Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Stríð
milli
veruleika
kvikinMiii:
Laugarásbíó
EXISTENZ
irk
Lcikstjórn og handrit: David
Cronenberg. Aðalhlutverk:
Jennifer Jason Leigh, Jude Law,
Willem DaFoe, Don McKellar,
Ian Holm og Christopher
Eccleston. AUiance Atlantis
1999.
ÞAÐ ER býsna rökrétt hjá
Cronenberg að ímynda sér að
í framhaldi þróunar á sýndar-
veruleikatölvuleikjum verði
leikendur alveg komnir inn í
leikinn í huganum, á svipaðan
hátt og í innhverfri íhugun.
Þar ræður mannshugurinn og
jafnvel undirmeðvitundin öllu
um efni og framvindu leiksins.
Einnig að öflin sem muni
berjast í þeirri framtíð verði
raunveruleikmn og ímyndaði
veruleikinn, að landvinninga-
svæði verði huglæg.
I upphafí myndarinnar er
verið að kynna eXistenZ,
nýjasta sýndarveruleika AJ-
legru Geller (Jennifer Jason
Leigh), heimsins vinsælasta
tölvuleikjahönnuðar. Eftir
morðtilraun á henni óttast
hún að leikurinn hafí skaddast
og eina leiðin til að komast að
hvort svo sé, er að spila leik-
inn með einhverjum sem er
vinveittur. Til verksins velst
maður sem ekkert vit eða
áhuga hefur á sýndarveru-
leika, Ted Pikul (Jude Law),
nemi í markaðsdeild fyrirtæk-
isins sem framleiðir leikina
hennar.
Allt í sambandi við þessa
hugmynd Cronenbergs er út-
pælt og býsna flókið. Það er
vel, en Cronenberg tekst hins
vegar ekki betur til við hand-
ritsgerðina en svo að allt
snýst um að útskýra fyrir
áhorfendum hvernig leikurinn
virkar. Og til þess hefur hann
fundið mjög ódýra lausn; að
koma saman hönnuði leikjar-
ins og einhverjum sem skilur
ekkert í sýndarveruleika og
þarf þar af leiðandi að spyrja
ótal spuminga. Best hefði
verið að hafa almennilegan
söguþráð, og gegnum hann
hefðu áhorfendur smám sam-
an skilið virkni leiksins, ein-
faldlega með því að sjá hvað
gerist á bíótjaldinu.
Utan á þessari fyrirferðar-
miklu hugmynd hanga svo
nokkrar persónur, sem eru
hvorki geðfelldar né áhuga-
verðar, enda er púðrinu eytt í
annað en persónusköpun, og
verður leikur fínna leikara
ekkert til að hrópa húrra fyr-
ir. Nei, það er ekki hægt að
segja að fínleikanum sé fyrir
að fara hjá Cronenberg.
Kynningin á eXistenZ fer
fram í kirkju; já, já, þetta eru
trúarbrögð framtíðarinnar,
við skiljum það. Öll sviðs-
myndin er gervileg, dökk, Ijót,
sjúskuð, og Cronenberg
fínnst greinilega um að gera
að hafa allt sem ógeðslegast.
Verið viðbúin að kúgast.
Við vitum öll að kvikmyndin
er margslungið listform.
Ágætis hugmynd er upphafið,
en ekki nóg til að gera góða
mynd. Vinna þarf með alla
þætti kvikmyndarinnar, og
það ætti Cronenberg líka að
vita.
Hildur Loftsdóttir
Félag íslenskra háskólakvenna
Indlandskynning og
verðbréfanámskeið
FÉLAG íslenskra háskólakvenna
og Kvenstúdentafélag Islands efna
til Vorfundar um Indland á þriðju-
dagskvöldið 18. maí kl. 19.30 í
Þingholti, Hótel Holti. Fyrirlesar-
ar munu tala um þjóðfélagsmál,
stöðu kvenna og menningu og
verður indverskur matur borinn
fram.
