Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 80
' * 80 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hvað eru
nálastungur?
Frá Ríkharði M. Jósafatssyni:
ÞAR SEM mikill misskilningur er á
því hvað margir Islendingar telja
nálastungur vera og hvað nálastung-
ur eru, þá datt mér í hug að gefa
fóiki smá útskýringu á hvað nála-
stungur eru. I austrænni læknis-
fræði er farið eftir mörg þúsund ára
fræðum sem eru vel þekkt' og kunn-
ug mörgum, þessi fræði komu löngu
áður en vestrænar lækniskenningar
komu til staðar. Eins og er eru þessi
* aldargömlu fræði ekki viðurkennd á
Islandi. Aður en þið reynið nála-
stungur er nauðsynlegt að fá að sjá
gögn sem styðja kunnáttu sérfræð-
ingsins samkvæmt austrænum lækn-
isfræðikenningum. Það fyrsta sem
ég vil benda á í sambandi við aust-
rænar lækningar er það að nála-
stungur eru bai'a smábrot af með-
ferðinni, en þar sem ég vil ekki
flækja þessi mál þá skal ég einblína á
nálastungur í þessari grein.
Nálastungunál er mjög þunn heil-
steypt nál, það er engu meðali
sprautað í gegnum nálina. Það eru til
margskonar lengdir og þykktir en
yfír höfuð eru nálamar hárþunnar
og fólk fínnur varla fyrir þegar nál-
inni er stungið 1 nálastungupunktinn.
Eg mæli með og nota sjálfur einnota
nálar, en til eru nálar sem hægt er
að sótthreinsa. Alltaf spyrja hvers
konar nálar eru notaðar.
Nálastungupunktur
Það fyrsta sem verður að gera er
að nálastungulæknirinn tekur
ákvörðun um hvaða nálastungupunkt
skal nota fyrir meðferðina, þarna er
um fleiri hundruð punkta að ræða.
Þess vegna er mjög mikið atriði að
nálastungulæknirinn sé menntaður í
- ' austrænum læknisfræðikenningum
til að getað sjúkdómsgreint sjúkling-
inn samkvæmt austurlenskum lækn-
isfræðikenningum. Eftir að búið er
að sjúkdómsgreina sjúklinginn, þá er
fyrst hægt að nýta sér nálastungu-
punktana til fulls. I mörgum tilfellum
hverfa verkir innan nokkurra mín-
útna, í öðrum tilfellum tekur það
lengri tíma.
Það er hægt að finna fyrir mjög
fljótum bata í mörgum sjúkdómsein-
kennum, en það getur tekið nokkra
tíma áður en góður bati næst I öðr-
um sjúkdómseinkennum. Eg tek það
fram að nálastungur geta ekki lækn-
að alla sjúkdóma, en hægt er að nýta
sér nálastungur og austrænar lækn-
isfræðikenningar til aðstoðar hefð-
bundnum lækningum í öllum sjúk-
dómum.
Orkuflæði
Það sem gerist samkvæmt aust-
rænum læknisfi'æðikenningum, t.d.
þegar fólk finnur fyrir verkjum, er
það að orkuflæðið hefur truflast að
einhverju leyti, það eru til margar
ástæður fyrir því. Þetta skapar mis-
munandi kvilla. Eftir að samansafn
af þessum kvillum eykst, fer þetta
ástand að versna og á endanum
koma greinargóð vestræn sjúkdóms-
einkenni fram. Eftir sjúkdómsein-
kennin koma síðan sjúkdómar.
Austræn læknisfræði byggist á því
að koma jafnvægi á orkuflæðið. Þar
með fær ástandið ekki að versna og
fyrirbyggjandi aðgerðú hafnar til að
koma í veg fyrir sjúkdóma. Aðalá-
hersla nálastungumeðferðar skal
ávallt vera að koma jafnvægi á
orkuflæði líkamans og þar með hafa
fyrirbyggjandi aðgerðir.
