Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 64
 NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Smugusamningar undirritaðir 1 Pétursborg Morgunblaðið/Kristinn Skapar mikla möguleika á samvinnu við Rússa / Arás- línunni SIGURVILJINN skín úr andlit- unum - að minnsta kosti ein- beitingin og metnaðurinn til að gera sitt besta þegar Lands- bankahlaupið fór fram í gær- morgun. Fyrst voru ræstar stúlkur fæddar 1989 og var Rúna Sif Stefánsdóttir sigur- vegari i þeim flokki. Hlaupið fór fram víða um land í gær í misjöfnu veðri, t.d. í strekkingi og dumbungi á höfuðborgar- svæðinu. SAMNINGAR íslendinga, Norð- manna og Rússa um þorskveiðar Is- lendinga í Barentshafi voru undir- ritaðir í Pétursborg í Rússlandi í gær, í tengslum við fund utanríkis- ráðherra Norðurlandanna, Eystra- saltsríkjanna og Rússlands. Halldór „JLsgrímsson utanríkisráðherra segir að samningarnir skapi heilmikla möguleika fyrir íslendinga, meðal annars um samstarf á sjávarútvegs- sviðinu við Rússa, og nefnir áhuga aðila frá Murmansk, Karelíu og Arkangelsk. „Það er ánægjulegt að þetta skyldi gerast hér í viðurvist allra þessara ríkja og var í raun upphafs- atburður á sameiginlegum frétta- mannafundi. Athöfnin fékk þannig heilmikla athygli og allir lýstu ánægju sinni með að þessu deilu- máli skyldi lokið. Við höfum lagt jjríðarlega vinnu í þetta mál og ákvörðun um að undirrita samning- inn hér í tengslum við þennan fund lagði verulegan þrýsting á aðila að ijúka öllum formsatriðum og þrátt fyrir nokkra óvissu í stjómmálum hér í Rússlandi tókst að ganga frá þessu,“ sagði Halldór Ásgrímsson undirritun lokinni. •‘•Þríhliða rammasamningur land- Morgunblaðið/Björgúlfíir HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritar Smugusamning- ana í Pétursborg í Rússlandi í gær. Standandi við hlið hans er Igor Ivanov utanríkisráðherra og lengst til hægri er Knut Vollebæk utan- ríkisráðherra Noregs. anna um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs var undirritaður af Halldóri, Knut Vollebæk, utan- ríkisráðherra Noregs, og N.A. Ér- makov, formanni sjávarútvegsráðs Rússlands. Bókanir sem gerðar eru á grund- velli samningsins fela í sér sam- komulag um þorskveiðar íslendinga í Barentshafi. íslendingar fá á þessu ári 8.900 lesta þorskkvóta sem skiptist til helminga milli lög- sögu Noregs og Rússlands auk þess sem gert er ráð fyrir 30% aukaafla. Norsk skip fá á þessu ári að veiða 500 lestir af löngu, keilu og blálöngu á línu í íslenskri lögsögu og Rússar munu bjóða íslenskum útgerðum að kaupa á markaðsverði 37,5% kvót- ans innan þeirra lögsögu. Fari leyfi- legur heildarafli á þorski í Barents- hafí niður fyrir 350 þúsund lestir falla veiðiheimildir niður. Forsætisráðherra Karelíu kemur Halldór sagði í gær að lausn deil- unnar skapaði heilmikla möguleika íyrir Islendinga, ekki síst fyrir sam- vinnu við Rússa um fiskveiðar, fisk- vinnslu og viðskipti. Nefndi hann að á fundinum væru fulltrúar frá Mur- mansk, Karelíu og Arkangelsk og hefðu allir sýnt áhuga á aukinni sam- vinnu. „Við verðum í sambandi við þá áfram. Gert er ráð fyrir því að forsætisráðherra Karelíu komi til Is- lands eins fijótt og auðið er. Hann lét þau orð falla að það væri öruggt að hann kæmi vegna þess að það væri þrýstingur á hann, ekki síst úr sjáv- arútveginum, að fara til íslands," sagði Halldór. Karelía ræður yfir fiskveiðiheimildum í Barentshafi. Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandarrkjanna LÍKUR eru á að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komi til Islands í október næstkomandi í fylgd með Hillary Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, sem hefur þegið boð um að sitja í forsæti ráðstefnu í Reykjavík um konur og lýðræði við árþúsundamót. