Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 6

Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra Japans f heimsókn á Alþingi Hafði kynnt sér sjálf- stæðisbaráttuna FORSÆTISRÁÐHERRA Japans, Keizo Obuehi, hélt af landi brott í gærmorgun ásamt fjölmennu fylgd- arliði sínu eftir að hafa heimsótt Al- þingi og Stofnun Árna Magnússonar. Olafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, kvaddi hann á Keflavíkurflugvelli fyrir hönd stjóm- valda og viðstaddir voru einnig Ólaf- ur Egilsson sendiherra, Jóhann Benediktsson sýslumaður, Guðni Bragason siðameistari og Takakiyo Nomura, sendiherra Japans á Islandi með aðsetur í Ósló. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði að sér hefði þótt heiður að því að Keizo Obuchi skyldi gefa sér tíma til að heimsækja Alþingi. Hann kvaðst hafa nefnt það í ræðu sinni að Alþingi íslendinga hefði annan hátt á en önnur þjóðþing varðandi röðun í sæti. Á Alþingi væri hlutað um sæti en ekki raðað eftir flokkum eða kjör- dæmum. „Hann hafði gaman af því og sagði í ræðu sinni að það kæmi sér þá vel að þingmenn væru ekki nema 63 svo þeir þekktust vel því ella kynni að vakna tortryggni. Það var líka gaman að heyra að hann hafði kynnt sér íslenska sögu, hann minnt- ist Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðis- baráttu íslendinga og lagði áherslu á vináttu þjóðanna," sagði Halldór. Forseti Alþingis kvaðst einnig hafa minnst á það í ræðu sinni að von væri á japanska þingmanninum Funada hingað til lands í næsta mánuði en hann er formaður þess hóps í jap- anska þinginu sem leggur rækt við vináttutengsl Islendinga og Japana. Hann sagði japanska forsætisráð- herrann þá hafa upplýst að Funada hefði nýverið kvænst þingmanni úr hinni deild japanska þingsins og að svo gæti farið að þau kæmu í brúð- kaupsferð til Islands. Skoðaði handrit í Árnastofnun Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonai', kvaðst hafa sýnt Keizo Obuehi og konu hans nokkm- merkustu handrit Islendinga, svo sem Flateyjarbók, Konungsbók Eddukvæða, Snorra Eddu og Landnámu og annað aðal- handrit Grágásar. Hópurinn staldr- aði við í Árnastofnun í um hálfa klukkustund en þaðan var síðan haldið rakleiðis til Keflavíkur. Vél forsætisráðherrans fór í loftið um kl. 11 og fram undan var þá 13 tíma beint flug til Japan. Þótti góð sólþuirkuð og grilluð loðna Guðni Bragason siðameistari sagði aðspurður að allt skipulag og undir- búningur vegna heimsóknarinnar hefði gengið upp og engan skugga borið þar á og ætti það við um alla framkvæmd dagskrárinnar og inni- hald hennar. Telur hann heimsókn- ina Islandi tvímælalaust til fram- dráttar, meðal annars vegna umfjöll- unar í japönskum fjölmiðlum, en eins og fram hefur komið voru um 40 blaðamenn í fylgdarliði forsætisráð- herrans. Hann sagði að milli 40 og 50 manns hefðu verið hérlendis í nokk- uð á þriðju viku vegna heimsóknar- innar og sá hópur væri nú að tínast Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, ávarpar hér Keizo Obuchi, for- sætisráðherra Japans, á Alþingi í gærmorgfun. burtu. Sagði Guðni að þessi hópur hefði komið frá flestum sendiráðum Japana í Evrópu. Sverrii' Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins, og Minoru Tamba, aðstoðarutan- ríkisráðherra Japans, áttu viðræðu- fund í hádeginu í fyrradag og sagði Sverrir að þai' hefðu þeir farið yíh' ýmis málefni er vörðuðu samskipti landanna. Þar hefði til dæmis borið á góma ýmsar spurningar varðandi sendiráð