Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Avarp Halldórs Asgrímssonar á þingi Evrópuráðsins í Strassborg
Evrópa á
tímamótum
Strassborg. Morgunblaðið.
HALLDÓR Ásgrímsson ávarpar þing Evrópuráðsins í Strassborg.
HALLDOR Asgrímsson utanrík-
isráðherra ávarpaði þing Evrópu-
ráðsins sem formaður ráðherra-
nefndarinnar, í Strassborg í gær.
Stöðugleikasáttmálinn fyrir
stríðshrjáð lönd Suðaustur-Evr-
ópu, hlutverk Evrópuráðsins í al-
þjóðlegu friðarsamstarfí, fjár-
skortur mannréttindadómstólsins
og inntaka nýrra aðildarríkja voru
ofarlega á baugi í ræðu ráðherr-
ans.
I ávarpi sínu tók Halldór undir
skoðanir starfsfélaga sinna um að
Evrópa stæði í dag frammi fyrir
mestu prófraun sinni til marga
ára. Hann sagði það von ráðherra-
nefndarinnar að stöðugleikasátt-
málinn fyrir stríðshrjáð lönd Suð-
austur-Evrópu, sem innsiglaði
lausn Kosovo-deilunnar 10. þessa
mánaðar í Köln, legði grunninn að
þróun lýðræðis og langvarandi
friði á Balkanskaganum. Náið og
skilvirkt samstarf alþjóðastofn-
ana, þar á meðal Evrópuráðsins,
er að mati Halldórs forsenda þess
að markmið stöðugleikasáttmál-
ans verði að veruleika. Undirrót
stjórnmálasamtarfs Evrópuríkja
sé, og hafí alltaf verið, sameining
álfunnar í stað sundrungar og
átaka þjóða hennar á milli.
Með hliðsjón af þessari framtíð-
arsýn sagði hann það skyldu aðild-
arríkja Evrópuráðsins að aðstoða
lönd Balkanskagans við að upp-
fylla staðla þess um lýðræði,
mannréttindi og við uppbyggingu
stofnana er stjórna á grundvelli
laga og réttar.
Kynnti niðurstöður
Bosníu-ferðarinnar
í framhaldi af þessu kynnti Hall-
dór þinginu niðurstöður ferðar
sinnar til Bosníu-Hersegóvínu, en á
næstunni mun aðildarumsókn
landsins að Evrópuráðinu verða
tekin til umfjöllunar af þinginu.
Enn væri langt í að landið gæti
uppfyllt öll skilyrði Evrópuráðsins
en þróun mála á komandi misserum
myndi skera úr um hæfni þess sem
og annarra landa að sameinast
Evrópu. Ferlið sé afar viðkvæmt en
engu að síður mikilvægt að Evr-
ópuráðið sýni ófullburða lýðræðis-
ríkjum álfunnar hluttekningu sína
og hefji viðræður um aðild þein-a.
„Með því sýnum við vilja okkar til
að styðja framþróun lýðræðis í
fyrrverandi aðildan-íkjum sam-
bandslýðveldis Júgóslavíu sem er
eina tryggingin fyrir langvarandi
friði í suðausturhluta Evrópu. Og
sá friður er í þágu Evrópu allrar,"
sagði utanríkisráðherra.
Halldór lagði áherslu á mikilvægi
Evrópuráðsins sem elstu starfandi
stjómmálastofnunar álfunnar og
minntist á þau fjölmörgu verkefni
sem ráðið hefði nú þegar komið á
laggimar í hjálparsamstarfí á
Balkanskaganum. Fyiár skömmu
veitti þróunarsjóður Evrópuráðsins
óháðum hjálparstofnunum styrk
upp á tvær milljónir evra sem
renna eiga til aðstoðar flóttamanna
í Albaníu og Makedóníu. Evrópu-
ráðið telur jafnframt mikilvægt að
vekja sérstaka athygli á ofbeldi
gegn konum í þeim stríðum sem
herjað hafa á Balkanskaganum og
að veitt verði fjárhagsaðstoð þeim
til hjálpar svo fljótt sem auðið er.
Beitir sér fyrir nánara
samstarfi við ESB og ÖSE
Halldór sagði samvinnu Evrópu-
ráðsins við systurstofnanir sínar,
Evrópusambandið og ÖSE, afar
mikilvæga og á erfiðum tímum sem
þessum væri vert að beita sér fyrir
skilvirkari samvinnu stofnananna á
milli.
Sem formaður ráðherranefndar-
innar mun hann ásamt aðalfram-
kvæmdastjóra Evrópuráðsins
halda fund með forseta ÖSE í
Reykjavík 31. ágúst og með starf-
andi forseta ESB sjötta október
næstkomandi.
