Morgunblaðið - 16.05.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 16.05.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 31 Vöðlum breytt á nýjan hátt STANGAVEIÐISÝNINGIN ‘99 var opnuð í gær, laugardag í Sunnusal Radison-SAS Hótel Sögu. Flestir þeir sem versla með stangaveiðivör- ur og veiðileyfi eru með sýningar- bása á sýningunni. Heiðursgestur sýningarinnar er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem heldur upp á sex- tíu ára afmæli sitt um þessar mund- ir. Vafalaust mun eitt og annað ný- legt bera fyrir augu sýningargesta. Sem dæmi má nefna bás Skóstof- unnar á Dunhaga sem lengi hefur verið í fararbroddi með breytingar og tilsníðingar á vöðlum, bæði úr neopreni og gore-tex. Lárus Gunn- steinsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann myndi sýna mönn- um hvemig hann breytir gore-tex vöðlum eftir hentugleika hvers og eins. „Nýjungin felst í því að gera þetta inni í vöðlunum en ekki utan á þeim,“ segir Láms. Kvótar í Grenlæk Kvótar á dagveiði eru nú komnir á helstu veiðisvæðum Grenlækjar. í fréttabréfi Armanna, sem em með stærstan hluta veiðileyfa í Fitjaflóði í Grenlæk, kemur fram að kvóti hafi verið minnkaður niður í átta físka, en staðbundnir urriðar væru þar ótaldir. Þar segir að þetta sé gert til að „reyna að stuðla að skynsamlegri nýtingu veiðisvæðisins miðað við breyttar aðstæður þar eystra“ og er væntanlega átt við óvissu um hvern- ig vatnsleysisslysið í fyrra muni leika^ lífríki lækjarins í náinni fram- tíð. Á sama tíma gerði SVFR leigu- samning um stóran hluta veiðitím- ans fyrir landi Seglbúða og þar er kvótinn sjö fískar á dag, en þar af mega sjóbirtingar ekki vera fleiri en fimm. --------------- Kennarar skora á borgarstjóra EFTIRFARANDI áskomn til borg- arstjóra hafa kennarar Austurbæj- arskóla sent frá sér: „Kennarar í Austurbæjarskóla lýsa yfir vonbrigðum sínum og reiði vegna viðbragða borgarstjóra við sanngjörnum kröfum kennara um lágmarks leiðréttingu á launum sín fyrir yfirstandandi skólaár. Kennar- ar hafa þó aðeins farið fram á það að fá greitt fyrir störf sem bæst hafa á þá á yfirstandandi samningstímabili og þeir fá ekki greitt fyrir í dag. Þessum sanngjörnu kröfum hefur borgarstjóri hafnað og falið sig á bak við tilraunasamning, sem raun- ar hefur aldrei verið annað en samn- ingsdrög í skoðun hjá launanefnd sveitarfélaga og stjórn kennarafé- laganna. Þar em kennuram settir afarkostir, enda hefur viðræðum um þann samning verið slitið. Margir kennarar í okkar hópi eru að íhuga uppsagnir og nokkrir hafa þegar sagt upp vegna óánægju með kjör sín. Við hörmum það að standa í þessum sporum og sjá fram á að skólastarfíð verði í uppnámi í haust. Það er þungbært að vera neydd til að segja upp því starfi sem við höf- um menntað okkur til og lagt metn- að okkar í að vinna vel. Við skorum á borgarstjóra að sýna kennurum í Reykjavík þá virðingu að taka upp viðræður við þá núna strax um leið- réttingu á launum fyrir yfirstand- andi skólaár. Við viljum sannarlega gera góðan skóla betri en til þess þurfum við stuðning vinnuveitenda okkar. Vonandi ber borgarstjóri gæfu til að sýna í verki að slagorðin um að Reykjavík verði í fararbroddi í skólamálum á landinu verði annað en orðin tóm.“ Morgunblaðið/Sverrir LÁRUS Gunnsteinsson við sýningarbásinn sinn. Alþýðusamband Vestfjarða um Kjaradóm Gott veganesti fyrir verkafólk STJÓRN Alþýðusambands Vest- fjarða hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt: „Stjóm Alþýðusambands Vest- fjarða fagnar því að góðæri skuli veita svigrúm til að hækka laun al- þingismanna, ráðherra og annarra háttsettra embættismanna svo myndarlega, að hækkunin ein nem- ur mánaðarlaunum verkafólks. Vissulega er það gott veganesti fyrir verkafólk í næstu kjarasamn- ingum að ráðamenn þjóðfélagsins skuli með svona skýmm hætti senda þau skilaboð að verulegar launahækkanir ógni á engan hátt stöðugleikanum í efnahagsmálum. Alþýðusamband Vestfjarða skor- ar á launafólk að krefjast nú þegar leiðréttingar á launum sínum með því að ná samkomulagi við ríkisvald og atvinnurekendur um kjaradóm, sem ákveði lágmarkslaun með sam- anburði við laun verkafólks í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku eins og gert var í dómi kjararáðs nú.“ Otróleguc ðffslátte áíiokkmm^l vóldiiiíihliitiiiíí, a meðan biraðic endast alva nsx-av3ao heimabió-bt júmtækl 3 dlslca gelstaspilarl g bátatacar -ádurkr 44.400 kr 34.900 aina nsx-soog bt jómtœki með 3 diska geistaspitaca og sub noofer aina csd-esaaj f ecdatœki me< geistaspitaca uiwa cjt-i -----.Wiaawaféj fecðatæki með “****w^H geistaspilaca, ktukku og a vekjucum aina csd-es36g fecðatæki með geistaspitaca og fcont succound aina tp-m700 diktafónn áduckc 9-995 attai boogze lao uatta bitl ;atacac attai yiaabu Íjötmætic enganteguc við tötvu áduckc 17.690 aina ct-fxgagm 00 adc 4X3g natta bittæl 6 dlska magasin éðuckc 73.3OO ■40-900 cdbao geymsta fycic geistadiska nSbjo digitat a8" sjónvacpmeð™- stafcænum móttakaca nicam steceo og íst.textavacpi cöaao geymstafyclc geistadiska áauckci.ggg dpca taska fycic ^995 Seistaspitaca tcotteyxl standuc fycic sjónvacp og myndbandstæki afslátfcu altai 8164 geymsla fyric myndbandsspólur aiwa bs-psi59 vasadiskó aiwa bs-taaxj vasadiskó m/ útvacpí 40% * afslattuv ádt'r «f)P5 krsi.995 aiwa lis-ta473 vasodiskó ni/ ótvarpi op tóniafnara 4SL%' ^•fltfslatiur áduckr 7.995 kr 4-595 axvta xp'570 geislaspitai.i m/ to seK luistivöu* afsláttnr aiwa xp'spftoo sportgeislaspiláii m/ xq sek hristiviHn vatusvaiinn öll verd eru staðpceiðsluverð ath. nýtt kortatxmabil! verið velkomin. Hwí “afsiáttnc Armúla 38 * Sími 563 1133 ii r 1 A ösn fl I 1 r lU .1 !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.