Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
ISRAELSKUR óeinkennisklæddur hermaður bíður eftir strætisvagni í skýli er þakið hefur verið með
veggspjöldum þar sem kjósendur eru hvattir til að kjósa Ehud Barak, leiðtoga Verkamannaflokksins.
Kosningar fara fram í fsrael á mánudag
Aukin áhersla á
ímynd leiðtoga
✓
Israelar ganga að kjörborðinu eftir helgi
og ekki er talið útilokað að úrslit í kosn-
ingum um forsætisráðherraembættið
ráðist strax í fyrri umferðinni. Sigrún
Birna Birnisdóttir er í Israel og
fylgist með kosningunum.
OVENJU lítið hefur farið
fyrir ísrael í heimsfrétt-
unum að undanfömu
enda má segja að landið
hafl verið í hálfgerðri biðstöðu frá
því ákveðið var að ganga til kosn-
inga. Þá virðast Israelar sammála
um að óvenju h'tið hafi farið fyrir
kosningabaráttunni að þessu sinni
þótt aðrir færi rök fyrir því að lá-
deyðuna megi einmitt rekja til yf-
irvofandi kosninga. Þannig hafi
stjómvöld t.d. sýnt óvenjumikið
langlundargeð í Líbanon að und-
anfömu enda hafi þau ekki efni á
að taka þar neina áhættu þar sem
herseta Israela í Suður-Líbanon
verði sífellt umdeildari heima fyr-
ir. Þá hafi Vesturveldin tekið
óbeinan þátt í kosningabaráttunni
t.d. með því að leggja að Palest-
ínumönnum að fresta því að lýsa
yfir sjálfstæðu ríki og Palestínu-
menn haft hugsanleg áhrif þess á
kosningaúrslitin í huga er þeir
gengu að því.
A undanfómum ámm hefur það
orðið æ meira áberandi í ísraelsk-
um stjómmálum að kjósendur
leggi áherslu á menn ekki síður en
málefni er þeir ganga til kosninga.
Þótt gömlu flokkamir tveir eigi
enn sína dyggu stuðningsmenn og
að í bakgrunninum megi alltaf
greina hefðbundið fylgi ákveðinna
þjóðfélagshópa við ákveðna flokka
og afstöðu flokkanna til friðarferl-
isins við Palestínumenn, hefur
ímynd leiðtoga viðkomandi flokka
verið að fá sífellt meira vægi með-
al meginþorra kjósenda.
Þannig hafa friðarviðræður við
Sýriendinga, brottflutningur her-
sveita frá Líbanon og framtíð
landnemabyggða gyðinga á Vest-
urbakkanum varla komið upp á yf-
irborðið í þessari kosningabar-
áttu. Hermennsku- og hetjuímynd
Ehud Baraks, leiðtoga Verka-
mannaflokksins, hefur á hinn bóg-
inn gegnt ríku hlutverki í árang-
ursríkri kosningabaráttu hans á
sama tíma og fjölmargir dyggir
stuðningsmenn Likudbandalags-
ins hafa verið að snúa við því baki
þar sem þeir fella sig ekki við
ímynd leiðtoga þess, Benjamins
Netanyahus, og telja sig ekki geta
treyst honum.
Frambjóðendur varkárir í trú
sinni á skoðanakannanir
Samkvæmt kosningalögum er
forsætisráðherra landsins kosinn
sérstakri kosningu og verður ein-
hver frambjóðenda að hljóta 50%
greiddra atkvæða til að ná kjöri.
Þrátt fyrir að fimm frambjóðend-
ur séu í kjöri til forsætisráðherra-
embættisins er ljóst að slagurinn
mun standa milli frambjóðenda
hinna hefðbundnu hægri og
vinstri flokka, Likud-bandalagsins
og Verkamannaflokksins. Síðustu
daga hafa menn því verið að velta
því fyrir sér hvort einhver hinna
fimm frambjóðenda muni draga
framboð sitt til baka til þess að
auka líkumar á því að úrslit ráðist
strax á mánudag. Þá hafa menn
jafnvel gert því skóna að úrslit í
forsætisráðherrakjörinu muni
hugsanlega ráðast í fyrri umferð
kosninganna jafhvel þótt enginn
frambjóðendanna dragi sig í hlé.
