Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Davíð Oddsson segir fsland hafa stutt stækkun NATO frá upphafí
Þýðingarmikil fyrir aðlög-
un að breyttum aðstæðum
„HE RNAÐARAÐGE RÐIR Atl-
antshafsbandalagsins gegn Júgó-
slavíu lúta ekki einungis að Kosovo
eða Balkanskaga heldur hvort fyrir
hendi er vilji til að stöðva þá sem
ógna möguleika á haldgóðu öryggis-
kerfi Evrópu,“ sagði Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, með-
al annars í ávarpi sínu á ráðstefnu
Samtaka um vestræna samvinnu og
Varðbergs í gær. Ráðstefnan er
haldin í tilefni af 50 ára afmæli
NATO.
Auk Davíðs Oddssonar töluðu Sig-
hvatur Björgvinsson, formaður Al-
þýðuflokksins, og Siv Friðleifsdóttir,
þingmaður Framsóknarfiokksins,
sem hljóp í skarðið íyrir Halldór Ás-
grímsson, formann Framsóknar-
flokksins, en hann er staddur erlend-
is. Jón Hákon Magnússon, formaður
SVS, setti ráðstefnuna, ávörp fluttu
fulltrúar Varðbergs og tveir fræði-
menn fluttu erindi.
Davíð sagði einnig að margra
mánaða tilraunir til að finna frið-
samlega lausn hefðu mistekist og
ljóst væri að stjórnvöldum í Belgrad
hefði ekki verið treystandi. „Ekki
var um annað að ræða en að grípa til
hernaðaríhlutunar og Atlantshafs-
bandalagið eitt hafði getu og vilja til
verksins. Framkvæmd hemaðarað-
gerða bandalagsins er vissulega
ekki fullkomin og í upphafi vom
Bilvelta við
Borg-arnes
BÍLL valt út af veginum
skammt norðan við Borgames í
fyrrinótt. Kona, sem ók bfinum,
var flutt á Sjúkrahús Akraness.
Bfllinn er talinn ónýtur. Konan
var í bflbelti og er komin heim
af sjúkrahúsi.
ekki allar afleiðingar fyrirséðar, en
menn áttu þess ekki kost að annað-
hvort taka áhættulausar ákvarðanir
eða hafast ekki að.“
Forsætisráðherra sagði ísland
hafa stutt stækkun bandalagsins,
sem hann sagði að væri þýðingar-
mikil fyrir aðlögun þess að breyttum
aðstæðum. Það hefði verið á skjön
við markmið og hugsjónir banda-
lagsins og grafið undan stöðugleika í
álfunni að daufheyrast við óskum
nýfrjálsu ríkjanna um aðild. Undir
lok ræðu sinnar sagði hann að í því
mikla verki sem Atlantshafsbanda-
lagið ætti íyrir höndum fyrir öryggi
og framtíð Evrópu skiptu stöðug-
leiki og festa í öryggisstefnu aðildar-
ríkjanna sköpum. „Engu þeirra
kemur til hugar að hafa þá stefnu að
aðildin að bandalaginu ráðist frá
einu kjörtímabilinu til annars, eins
og virðist hvarfla að sumum hér á
landi. Við núverandi aðstæður væra
skilaboð frá íslandi um að Atlants-
hafsbandalagið væri einhver bráða-
birgðasamtök bæði röng og hættu-
leg,“ sagði forsætisráðherra.
Siv Friðleifsdóttir sagði að íbúar
Vesturlanda stæðu nú aftur á kross-
götum líkt og við stofnun Atlants-
hafsbandalagsins. „I þeirri vinnu
sem framundan er við að tryggja ör-
yggi Evrópu er vandfundið betra
veganesti en hugsjónirnar, áræðið
og framsýnin sem lágu til grandvall-
ar stofnun Atlantshafsbandalagsins
fyrir fimmtíu árum. Islandi er bæði
ljúft og skylt að vera öflugur þátt-
takandi. Ekki aðeins í pólitísku sam-
ráði aðildarríkja bandalagsins, held-
ur einnig í samstarfi við öll hin sam-
starfsríkin á Evró-Atlantshafssvæð-
inu, við mótun framtíðarstefnu um
öryggi og frið í Evrópu."
