Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 13 FRÉTTIR Þjóðhátíð í Vesturbyggð fSLENDINGAR í Vesturbyggð á Grænlandi komu saman 17. júní til þess að halda þjóðhátíðardag- inn hátíðlegan. Aðalræðismaður Islands í Julianeháb bauð til mót- töku á heimili sínu. Þar mættu nokkrir íslandsvinir auk nokk- urra Islendinga. Móttakan hófst á því að þjóð- söngurinn var leikinn. Því næst hélt Hendrik Lund, bæjarstjóri og aðalræðismaður, aðalræðu dagsins þar sem hann lagði áherslu á tengsl íslands og Grænlands í fortíð og nútíð. Jón Tynes þakkaði höfðinglegt boð og minntist fóstuijarðarinnar og að lokum var sungið Island ögr- um skorið við undirleik ræðis- mannsins. JÓN Tynes félagsmálastjóri, Ólafur P. Nielsen forsljóri, Hendrik Lund aðalræðismað- ur, Kaj Lyberth menntaskóla- kennari, Edda Lyberth for- stöðumaður og Stefán H. Magnússon ferða- og hrein- dýrabóndi. 1 'sVkT :fl j 'j 1 Úrskurðað í kærumáli bóndans á Steðja vegna flutnings vegastæðis og efnistöku Framkvæmda- leyfíð ekki ógilt ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur úrskurðað í kærumáli Stefáns Eggertssonar, bónda á Steðja, um ákvörðun hreppsnefndar Borgarfjarðarsveit- ar um útgáfu framkvæmdaleyfis til að breyta legu Borgarfjarðarbraut- ar um Steðjabrekku og um að veita Vegagerðinni leyfi til efnistöku úr námu merktri D í landi Steðja. Nefndin hafnar kröfum kæranda um að ógiltar verði ákvarðanir hreppsnefndar Borgarfjarðarsveit- ar um að samþykkja framkvæmda- leyfi til að breyta legu Borgarfjarð- arbrautar um Steðjabrekku og um að veita Vegagerðinni leyfi til efnis- töku úr námu merktri D í landi Steðja. Kærandi byggði kæru sína á því að fyrrgreindar ákvarðanir hrepps- nefndar hafi skort lagastoð og því bæri að fella þær úr gildi. Taldi hann að ekki hefði verið uppfyllt skilyrði laga fyrir veitingu fram- kvæmdaleyfis við lagningu vegar- ins í landi hans og vísaði til 1. mgr. 27. gr. laga nr. 73/1997. Þá taldi hann einnig að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum og þau skilyrði hefðu ekki verið upp- fyllt. Einnig voru tilteknar átta aðrar málsástæður, m.a. að fram- kvæmdirnar í landi hans væru í ósamræmi við skipulagsáætlanir á svæðinu og að hreppsnefnd hefði ekki leitað álits Náttúruverndar ríkisins á fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Kæranda var kynnt afstaða Skipulagsstofnunar Málsrök hreppsnefndar Borgar- fjarðarsveitar, Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar voru á eina lund. Að tilfærsla vegarins í Steðja- brekku gæti ekki talist meiriháttar framkvæmd, þegar hefði verið framkvæmt mat á umhverfisáhrif- um á nokkrum möguleikum vega- gerðar á svæðinu og að eftirlitsráð- gjafi Náttúruverndar ríkisins á Vesturlandi hefði ekki gert athuga- semdir við efnistöku úr námu D í landi Steðja í umsögn sinni til Nátt- úruverndar ríkisins. í niðurstöðu nefndarinnar er ekki fallist á málsrök kæranda. Þar segir jafnframt að nefndin hafi ekki úr- skurðarvald um það hvort skylt hafi verið að ráðast í mat á umhverfisá- hrifum umræddrar framkvæmdar. Kæranda hafi áður en til kærunnar kom verið kynnt sú afstaða Skipu- lagsstofnunar að ekki væri talin þörf á að metin væru umhverfisá- hrif „fyrirhugaðrar bráðabirgða- færslu hluta núverandi vegar“. Kærandi hafi átt möguleika á að skjóta þeirri niðurstöðu til umhverf- isráðherra en það hafi hann ekki gert. „Þar sem fyrir lágu meðmæli Skipulagsstofnunar var sveitar- stjórn heimilt að veita umbeðið framkvæmdaleyfi þrátt fyrir áskilnað í 27. gr. laga nr. 73/1997 um að framkvæmd skuli samræm- ast skipulagsáætlunum," segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þá er vitnað til þess að Náttúruvernd ríkisins hafi ekki gert athugasemd við efnistöku úr námu D í landi kæranda og því hafi verið rétt af sveitarstjórn að líta svo á að af- staða Náttúruverndar ríkisins hafi legið fyrir með fullnægjandi hætti. Öðrum málsástæðum kæranda er einnig hafnað í niðurstöðu nefndar- innar. Úrskurðurinn var kveðinn upp miðvikudaginn 16. júní. Þormóður rammi - Sæberg hf. sýknað í Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR sneri á föstudag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. nóvember 1998 og sýknaði Þormóð ramma-Sæberg hf. af dóm- kröfum skipverja af rækjutogara Sæbergs hf. sem krafðist 541 þús- und króna skuldagreiðslu úr hendi Þormóðs ramma-Sæbergs þar sem hann taldi að ekki hefði verið staðið rétt að launauppgjöri útgerðarfé- lagsins Sæbergs hf. við hann á þeim tíma er hann vann á togara félags- ins. Útgerðarfélagið Sæberg hf. lagði afla sinn upp hjá fiskverkuninni Þormóði ramma og sömdu félögin um að auk fjárgreiðslu legði Þor- móður rammi til eitt tonn af veiði- heimildum fyrir hver tvö tonn af afla sem Sæberg hf. legði upp. Reis upp ágreiningur um hvaða verð ætti að miða við í hlutaskiptum áhafnar rækjutogara Sæbergs hf. og taldi einn skipverja, sem vann málið í héraði, að leggja ætti mark- aðsverð veiðiheimilda Þormóðs ramma við þá fjárhæð sem Þor- móður rammi greiddi fyrir aflann. Þar sem veiðiheimildirnar voru Sæbergi hf. ekki til frjálsrar ráð- stöfunar var kröfu skipverjans hafnað í Hæstarétti og fallist á þá kröfu Sæbergs hf. að við hluta- skiptin yrði miðað við meðalverð sem úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna gaf út, enda var ekki sýnt fram á að unnt hefði verið að fá hærra verð fyrir aflann. $SUZUKI —#1» SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SJÁLFSKIPTUR Vitara Di Alvöru jeppi á aðeins 2.290.000 kr. með þessum aukahlutum: Ef þig vantar alvöru jeppa, hannaðan fyrir erfiðustu og lengstu ferðir -Vitara Diesel kemur þér á áfangastað. Renndu við hjá okkur í dag og reynslu- aktu rúmgóðum, öflugumVitara Diesel. Ef þú ert að leita að nettum, 5-manna diesel- jeppa, erVitara Diesel rétti bíllinn fyrir þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.