Samkvæmt skoðanakönnunum
hefur Ehud Barak verið að auka
forskot sitt á Benjamin Netanya-
hu forsætisráðherra. Stuðnings-
menn beggja frambjóðenda hafa
þó tekið niðurstöðum skoðana-
kannana af varkámi enda ekki
nema þrjú ár frá því Netanyahu
vann óvæntan sigur á Shimon
Peres, þáverandi formanni Verka-
mannaflokksins, þvert ofan i allar
skoðanakannanir og kosninga-
spár. Þá virðast fulltrúar beggja
fylkinga gera ráð fyrir því að úr-
sht geti orðið allt önnur en skoð-
anakannanir sýna ráðist þau ekki
fyrr en í annarri umferð kosning-
anna.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var í Jerusalem Post á föstu-
dag nýtur Barak nú 45% fylgis en
Netanyahu 39% fylgis. Barak
fengi hins vegar 50% atkvæða og
Netanyahu 43% væri einungis
kosið milli þeirra tveggja nú.
Stuðningsmenn Netanyahus von-
ast hins vegar til þess að geta snú-
ið stöðunni við áður en gengið
verður til annarrar umferðar og
stuðningsmenn Baraks óttast að
þeim muni takast það.
Aukið fylgi Baraks er einna
helst talið koma frá rússneskum
innflytjendum, nýjum kjósendum
og stuðningsmönnum Miðju-
flokksins. Þá hafa kommúnista-
flokkurinn, Hadash, og
arabaflokkurinn, UAL, hvatt kjós-
endur sína til þess að kjósa Barak.
Stuðningsmenn Þjóðareiningar-
flokksins, harðlínuflokks Benny
Begins, em hins vegar í auknum
mæh sagðir vera að snúa sér til
Netanyahus, enda stóð flokkurinn
aldrei sameinaður að framboði
Begins þótt hann væri leiðtogi
flokksins. Netanyahu nýtur einnig
stuðnings eins af fjórum flokkum
rússneskra innflytjenda og
tveggja helstu flokka heittrúaðra
þrátt fyrir að stuðningsmenn
Baraks hafi reynt að semja við þá
um að þeir tækju ekki opinbera
afstöðu til frambjóðenda.
Ráðast úrslit í fyrstu umferð
kosninganna?
Auk Netanyahus og Baraks eru
arabinn Azmi Bishara og tveir
fyrrum ráðherrar í ríkisstjóm
Netanyahus í kjöri. Þessir fyrr-
verandi samherjar Netanyahus
eru annars vegar Za’ev Benny
Begin, sonur Menachems Begins
fyrrum forsætisráðherra, og hins
vegar Yitzhak Mordechai, sem
leiðir Miðjuflokkinn, sem talinn er
standa nær Verkamannaflokkn-
um.
Þar sem meiri líkur eru taldar á
sigri Baraks ráðist úrslitin í fyrri
umferð hafa Bishara og Mor-
dechai verið undir sívaxandi
þrýstingi að draga sig í hlé og
auka þannig líkumar á því að úr-
sht ráðist strax. Þrýstingur á
Mordechai hefur verið sérstaklega
mikill enda byggði hann kosninga-
baráttu sína lengi framan af á
nauðsyn þess að koma Netanyahu
frá völdum. Þannig er hann nú
sagður vera undir miklum þrýst-
ingi frá þeim Dan Meridor og
Ronni Milo, sem auk Mordechais
og Amnon Lipkin Shahaks skipa
framvarðasveit Miðjuflokksins.
