Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 79‘ ■
BREF TIL BLAÐSINS
Skoðanaskipti um
kjör eldri borgara
Frá Ókifí Ólafssyni:
FÉLAG eldri borgara í Reykjavík
og nági'enni bauð stjómmálaflokk-
um á viðræðufund (pallborðsum-
ræður) hinn 30. apríl si. í félags-
heimilinu Ásgarði.
Spurt var: Hvað ætlið þið að gera
til að bæta hag aldraðra á næsta
kjörtímabili, ef þið komist til valda?
Aðallega var rætt um kjaramál.
Fullyrðing aldraðra um það að
kaupmáttaraukning lífeyrisþega
eftir skatt væri aðeins helmingur af
kaupmáttaraukningu á almennum
vinnumarkaði skv. launavísitölu,
þegar tekið væri tillit til ein-
greiðslna, niðurfellinga afnota-
gjalda ríkisútvarps og sjónvarps
auk aukinnar skattbyi'ði, var ekki
efnislega hrakin.
Margir fordæmdu „talnaleiki" í
þessu sambandi. Flestir frambjóð-
endur tóku undir kröfu aldraðra um
hækkun grunnlífeyris. Fulltrúi
Framsóknarflokks taldi þó að
hækkun tekjutryggingar væri frek-
ar á borðum Framsóknarflokksins.
Miklar umræður urðu um skattleys-
ismörk. Fram kom í umræðunni að í
raun væru skattþrepin a.m.k. fjögur
í núverandi kerfi. Flestir nema full-
trúar Framsóknarflokksins mæltu
með hækkun frítekjumarks og að
tekjutenging vegna launa maka yrði
afnumin.
Allir frambjóðendur aðhylltust
réttlátari skattlagningu á lífeyris-
sjóðsgreiðslum, svipað og af öðrum
fjármagnstekjum. Fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins hafði þó áhyggjur af
skattaálögum á lífeyrissjóði ef létt
yrði skattgreiðslum af lífeyrissjóðs-
greiðslum. Aðrir töldu að um tvö að-
skilin mál væri að ræða.
Allir voru sammála um að endur-
skoða þyrfti almannati-yggingalög-
in. Allir voru sammála kröfum aldr-
aðra um sveigjanleg starfslok.
Nokkuð var rætt um hinn mikla
skort á hjúkrunarrýmum. Fulltrúi
Framsóknarflokks taldi að 180
manns væru á biðlista.
Umræður um kjaramál aldraðra
tóku mest allan tímann en á dag-
skránni var áætlað að ræða fleiri
hagsmunamál aldraðra. Eitt af
þeim var nýleg skoðanakönnun
Gallup og var aðeins komið inn á
hana. Par var þó sérstaklega athug-
un á þeim hópi sem varða heilbrigði
aldraðra, sem komst ekki að í um-
ræðunni vegna tímaskorts. Niður-
stöður þessa þáttar könnunarinnar
eru mjög athyglisverðar sem Félag
eldri borgara í Reykjavík vill koma
á framfæri.
Athuguninni var skipt í flokka:
1. Mjög veikir eða nokkuð oft
veikir.
2. Frískir eða frekar frískir.
Fram kom að tekjur þeirra veiku
eða í fiokk 1, að yfir 50% höfðu 99
þúsund kr. eða minna í fjölskyldu-
tekjur á mánuði, en 37% fríski-a.
37% veikra höfðu fjárhagsáhyggjur
oft eða stundum en 20% fríski'a. Sp-
urningunni um hvort heilbrigðis-
þjónustan versnar frekar mikið eða
mjög mikið var svarað játandi af
25% veikra en 14% frískra. Spurn-
ingunni hvort heilbrigðisþjónustan
væri frekar dýr eða mjög dýr, svör-
uðu 42% veikra játandi en 30%
frískra. Þeir sem höfðu frestað að
kaupa lyf á sl. 5 árum voru um 8%
af veikum eða u.þ.b. 2 þús. manns
en 2% frískra, og frestað eða hætt
að leita til læknis sl. 5 ár voru 14%
veikra eða rúmlega 3 þúsund en
5,1% frískra.