RÍKHARÐUR M. JÓSAFATSSON,
sérfræðingur í nálastungulækningum
og jurtalækningum.
Uggvænleg hækkun
bygginga í Salahverfí
í Kópavogi
Frá Tryggva Felixsyni:
EG VIL með þessu bréfi sérstaklega
reyna að vekja athygli íbúa í Selja-
hverfi í Reykjavík og Lindahverfi í
Kópavogi sem og þeirra sem hafa fest
sér íbúðarhúsnæði í hinu nýja Sala-
hverfi í Kópavogi. Tilefnið er að ný-
lega samþykkti meirihluti bæjar-
stjómar Kópavogs að auglýsa breyt-
ingar á deiliskipulagi í hinu nýja Sala-
hverfi sem fela í sér hækkun 6 fjölbýl-
ishúsa um tvær hæðir hvert, eða alls
um 48 íbúðir. Hæstu hús í Salahverf-
inu verða með þessu 12 hæðir. Þessi
breyting mun m.a. breyta ásýnd
hverfisins til hins verra; auka skugga-
varp, rýra umhverfi og hafa neikvæð
áhrif á útsýni innan hverfisins og frá
aðliggjandi hverfum. Hjá skipulags-
stjóra í Kópavogi má fá teikningar og
nánari lýsingar á þessum fyrirhuguðu
breytingum.
Við eðlilegar aðstæður eru breyt-
ingar á skipulagi þá aðeins sam-
þykktar ef sýna má fram á að þær
annaðhvort bæti hag tiltekinna ein-
staklinga án þess að skaða hagsmuni
annarra íbúa, eða þá að þær hafi á
heildina litið jákvæð áhrif á búsetu-
skilyrði í viðkomandi hverfi. Hvorugt
þessara skilyrða er uppfyllt með
samþykktum breytingum á
deiliskipulagi Salahverfis. Breytingin
hefur vissulega verulega jákvæð
áhrif á fjárhagslega afkomu nokk-
urra byggingafyrirtækja sem hyggj-
ast reisa fjölbýlishús á þessum lóð-
um. En breytingamar hafa marg-
þætt neikvæð áhrif á íbúðabyggðina.
Ég hvet þá sem í hlut eiga bæði í
Salahverfí og aðliggjandi svæðum að
kynna sér málið og senda athuga-
semdir til bæjaryfirvalda í Kópavogi
ef þeir telja að þessi breyting sé ekki
ásættanleg. Frestur til að gera at-
hugasemdir rennur út 19. maí nk.
Málið verður tekið upp aftur ef at-
hugasemdir berast og þá má hugsan-
lega færa það tii betri vegar.
TRYGGVI FELIXSON,
fulltrúi í skipulagsnefnd Kópavogs-
bæjar, Reynihvammi 25, Kópavogi.
Engir íslendingar létust
Frá Marsha Lorraine Daniel:
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 4. maí
fluttu Stöð 2 og Sjónvarpið átakan-
lega frétt um skýstrók sem varð 45
manns að bana í Bandaríkjunum. í
umfjöllun um þessa hræðilegu at-
burði var í báðum tilfellum tekið
fram að „engir Islendingar létust“.
Þessi setning er notuð í hvert
skipti sem atburðir af þessu tagi
verða erlendis; lestarslys, jarð-
skjálftar, sprengjuárasir, í Evrópu,
Japan, Israel. Er virkilega nauðsyn-
legt að bæta þessu við, „engir Is-
lendingar létust“? Ef íslendingur
léti lífið í slysi eða hamfömm erlend-
is, þá yrði það skýrt tekið fram í öll-
■ um fréttum hérlendis og að öllum
líkindum inngangur að umfjöllun.
Hvað hef ég á móti þessari setn-
ingu? í mínum huga gerir þessi setn-
ing lítið úr aðalatriði fréttarinnar.
