Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ZtOi^ 99
** mAJ** .'JSá'p(zrhAíJ þj D
ALLT búið! Nú eiga allir að fara heim.
Rýmum fyrir
nýjum vörum
-allt að
S$l NINTENDO.64
LOEWE.
Á þriðju hæð í verslun okkar
að Lágmúla 8
BOSCH
#índesíf
%T~''
@ Husqvarna
FINLUX
AEG |s
SANGEAN
OYAMAHA
OLYMPUS
IMOKIA
jama
Nikon
ORION
JtílasCopco
Heilsuefling - átak Blóðbankans
Vantar fleiri
blóðgjafa
Sigríður Ósk Lárusdóttir
Heilsuefling Blóð-
banka íslands
hefst sunnudag-
inn 16. maí. Að sögn Sig-
ríðar Óskar Lárusdóttur,
umsjónarmanns átaks-
ins, verður opið hús hjá
Blóðbankanum við Bar-
ónsstíg í Reykjavík af
þessu tilefni. Þar verða
ýmsar uppákomur vik-
una á eftir, svo sem rat-
leikur, fólki verður boðið
upp á blóðþrýstings- og
blóðrauðamælingu, á
staðnum verður næring-
arráðgjafi alla vikuna,
þolmæling fer fram einn
daginn og margt fleira.
En hvers vegna er þessi
heilsuefling sett í gang?
Þetta er samstarfs-
verkefni Blóðbankans,
Landlæknisembættisins og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins um forvamir og bætta
lífshætti. Markmiðið er í raun að
efla jákvæða ímynd Blóðbank-
ans og blóðgjafa.
- Er ímynd Blóðbankans ekki
jákvæð?
Jú, ég myndi segja að svo
væri. Við verðum vör við já-
kvætt hugarfar meðal almenn-
ings, árlega gefa um 9 þúsund
blóðgjafar blóð sitt til þeirra
sem þurfa að fá blóð vegna
slysa og veikinda. Almennt held
ég að fólk þar fyrir utan hafi
mjög jákvætt viðhorf til Blóð-
bankans og starfsemi hans og
eðlilega er viðhorf blóðþega
mótað miklu þakklæti. Síðasta
ár voru blóðgjafir um 14 þús-
und, það njóta því margir þess-
arar starfsemi. Það er sannar-
lega ástæða til að þakka þeim
sem koma hingað og gefa blóð,
sumir koma þrisvar til fjórum
sinnum á ári. Þeir hafa bjargað
mörgum mannslífum.
- Eru blóðgjafír öruggar á ís-
landi?
Já, allt blóð er skimað fyrir
lifrarbólgu B og C og alnæm-
isveirunni. Hjúkrunarfræðingar
meta heilsufar blóðgjafa við
hverja blóðgjöf.
- Eru blóðbirgðir stöðugar?
Nei, ekki er hægt að segja
það. Við þurfum að stækka blóð-
gjafahópinn mikið, þessir níu
þúsund sem standa undir öllum
14 þúsund blóðgjöfunum árlega
eru ekki nægilega margir. Við
þurfum að stækka hópinn og
með breyttri aldursdreifingu í
þjóðfélagi þar sem öldruðum fer
fjölgandi, eru færri sem standa
undir blóðgjöfunum. Aldurs-
dreifingin á Islandi er að breyt-
ast eins og annars staðar á Vest-
urlöndum. Því verður hlutfall
eldri borgara hærra en þeirra
sem yngri eru. Það má benda á
einnig að Island verður að vera
sjálfu sér nægt um blóð og lyf
framleidd úr blóði
þar sem markaður-
inn á jörðinni getur
breyst svo að segja á
einni nóttu, t.d.
vegna stríðsástands
og slysfara. Það getur orðið
skortur á blóði og blóðvökva af
einhverjum orsökum og þá er
ekki gott að vera háður öðrum
þjóðum í þessum efnum. Mikil-
vægt er að við höfum nóg blóð
til að gefa sjálf.
- Er Heilsuefíingu ætlað
einnig að stækka blóðgjafahóp-
inn?
Já, og til að þakka þeim sem
►Sigríður Ósk Lárusdóttir er
fædd í Reykjavík 1957. Hún
lauk prófi frá Hjúkrunarskóla
íslands 1979. Hún starfaði tvö
ár á Sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki, síðan á Landspítalanum
og Landakoti til ársins 1997 en
hóf störf í Blóðbankanum í jan-
úar 1998. Hún er gift Þorsteini
Alexanderssyni og eiga þau tvö
böm.
þegar eru blóðgjafar og hafa
áhuga á taka þátt í þessu átaki.
- Hverjir geta gefíð blóð?
Það er fólk á aldrinum 18 til
60 ára. En fólk getur gefið blóð
til 65 ára aldurs ef það hefur
verið blóðgjafar áður. Karlar
eru 90% blóðgjafa en þessu
mætti breyta, konur gætu gefið
blóð í ríkari mæli, það er miklu
minni munur milli kynja í þess-
um efnum á öðrum Norðurlönd-
um heldur en hér. Unga fólkið
mætti koma hér oftar. Endur-
nýjun í blóðgjafahópnum er of
lítil. Sumt fólk getur ekki gefið
blóð þótt það vilji. Þeir sem taka
einhver lyf að staðaldri geta
ekki gefið blóð, ekki heldur fólk
sem lifir óreglusömu lífi hvað
snertir t.d. vímuefni. Ekki er
heldur hægt að gefa blóð úr fólk
sem lifir áhættusömu kynlífi.
- Hafa orðið miklar framfarir
í blóðgjöfum upp á síðkastið?
Já, þær hafa orðið miklar. Við
erum til dæmis með blóðgjafa
sem koma hingað og gefa einung-
is blóðflögur. Þá gefur blóðgjafi
aðeins einn hluta af blóði sínu en
fær hina hlutana til baka. Blóð-
flögumar eru gefhar krabba-
meinssjúklingum m.a. Mikil þró-
un hefur auðvitað orðið á þeim 45
árum sem Blóðbankinn hefur
starfað. Fyrst var t.d. safnað
blóði í glerflöskur en 1968 var
farið að safna í plastpoka, þannig
er það raunar enn. Hins vegar
fer nú fram aukin sérvinnsla á
blóði svo sem nefnt var hér fyrr.
-Er ráðgert sérstakt átak í
blóðsöfnun í tengslum
við fyrirhugaða
Heilsuefíingu?
Starfsfólk Blóð-
bankans mun taka við
nýjum blóðgjöfum og
jafnframt gefa því fólki ráð í
sambandi við heilbrigða lífs-
hætti, mataræði, hreyfingu og
fleira. Það fær fræðslubæklinga
og ýmis tilboð frá líkamsrækt-
arstöðvum, við verðum með sér-
stakt heilsuhorn þar sem eru
bæklingar um heilbrigt lífemi,
uppskriftir og fleira. Allir em
velkomnir til að kynna sér starf-
semina hjá okkur.
Endumýjun í
blóðgjafahóp
of lítil