Geirlaug Þorvaldsdóttir er for-
maður félagsins og sagði í samtali
við Morgunblaðið að sú hefð hefði
skapast á undanfömum árum að á
vorfundi væri kynnt eitthvert
þeirra landa sem eru innan al-
þjóðasamtaka háskólakvenna.
„Vorið 1995 var Japan á dagskrá,
Mexíkó 1996, Egyptaland 1997 en í
fyrra brugðum við aðeins út af
venjunni og héldum Listahátíð eitt
kvöld í stað vorfundar í tilefni af 70
ára afmæli félagsins," sagði Geir-
laug.
Fyrirlesarar á Indlandskvöldinu
verða Shabana Christensen sem er
frá Norður-Indlandi en hefur verið
búsett hér á landi í sex ár og rak
um tíma indverskan veitingastað í
Reykjavík. Einar Falur Ingólfsson,
myndstjóri af Morgunblaðinu, mun
segja í máli og myndum frá Ind-
landsferð sinni í vetur. Ema
Magnúsdóttir, formaður félags líf-
efnafræðinema, segir frá stöðu
kvenna á Indlandi en hún dvaldi
þar í 4 mánuði fyrir skemmstu.
Að sögn Geirlaugar hefur Félag
íslenskra háskólakvenna og Kven-
stúdentafélag Islands haldið úti
fjölbreyttri dagskrá námskeiða og
fyrirlestra fyrir félagsmenn yfir
vetrartímann. „I vetur fengum við
Hermann Pálsson, prófessor em-
eritus í norrænum fræðum við Ed-
inborgarháskóla, til að fjalla um
Njálu í fyrirlestri er hann nefndi
„Fögur er hlíðin, til-
brigði við stef í Njálu.“
Þessi fyrirlestur var
vel sóttur og hinn
skemmtilegasti. Annar
fyrirlestur var haldinn
í apríl með breska leik-
aranum, leikstjóranum
og fræðimanninum
Nigel Watson. Sá fyr-
irlestur nefndist
„Shakespeare í nútím-
anum“. Þetta var
einnig afar skemmti-
legur fyrirlestur og
salurinn troðfullur."
Námskeið í verð-
bréfaviðskiptum
„í febrúar fór af stað námskeið
undir heitinu „að njóta leiklistar"
undir stjóm Jóns Viðars Jónsson-
ar leiklistarfræðings. Þetta er í
fjórða sinn sem við stöndum fyrir
svona námskeiði og hafa þau verið
vel sótt. Um 30 manna hópur tók
þátt og var farið á fjórar leiksýn-
ingar og fjallað um þær á undan og
eftir af miklum áhuga,“ segir Geir-
laug. Námskeið á vegum félagsins
hafa verið af ýmsum toga og nefnir
Geirlaug endurmenntunamám-
skeið undir heitinu „Að styrkja
konur í starfi" auk menningarnám-
skeiða sem haldin hafa verið. Hún
segir áhuga fyrir starfi félagsins
vera mikinn en um 400 konur em
skráðar í félagið. „Við ætlum að
efna til annars konar námskeiðs
nú í lok maí en vegna vaxandi
áhuga á fólks á að auka þekkingu
sína á verðbréfaviðskiptum ætlum
við að efna til tveggja daga nám-
skeiðs í þeim efnum. Fyririesari
verður Sigurður B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfa-
markaðar íslands-
banka, og verður
námskeiðið haldið í
Þingholti Hótel Holti
26. og 27. maí kl.
17-20 báða dagana.
Auðvitað em allir vel-
komnir á námskeiðin
okkar hvort sem þeir
em félagsmenn eða
ekki, aðeins þarf að
skrá sig fyrirfram hjá
stjórn félagsins,“ seg-
ir Geirlaug.
Loks má nefna að í
fyrra hóf félagið út-
gáfu Tímarits félags
íslenskra háskóla-
kvenna og er ætlunin
að það komi út einu sinni á ári.