Maður heyrir öll smáatriði þessara
hörmulegu atburða og síðan segir
fréttamaðurinn „engir íslendingar
létust“ líkt og það sem er mikilvægt
sé ekki að allt þetta fólk týndi lífi,
heldur að enga íslendinga sakaði.
Mér finnst það nokkuð sjálfhverf af-
staða. Hvers vegna má ekki alveg
sleppa þessari setningu; það er aug-
ljóst að það yrði skýrt tekið fram ef
Islendingur lenti í hörmungum af
þessu tagi.
MARSHA LORRAINE DANIEL,
Hjallahlíð 2, Mosfellsbæ.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Smáathuga-
semd
ANNAR maður á lista
Frjálslynda flokksins á
Vestfjörðum, Pétur
Bjarnason, sagði í gær í
Þjóðarsálinni (mánudag-
inn 3. maí) að ég væri
ánægður með mín laun.
Þegar menn í framboði til
Alþingis Islendinga snúa
því sem sagt er öfugt þá
er betra að hlusta. Það
sem ég sagði var; Ég læt
mér nægja það sem ég fæ,
ekki að ég væri ánægður.
Þar talaði kona líka á eftir
mér. Hún sagðist hafa
rúin 60 þúsund á mánuði
og er ég henni sammála,
það getur enginn lifað
mannsæmandi lífi af
þeirri upphæð. Það er
kominn tími til að bæta
því fólki, sem svona er
ástatt hjá á lífsbraut sinni,
rétta því hjálparhönd og
það strax eftir kosningar,
hverjir sem munu mynda
næstu ríkisstjórn. En ég
sagði í gær að ég vildi sjá
einn flokk fara með meiri-
hluta á Alþingi á því kjör-
tímabili sem er á næsta
leiti og flestir vita við
hvaða flokk ég á við, og
formann hans Davíð
Oddsson. Eftir 4 ár verð-
ur aftur kosið, þá munu
verkin sanna merkin.
Að endingu vil ég að Is-
lendingum öllum megi
hlotnast sú gæfa til fram-
tíðar. Stöndum saman all-
ir sem einn, aldnir sem
ungir, þá mun öllum fam-
ast vel á framtíðarbraut.
Guðmundur Jörundsson,
fyrrverandi sjdmaður.
Vegstikur
á Reykjanesbraut
ÞEGAR lýsingu á Reykja-
nesbrautinni var komið á
1996 með uppsetningu
ljósastaura, frá Hafnar-
firði að Leifsstöð, þá voru
vegstikur, þeim megin sem
ljósastaurarnir eru, teknar
niður. En samkvæmt
reglugerð nr. 289, útgef-
inni af dómsmálaráðuneyt-
inu 10. maí 1995, skulu
vegstikur vera báðum
megin vegbrúnar, en ekki
öðrum megin. Ég álíti að
með því að taka niður
þessar vegstikur þá sé ver-
ið að skerða öryggi vegfar-
enda á Reykjanesbraut.
Það voru sett endurskins-
merki á ljósastaurana en
þau virka ekki í blindhríð
eða í slæmu skyggni. Ég
skora á Vegagerðina að
koma þessum vegstikum
upp sem allra fyrst og fara
eftir gildandi reglugerð-
um. Það hafa orðið allt of
mörg slys á Reykjanes-
brautinni og ekki er sæm-
andi opinberri stofnun eins
og Vegagerð ríkisins að
skerða öryggi vegfaraneda
með því að fjarlægja þess-
ar vegstikur.
Suðurnesjamaður.
Þakklæti fyrir
uppskriftir
ÉG vil senda Kristínu
Gestsdóttur kærar þakkir
fyrir góðar matarupp-
skriftii- sem birtar eru í
Morgunblaðinu. Formál-
inn er skemmtilegur og
fallegar teikningar fylgja
með. Sérstaklega eru fisk-
uppskriftirnar góðar. Og
uppskriftirnar frá henni
mistakast ekki, hún hefur
greinilega prófað þær vel
áður en hún birtir þær. A
jólaborðinu á mínu heimili
er alltaf eitthvað gott frá
henni. Þessi matreiðslu-
þáttur hefur gert mikla
lukku á mínum borðum
fyrir mitt fólk.
