Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Davíð Oddsson segir fsland hafa stutt stækkun NATO frá upphafí Þýðingarmikil fyrir aðlög- un að breyttum aðstæðum „HE RNAÐARAÐGE RÐIR Atl- antshafsbandalagsins gegn Júgó- slavíu lúta ekki einungis að Kosovo eða Balkanskaga heldur hvort fyrir hendi er vilji til að stöðva þá sem ógna möguleika á haldgóðu öryggis- kerfi Evrópu,“ sagði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með- al annars í ávarpi sínu á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 50 ára afmæli NATO. Auk Davíðs Oddssonar töluðu Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarfiokksins, sem hljóp í skarðið íyrir Halldór Ás- grímsson, formann Framsóknar- flokksins, en hann er staddur erlend- is. Jón Hákon Magnússon, formaður SVS, setti ráðstefnuna, ávörp fluttu fulltrúar Varðbergs og tveir fræði- menn fluttu erindi. Davíð sagði einnig að margra mánaða tilraunir til að finna frið- samlega lausn hefðu mistekist og ljóst væri að stjórnvöldum í Belgrad hefði ekki verið treystandi. „Ekki var um annað að ræða en að grípa til hernaðaríhlutunar og Atlantshafs- bandalagið eitt hafði getu og vilja til verksins. Framkvæmd hemaðarað- gerða bandalagsins er vissulega ekki fullkomin og í upphafi vom Bilvelta við Borg-arnes BÍLL valt út af veginum skammt norðan við Borgames í fyrrinótt. Kona, sem ók bfinum, var flutt á Sjúkrahús Akraness. Bfllinn er talinn ónýtur. Konan var í bflbelti og er komin heim af sjúkrahúsi. ekki allar afleiðingar fyrirséðar, en menn áttu þess ekki kost að annað- hvort taka áhættulausar ákvarðanir eða hafast ekki að.“ Forsætisráðherra sagði ísland hafa stutt stækkun bandalagsins, sem hann sagði að væri þýðingar- mikil fyrir aðlögun þess að breyttum aðstæðum. Það hefði verið á skjön við markmið og hugsjónir banda- lagsins og grafið undan stöðugleika í álfunni að daufheyrast við óskum nýfrjálsu ríkjanna um aðild. Undir lok ræðu sinnar sagði hann að í því mikla verki sem Atlantshafsbanda- lagið ætti íyrir höndum fyrir öryggi og framtíð Evrópu skiptu stöðug- leiki og festa í öryggisstefnu aðildar- ríkjanna sköpum. „Engu þeirra kemur til hugar að hafa þá stefnu að aðildin að bandalaginu ráðist frá einu kjörtímabilinu til annars, eins og virðist hvarfla að sumum hér á landi. Við núverandi aðstæður væra skilaboð frá íslandi um að Atlants- hafsbandalagið væri einhver bráða- birgðasamtök bæði röng og hættu- leg,“ sagði forsætisráðherra. Siv Friðleifsdóttir sagði að íbúar Vesturlanda stæðu nú aftur á kross- götum líkt og við stofnun Atlants- hafsbandalagsins. „I þeirri vinnu sem framundan er við að tryggja ör- yggi Evrópu er vandfundið betra veganesti en hugsjónirnar, áræðið og framsýnin sem lágu til grandvall- ar stofnun Atlantshafsbandalagsins fyrir fimmtíu árum. Islandi er bæði ljúft og skylt að vera öflugur þátt- takandi. Ekki aðeins í pólitísku sam- ráði aðildarríkja bandalagsins, held- ur einnig í samstarfi við öll hin sam- starfsríkin á Evró-Atlantshafssvæð- inu, við mótun framtíðarstefnu um öryggi og frið í Evrópu." Morgunblaðið/KrÍ8tiiin Loftárásum mótmælt Jeppaferð yfír Grænlandsjökul Fjórar leiðir færar FÉLAGAR í Samtökum her- stöðvaandstæðinga stððu við inn- gang Hótels Sögu um hádegisbil í gær