Ljóst er að pólitísk ábyrgð Evr-
ópuráðsins hefur aukist stórlega
samfara stjómarfarsbreytingunum
í Austur-Evrópu. I dag eiga
sautján ríki Austur-Evrópu aðild
að Evrópuráðinu og önnur fímm
bíða þess að umsókn þeirra verði
tekin til umfjöllunar. Samfara
þessari öru þróun hafa fjárútlát
Evrópuráðsins sem og Mannrétt-
indadómstólsins stóraukist.
Fjármagn verði nýtt
á skilvirkari hátt
Til að mæta aukinni fjárþörf
segir Halldór það nauðsynlegt að
nota fjármagn á skilvirkari hátt
sem eflaust þýði sparnað í bæki-
stöðvum framkvæmdastjórnarinn-
ar í Strassborg. Halldór sagðist
ennfremur fara þess á leit við að-
ildarríkin að gjöld þeirra verði
hækkuð á næsta ári um hálft pró-
sent sem hann segir afar lága upp-
hæð á móts við þau brýnu verkefni
er Evrópuráðið standi frammi fyr-
ir.
Auglýsingum á
sumarflöskum Vífil-
fells ehf. mótmælt
Omerktar
2 1 flöskur
framleidd-
ar fyrir
Aktu-taktu
AÐ SÖGN Þorsteins M. Jóns-
sonar, forstjóra Vífílfells ehf.,
verður að mestu komið til móts
við óskir eigenda söluskálans
Aktu-taktu. Þeir hafa sent verk-
smiðjunni bréf með ósk um að
framleiddar verði hálfs lítra og
tveggja lítra flöskur af kóki og
diet-kóki án auglýsinga íyrir
keppinauta söluskálans á borð
við McDonalds, Subway, Amer-
ican Style og Domino’s.
Þorsteinn segir að tveggja
lítra flöskm- af kóki og diet-kóki
verði framleiddar ómerktar fyr-
ir Aktu-taktu og í stað hálfs lítra
flaskna verði söluskálanum
boðnar hálfs lítra dósh' þar sem
ógemingur sé að fjölga vöruúm-
erum á lager yfir háannatím-
ann.
„Við erum því miður ekki í
stakk búin til að framleiða
ómerktar hálfs lítra flöskur
handa söluskálanum. Við getum
boðið þeim ómerktar tveggja
lítra flöskur af kóki og diet-kóki.
Yfir háannatímann eigum við
fullt í fangi með að anna eftir-
spum og lagerrými er fullnýtt.
Við getum því boðið söluskálan-
um ómerktar hálfs lítra dósir af
kóki og diet-kóki og vonum að
eigendumir verði ánægðir með
þá lausn,“ segir Þorsteinn.
Prestastefna á Kirkjubæjarklaustri
Biðu heilags sakra-
mentis í rigningunni
SÉRA Sighvatur Karlsson, prestur á Húsavík, og séra Bragi Benedikts-
son, prestur á Reykhólum, virðast báðir hrifnir af hatti Sighvats, þar
sem þeir gæða sér á veitingum í garði Jóns Helgasonar að Seglbúðum.
VEÐRIÐ lék ekki við presta þegar
þeir gengu til altaris í bænhúsinu á
Núpstað við Lómagnúp í Fljóts-
hverfi um klukkan ellefu í gær-
morgun. Þeir þurftu því að bíða í
rigningunni eftir að meðtaka sakra-
mentið því að bænhúsið er ekki
stórt, það rúmar einungis um 35
manns. Þar gaf svo biskup íslands,
sr. Karl Sigurbjömsson, hið heilaga
sakramenti. Bryndís Malla Elídótt-
ir, sóknarprestur á Kirkjubæjar-
klaustri, og Kristján Valur Ingólfs-
son, rektor í Skálholti, þjónuðu fyr-
ir altari. En það var bjartara yfir
þátttakendum prestastefnu en
veðrinu og sungu menn og konur
„Kyrie“ fyrir utan bænhúsið.
Reist á fyrstu öldum kristni
Bænhúsið á Núpstað er ein af ör-
fáum torfkirkjum á landinu. Kirlq-
an var aflögð árið 1765 en 1930 var
bænhúsið friðlýst og 1961 var það
endurvígt. Það er nú í eigu Þjóð-
minjasafnsins. Kirkjan var reist á
íyrstu öldum kristni að þvi talið er,
vegna þess að hún er af sömu stærð
og stíl og fjölmargar kirkjur sem
vora reistar hér á fyrstu öldum eft-
ir kristnitöku.