Mordechai hefur hins vegar
þrjóskast við og er jafnvel sagður
hafa heitið því að hætta í stjóm-
málum verði hann að draga fram-
boð sitt til baka.
Töluverðar líkur em hins vegar
taldar á því að Bishra, sem hefur
minnst fylgi frambjóðenda sam-
kvæmt skoðanakönnunum, dragi
framboð sitt til baka nú um helg-
ina og að það komi af stað keðju-
verkun sem leiði til þess að Begin
og Mordechai dragi sig einnig í
hlé á síðustu stundu. Þannig hefur
Begin þegar gefið í skyn að hann
muni draga sig í hlé geri Bishra
það og Ijóst er að þá mun verða
erfitt fyrir Mordechai, sem hefur
lagt áherslu á mikilvægi þess að
koma Netanyahu frá völdum, að
hætta á að hann sigri í síðari um-
ferð kosninganna.
Finnur þú ódýrari
fargjöld í sumar?
Ta "
London
Kaupmannahöfn
Madrid
Gautaborg
Berlín
SÍÓ10
Verö frá
19.880 kr.
til London
Samvinnuferðir
Landsýn
A verði fyrir þigl
Carlo Azeglio Ciampi kjörinn forseti Italíu í fyrstu atrennu
Kerfisumbætur brvnar
Róm. Reuters.
CARLO Azeglio Ciampi var á
fimmtudag kjörinn 10. forseti ítal-
íu. Lét hann þá af embætti sem
fjármálaráðherra
en við því tók Gi-
uliano Amato,
fyrrverandi for-
sætisráðherra.
Gekk þetta allt
fyrir sig á einum
degi og þykir það
vel að verki verið
þegar ítalska
þingið er annars
vegar.
Ciampi er 78
ára að aldri og nýtur almennrar
virðingar utanlands sem innan fyr-
ir að hafa komið Ítalíu inn í Mynt-
bandalag Evrópu. Fékk hann strax
nauðsynlegan stuðning, meira en
tvo þriðju atkvæða, og nokkrum
tímum síðar hafði Massimo
D’Alema, forsætisráðherra Ítalíu,
skipað Amato, fyrrverandi forsæt-
isráðherra úr röðum sósíalista, sem
fjármálaráðherra. Hefur hann get-
ið sér orð fyrir aðhaldssemi í ríkis-
fjármálunum.
Ciampi var seðlabankastjóri á
árunum 1979 til 1993 og var al-
menn samstaða um, að sem forseti
gæti hann manna best hjálpað til
við þær umbætur, sem taldar eru
nauðsynlegar í ítalska stjórnkerf-
inu. Stingur kosning hans mjög í
stúf við kjör Oscars Luigi
Scalfaros, núverandi forseta, fyrir
sjö árum en þá hafðist það ekki
fyrr en eftir alls kyns hrossakaup í
tvær vikur og 16 atkvæðagreiðsl-
ur.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
og Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, óskuðu Ciampi til ham-
ingju með kjörið en hann er þriðji
forsetinn á Italíu, sem kjörinn er í
fyrstu atkvæðagreiðslu. Það er í
hans verkahring að rjúfa þing,
boða til kosninga og skipa forsæt-
isráðherra en það hefur verið
annasamt starf á Ítalíu þar sem
setið hafa 56 ríkisstjórnir frá 1945.
Amato, sem nú hefur tekið við
fjármálaráðherraembættinu, var
forsætisráðherra 1992-’93. Tókst
honum þá að fá verkalýðsfélögin til
að afsala sér ýmsum hlunnindum
og hann varð fyrstur til að ráðast
gegn þenslunni í opinberum út-
gjöldum. Sem fjármálaráðherra
fær hann við ærinn vanda að etja
enda er haft eftir Ciampi, að
ástandið í ítölskum efnahagsmál-
um sé mikið áhyggjuefni.