ÓLAFUR ÓLAFSSON,
formaðm' Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni.
Fæðingarorlof
Frá Rannveigu Tryggvadóttw:
Á LANDSFUNDI Sjálfstæðis-
flokksins árið 1985 fékk ég sam-
þykkta tillögu um fæðingarorlof í
formi heim-
greiðslu. Sex þús-
und króna smásál-
arleg greiðsla kom
til framkvæmda
hjá sjálfstæðis-
mönnum í borgai'-
stjóm eftir 1990 en
var of naum til að
gagnast barnafólki
og R-listinn náði
borginni á sitt vald, illu heilli. Árið
1994 hétu sjálfstæðismenn kjósend-
um ríflegum heimgreiðslum, 25 þús-
undum mánaðai-lega með hverju
barni frá fæðingu til 6 ára aldurs.
Auglýstu það ekki nóg og R-listinn
hélt borginni, því miður. Sú tilhögun
virtist vera hið fullkomna úrræði.
Vikurnar tvær sem feður fá núna til
að aðstoða konu sína efth- að heim
kemur er þakklátlega þegin.
Rannveig
Tryggvadóttir
í Noregi eru þessi mál í réttum
farvegi, mánaðarlegar, góðar
greiðslur í tvö ár og ávísunin stfluð á
móður. Ekki eins og t.d. S-listinn
ætlar að hafa það, þ.e. 12 mánaða
fæðingarorlof sem foreldrar geta
skipt með sér á fullum launum. Feð-
ur fái sjálfstæðan rétt til 3ja mán.
orlofs en geti tekið allt að 6 mánuði.
Háskólafólkið í Sjálfstæðisflokknum
vill að foreldrum á vinnumarkaði
verði tryggður réttur til 10 mánaða
fæðingarorlofs og réttur til fullra
launa í 3 mánuði.
Ég fæ ekki séð að faðir nýfædds
barns þurfi að vera heima 3-6 mán-
uði eftir að barnið fæðist. Vikurnar
tvær sem þeir fá til að aðstoða konu
sína er mikil hjálp. Hafa skal í huga
að kona er að jafnaði 1-2 ár að ná sér
eftir fæðingu.
S-listafólkið er enn mjög hlynnt
fóstureyðingum.
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR,
Bjamialandi 7, R.
Lýðræðislegri kosningar
Frá Guðmundi Rafni Geirdal:
SÚ SKIPAN er að festast í sessi eft-
ir að Samfylkingin varð að veruleika
að stjórnmál hér eru að færast nær
klassísku tveggjsi flokka kerfi en áð-
ur hefur verið. Ég hef jafnan verið á
móti hinum síendurteknu hægri-
vinstri-áherslum í stjórnmálum, þeg-
ar stjórnmál ættu í rauninni að felast
fyrst og fremst í góðri stjórnun á
málefnum okkar sem þjóðar. Þar
sem við eram lýðræðisríki og eigum
þannig rétt til að kjósa þá aðila sem
við treystum best þyrfti að vera
beinna aðgengi á milli kjósenda og
þeirra sem bjóða sig fram.
Þannig hefur margítrekað komið
fram að margir kjósendur vilja kjósa
menn en ekki flokka. Ein leið til að
koma til móts við það hefur verið að
hafa prófkjör meðal sumra flokka
þannig að félagsmenn í þeim flokk-
um geti haft eitthvað um það að
segja hverjir era valdh’ til forystu.
Önnur leið hefur verið að bjóða fólki
upp á að strika við nöfn í kjörklefan-
um.
í rauninni þyrfti meira. Þau mál-
efni sem mest eru rædd og hvað
mestur hiti skapast um eru oft mál
sem þúsundir manna standa á bak
við og félagasamtök eru oft túlkend-
ur á bak við þau. Slík félagasamtök
eru oft það stór að þau gætu komið
sér saman um að koma manni á þing
ef leyft væri að einstaklingar byðu
sig fram. Þannig gæti til að mynda
Verslunarmannafélag Reykjavíkur,
Alþýðusamband Islands og þess
vegna íþróttasamband íslands stutt
einstakling á sínum vegum. Megin-
markmið slíkra þingmanna, ef slíkt
kerfi gæti komist á, væri að þoka
áfram málum sinna félagasamtaka.
