Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 92
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN L 103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTTHÓLF3(M0, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FOSTUDAGUR 7. MAI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið - Sjálfstæðisflokkur 41,9% og Samfylking 28,6% SJALFSTÆÐISFLOKKURINN er með 41,9% fylgi ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar sem Félagsvísindastofnun fram- kvæmdi fyrir Morgunblaðið í gær. í könnuninni er Samfylkingin með 28,6% fylgi, Framsóknar- flokkurinn 18,0%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð 8,7%, Frjálslyndi flokkurinn 2,5% og Húmanistaflokkurinn 0,3% ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu taka en fylgi annarra framboða mældist ekki. Urtakið í könnuninni var 1.200 manns og náði það til fólks 18 ára og eldra á landinu öllu. Nettósvörun var 73%. Spurt var á svipaðan hátt og í fyrri könnunum Félagsvísindastofnun- ar, þeir sem voru óráðnir voru spurðir áfram um hvað líklegast væri að þeir myndu kjósa. Ef þeir voru enn óráðnir voru þeir spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn eða einhvem annan flokk. 6,1% neitaði að svara og 5,9% voru óviss, 1,6% sögðust ekki myndu kjósa og 2,5% skila auðu eða ógildu. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin bæta við sig Ef niðurstöður könnunarinnar eru bomar saman við síðustu skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar kemur fram að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur tapa hvor um sig 1,8 prósentustiga fylgi, en Samfylkingin bætir við sig 2,2 prósentustigum og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bætir við sig 1,2 prósentustig- um. Sjálfstæðisflokkur fær nú 41,9%, en fékk í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 27. apríl 43,7% og í skoðanakönnun stofnunarinnar í mars 41,3%. Samfylkingin fær nú 28,6%, en fékk 26,4% í aprfl og 33,5% í könnuninni í mars. Framsóknarflokkur fær nú 18,0% fylgi, en fékk 19,8% í aprfl og 16,3% í könnuninni í mars. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fær nú 8,7%, en fékk 7,5% í aprfl og 6,3% í könnuninni í mars. Fijálslyndi flokkurinn fær nú 2,5%, en fékk 2,3% í aprfl og 2,5% í könnuninni í mars og Húmanist- ar fá 0,3%, en fengu 0,2% í aprflmánuði. ■ Skoðanakönnun/6 Flutningabfll stórskemmdur eftir grjóthrun úr Óshlíðinni „Grjótregnið dundi á bilnum fyrirvaralaust“ „GRJÓTREGNIÐ dundi á bílnum fyrirvaraiaust án þess að ég gæti nokkuð að gert,“ sagði Finnbogi Bjarnason, bflstjóri hjá Landflutn- ingum FMV, í samtali við Morgun- blaðið, en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um tvöleytið í gær að grjóti úr Oshlíðinni rigndi yf- ir flutningabfl hans þegar hann var á leið frá Bolungarvík til Isafjarðar. Tvö nær 300 kílóa björg lentu á bfln- um þegar hann var nýkominn fram- hjá svonefndri Steinsófæru, annað á kassanum og hitt á hægri hurðinni Ferskar kjötvörur og Lyfjabúðir Ákveðið að Gaum- ur selji STJÓRN Baugs hf. og eigend- ur Gaums ehf., sem eiga um 25% í Baugi, hafa náð sam- komulagi um að óska eftir ut- anaðkomandi mati á verðmæti hlutabréfa Gaums í Ferskum kjötvörum ehf. og Lyfjabúðum ehf. með það fyrir augum að Baugur hf. eða aðrir óskyldir aðilar kaupi eignarhlut Gaums. Að sögn Óskars Magnússon- ar, stjórnarformanns Baugs hf., voru stjóm Baugs hf. og eigendur Gaums ehf. frá upp- hafi meðvituð um að eignarað- ild Gaums í áðumefndum fé- lögum hefði í för með sér hættu á hagsmunaárekstrum vegna viðskipta Baugs við þau. ■ Vitað frá upphafi/26 undir glugganum, auk þess sem smærri steinum rigndi yfir bflinn, sem er stórskemmdur eftir. Finnbogi segist aldrei hafa lent í svona löguðu áður, þótt hann hafi lagt leið sína um Öshlíðina 8-10 sinnum á dag síðastliðin sex ár. „Þetta getur komið fyrir hvem sem er, en þetta er óskemmtileg lífs- reynsla náttúrlega," sagði hann enn- fremur. Finnbogi sagði að það væri árviss viðburður að grjót hryndi úr Óshlíð- inni og það væri ástæða til þess að hvetja fólk til að fara varlega á þess- um árstíma. Vorið væri langversti tíminn í þessum efnum, því þegar frostið færi úr berginu brotnaði það bara niður. „Það var síðast svona 2-3 tonna grjót þarna í morgun [gærmorgun] eiginlega á sama stað. Ég væri sennilega liðin tíð, ef það hefði komið