóða upp á
skemmtiatriði í verslunum sínum
og má t.d. nefna að hjá GK mun
trompetleikarinn Óskar Guðjóns-
son spila fyrir viðskiptavini og í
verslununum Obsession og Body
Shop verður boðið upp á förðun.
Ýmsar verslanir ætla út með
vörur sínar til að skapa markaðs-
stemmningu og verða flestir versl-
anir með tilboð af ýmsu tagi,“ segir
í fréttatilkynningu.
A laugardögum er frítt í alla
stöðumæla eftir kl. 14 og frítt í öll
bílastæðahús.
LEIÐRÉTT
Rangfeðraður
í BLAÐINU í gær í myndatexta við
frétt um fjölumdæmisþing Lions-
hreyfingarinnar var Elías Rúnar
Elíasson sagður vera Gunnarsson.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Rangt ártal
í BLAÐINU á fimmtudag í and-
látsfrétt um Ásu Pálsdóttur vai-
villa í fæðingarári hinnar látnu þar
sem stóð 1984 í stað 1983, sem er
rétt fæðingarár. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
FÆREYSKA hljómsveitin Taxi
leikur á Kaffi Reykjavík fóstudags-
kvöldið 7. maí frá kl. 22-00.30 en
hljómsveitin var valin besta hljóm-
sveit Færeyja á dögunum.
Hljómsveitin er í Reykjavík á
vegum Bæjarstjórnarinnar í Þórs-
höfn og Norræna hússins. Hljóm-
sveitin leikur á opnun á vörukynn-
ingu í Perlunni 6. maí og er sú
kynning liður í samstarfi Reykja-
víkurborgar og Þórshafnar.
Hljómsveitin er einnig að kanna
aðstæður til plötuupptöku í Reykja-
vík og hefur verið í sambandi við
hljómsveitina Land og syni.
Stöndum
vörð um
stöðugleika.
Kii
FRAMS0KNARFL0KKURINN
Vertu með á miðjunni
HKIOS HHkt\11HV, ítUt
Sýning -Trésmíðavélar
5.-13. maí 1_____
Kynnum nýjustu tækni
------í trésmíðavélum
Verkfæri, lakk- og málningardælur,
yfirborðsefni, húsgagnafittings,
loftpressur o.fl.
Nýjar gerðir af
sambyggðum
trésmíðavélum.
OPIP:
13.30 til 19.30 virka daga
10.00 til 19.00 um helgar
Hvaleyrarbraut 18,
220 Hafnarfirði,
sími 565 5055.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Vertu með á miðjunni
Cream SPF IH)
crem frá
etli Arden
Kynning í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag.
Austurstræti 16, sími: 511 4511.