„Það hefur verið rætt í ritstjórn
tímaritsins að það geti orðið um-
ræðuvettvangur og málgagn fyrir
konur sem ljúka ritgerðum frá
Háskóla Islands eða menntastofn-
unum á háskólastigi. Það verður
að koma í ljós hvort þetta er efni
sem höfðar jafnt til félagskvenna
jafnt sem annarra kvenna,“ segir
Geirlaug. Ásamt henni í stjórn em
Margrét Sigurðardóttir, Áslaug
Ottesen, Ásdís Guðmundsdóttir,
Brynja Runólfsdóttir, Ragnheiður
Ágústsdóttir og Kristín Njarðvík.
„Félag íslenskra háskólakvenna
er styrktarfélag og era styrkveit-
ingar til kvenna í námi og við
rannsóknir snar þáttur í starfi fé-
lagsins. Sambærileg háskóla-
kvennafélög eru til í yfir 60 lönd-
um. Alþjóðaráðstefnur háskóla-
kvenna em haldnar þriðja hvert
ár og einkunnarorð alþjóðafélags-
ins em „Að mennta konu er að
mennta heila fjölskyldu," segir
Geirlaug Þorvaldsdóttir.
Geirlaug
Þorvaldsdóttir
Nýjar bækur
• LÍFSFERÐARLJÓÐ er
ljóðabók eftir Jóhann Þor-
valdsson, fyrrverandi skóla-
stjóra í Siglufirði.
B ó k i n
skiptist í
þrjá kafla;
Lífsferð, sem
telur 43 ljóð,
Steinabrot
með 31 vísu
og Ferðalok
með sam-
nefndu Ijóði.
Eftii bókar-
innar hefur Jóhann ort á síð-
ustu 14 áram.
Bókin er 72 blaðsíður,
prentuð í Steindórsprent/
Gutenberg. Ljósmyndir á
kápu tók Henning Finnboga-
son í skógræktinni í Siglufirði.
Höfundur gefur bókina sjálf-
ur út og er útgáfudagurinn í
dag, 16. maí, á níræðisafmæli
höfundarins.
Djass á
lokakvöldi
Lista-
klúbbsins
SÍÐASTA dagskrá vetrarins í
Listaklúbbi Leikhúskjallar-
ans verður á morgun, mánu-
dag kl. 20.30. Þá skemmtir
djasssveitin Krókódfllinn,
skipuð þeim Sigurði Flosa-
syni á saxófón, Þóri Baldurs-
syni á hammond orgel,
Eðvarð Lámssyni á gítar og
Halldóri G. Haukssyni á
trommur.
I fréttatilkynningu segir að
Sigurður sldlgreini tónlist
þeirra félaga sem „fom-funk
og fmm-fusion“ tónlist, tón-
list þar sem blús og rokk
verður að djassi.
Af því tilefni að 17. maí er
þjóðhátíðardagur Norðmanna
verður óvænt uppákoma þeim
til heiðurs.
Síðustu Tíbrár-
tónleikar vorsins
Hlín Pétursdóttir Gerrit Schuil
SÍÐUSTU Tíbrártón-
leikamir á þessari önn
verða í Salnum í Tón-
listarhúsi Kópavogs,
þriðjudagskvöldið 18.
maí kl. 20:30. Hlín
Pétursdóttir sópran-
söngkona og Gerrit
Schuil, píanóleikari
flytja efnisskrá með
söngvum eftir W. A.
Mozart, F.
Mendelsohn, Pál Is-
ólfsson, Þorkel Sigur-
bjömsson, R. Strauss
og Kurt Weil.