á bflinn," sagði hann að- spurður hvort hann hefði oft orðið var við grjóthrun á veginum um Óshlíðina. Morgunblaðið/Halldór FINNBOGI Bjarnason, bflstjóri hjá Landflutningum, bendir á grjótið sem lenti á kassa bfls hans, en það reyndist nær 300 kg við vigtun. Leitað leyfís hjá iðnaðar- ráðherra til stækkunar á Nesjavallavirkjun Talið þola stækkun í 106 MW ORKUVEITA Reykjavíkur hefur farið þess á leit við iðnaðarráðherra að hann gefi út leyfi til stækkunar raforkuversins að Nesjavöllum úr 60 megawöttum í 76. Einnig er farið fram á að ráðherrann hefji undir- búning að lagafrumvarpi sem heim- ili stækkun í 106 MW þar sem taldar eru líkur á því að svæðið geti staðið undir þeirri viðbót. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á borgarstjórnarfundi í gær að talsverð varmaorka nýttist ekki í núverandi 60 MW orkuveri. Hug- myndir hafi komið fram um að nýta hluta af þessari afgangsorku til frekari raforkuvinnslu með svoköll- uðu tvívökvakerfi. Sá afgangsvarmi gæti framleitt allt að 16 megawött- um. Alfreð sagði í samtali við Morg- unblaðið að lögin í dag heimiluðu rekstur 76 MW orkuvers en virkjun- arleyfi tæki aðeins til reksturs á 60 MW veri. Því hefði nú verið sótt um leyfi fyrir þeim 16 MW sem á vant- aði. Taldi hann mögulegt að þau yrðu komin í gagnið eftir eitt til eitt og hálft ár. Oflugasta holan á Nesjavöllum Þá sagði Alfreð að borun á Nesja- völlum hefði gengið mjög vel og væri nú komið niður á um 1.800 m dýpi. Hann sagði allar líkur benda til þess að svæðið gæti staðið undir einni 30 MW vélasamstæðu til við- bótar og því þyrfti strax að leita lagaheimildar á Alþingi fyrir stækk- un. Hún gæti tæknilega verið komin í gagnið eftir um tvö ár. Alfreð sagði flest benda til að holan væri ein sú öflugasta sem boruð hefði verið á Nesjavöllum. Ummyndanir á bergi bentu til þess að hiti væri mjög hár og að í holunni væri hátt hlutfall gufu en lítið vatn. Borað er skáhallt í Hengilinn, um 600 m inn í fjallið. Alfreð sagðist þess fullviss að þörf væri á þessari viðbótarorku enda færi almenni markaðurinn sífellt stækkandi og svo virtist sem Lands- virkjun yrði að einhverju leyti að grípa áfram til skerðingar. Hann sagði viðræður við Landsvirkjun ráðgerðar í næstu viku vegna samn- inga um sölu á viðbótarorku frá Nesjavöllum. Kvaðst hann sann- færður um að þessi viðbótarorkuöfl- un myndi þýða lægra raforkuverð fyrir Reykvíkinga. Hugbúnaðarfyrirtæki í eigu íslenskrar konu semur við bandarískt fyrirtæki SÆNSKA hugbúnaðarfyrirtækið E.S.Team, sem Islendingurinn Guð- rún Magnúsdóttir á meirihluta í, hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið TTGL (The Translation Group Limited) upp á 130 milljónir króna, en samningurinn kveður á um að fyrirtækin vinni saman að þriggja ára þróunarverkefni á sviði þýðinga. E.S.Team fyrirtækið, sem hefur aðsetur í Grikklandi, þróar hugbún- að, sem notaður er til þýðinga, en alls er hægt að þýða á milli ellefu tungumála með vélrænum hætti, en verið er að vinna að því að koma ís- lenskunni inn í kerfið. Guðrún sagði í samtali við Morg- unblaðið að hugbúnaðurinn hefði Samningur upp á 130 milljónir vakið mikla athygli í Bandaríkjun- um. Guðrún hefur m.a. verið í viðtöl- um hjá nokkrum bandarískum fjöl- miðlum, en hún sagðist búast við því að CNN birti viðtal við hana á morg- un, en tekið skal fram að viðtalið verður birt hjá CNN í Bandaríkjun- um en ekki Evrópu og því ekki hægt að sjá það hér. Guðrún sagði að þrátt fyrir að Evrópulöndin þyrftu alveg jafnmik- ið á hugbúnaði sem þessum að halda væru þau seinni að taka við sér en Bandarfldn. Hún sagði einnig að þau væru tregari til að borga fyrir hug- búnað sem þennan. Það fyrirtæki sem hefur notað hugbúnaðinn hvað mest er banda- rískt dótturfyrirtæki Thompson- samsteypunnar. En þetta fyrirtæki notar hugbúnaðinn til að þýða, al- gjörlega sjálfvirkt, fleiri þúsund blaðsíður á dag fyrir sína viðskipta- vini. Að sögn Guðrúnar er verið að vinna að stórum samningi við Evr- ópusambandið, en þeirri vinnu er ekki lokið. Guðrún hefur búið erlendis í 25 ár. Hún lærði í Háskólanum í Gautaborg og Stanford háskóla í Bandaríkjunum og var lektor í Há- skólanum í Gautaborg í mörg ár. Hún hefur aðsetur bæði í Svíþjóð og Grikklandi en sagðist reyna að koma heim til Islands eins oft og hún gæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.