Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veður seinkaði pollum á leið til Eyja POLLAMÓTIÐ í Vestmannaeyjum hefst í dag og munu um það bil 1.000 ungir knattspyrnumenn reyna með sér í íþróttinni í Eyjum um helgina. Flugfélag Islands fór þrjár ferðir í gærkvöldi og Islands- flug nokkrar ferðir. Að sögn Einars Friðþjófssonar hjá ÍBV var búist við um 1.000 keppendum, um 150 fararstjórum og stórum hópi foreldra, þannig að alls verði allt að 2.500 aðkomu- menn í Eyjum um helgina. Til dæmis kemur Stjarnan með 70 keppendur en 108 foreldra til Eyja. Einar Friðþjófsson sagði að góðu veðri væri spáð í dag og keppnishaldið myndi ekki raskast hvað sem samgöngutruflunum liði, hins vegar var útlit fyrir að setn- ingarathöfn mótsins, sem halda átti í gærkvöldi, yrði frestað þar til í kvöld. Sálffreinir söguhetjur Islendingasagna NORSKI geðlæknirinn Jon Geir Hpyersten varði _ doktorsritgerð sína um persónur íslendingasagn- anna við læknadeild háskólans í Bergen í Noregi sl. laugardag, en ritgerðin ber á norsku heitið Per- sonlighet og awik eða Persónuleiki Þrír hand- teknir við mótmæli ÞRIR menn voru handteknir við bandaríska sendiráðið í Reykjavík í gærkvöldi. Að sögn lögreglu létu þeir, ásamt fleirum, ófriðlega þegar þeir mótmæltu heræfíngunni Norð- ur-Víkingi 99. Mennimir voru enn í haldi lögreglu seint í gærkvöldi. Talsverður hópur herstöðvaand- stæðinga safnaðist saman fyrir utan sendiráðið og mótmælti þar heræf- ingum með slagorðum og svörtum fánum. Að sögn lögreglu lét lítill hluti hópsins ófriðlega og hurfu þá flestir hinna af staðnum. Mennirnir grýttu sendiráðið og bfla sem stóðu fyrir utan það og drógu svartan fána að hún á flagg- stöng sendiráðsins. Mótmælin stóðu stutt yfir, líklega um eina klukku- stund. Þrír menn voru handteknir og voru þeir yfirheyrðir í gærkvöldi. Að sögn lögreglu virtist sem áfengi hefði verið haft um hönd. Fyrr um daginn safnaðist hópur, sem nefnir sig andstæðinga gegn heræfingum, saman í Hljómskála- garðinum. Þar var fyrirhugað að herþyrla lenti í tengslum við heræf- inguna Norður-Víking. Hætt var við lendinguna en ekki hefur verið skýrt frá ástæðu þess. Lögreglan hafði ekki upplýsingar um hvort sami hóp- ur manna hefði verið á ferð á báðum stöðum. Morgunblaðið/Hákon Agústsson MÓTMÆLENDUR drógu svartan fána að hún við bandaríska sendiráðið. og frávik. í undirtitli ritgerðarinnar kemur fra_m að hún fjalli um per- sónuleika Islendingasagnanna eink- um söguhetjanna í Brennu-Njáls sögu og ef niðurstöður hennar eru skoðaðar kemur m.a. í ljós að allt bendi til þess að persónurnar Skarphéðinn og Hallgerður hafi verið með svokallaðar félagslegar persónuleikaraskanir. Skarphéðinn hafi til að mynda verið með svo- nefndar geðklofalíkar persónuleika- raskanir eða geðklofalíkar tilhneig- ingar og að Hallgerður hafi haft svonefnda sjálfsdýrkunar persónu- leikaröskun, sem þýðir m.a. að hún hafi bara hugsað um sjálfa sig og ekki myndað nein tilfinningaleg tengsl við aðra. Njáll hefur á hinn bóginn ekki verið greindur með slíkar persónuleikaraskanir. Með eindæmum nútímaleg sýn I samtali við Morgunblaðið segir Hoyersten, að margt í texta íslend- ingasagnanna bendi til þess að höf- undar þeirra hafi haft afar nútíma- legar hugmyndir um sálarfræði mannsins. Á Hpyersten þar m.a. við að persónuleiki söguhetjanna sé í sögunum ávallt skilgreindur út frá þremur þáttum; líffræðilegum, sál- arfræðilegum og félagslegum þátt- um. Þá hafi höfundar íslendinga- sagnanna lagt áherslu á mismun- andi persónuleika með því að vísa til dygða eða lasta og þar að auki verið sér meðvitandi um frávik einstakra persónuleika frá „hinu almenna", þ.e. ekki bara út frá félagslegu sjón- armiði heldur einnig út frá hinu sál- arfræðilega. I þessu sambandi bendir Hpyersten á að hinar raun- sæju og oft á tíðum nákvæmu per- sónulýsingar íslendingasagnanna hafi gert honum kleift að sálgreina söguhetjumar í samræmi við þær fræðilegu aðferðir sem viðurkennd- ar eru í sálarfræði og geðlækning- um í dag. í inngangi ritgerðarinnar bendir Hpyersten m.a. á að Heimskringla og Islendingasögurnar hafi löngum verið þekktar fyrir persónulýsingar sínar og sálfræðilegt innsæi og seg- ir hann að það hafi vakið áhuga sinn á því að rannsaka nánar hvaða skilning höfundarnir hafi haft á sál- arlífi mannsins. Niðurstöður rann- sóknarinnar hafi síðan leitt í ljós, eins og fyrr segir, að sá skilningur hafi verið með eindæmum nútíma- legur og ólíkur því sem við hefði mátt búast af mönnum sem voru uppi á þrettándu öld. Kemst Hpyersten m.a. að því í ritgerð sinni, sem er yfir 260 síður, að skiln- ingur manna á sálarfræði á fyrr- nefndum