Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 139. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Utanríkisráðherrar fjögurra ESB-landa skoða aðstæður í Kosovo að afloknum stríðsátökum AP KOSOVO-Albanar í bænum Urosevac í Suður-Kosovo efndu til mótmæla í gær en þeir eru ósáttir við þær ráðagerðir að rússneskir og grískir hermenn leysi bandaríska liðsmenn KFOR-friðargæslusveitanna senn af hólmi í Urosevac. Óttast þeir að Rússar og Grikkir muni ekki reynast þeim jafn vinsamlegir. Skotið á liðs- menn KFOR Mitrovica, Velika Krusa. Reuters. BANDARÍSKIR liðsmenn KFOR- friðargæslusveitanna skutu einn mann til bana og særðu tvo í bænum Zegra í Suðaustur-Kosovo í gær eftir að gerð hafði verið árás á þá, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. A sama tíma handtóku franskir hermenn þrjá Kosovo-Serba í Mitrovica í Norður-Kosovo eftir að til skotbar- daga hafði komið þegar Frakkamir reyndu að koma nokkrum Kosovo- Albönum til bjargar, sem orðið höfðu fyrir aðkasti Serbanna. Greint var frá því í gær að ný fjöldagröf hefði fundist í nágrenni Mitrovica og er talið að þar sé að finna lík um 180 Kosovo-AIbana. Utanríkisráðherrar fjögurra Evr- ópusambandsríkja, Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Italíu, voru í Kosovo í gær í því skyni að skoða aðstæður að afloknum stríðsá- tökum í héraðinu. Áttu þeir bágt með að leyna viðbjóði sínum er þeim voru sýndar brunnar líkamsleifar rúmlega eitt hundrað manna í fjölda- gröf í þorpinu Velika Krusa í Suður- Kosovo. „Hér sér maður svart á hvítu hvaða fyrirskipanir [Slobodan] Milosevic [Júgóslavíuforseti] gaf hersveitum sínum og fyrh’ það verð- ur að koma lögum yfír hann,“ sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands. „Hafi ég haft einhverjar efa- semdir um réttmæti ákvörðunar vesturveldanna; að efna til hernaðar- aðgerða til að frelsa Kosovo undan þessari ógnarstjóm, þá em þær horfnar eins og dögg fyrir sólu nú,“ bætti Cook við. Stjómvöld í Sviss samþykktu í gær að verða við beiðni stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna, sem í síð- asta mánuði ákærði Milosevic fyrir stríðsglæpi, og frysta allar innistæður Júgóslaviuforseta í svissneskum bönkum. Allar eignir fjögurra ann- arra, sem ákærðir vom um leið og Milosevic, vora einnig frystar. Blair segir stríðandi fylkingar á N-írlandi á síðasta snúningi með að leysa deilumál sín Ottast öldu ofbeldis takist ekki að höggva á hnútinn Belfast, London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að stríðandi fylkingar á Norður-írlandi væm á allra síðasta snúningi með að höggva á þann hnút sem kominn er á friðarumleitanir í héraðinu. Á miðvikudag rennur út frest- ur sem deilendum hefur verið gefinn til að leysa „afvopnunardeiluna“ svokölluðu og hvatti Blair þá í gær til að láta tækifærið ekki renna sér úr greipum. Rynni friðarsamkomulagið frá því í fyrra út í sandinn væri „eng- inn vafi á að alda ofbeldis skylli á íbúum héraðsins að nýju“. Rúmlega 200 milljörð- um stolið New York. The Daily Telegraph, AP. GRUNUR leikur á að bandarískur verðbréfamiðlaii hafi stungið undan sem svarar rúmlega tvö hundmð milljörðum króna, og til hans sjálfs hefur ekkert spurst í tæpa tvo mán- uði. Bandaríska alríkislögreglan seg- ir að um geti verið að ræða umfangs- mesta þjófnað í sögunni. Miðlarinn heitir Martin Frankel og stundaði viðskipti sín á heimili sínu í glæsihúsi í útborg New York. Ekki virðist vera að fullu ljóst hvern- ig Frankel fór að því að koma þess- um fjármunum undan, en að sögn bandaríska blaðsins The New York Times virðist sem hann hafí svindlað á tryggingafélögum, sem hann fékk til að beina verðbréfaviðskiptum til fyrirtækis sem hann hafði stofnað, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Frankel sjálfur er horfinn og telja bandarísk lögregluyfirvöld líklegt að hann hafi flúið land og kunni að hafa farið til Brasilíu eða Israels. ■ Einn stærsti þjófnaður/26 Þau „endanlegu" tímamörk sem bresk stjórnvöld hafa sett fyrir því að