Margur heldm- að meginstarf
þingsins fari fram í karpræðum í
beinni útsendingu frá Alþingi. Hins
vegar eru færri sem vita það sem
fram kom í fyrirlestram þegar ég
var í stjórnmálafræði við Háskóla Is-
lands, en það er að meginstarfið fer
fram í nefndum. Það að vera til að
mynda formaður heilbrigðisnefndar
Alþingis getur skipt miklu meira
máli varðandi framlag þess þing-
manns heldur en að sitja undir rifr-
ildi annarra þingmanna í þingsölum. L-
Þetta þýðir til að mynda að samtök
heilbrigðisstétta gætu komið sér
saman um að kjósa heilbrigðisstarfs-
mann til að sinna málefnum heil-
brigðisþjónustunnar og ef slíkur aðili
yrði kosinn gæti meginmarkmið
hans verið að komast í heilbrigðis-
nefnd og koma málum áleiðis innan
hennar.
Þar sem þjóðfélagið hefur verið í
örum vexti undanfarin ár er hægt að
endurskoða margt sem hefur þótt
gott og gilt hingað til. Ég tel brýnt
að endurskoðað sé hvernig skoðanir
almennings gætu endurspeglast bet- *
ur með því að kjósa menn, málefni
og hagsmunaaðila fremur en hina ei-
lífu hægri-vinstri „rifrildisflokka".
Sú staðreynd að um 40% kjósenda
ákveða ekki fyrr en í síðustu vikunni
hvern þeir ætla að kjósa er vísbend-
ing um að núverandi flokkakerfi
höfðar ekki til nánast helmings kjós-
enda.
GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL,
skólastjóri.
Framsókn, fyr-
ir sig og sína
Frá Sveini Indríðasyni:
í BYRJUN þessa áratugar var farið
að halla undan fæti í rekstri Sölufé-
lags garðyrkjumanna.
Til að létta róðurinn var ákveðið
að selja verslun fyrirtækisins.
Nokkrir garðyrkjubændur höfðu
stofnað hlutafélag til að kaupa en þá
birtist allt í einu kaupandi, að nafni
Gísli H. Sigurðsson. Honum var svo
seld verslunin á þeim forsendum að
hann væri traustari og ástæðan var
að ábyrgðarmaður var Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsóknar-
flokksins og mágur Gísla.
Nú líður og bíður fram á árið
1998.
Hinn 25. febrúar það ár vora
nokkrir næstu nágrannar við Norð-
ur-Mjódd boðaðir á grenndarkynn-
ingu hjá Borgarskipulagi. Þar mætti
Gísli með útlitsteikningar að þúsund-
um fermetra, undir gleri og jámi í
Mjóddinni. Einnig var hann með
myndir af erlendum Garden center.
Frumbyggjum þessa hverfis hafði
verið lofað þarna útivistarsvæði og
vildu ekki sætta sig við þetta.
Til mótmæla var undirskriftum
safnað og afhentar undirskriftir
273ja íbúa hverfisins úr meira en
sjötíu götum, en allt kom fyrir ekki.
Maðurinn virtist hafa loforð fyrir
svæðinu.
Heimildir henna að R-listafólk
hafi ekki allt verið hrifið af þessu, en
látið sig hafa það vegna framsóknar-
manna.
Þarna sannast líklega ein fræg-
asta setning úr íslenskri stjórn-
málasögu: „Hvað varðar mig um
þjóðarhag."
Hvað varðar fólk um andstöðu
Breiðholtsbúa?
SVEINN INDRIÐASON,
Árskógum 8.
Virðum einstaklingsréttinn - Látum
börnin ekki bera allar byrðarnar
Frá Margréti Guðmundsdóttur:
EINHLEYPUR öryrki sem býr
með bömum sínum og nýtur þar af
leiðandi hvorki heimilisuppbótar né
sérstakrar heimilisuppbótar hefur í
laun frá Tryggingastofnun ríkisins
46.576 kr. á mánuði. Hann fær vit-
anlega meðlag frá hinu foreldrinu,
mæðralaun eða feðralaun og barna-
bætur eins og aðrir.
