Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 64
NÝHERJI
S: 569 7700
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Smugusamningar undirritaðir 1 Pétursborg
Morgunblaðið/Kristinn
Skapar mikla möguleika
á samvinnu við Rússa
/
Arás-
línunni
SIGURVILJINN skín úr andlit-
unum - að minnsta kosti ein-
beitingin og metnaðurinn til að
gera sitt besta þegar Lands-
bankahlaupið fór fram í gær-
morgun. Fyrst voru ræstar
stúlkur fæddar 1989 og var
Rúna Sif Stefánsdóttir sigur-
vegari i þeim flokki. Hlaupið
fór fram víða um land í gær í
misjöfnu veðri, t.d. í strekkingi
og dumbungi á höfuðborgar-
svæðinu.
SAMNINGAR íslendinga, Norð-
manna og Rússa um þorskveiðar Is-
lendinga í Barentshafi voru undir-
ritaðir í Pétursborg í Rússlandi í
gær, í tengslum við fund utanríkis-
ráðherra Norðurlandanna, Eystra-
saltsríkjanna og Rússlands. Halldór
„JLsgrímsson utanríkisráðherra segir
að samningarnir skapi heilmikla
möguleika fyrir íslendinga, meðal
annars um samstarf á sjávarútvegs-
sviðinu við Rússa, og nefnir áhuga
aðila frá Murmansk, Karelíu og
Arkangelsk.
„Það er ánægjulegt að þetta
skyldi gerast hér í viðurvist allra
þessara ríkja og var í raun upphafs-
atburður á sameiginlegum frétta-
mannafundi. Athöfnin fékk þannig
heilmikla athygli og allir lýstu
ánægju sinni með að þessu deilu-
máli skyldi lokið. Við höfum lagt
jjríðarlega vinnu í þetta mál og
ákvörðun um að undirrita samning-
inn hér í tengslum við þennan fund
lagði verulegan þrýsting á aðila að
ijúka öllum formsatriðum og þrátt
fyrir nokkra óvissu í stjómmálum
hér í Rússlandi tókst að ganga frá
þessu,“ sagði Halldór Ásgrímsson
undirritun lokinni.
•‘•Þríhliða rammasamningur land-
Morgunblaðið/Björgúlfíir
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritar Smugusamning-
ana í Pétursborg í Rússlandi í gær. Standandi við hlið hans er Igor
Ivanov utanríkisráðherra og lengst til hægri er Knut Vollebæk utan-
ríkisráðherra Noregs.
anna um tiltekna þætti í samstarfi á
sviði sjávarútvegs var undirritaður
af Halldóri, Knut Vollebæk, utan-
ríkisráðherra Noregs, og N.A. Ér-
makov, formanni sjávarútvegsráðs
Rússlands.
Bókanir sem gerðar eru á grund-
velli samningsins fela í sér sam-
komulag um þorskveiðar íslendinga
í Barentshafi. íslendingar fá á
þessu ári 8.900 lesta þorskkvóta
sem skiptist til helminga milli lög-
sögu Noregs og Rússlands auk þess
sem gert er ráð fyrir 30% aukaafla.
Norsk skip fá á þessu ári að veiða
500 lestir af löngu, keilu og blálöngu
á línu í íslenskri lögsögu og Rússar
munu bjóða íslenskum útgerðum að
kaupa á markaðsverði 37,5% kvót-
ans innan þeirra lögsögu. Fari leyfi-
legur heildarafli á þorski í Barents-
hafí niður fyrir 350 þúsund lestir
falla veiðiheimildir niður.
Forsætisráðherra
Karelíu kemur
Halldór sagði í gær að lausn deil-
unnar skapaði heilmikla möguleika
íyrir Islendinga, ekki síst fyrir sam-
vinnu við Rússa um fiskveiðar, fisk-
vinnslu og viðskipti. Nefndi hann að
á fundinum væru fulltrúar frá Mur-
mansk, Karelíu og Arkangelsk og
hefðu allir sýnt áhuga á aukinni sam-
vinnu. „Við verðum í sambandi við
þá áfram. Gert er ráð fyrir því að
forsætisráðherra Karelíu komi til Is-
lands eins fijótt og auðið er. Hann lét
þau orð falla að það væri öruggt að
hann kæmi vegna þess að það væri
þrýstingur á hann, ekki síst úr sjáv-
arútveginum, að fara til íslands,"
sagði Halldór. Karelía ræður yfir
fiskveiðiheimildum í Barentshafi.
Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandarrkjanna
LÍKUR eru á að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
komi til Islands í október næstkomandi í fylgd með Hillary Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, sem hefur þegið boð um að sitja í forsæti ráðstefnu
í Reykjavík um konur og lýðræði við árþúsundamót. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra staðfesti þetta í gær. Hann sagði að endanleg staðfest-
ing á komu Madeleine Albright lægi þó ekki fyrir en hún hefði sýnt mikinn
áhuga á að koma til íslands í tengslum við umrædda ráðstefnu.
