Morgunblaðið - 07.05.1999, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 83
Stutt
Löðrandi
í kremi
BRESKIR karlmenn hafa komist
að því að hijúf húð og skegg-
broddar vekja ekki losta kvenna.
I nýlegri könnun sem birt var á
fimmtudaginn kom fram að karl-
menn eyða sífellt meiri peningum
í húðkrem af ýmsum gerðum.
I könnuninni kom einnig fram
að nú þykir það ekki rýra karl-
mennskuna að nota snyrtivörur
og margir karlanna sem nota
húðkrem vita síst minna um gæði
hvers vörumerkis og konur sem
hafa þó mun lengur notað snyrti-
vörur. Það þýðir því ekkert að
bjóða þeim uppá einhver rudda-
krem heldur eru þeir vandlátir
þegar að vaiinu kemur. „Karlar í
dag gera sér grein fyrir að það
eru ekki eingöngu konur sem
þurfa að huga að útlitinu," sagði
John Morgan, aðstoðarritsljóri
GQ, þegar hann frétti um könnun-
ina.
Striplið
góð auglýsing
BRESKA flugfélagið British Air-
ways hefur komist að þeirri niður-
stöðu að flugfreyjan sem komst í
ft'éttimar á dögunum fyiár að af-
klæða sig á flugvelli í Genoa á Ítalíu
skuli fá vægari viðbrögð frá fyrir-
frekinu en á horfðist. Markaðsfi’æð-
ingai- fyrirtækisins komust að því að
strípigrín freyjunnar haíi verið verð-
niæt auglýsing fyrir flugfélagið.
Andrea O’Neill veðjaði að flugvél
British Airways myndi ekki lenda á
i'éttum tíma í ítölsku borginni Genoa
°g tapaði með fyrrgreindum afleið-
ingum, karlmönnum á flugvellinum
til mikillar gleði. Ljóst er að tíman-
leg koma flugvélarinnar hefur fengið
góða auglýsingu víða um heim vegna
uppátækis O’Neill og verður henni
því ekki sagt upp störfum eins og
náðgert hafði verið í upphafi.
Svekkt í
símavændi
ARTHUR Anderson sem er
þekktur stjórnmálamaður og við-
skiptajöfur í Connecticut í Banda-
J'fkjunum var kærður á þriðjudag-
jnn var af fyirverandi símavænd-
iskonunni Doris Ford fyrir að
hafa endað samband þeirra. Fer
Doris fram á að Anderson greiði
henni lífeyri þar til yfir lýkur, en
bæði eru þau á miðjum aldri.
Lögfræðingar Doris segja að
Anderson hafi slitið samskiptum
þeirra án skýringa í desember á
síðasta ári þegar samband þeirra
komst. í hámæli í fjölmiðlum. Ár-
uni saman greiddi Andei’son Dor-
<s háar upphæðir fyrir að sofa hjá
ser á hvaða tíina sólarhrings sem
var og að sögn lögfræðinga Doris
Var hún eins og kynlífsþræll þenn-
a« tíma. Doris segir að Anderson
hafi lofað sér að sjá fyrir henni
alla tíð og því hafi sambandssiitin
verið eins og hnefi í andlitið.
Fyrst til
framtíðar
POR í Nýja Sjálandi sem vilja ganga
1 hjónaband um leið og klukkan slær
tólf á miðnætti þegai’ árið 2000 renn-
ur upp geta nú fengið ósk sína upp-
fyllta. í vikunni var ákveðið í þingi
Nýja Sjálands að slaka á reglum sem
kyeða á um að hjónavígslur séu ekki
leyfðar frá klukkan tíu á kvöldin til
óugi’enningar.
Nú hugsa Ný-Sjálendingar sér
g°tt til glóðarinnar því margir frá
Asíu koma þangað í þeim erinda-
gjörðum að ganga í hjónaband. Nú
uiun auglýsingaherferð verða sett af
stað undii’ slagorðinu „Fyrst til
ft’amtíðar!" og búist er við að ferða-
jnenn muni streyma til Nýja Sjá-
lands þegar dregur nær áramótum.
Ssjctturgaíinn
Smiðjuvegi 14, %ópavojji, sími 587 6080
Dans- og skemmtistaóur
í kvöld og laugardagskvöld
leika Hilmar Sverrisson og
Anna Vilhjálms
Opið ffrá kl. 22—3
Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist
4»
FRUMSÝND í DAG
Frábær spennumynd sem kemur manni í opna skjöldu.
Clint Eastwood
True Crime
Hvolpur
heilsar
höfrungi
HVOLPURINN Bullet hef-
ur lagt það í vana siim að
spjalla við höfrunga sem
uálgast bát eiganda hans,
Wades Henderson í
Ástralíu. Höfrungarnir
koma að bátnum í leit að
æti og stundnm stingur
Bullet sér til sunds og
svamlar ineð þeim í volgum
sjónum.