Morgunblaðið/KrÍ8tiiin
Loftárásum
mótmælt
Jeppaferð yfír Grænlandsjökul
Fjórar leiðir færar
FÉLAGAR í Samtökum her-
stöðvaandstæðinga stððu við inn-
gang Hótels Sögu um hádegisbil
í gær þegar þar var að hefjast
ráðstefna í tilefni af 50 ára af-
mæli Atlantshafsbandalagsins og
mótmæltu loftárásum bandalags-
ins. „Stöðvið loftárásirnar“ stóð
á borða herstöðvaandstæðinga
og hópurinn sönglaði „morðingj-
ar heimsins, myrkraverkaher“
þegar gestir ráðstefnunnar
gengu í húsið. Mótmælaaðgerð-
irnar fóru friðsamlega fram og
lögreglan fylgdist með.
FJÓRIR íslendingar og fimm Danir
leggja af stað snemma á mánudags-
morgun frá Nuuk í jeppaferð yfir
Grænlandsjökul. Leiðangurinn er
farinn í tilefni af 225 ára afmæli
grænlenska verslunarfyrirtækisins
KNI, sem er aðalbakhjarl leiðang-
ursins.
Þessi leið hefur aldrei verið ekin
áður og komist leiðangurinn til Iser-
toq á austurströndinni verður það í
fyrsta sinn sem ekið er á milli
tveggja bæjarfélaga á Grænlandi.
Til fararinnar era notaðir þrír
breyttir Toyota-jeppar frá Arctic
Tracks, dótturfyrirtæki P. Samúels-
sonar ehf. Tveir bflanna vora reynd-
ir við rannsóknarstörf á Suður-
skautslandinu veturinn 1997-98.
Leiðin á jökul er torfær og mikil
sprungusvæði við jökuljaðrana
beggja vegna. Að sögn Amgríms
Hermannssonar, annars leiðangurs-
stjóranna, gaf til könnunarflugs sl.
fimmtudag eftir slæmt veður í Nuuk
dagana á undan. Kom þá í ljós að
fjórar leiðir á jökul, sem valdar
höfðu verið eftir kortum, koma allar
til greina. Ætlunin er að aka síðustu
20 km að jöklinum á ísilögðu vatni
og reyndist ísinn á því vel bflheldur.
■ Glímt við/22
Bygging
Barnaspítalans
►Vonast til að hægt verði að
halda upphaflegri áætlun. /10
Glímt við
Grænlandsjökul
► fslenskir jeppamenn hafa náð
ótrúlegum árangri í að ferðast um
ótroðnar slóðir, og nú er stærsti
jökull heims næstui'. /22
Frumkvöðlum ungað út
►Forsvarsmenn Viðskiptaháskól-
ans hafa fulla trú á að hægt sé að
kenna nýsköpun. /24
ísland er þroskaður
markaður
►Viðskiptaviðtalið er við Katrínu
Olgu Jóhannesdóttur, fram-
kvæmdastjóra Navision Software
ísland. /30
►l-32
Þrjú ár í höndum
Gestapó
►Kaþólski presturinn í Hafnar-
firði, séra Aleksander Michaowski,
býr yfir ógnvænlegum minningum
og lífsreynslu sem ungur drengur á
Hitlerstímanum. /1&2-6
Hótel Makedónía
►Svipmyndir frá Makedóm'u þar
sem um tvö hundruð þúsund al-
banskir flóttamenn frá Kosovo eru
nú í flóttamannabúðum. /16
Leyndardómurinn um
Mallory og Irvin
► Hörður Magnússon rifjar upp
feigðarfor fjallgöngumanna á
Everest-tind snemma á öldinni en
lík annars þeirra er nú fúndið. /26
c
W FERÐALOG
► l-4
Jötunsteinar Carnac
► Dularfullar minjar á
Bretagneskaga hafa löngum heill-
að ferðamenn. /2
Þjóðleg fæða er
meira en þorramatur
►Lífi blásið í íslenska matarhefð. /4
D BÍLAR
► l-4
Reynsluakstur
►Lítill, snöggur og skemmtilegur
MX-5. /2
Jeppi eða fjölnotabíll?
►Af Hyundai H1 Starex, styttri
gerðinni með fjórhjóladrifi. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-24
Norðurlandaráð og
umhverfismálin
► Kyoto-samþykktum fylgt
eftir. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir V2/4/S%ak
Leiðari 32
Helgispjall 32
Reykjavíkurbréf 32
Skoðun 34
Viðhorf 35
Minningar 35
Myndasögur 48
Bréf til blaðsins 48
ídag 50
Brids 501
Stjörnuspá 50
Skák 50
Fólk í fréttum 54
Útv/sjónv. 52,62
Dagbók/veður 63
Mannl.str. 18b
Dægurtónl. 30b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6