þegar þar var að hefjast ráðstefna í tilefni af 50 ára af- mæli Atlantshafsbandalagsins og mótmæltu loftárásum bandalags- ins. „Stöðvið loftárásirnar“ stóð á borða herstöðvaandstæðinga og hópurinn sönglaði „morðingj- ar heimsins, myrkraverkaher“ þegar gestir ráðstefnunnar gengu í húsið. Mótmælaaðgerð- irnar fóru friðsamlega fram og lögreglan fylgdist með. FJÓRIR íslendingar og fimm Danir leggja af stað snemma á mánudags- morgun frá Nuuk í jeppaferð yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn er farinn í tilefni af 225 ára afmæli grænlenska verslunarfyrirtækisins KNI, sem er aðalbakhjarl leiðang- ursins. Þessi leið hefur aldrei verið ekin áður og komist leiðangurinn til Iser- toq á austurströndinni verður það í fyrsta sinn sem ekið er á milli tveggja bæjarfélaga á Grænlandi. Til fararinnar era notaðir þrír breyttir Toyota-jeppar frá Arctic Tracks, dótturfyrirtæki P. Samúels- sonar ehf. Tveir bflanna vora reynd- ir við rannsóknarstörf á Suður- skautslandinu veturinn 1997-98. Leiðin á jökul er torfær og mikil sprungusvæði við jökuljaðrana beggja vegna. Að sögn Amgríms Hermannssonar, annars leiðangurs- stjóranna, gaf til könnunarflugs sl. fimmtudag eftir slæmt veður í Nuuk dagana á undan. Kom þá í ljós að fjórar leiðir á jökul, sem valdar höfðu verið eftir kortum, koma allar til greina. Ætlunin er að aka síðustu 20 km að jöklinum á ísilögðu vatni og reyndist ísinn á því vel bflheldur. ■ Glímt við/22 Bygging Barnaspítalans ►Vonast til að hægt verði að halda upphaflegri áætlun. /10 Glímt við Grænlandsjökul ► fslenskir jeppamenn hafa náð ótrúlegum árangri í að ferðast um ótroðnar slóðir, og nú er stærsti jökull heims næstui'. /22 Frumkvöðlum ungað út ►Forsvarsmenn Viðskiptaháskól- ans hafa fulla trú á að hægt sé að kenna nýsköpun. /24 ísland er þroskaður markaður ►Viðskiptaviðtalið er við Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, fram- kvæmdastjóra Navision Software ísland. /30 ►l-32 Þrjú ár í höndum Gestapó ►Kaþólski presturinn í Hafnar- firði, séra Aleksander Michaowski, býr yfir ógnvænlegum minningum og lífsreynslu sem ungur drengur á Hitlerstímanum. /1&2-6 Hótel Makedónía ►Svipmyndir frá Makedóm'u þar sem um tvö hundruð þúsund al- banskir flóttamenn frá Kosovo eru nú í flóttamannabúðum. /16 Leyndardómurinn um Mallory og Irvin ► Hörður Magnússon rifjar upp feigðarfor fjallgöngumanna á Everest-tind snemma á öldinni en lík annars þeirra er nú fúndið. /26 c W FERÐALOG ► l-4 Jötunsteinar Carnac ► Dularfullar minjar á Bretagneskaga hafa löngum heill- að ferðamenn. /2 Þjóðleg fæða er meira en þorramatur ►Lífi blásið í íslenska matarhefð. /4 D BÍLAR ► l-4 Reynsluakstur ►Lítill, snöggur og skemmtilegur MX-5. /2 Jeppi eða fjölnotabíll? ►Af Hyundai H1 Starex, styttri gerðinni með fjórhjóladrifi. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Norðurlandaráð og umhverfismálin ► Kyoto-samþykktum fylgt eftir. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir V2/4/S%ak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Viðhorf 35 Minningar 35 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 ídag 50 Brids 501 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 18b Dægurtónl. 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.