tíma hafi m.a. verið mót- aður af heimspeki- og guðfræði- kenningum samtímans en hugsan- lega einnig af evrópskum klaustur- skólum sem þá voru við lýði og heimspeki Aristótelesar, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarvalsverk í sölu Verð um 400 þúsund kr. KJARVALSMÁLVE RKIÐ sem Svíi einn festi kaup á fyrir litlar fimmhundruð krónur á flóamarkaði í Svíþjóð íyrir skömmu verður væntanlega sett í sölu hérlendis í júlí. Að sögn Tryggva P. Friðrikssonar, listmunasala hjá Galleríi Fold, verður verkið sett í sölu hjá galleríinu þegar það kemur úr hreinsun og viðgerð í næsta mánuði. Tryggvi segir að verkið verði verðmetið þegar það komi úr viðgerð en hann giskar á að verð þess verði í kringum 400.000 krónur. I Skólastjórnendur Mýrarhúsaskóla starfa áfram samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Tólf mánaða reynslutími til eflingar skólastarfs BÆJARSTJÓRN Seltjamamess samþykkti samhljóða í gær tillögu frá skólanefnd um eflingu skóla- starfs í Mýrarhúsaskóla. I sam- þykktinni felst að skólastjómendum Mýrarhúsaskóla verður ekki sagt upp störfum. Skv. heimildum Morg- unblaðsins vai' þeim tilkynnt fyrir skömmu að þeir væra leystir frá störfum tímabundið eða fram að bæjarstjómarfundinum sem hald- inn var í gær, í kjölfar úttektar ráð- gjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref ehf. um stjórnun og samskipti í Mýrarhúsaskóla. Bæjarstjómin samþykkti í gær að staðið verði að 12 mánaða verk- efni um uppbyggingu skólastarfs- ins. Er tekið fram að skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og öðram starfsmönnum sé treyst til að vinna að því uppbyggingarstarfi. Búið að skilgreina vandann „Við ætlum að setja skólann í tólf mánaða reynslu og við vonumst til að allir sýni sitt besta. Við eram viss um að fólk gerir það,“ sagði Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið. Tillagan var samþykkt í bæjar- stjóminni án umræðu í upphafi bæjarstjómarfundar í gær. Sigurgeir sagði að íylgst yrði mjög rækilega með uppbyggingu skólastarfsins næstu tólf mánuði því nú sé mönnum ljós vandinn sem við sé að glíma. „Það er búið að skil- greina hann og nú ætlum við að berjast gegn honum og koma stjómun og rekstri skólans í það horf sem við viljum að skólinn okk- ar verði í,“ sagði hann. Bæjarstjóri sagði að aldrei hefði verið um fomlegar uppsagnir skólastjómendanna að ræða og skólanefnd Mýrarhúsaskóla hefði ekki sent bæjarstjórn formlega til- lögu þess efnis. Hann sagði að um- ræða um brottvikningu skólastjórn- endanna stafaði líklega af því að til- lögur ráðgjafarfyrirtækisins gerðu ráð fyrir þessum möguleika. Efla á stjórnun, skipulag og samskipti „Bæjarstjórn hefur ekki gengið frá því. Bæjarstjóm tekur þarna aðrar tillögur frá ráðgjafarfyrirtæk- inu þar sem segir að skólinn verði settur á tólf mánaða reynslu til þess að koma sínum málum í lag. Við beram þá von í brjósti að það tak- ist,“ sagði hann. Samþykkt bæjarstjórnar frá í gær er svohljóðandi: „Bæjarstjóm Seltjarnarness samþykkir að standa að 12 mánaða verkefni um upp- byggingu skólastarfs í Mýrarhúsa- skóla frá og með næsta hausti, sem miðar að því að efla stjómun skól- ans, skipulag og samskipti. Tilgang- urinn er að bæta þjónustu við nem- endur og starfsskilyrði starfsfólks. Ákvörðun bæjarstjómar tekur mið af skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref ehf. um stjórnun og samskipti innan skólans. Skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra og öðrum starfsmönnum skólans er treyst til að vinna að því uppbygg- ingarstarfi sem við blasir. Skóla- nefnd Seltjarnarness er falið að vinna að málinu í ljósi ákvörðunar bæjarstjómar." Skýrsla Skref fyrir skref „handónýtt plagg“ Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands íslands, sagðist í gær vonast til að starfsfólk Mýrarhúsa- skóla gæti nú tekið höndum saman og unnið sig út úr vandanum. „Eg tel að þetta fyrirtæki, skólanefndin og bæjarstjórnin hafi í raun og veru unnið skólastarfi þama mjög mikið ógagn og það er spurning hvort styrkur þeirra sem starfa við skól- ann er nægur til þess að vinna sig upp úr því, þannig að skólastarf bíði ekki hnekki. Auðvitað vona ég að svo verði,“ sagði Eiríkur. Hann sagði einnig að álit sitt á fyrirtækinu Skref fyrir skref hefði ekkert breyst. „Ég lít á þessa skýrslu sem þeir gerðu sem hand- ónýtt plagg,“ sagði hann. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is ; Eitt mark nægði Skaga- : mönnum til sigurs / C2 Jón Arnar keppir í tugþraut í Svíþjóð / C1 Sérblöð í dag SllMminirálm Sérblað um viðskipti/atvinnulíf i2srauit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.