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra staðfesti þetta í gær. Hann sagði að endanleg staðfest- ing á komu Madeleine Albright lægi þó ekki fyrir en hún hefði sýnt mikinn áhuga á að koma til íslands í tengslum við umrædda ráðstefnu. Hringdi í HaUdór Ásgrímsson síðastliðinn fímmtudag „Madeleine Albright hringdi í mig í fyrradag (fimmtudag, innsk. Mbl.) og við ræddum fyrst og fremst um Kosovo en hún staðfesti þetta ekki endanlega. Hún sagði við mig í Washington að hún hefði mik- inn áhuga á því að koma. Það hefur hins vegar ekki verið endanlega staðfest. Hún hefur lengi haft það í huga að koma til Islands en það hefur ekki getað orðið af því. Hún hefur náttúrlega afar mikið að gera og því erfitt fyrir hana að staðfesta þetta endanlega á þessu stigi,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið í gær. Herjólfur í gagnið á ný eftir hvítasunnu Hugsanlegt að rekald hafi valdið skemmdunum TALIÐ er að eitthvert rekald hafi lent á veltiugga Heijólfs og valdið þeim umtalsverðu skemmdum sem leitt hafa til þess að skipið er úr leik í nokkrar vikur vegna viðgerða. Grímur Gíslason, stjórnarfor- maður útgerðarinnar, segir hugsanlegt að rekaviðar- drumbur hafi valdið skemmd- unum. Unnið er nú frá sjö að morgni til 01.30 að viðgerð í slipp í Rotterdam og sinna henni bæði starfsmenn slipps- ins og áhöfn Herjólfs. Á föstu- dagskvöld var lokið við að rífa uggann sundur og sagði Grím- ur að stefnt væri að því að ljúka viðgerð á fimmtudag. Er þá gert ráð fyrir að Herjólfur komist aftur í áætlunina strax eftir hvítasunnu. „Nánast allt í spaði“ Grímur segir að talið hafi verið í upphafi að bilunin væri smávægileg en forráðamenn útgerðarinnar ráðfærðu sig við erlenda sérfræðinga þegar hennar varð vart. „Svo kemur í ljós þegar skipið er komið í slipp og búið að rífa allt í sund- ur að þetta er það versta sem hugsast gat, það er nánast allt í spaði,“ segir Grímur. Velti- uggar Herjólfs eru tveir og var aðeins notaður annar þeirra eftir að bilunin kom upp. Hvor uggi vegur samtals um 8 tonn og ná þeir 5 til 6 metra út frá skipinu. „Við þurfum að taka hvern einasta hlut úr ugganum og fara með þá á verkstæði, fræsa og smíða nýja hluti þannig að þetta tekur langan tíma,“ sagði Grímur ennfremur. Djúpbát- urinn Fagranes hefur siglingar milli lands og Eyja á morgun þar til Heijólfur kemur til baka. Barnaspítali Vinna hefst í vikunni GERT er ráð fyrir að áætlanir um að taka nýjan Bamaspítala Hringsins í notkun sumarið 2001 muni standast þrátt fyrir nokkurra vikna tafir. Fram- kvæmdir voru stöðvaðar í fram- haldi af mótmælum íbúa í ná- grenni spítalans og var talið að grenndjirkynningu hefði verið áfátt. Ásgeir Haraldsson, pró- fessor og yfirlæknir bamaspít- alans vonar að þrátt fyrir töfina megi halda nokkurn veginn upphaflegri verkáætlun og að byggingin komist í gagnið sum- arið 2001. Býst hann við að framkvæmdir geti hafist í vik- unni eftir að borgarráð hefur staðfest ákvörðun bygginga- nefndar. Bygginganefnd Reykjavíkur samþykkti síðastliðinn miðviku- dag að framkvæmdir mættu hefjast á ný. Ásgeir Haraldsson segir að með aukinni áherslu á dag- og göngudeildarþjónustu megi auka afköst spítalans, rúmum fjölgi lítið en með betri aðstöðu áðumefndra deilda megi fækka innlögnum og stytta legutím- ann. „Okkur á barnaspítalanum finnst mjög leitt að fyrirhuguð bygging skuli hafa valdið ná- grönnum okkar óróa og að ósætti skuli hafa komið upp en við vonum að öldurnar lægi og að við getum nú haldið áfram að vinna að því að gjörbæta að- stöðu veikra bama í landinu,“ segir Ásgeir ennfremur og vís- ar þar til kærumála. ► Getum/10 Lýsir áhuga á að koma til Islands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.