Ein 65 ára.
Flest er fátækum
fullgott
MÉR var rétt blað 1. maí
er ég var stödd niður við
Ingólfstorg. í því var
grein um húsnæðismál um
síðustu aldamót og lengra
fram í öldina. Fólk
streymdi til Reykjavíkur
og urðu þá mikil vandræði
í húsnæðismálum. Þá
byggðust Pólamir. Lýsing
á kjörum þessa fólks á
þessum tíma er hrikaleg
en nú þegar að nokkrir
mánuðir eru til aldamóta
er ástandið því miður lítið
skárra. Fólk flykkist enn
til Reykjavíkur í stórum
stíl og neyðarástand ríkir
hér á leigumarkaðinum.
Ég var viðstödd kosninga-
fund einn daginn og
spurði fjármálaráðherra
að því hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlaði sér að
gera í því neyðarástandi
sem hér ííkir á leigumark-
aðinum. Ég fékk ákaflega
loðin svör. Hann reyndi að
fara eins og köttur í
kringum heitan graut.
Hann sagði líka að húsa-
leigan myndi hækka ef
Samfylkingin kæmist að.
En leigan er nú þegar
mjög há. Nýjasta dæmið
er 80 þús. kr. á mánuði
fyrir 2ja herbergja íbúð.
Er hægt að fara hærra?
Ég þekki vel til þessara
mála og fólk er hér á göt-
unni í stórum stíl. Þetta
hræðilega ástand hefur
gleymst í hita kosning-
anna. Ég hef heyrt fáa
frambjóðendur tala um
þetta mál.
Ríkisstjórnin hefur lok-
að að mestu leyti fyrir fé-
lagslegt húsnæði með
nýju húsnæðislögunum.
Samkvæmt skoðanakönn-
un hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn forystuna og ég
spyr: Er það þetta sem al-
þýðufólk virkilega vill,
kjósa flokk sem skilur fá-
tæka eftir í góðærinu?
Sigrún.
Góðærið
SUMIR stjórnmálamenn
eru að þakka sér góðærið
og jafnvel að hræða kjós-
endur með því að þeir ein-
ir geti viðhaldið því. En
ætli góðærið komi nú ekki
fyrst og fremst frá skap-
ara vorum með hagstæðri
tíð til lands og sjávar. Ef
við gleymum ekki að
þakka honum og breytum
rétt þá þurfum við engu
að kvíða. Það hljóta allir
hugsandi menn og sann-
gjarnir að sjá að það
verður að stöðva misrétt-
ið og láta það ekki við-
gangast lengur að þeir
ríku verði alltaf ríkari og
þeir fátæku alltaf fátæk-
ari. Það endar með skelf-
ingu.
Ella Halldórsdóttir.
Tapað/fundið
GSM-sími týndist
á Hótel Sögu
I lokahófi handknattleiks-
manna að Hótel Sögu
fóstudaginn 30. aprfl
týndist GSM-sími (Nokia
6110). Þeir sem vita um
símann eða geta gefið
upplýsingar um hann hafi
samband í síma 569 1304.
Gullúr týndist
í Kópavogi
GULLÚR týndist í Kópa-
vogi fyrir ca. 3 vikum síð-
an. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 554 2070.
Kvengullúr týndist
í Kópavogi
KVENGULLÚR týndist
líklega í Kópavogi fyrir 2
vikum síðan. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
554 6399.
GSM-sími týndist
í Grafarvogi
GSM-sími týndist líklega í
Grafarvogi sl. sunnudag.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 568 6706.