Hlín Pétursdóttir
er fædd í Kópavogi,
en hóf nám í fiðlu- og píanóleik í
Tónlistarskóla Amessýslu og síð-
ar söngnám hjá Sieglinde Kah-
mann í Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Hlín stundaði fram-
haldsnám við ópemdeild Tónlist-
arháskólans í Hamborg og braut-
skráðist þaðan 1992. Tók hún þá
þegar þátt í fjölda uppfærslna á
verkum í stóra sal „Tonhalle" í
Hamborg svo sem Carmina
Burana, Requiem Mozarts o.fl.
Árið 1994 hlaut hún gestasamning
við óperuna í Stuttgart og hefur
síðan sungið víða í Þýskalandi,
Austurríki og Sviss. Hlín hefur
tekið þátt í fjölda ópemsýninga og
má í því sambandi nefna hlutverk
Valencienne í Kátu ekkjunni, bæði
í Hamborg og við Stadttheater í
Bern, en þar söng hún einnig
Zeniu í Boris Godonov. Að loknu
Diplomprófi árið 1995 hlaut hún
fastan samning til tveggja ára við
Pfalztheater í Kaiserslautern og
meðal hlutverka hennar þar voru
Hirte í Tannhauser, Despina í
Cosi fan tutte, Sophie í Rosenka-
valier, Fransquita í Carmen
o.m.fl. Árið 1996 fékk Hlín gesta-
samning við ópemna í Frankfurt
og 1997 var undirritaður fastur
samningur við Gártnerplatz leik-
húsið í Munchen þar sem hún hef-
ur sungið m.a. Blonde, Adele,
Gretchen í Wildschutz, Bron-
islawa í Betlarastúdentinum, Ci-
boletta í Nótt í Feneyjum. Auk
frekari starfa í Miinchen, gerði
Hlín gestasamning við óperuna í
Bremen árið 1998.
Gerrit Schuil er fæddur í
Hollandi en hefur tekið þátt í ís-
lensku tónlistarlífi nú um árabil.
Sköpunarsaga á
Austfjörðum
FURÐULEIKHUSIÐ verður á leik-
ferðalagi um Austfirðina dagana
17.-20. maí og sýnir leikritið „Sköp-
unarsagan" í skólum og kirkjum.
Sköpunarsagan hefur farið víða og
fengið góðar undirtektir, segir í
fréttatilkynningu. Alls hafa verið
sýndar 38 sýningar á höfuðborgar-
svæðinu, á Norðurlandi og víðar.
Einnig segir: „Sýningin er
spennandi leikhúsævintýri þar sem
látbragð, texti og dans er tvinnað sam-
an. Leikritið byggir á sköpunarsögu
Bibh'unnar og segir frá sköpun heims-
ins og mannsins en einnig kemur ljós-
engillinn Lúsifer til sögunnar. Fjallað
er um samband mannsins við Guð og
hvemig fer ef Guð er ekki nálægur.
Skólarnir hafa oft tengt sýninguna
kristnifræðináminu og er hún upp-
lögð sem slík enda vekur hún börnin
vafalaust til umhugsunar um andleg
málefni og sköpun heimsins. Höf-
undur er Ólöf Sverrisdóttir ásamt
leikhópnum. Leikstjóri er Margrét
Kr. Pétursdóttir. Hreyfingar voru í
höndum Ólafar Ingólfsdóttur og Ás-
laug Leifsdóttir sá um leikmynd og
búninga. Leikarar eru Ólafur Guð-
mundsson og Ólöf Sverrisdóttir.
Næsta sýning verður mánudaginn
17. maí kl. 11 í Grunnskóla Vopna-
fjarðar. 40. sýning verður í gmnn-
skóla Reyðarfjarðar þriðjudaginn 18.
maí kl. 13 og þann sama dag verður
sýning kl. 17 í grunnskólanum á
Eskifirði. Miðvikudaginn 19. maí
verða sýningar í grunnskólanum á
Fáskrúðsfirði kl. 13.30 og í Djúpa-
vogskirkju kl. 18. Fimmtudaginn 20.
maí verða svo tvær sýningar í
Hornafjarðarkirkju kl. 9 og 12.30.