Vegna fötlunar sinnar þarf þessi
öryrki að fá heimilisþjónustu til að
vinna fyrir sig erfiðustu heimilis-
störfin. Og er ekkert um það að
segja, annað en það að hann þarf að
greiða fyrir þessa heimilisþjónustu.
Þó svo að í reglum Félagsþjónustu
Reykjavíkur kveði á um að einstak-
lingur sem er undir lágmarksvið-
miðunarmörkum sem þeir miða við
og er 66.078 kr. á mánuði á að fá
heimilisþjónustu sér að kostnaðar-
lausu. Við skulum spyrja okkur
hvað er hér á ferðinni. Jú, barna-
bæturnar og meðlagið á að standa
undir þessum þrifum. Börnin eiga
ekki bara að sjá um að matur sé til í
ísskápnum eins og ég hef bent á í
fyrri skrifum mínum í Morgunblað-
ið. Vegna þess að öryrki sem svona
er ástatt hjá fær heldur ekki fjár-
hagsaðstoð hjá Félagsþjónustunni
þó hann sé verulega undir lágmarki
Frjáls eins og fuglinn
Frá Ragnarí Guðmundssyni:
ÞESSI setning tengist órjúfanlega
þeim manni sem mig langar til að
geta aðeins hér um. Söngur og list
eru hans yndi, allt er að því lýtur er
heilagt. Hann hefur sungið frá
hjartanu frá unglingsáram, já allt
frá hjartanu. Nærgætni í meðhöndl-
un hvers þess sem hann tekur sér
fyrir hendur er einstök. Hann er til
dæmis nú sem stendur á fullu við að
koma upp býsna yfirgripsmiklu
safni um tónlist, eða öllu heldur
flytjendur tónlistar liðinnar og líð-
andi stundar. Það safn stækkar óð-
um, enda maðurinn einstaklega nat-
inn við og fundvís á einmitt það sem
við á.
Ogerningur er að gera nein tæm-
andi skil á hugðarefnum hans öllum,
þú lesandi góður átt að sækja þenn-
an snilling heim. Söngur er hans
ljúfi fylgifiskur, útgáfa hans á
hljómdiski á síðastliðnu ári ber með
sér í lagavali yfirgripsmikla getu.
Sá maður sem ég get hér um getur
enginn verið annar en Jón Kr.
Olafsson á Bfldudal. Um kynningu
laga og stutt ági-ip af tónlistarsögu
læt ég Jón Kr. sjálfan um, enda að-
Jón Kr. Ólafsson
gengilega túlkað á umræddum
hljómdiski.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka Jóni vini mínum langa
og góða samleið og óska honum alls
hins besta, með von um að röddin
haldi sér enn um stund.
RAGNAR GUÐMUNDSSON,
Brjánslæk.
í tekjum, vegna þess að þar eiga aft-
ur bamabæturnar að taka við og
bera þungann af heimilishaldinu.
Hvað er bömunum ætlað? Stjórn-
völdum er ekki sæmandi að veifa
því á tyllidögum að við séum góð og
aðilar að ýmsum fjölþjóða sáttmál-
um sem eiga að tryggja einstakling-
unum jafnrétti til lífsgæða en
breyta svo alls ekki í samræmi við
það gagnvart sínum eigin þegnum.
Viljum við að þetta verði svona
áfram?
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
félagi í Vinstri hreyfingunni - grænu
framboði, Skipholti 16, Reykjavík.
9 9
Kvöldskóla llKópavo^s
í Snælandsskóla
Tölvur
Glerlist
Tresmiði
Bókband
, Korfueerð
Utskurður ,
rr . A • TunSumal
Trolladeig
c,, ,A. Leirmótun
Siliursmiði
, Fatasaumur
Butasaxunur , ,
Kantrý-föndur
V atnslitamalun
uerid velkomin