Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 13
FRÉTTIR
Þjóðhátíð í Vesturbyggð
fSLENDINGAR í Vesturbyggð á
Grænlandi komu saman 17. júní
til þess að halda þjóðhátíðardag-
inn hátíðlegan. Aðalræðismaður
Islands í Julianeháb bauð til mót-
töku á heimili sínu. Þar mættu
nokkrir íslandsvinir auk nokk-
urra Islendinga.
Móttakan hófst á því að þjóð-
söngurinn var leikinn. Því næst
hélt Hendrik Lund, bæjarstjóri
og aðalræðismaður, aðalræðu
dagsins þar sem hann lagði
áherslu á tengsl íslands og
Grænlands í fortíð og nútíð. Jón
Tynes þakkaði höfðinglegt boð
og minntist fóstuijarðarinnar og
að lokum var sungið Island ögr-
um skorið við undirleik ræðis-
mannsins.
JÓN Tynes félagsmálastjóri,
Ólafur P. Nielsen forsljóri,
Hendrik Lund aðalræðismað-
ur, Kaj Lyberth menntaskóla-
kennari, Edda Lyberth for-
stöðumaður og Stefán H.
Magnússon ferða- og hrein-
dýrabóndi.
1 'sVkT
:fl j 'j 1
Úrskurðað í kærumáli bóndans á Steðja vegna flutnings vegastæðis og efnistöku
Framkvæmda-
leyfíð ekki ógilt
ÚRSKURÐARNEFND skipulags-
og byggingarmála hefur úrskurðað
í kærumáli Stefáns Eggertssonar,
bónda á Steðja, um ákvörðun
hreppsnefndar Borgarfjarðarsveit-
ar um útgáfu framkvæmdaleyfis til
að breyta legu Borgarfjarðarbraut-
ar um Steðjabrekku og um að veita
Vegagerðinni leyfi til efnistöku úr
námu merktri D í landi Steðja.
Nefndin hafnar kröfum kæranda
um að ógiltar verði ákvarðanir
hreppsnefndar Borgarfjarðarsveit-
ar um að samþykkja framkvæmda-
leyfi til að breyta legu Borgarfjarð-
arbrautar um Steðjabrekku og um
að veita Vegagerðinni leyfi til efnis-
töku úr námu merktri D í landi
Steðja.
Kærandi byggði kæru sína á því
að fyrrgreindar ákvarðanir hrepps-
nefndar hafi skort lagastoð og því
bæri að fella þær úr gildi. Taldi
hann að ekki hefði verið uppfyllt
skilyrði laga fyrir veitingu fram-
kvæmdaleyfis við lagningu vegar-
ins í landi hans og vísaði til 1. mgr.
27. gr. laga nr. 73/1997. Þá taldi
hann einnig að framkvæmdin væri
háð mati á umhverfisáhrifum og
þau skilyrði hefðu ekki verið upp-
fyllt. Einnig voru tilteknar átta
aðrar málsástæður, m.a. að fram-
kvæmdirnar í landi hans væru í
ósamræmi við skipulagsáætlanir á
svæðinu og að hreppsnefnd hefði
ekki leitað álits Náttúruverndar
ríkisins á fyrirhuguðum fram-
kvæmdum.
Kæranda var kynnt afstaða
Skipulagsstofnunar
Málsrök hreppsnefndar Borgar-
fjarðarsveitar, Vegagerðarinnar og
Skipulagsstofnunar voru á eina
lund. Að tilfærsla vegarins í Steðja-
brekku gæti ekki talist meiriháttar
framkvæmd, þegar hefði verið
framkvæmt mat á umhverfisáhrif-
um á nokkrum möguleikum vega-
gerðar á svæðinu og að eftirlitsráð-
gjafi Náttúruverndar ríkisins á
Vesturlandi hefði ekki gert athuga-
semdir við efnistöku úr námu D í
landi Steðja í umsögn sinni til Nátt-
úruverndar ríkisins.