Sr. Sigurjón Einarsson, sem var
prestur á Kirkjubæjarklaustri í 35
ár og lét af embætti sl. haust, segir
að þessu til sönnunar megi benda á
að bænhúsið sé jafnstórt og Þjóð-
hildarkirkja á Grænlandi, sem
Þjóðhildur, kona Eiríks rauða, lét
reisa þar.
Bænhúsið er alveg eins nú og
þegar það var endurbyggt á 17. öld.
Sigurjón segir vitað með vissu að
búið hafi verið að reisa bænhúsið
fyrir árið 1200 því að þess er getið í
vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar
biskups. Siguijón messaði á Núp-
stað árlega um verslunarmanna-
helgi. Eyjólfur og Filippus Hann-
essynir búa á Núpstað. Þeir era
báðir á tíræðisaldri.
Um klukkan eitt var snæddur
hádegisverður í garðinum á Segl-
búðum, heimili Jóns Helgasonar.
Veðrið hélt uppteknum hætti, en
hin háu, sextíu ára gömlu tré í
garðinum hjá Jóni skýldu fólkinu.
Móðir hans, Gyðríður, átti mikinn
þátt í að Kapellan á Kirkjubæjar-
klaustri var byggð, að sögn dr. Sig-
urðar Árna Þórðarsonar, verkefnis-
stjóra safnaðarappbyggingar. Hún
bað bændur í sveitinni um að gefa
eitt lamb á ári til byggingar kapell-
unnar. Þetta gerðu eitt hundrað
bændur í Skaftafellssýslu í sex ár.
Þegar kapellan var vígð var hún
nánast skuldlaus, að sögn Sigurðar,
því að sagan segir að kapellulömbin
hafi alltaf skilað sér heim af fjalli og
að mestur fallþungi lamba hafi ver-
ið hjá kapellulömbum.
Fjórir fyrrverandi prestar úr
Stóra-Núpsprestakalli
Því næst var haldið að Lang-
holtskirkju í Meðallandi, sem reist
var árið 1863, í rútum, því að veðrið
bauð ekki upp á helgigöngu. A leið-
inni var ekið fram hjá Efri-Steins-
mýri þar sem dr. Sigurbjörn Ein-
arsson er fæddur.
Samleið með Kristi í smæð okkar
og sorg var yfirskrift hugvekju dr.
Sigurbjörns Einarssonar. Aður en
hún hófst var sunginn sálmurinn
„Þú, guð sem veist og gefur allt“
eftir Sigurbjörn. I hugvekjunni
sagði hann frá því að hann ætti sín-
ar fyrstu minningar frá því þegar
hann sat á hné afa síns fyrir aftan
prédikunarstólinn.
Hann hvatti til þess að fólk veitti
guði rúm í lífi sínu. Hann talaði um
það hversu erfitt lífið hefði verið á
Islandi á öldum áður og hve miklar
fórnir það hefði kostað, þrautsegju
og trú, að við sem nú lifum urðum
til. Hversu mikilvægt það væri að
við hugleiddum það hvers væri
krafist af okkur og hverju við skil-
um af okkur.
Ófétið hún Katla
Dr. Sigurbjörn sló einnig á létt-
ari strengi og sagði kirkjugestum
sögu frá þeim degi er Katla gaus
árið 1918 en Sigurbjörn man þann
dag vel. Þá var veður með eindæm-
um gott. Tvær systur bjuggu á
næsta bæ við fjölskyldu hans. Ónn-
ur þeirra ákvað að fara í fjöra. Hún
fann þar tunnu og hugði sér gott til
glóðarinnar því brátt var komið að
sláturtíð. Tunnan var stór og því
varð hún að velta henni á undan
sér. Þegar hún er nýlögð af stað
skall á mikið myrkur en hún gafst
ekki upp heldur paufaðist heim
með tunnuna. Þegar heim kom var
hún spurð hvort hún hefði ekki orð-
ið hrædd. Hún neitaði því, sagðist
hafa haldið að það væri kominn
dómsdagur. En hefði hún vitað að
þetta væri ófétið hún Katla - þá
hefði hún orðið hrædd.
Klukkan ellefu í gærkvöldi var
svo miðnæturmessa í gamla kirkju-
garðinum við Kapelluna á Kirkju-
bæjarklaustri. I dag hefst dagurinn
með morgunbænum í Kapellunni.
Síðan verður kynnt ný námskrá í
fermingarfræðslu. Jafnréttisnefnd
kirkjunnar verður síðan kynnt sem
og krisnihátíðir prófastsdæmanna.