Hringdi í HaUdór Ásgrímsson
síðastliðinn fímmtudag
„Madeleine Albright hringdi í
mig í fyrradag (fimmtudag, innsk.
Mbl.) og við ræddum fyrst og
fremst um Kosovo en hún staðfesti
þetta ekki endanlega. Hún sagði við
mig í Washington að hún hefði mik-
inn áhuga á því að koma. Það hefur
hins vegar ekki verið endanlega
staðfest. Hún hefur lengi haft það í
huga að koma til Islands en það
hefur ekki getað orðið af því. Hún
hefur náttúrlega afar mikið að gera
og því erfitt fyrir hana að staðfesta
þetta endanlega á þessu stigi,“
sagði Halldór í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Herjólfur í gagnið á
ný eftir hvítasunnu
Hugsanlegt að
rekald hafi
valdið
skemmdunum
TALIÐ er að eitthvert rekald
hafi lent á veltiugga Heijólfs
og valdið þeim umtalsverðu
skemmdum sem leitt hafa til
þess að skipið er úr leik í
nokkrar vikur vegna viðgerða.
Grímur Gíslason, stjórnarfor-
maður útgerðarinnar, segir
hugsanlegt að rekaviðar-
drumbur hafi valdið skemmd-
unum.
Unnið er nú frá sjö að
morgni til 01.30 að viðgerð í
slipp í Rotterdam og sinna
henni bæði starfsmenn slipps-
ins og áhöfn Herjólfs. Á föstu-
dagskvöld var lokið við að rífa
uggann sundur og sagði Grím-
ur að stefnt væri að því að
ljúka viðgerð á fimmtudag. Er
þá gert ráð fyrir að Herjólfur
komist aftur í áætlunina strax
eftir hvítasunnu.
„Nánast allt í spaði“
Grímur segir að talið hafi
verið í upphafi að bilunin væri
smávægileg en forráðamenn
útgerðarinnar ráðfærðu sig við
erlenda sérfræðinga þegar
hennar varð vart. „Svo kemur í
ljós þegar skipið er komið í
slipp og búið að rífa allt í sund-
ur að þetta er það versta sem
hugsast gat, það er nánast allt
í spaði,“ segir Grímur. Velti-
uggar Herjólfs eru tveir og var
aðeins notaður annar þeirra
eftir að bilunin kom upp. Hvor
uggi vegur samtals um 8 tonn
og ná þeir 5 til 6 metra út frá
skipinu.
„Við þurfum að taka hvern
einasta hlut úr ugganum og
fara með þá á verkstæði, fræsa
og smíða nýja hluti þannig að
þetta tekur langan tíma,“ sagði
Grímur ennfremur. Djúpbát-
urinn Fagranes hefur siglingar
milli lands og Eyja á morgun
þar til Heijólfur kemur til
baka.
Barnaspítali
Vinna hefst
í vikunni
GERT er ráð fyrir að áætlanir
um að taka nýjan Bamaspítala
Hringsins í notkun sumarið
2001 muni standast þrátt fyrir
nokkurra vikna tafir. Fram-
kvæmdir voru stöðvaðar í fram-
haldi af mótmælum íbúa í ná-
grenni spítalans og var talið að
grenndjirkynningu hefði verið
áfátt. Ásgeir Haraldsson, pró-
fessor og yfirlæknir bamaspít-
alans vonar að þrátt fyrir töfina
megi halda nokkurn veginn
upphaflegri verkáætlun og að
byggingin komist í gagnið sum-
arið 2001. Býst hann við að
framkvæmdir geti hafist í vik-
unni eftir að borgarráð hefur
staðfest ákvörðun bygginga-
nefndar.
Bygginganefnd Reykjavíkur
samþykkti síðastliðinn miðviku-
dag að framkvæmdir mættu
hefjast á ný.
Ásgeir Haraldsson segir að
með aukinni áherslu á dag- og
göngudeildarþjónustu megi
auka afköst spítalans, rúmum
fjölgi lítið en með betri aðstöðu
áðumefndra deilda megi fækka
innlögnum og stytta legutím-
ann.
„Okkur á barnaspítalanum
finnst mjög leitt að fyrirhuguð
bygging skuli hafa valdið ná-
grönnum okkar óróa og að
ósætti skuli hafa komið upp en
við vonum að öldurnar lægi og
að við getum nú haldið áfram að
vinna að því að gjörbæta að-
stöðu veikra bama í landinu,“
segir Ásgeir ennfremur og vís-
ar þar til kærumála.
► Getum/10
Lýsir áhuga á að
koma til Islands