Islands í Tókíó sem ráðgert er að opna árið 2001 og stofnun upp- lýsingaskrifstofu Japana hérlendis sem Sverrir segir að sé ráðgerð fljót- lega en ekki hafi fengist staðfest að það verði á þessu ári. Einnig voru rædd samskipti á sviði verslunar, rætt um ástand í Kosovo og starf Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar og fleiri mál. I heimsókninni hafði japanski for- sætisráðherrann á orði oftar en einu sinni að sólþun-kuð og grilluð loðna væri eftirlætisréttur sinn. Guðni Bragason sagði að eftir Þingvallaför ráðherrans hefði honum verið boðinn þessi eftirlætisréttur hans, og reynd- ar hákarl með, þegar hann kom á Loftleiðahótelið og hitti Japana sem búsettir eru á íslandi. Þetta hefði tekist með útsjónarsemi Einars 01- geirssonar og starfsmanna hans og tók ráðherrann hraustlega til matai' síns. Minntist hann á þetta góðgæti sem sér hefði verið boðið og lýsti ánægju sinni með það. Möðrudalur Jökuldals; heiði Vaðbrekka Dimmu gljúfury VeStur- f | öræfi Snæfell, 25 km SIIVll 551 9800. □g aSvöru fjallaskór □g cillt þar gönguskar TECmii á milli alpina’ www.come.to/utlsport Laugavegí 25 Simi b5l 9SI0& S?OTT ÚTIVISTARBÚÐIM viðUmfer&rmiðstöðna Dimmugljúfur í nýjan búning? ÚTLIT og yfirbragð Dimmu- gljúfra myndi breytast töluvert ef hugmyndir um virkjun Jök- ulsár á Dal yrðu að veruleika, eins og sjá má á meðfylgjandi tölvumynd. Leiðangursmenn sem sigldu 20 km leið um Dimmugljúfur á tveimur gúmmíbátum og kajökum um síðustu helgi fóru um um öll gljúfrin og þar með talið þann hluta sem hyrfi undir yfírborð miðlunarlóns yrði Jökla virkjuð. Meginstífla miðlunarlóns virkjunarinnar, sem kölluð hef- ur verið Kárahnúkavirkjun og yrði um 500 MW, yrði sam- kvæmt áætlunum Landsvirkjun- ar við Innri Kárahnúk, þar sem gljúfrin eru um 90 m djúp. Stífluveggurinn yrði engin smá- smíði, um 185 metra hár, þar af 95 metra yfir gljúfurbarminum og er gert ráð fyrir að magn fyllinga í hann yrði 9,2 milljónir Morgunblaðið/RAX LEIÐANGURSMENN fyrir neðan þverhnípta klettaveggi á þeim stað í gljúfrunum sem að- alstíflustæði miðlunarlóns Kárahnúkavirkjunar er fyrir- hugað. Stífluveggurinn yrði engin smásmíði. Mesta hæð hans samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar yrði 185 metr- ar, lengd yrði 760 metrar og reiknað er með að í hana fari um 9,2 milljónir m:l af efni. m3. Þá er gert ráð fyrir að miðl- unarlónið rúmi um 1.880 gíga- lítra vatns og nái inn að Vatna- jökli, en meðfylgjandi myndir tala sínu máli um þær breyting- ar sem yrðu á umhverfinu. DIMMUGLJÚFUR séð úr lofti þar sem horft er til suðurs og inn að Vatnajökli. Til vinstri á myndinni er Innri-Kárahnúkur og fyrir miðri mynd er Sandfell. Leiðangurinn hófst við ármót Sauðár og Jöklu sem varla sjást á myndinni en eru efst til hægri. Aðalstífla Hálslóns næði upp í miðjan Innri-Kárahnúk og Sandfell, sem er fyrir miðri mynd, yrði að eyju í lóninu. TÖLVUMYND af útliti Dimmugljúfra og umhverfi þeirra eins og þau yrðu ef Kárahnúkavirkjun yrði að veruleika. Hæð stíflunnar, 185 metrar, yrði á við hæð þriggja Hallgrímskirkjuturna. Þar af yrðu 95 rnetrar stíflunnar yfir gljúfurbarminum. Allur innri hluti gljúfranna hyrfi undir vatn, en ytri hluti þeirra, sem jafnframt er dýpsti og hrika- legasti hlutinn, yrði norðan stíflunnar. Virkjun árinnar myndi gera það að verkum að áin yrði mun vatnsminni en hún er nú, enda yrði hún leidd í jarðgöngum niður í Fljótsdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.