komið verði á laggirnar heima- stjórn á N-írlandi með aðild allra flokka nálgast nú óðfluga. Sam- bandssinnar sitja fast við sinn keip og neita að að setjast í stjórn með Sinn Féin nema hernaðarvængur flokksins, IRA, byrji afvopnun fyrst og skiptir engu þótt mjög hafi verið þrýst á David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP), og tilvonandi forsætisráð- herra í heimastjórninni, að draga úr kröfum sínum hvað þetta varðar. Vakti nokkum ugg í gær að Trimble lét sér fátt um öll „endanleg" tímamörk finnast því við bætist að um aðra helgi nær „göngutíð" sam- bandssinna í Oraníureglunni árlegu hámarki við Drumcree í Portadown en þar hefur komið til harðra átaka undanfarin sumur vegna deilna um rétt Óraníumanna til að ganga í gegn- um hverfi kaþólikka þar í bæ. Mowlam hafnar kröfum um afsögn Það kynti enn undir spennu þeg- ar IRA-maðurinn Patrick Magee, hinn alræmdi „Brighton-sprengju- maður“, var látinn laus úr fangelsi á þriðjudag eftir aðeins þrettán ár í fangelsi. Friðarsamkomulagið kveð- ur að vísu á um lausn allra fanga öfgahópanna á N-írlandi haldi þeir vopnahlé sín. Líklegt þykir hins vegar að IRA hafi komið að morð- um, sem framin vom nýverið, og gagnrýndi Trimble Mo Mowlam, N- Irlandsmálaráðherra bresku stjórn- arinnar, harkalega fyrir að taka ekki harðar á meintum vopnahlés- brotum IRA. Sagði Trimble að Mowlam væri rúin öllu trausti hjá n-írskum sam- bandssinnum og vora ummælin túlkuð sem krafa um afsögn ráð- herrans. Mowlam lét köll um afsögn sína sem vind um eyru þjóta en sagði að hún myndi ekki hika við að segja af sér embætti teldi hún sig til trafala hvað viðkemur friðammleitunum á N-írlandi. Kvaðst hún hins vegar ekki telja að svo væri. Svört skýrsla um norskar kjötafurðir Ósló, Morgunbladid. SLÁANDI mikið magn af bakteríum, sem myndað hafa mótstöðu gegn fúkalyfjum, er í norsku kjúklinga- og svína- kjöti, að því er ný rannsókn á norskum kjötvömm hefur leitt í ljós. Sérfræðingar segja e.t.v. ekki ástæðu fyrir fólk að hætta að leggja sér norskt kjöt til munns en telja fyllstu ástæðu til að niðurstöðunum verði gefin gaumur. Nákvæmlega fjórum árum eftir að innleitt var í Noregi bann við því að setja fúkalyf í alifuglafóður hefur eftirlits- stofnun, sem starfar á vegum ríkisins, upplýst að í helmingi þeirra sýna sem tekin vora hafi fundist bakteríur sem myndað hafa mótstöðu gegn fúkalyfj- um. Afar viðnámsfærar bakterí- ur, bakteríur sem myndað hafa mótstöðu gegn minnst þremur tegundum fúkalyfja, fundust aukinheldur í innihaldi 31% alls svínakjöts sem rannsakað var. Þessar upplýsingar þykja af- ar slæm tíðindi fyrir norskan landbúnað og álitshnekkir fyrir bændur í Noregi en þeir hafa um áraraðir markaðssett land- búnaðarvörur sínar undir vöm- merkinu „gott frá Noregi“, og hefur það átt að gefa til kynna að ýtrastu gæðakröfum sé framfylgt við framleiðslu af- urðarinnar og að norskar kjöt- vörur séu gjörólíkar þeim „varasömu" matvömm sem komi frá meginlandi Evrópu. Öcalan varar við blóðbaði verði hann tekinn af lífí Öcalan Rrfm, Mudanya. Reuters. KÚRDALEIÐTOGINN Abdullah Öcalan hefur varað stjómvöld í Tyrklandi við miklu blóðbaði verði hann líflátinn. „Ef dauðarefsingu verður framfylgt mun það hafa mjög neikvæðar afleið- ingar, það mun kosta milda blóðtöku sem leitt gæti til valdaráns," sagði Öcalan í gær. Réttarhöldin yfir Ócalan héldu áfram í gær eftir tveggja vikna hlé. Öcalan hélt lokaræðu sínu úr glerbúri sem hann er látinn sitja í með- an á réttarhöldunum á Imrali-fangelsiseyjunni stendur. Drap Öcalan þar, í fyrsta sinn frá því að réttarhöldin hófust, á baráttumál Kúrda. Öcalan sagði það í höndum tyrkneskra stjómvalda að binda enda á aðskilnaðarstríð Kúrda með því að leyfa Kúrdum að hefja út- sendingar og tungumálakennslu á kúrdísku, en tyrknesk stjómvöld hafa lagt bann við slíku. Öcalan varaði stjórnvöld við því að virða um- mæli hans að vettugi og sagði það geta leitt til enn frekari blóðsúthellinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.