í niðurstöðu nefndarinnar er ekki
fallist á málsrök kæranda. Þar segir
jafnframt að nefndin hafi ekki úr-
skurðarvald um það hvort skylt hafi
verið að ráðast í mat á umhverfisá-
hrifum umræddrar framkvæmdar.
Kæranda hafi áður en til kærunnar
kom verið kynnt sú afstaða Skipu-
lagsstofnunar að ekki væri talin
þörf á að metin væru umhverfisá-
hrif „fyrirhugaðrar bráðabirgða-
færslu hluta núverandi vegar“.
Kærandi hafi átt möguleika á að
skjóta þeirri niðurstöðu til umhverf-
isráðherra en það hafi hann ekki
gert.
„Þar sem fyrir lágu meðmæli
Skipulagsstofnunar var sveitar-
stjórn heimilt að veita umbeðið
framkvæmdaleyfi þrátt fyrir
áskilnað í 27. gr. laga nr. 73/1997
um að framkvæmd skuli samræm-
ast skipulagsáætlunum," segir í
niðurstöðu nefndarinnar. Þá er
vitnað til þess að Náttúruvernd
ríkisins hafi ekki gert athugasemd
við efnistöku úr námu D í landi
kæranda og því hafi verið rétt af
sveitarstjórn að líta svo á að af-
staða Náttúruverndar ríkisins hafi
legið fyrir með fullnægjandi hætti.
Öðrum málsástæðum kæranda er
einnig hafnað í niðurstöðu nefndar-
innar.
Úrskurðurinn var kveðinn upp
miðvikudaginn 16. júní.
Þormóður
rammi -
Sæberg hf.
sýknað í
Hæstarétti
HÆSTIRÉTTUR sneri á föstudag
við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 2. nóvember 1998 og sýknaði
Þormóð ramma-Sæberg hf. af dóm-
kröfum skipverja af rækjutogara
Sæbergs hf. sem krafðist 541 þús-
und króna skuldagreiðslu úr hendi
Þormóðs ramma-Sæbergs þar sem
hann taldi að ekki hefði verið staðið
rétt að launauppgjöri útgerðarfé-
lagsins Sæbergs hf. við hann á þeim
tíma er hann vann á togara félags-
ins.
Útgerðarfélagið Sæberg hf. lagði
afla sinn upp hjá fiskverkuninni
Þormóði ramma og sömdu félögin
um að auk fjárgreiðslu legði Þor-
móður rammi til eitt tonn af veiði-
heimildum fyrir hver tvö tonn af
afla sem Sæberg hf. legði upp. Reis
upp ágreiningur um hvaða verð
ætti að miða við í hlutaskiptum
áhafnar rækjutogara Sæbergs hf.
og taldi einn skipverja, sem vann
málið í héraði, að leggja ætti mark-
aðsverð veiðiheimilda Þormóðs
ramma við þá fjárhæð sem Þor-
móður rammi greiddi fyrir aflann.
Þar sem veiðiheimildirnar voru
Sæbergi hf. ekki til frjálsrar ráð-
stöfunar var kröfu skipverjans
hafnað í Hæstarétti og fallist á þá
kröfu Sæbergs hf. að við hluta-
skiptin yrði miðað við meðalverð
sem úrskurðarnefnd sjómanna og
útvegsmanna gaf út, enda var ekki
sýnt fram á að unnt hefði verið að
fá hærra verð fyrir aflann.
$SUZUKI
—#1»
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SJÁLFSKIPTUR
Vitara Di
Alvöru jeppi á aðeins 2.290.000 kr.
með þessum aukahlutum:
Ef þig vantar alvöru jeppa, hannaðan
fyrir erfiðustu og lengstu ferðir -Vitara
Diesel kemur þér á áfangastað.
Renndu við hjá okkur í dag og reynslu-
aktu rúmgóðum, öflugumVitara Diesel. Ef
þú ert að leita að nettum, 5-manna diesel-
jeppa, erVitara Diesel rétti bíllinn fyrir þig.