Gleraugu
í óskilum
GLERAUGU, tvískipt,
fundust á Laugaveginum
fyrir 4 vikum síðan. Upp-
lýsingar í síma 552 4930.
María týndist
frá Laufengi
MARÍA týndist frá
Laufengi 156. Hún er
kolsvört, 5 mánaða læða,
mjög gæf. Hún er ómerkt
og ólarlaus. Þeir sem
hafa orðið hennar varir
hafi samband í síma
586 1237.
Kettlingur
í óskilum
STÁLPAÐUR kettlingur,
gulbröndóttur fress,
fannst í Jóruseli fyrir
u.þ.b. 2 vikum. Upplýsing-
ar í síma 557 8619.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur mikinn áhuga
á samfélagsmálum og þar af
leiðandi stjómmálum. Hann hefur
því fylgst vel með yfirstandandi
kosningabaráttu og þó hann sé ekki
í nokkrum vafa um hvaða flokkur
eigi að fá atkvæði hans á laugardag
þykir honum áhugavert að bera
saman aðferðir flokkanna við að ná
athygli og öðlast traust kjósenda.
Sérstaklega hefur þar vakið athygli
hans vaskleg framganga ungra
kvenna í öllum flokkum, og hve
augljóslega þeim er hampað af for-
ystu flokkanna. Þar hefur greini-
lega átt sér stað hugarfarsbreyting,
eða öllu heldur, þar er verið að
fylgja eftir þeirri hugarfarsbreyt-
ingu sem orðið hefur hjá þjóðinni í
jafnréttismálum. Lágt hlutfall
kvenna á Alþingi í dag er nefnilega
í engu samræmi við þann vilja þjóð-
arinnar sem komið hefur fram í
skoðanakönnunum varðandi skipt-
ingu kynja á þingi. Þar hefur þvert
á móti komið skýrt fram að þorra
fólks þykir eðlilegt að kynjahlutfall
á þingi endurspegli kynjahlutfall
þjóðarinnar.
xxx
ESSAR ungu stjómmálakonur,
sem undanfarið hafa verið í
sviðsljósinu, eru sumar að stíga sín
fyrstu skref í stjómmálum og eiga
ekki allar raunhæfa möguleika á því
að komast inn á þing að loknum
kosningunum á morgun. Innan
stjómmálaflokkanna virðist það
samt talið þjóna ímynd þeirra vel að
halda þessum ungu konum fram og
miðað við það sem Víkverji heyrir
af viðbrögðum fólks, virðist sem þar
hafí menn tekið réttan pól í hæðina.
Án þess að á aðra frambjóðendur sé
hallað þykir Víkverja sem hér sé
um að ræða hóp fólks (kvenna) sem
kemur skoðunum sínum skýrt á
framfæri, kemur vel út úr rökræð-
um og virkar heilsteypt í því sem
það er að gera hvar svo sem stjóm-
málaskoðanir þess liggja.
VÍKVERJI heyrði um daginn
mann sem vinnur við gerð
auglýsinga, útlista hvernig rann-
sóknir hefðu sýnt fram á að karl-
raddir í auglýsingum og kynning-
armyndum þættu trúverðugri en
kvenraddir. Skýringin var sú að
karlar hafi svo lengi verið nær ein-
ráðir við stjómvölinn að af gömlum
vana sé þeim hreinlega treyst bet-
ur en konum til þess að fara með
rétt mál. Þama þykir Víkverja
vægast sagt eima eftir af hugsun-
arhætti fyrri tíma og trúir ekki
öðm en að hér sé um gamlar og úr-
eltar rannsóknir að ræða. Viðbrögð
íslensks almennings við því sem
hinar ungu stjórnmálakonur hafa
fram að færa, hvar í flokki sem
þær standa, sannfæra Víkverja
reyndar um að svo sé. Vonandi
mun kynjahlutfallið á þingi að af-
loknum kosningum endurspegla
þessi viðbrögð.