Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 18

Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Ljósmynd/Eldsmiðurinn Ættarmót fjölgaði í kvennahlaupi Hornafirði - Kvennahlaupið var hlaupið á tveimur stöðum í Horna- fjarðarbæ á laugardaginn. Um morguninn var hlaupið í Suðursveit, þar hljóp 91 kona, en í Suðursveit búa um 110 manns. í Suðursveit var ættarmót og er það ástæðan fyrir þessari góðu þátttöku þar. Á Höfn var hlaupið eftir hádegi og tóku þar þátt 166 konur, á báð- um stöðum voru allt frá börnum í vögnum og upp úr. Fyrst var hlaup- ið á Höfn fyrir sjö árum og er þetta því í áttunda sinn, í byrjun voru um 100 konur sem voru með en nú var áætlað að um 220 hornfirskar konur hefðu hlaupið. Fjölgun milli ára hef- ur verið nokkuð jöfn. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir KONUR á Egilsstöðum hita upp undir leiðsögn Lillýjar Viðarsdóttur. Konur á öllum aldri hlupu Egilsstöðum - Um 160 konur tóku þátt í kvennahlaupi ISI á Egilsstöðum á kvenréttindadag- inn 19. júní. Boðið var upp á fjórar vegalengdir, 2, 5, 7 og 10 km. Konurnar voru á öllum aldri og hituðu sig vel upp fyrir hlaupið. Kynningar- miðstöð á Vesturlandi Morgunblaðið/Ingimundur HÖFUNDAR að skýrslunni „Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestur- landi 1998-2005“, Bjarnheiður Halldórsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Borgarnesi - Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands var formlega stofnuð á fundi ferðaþjónustuaðila sem fram fór á Hótel Borgarnesi 2. maí sl. Stofnun UKV er fyrsta stofnun slíkrar miðstöðvar hér á landi. Frumkvæðið að stofnun UKV kom frá Atvinnuráðgjöf Vestur- lands en hugmyndin kom fyrst fram í stefnumótun fyrir ferða- þjónustu á Vesturlandi sem unn- in var af ferðamálafræðingunum Bjarnheiði Hallsdóttur og Sigríði Þrúði Stefánsdóttur. Sigríður Hrönn Theodórsdóttir atvinnu- ráðgjafi hefur að undanförnu unnið að stofnun UKV sem hún sagði að væri ætlað að vera móð- urstöð upplýsingaöflunar og miðlunar fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Ennfremur verður miðstöðin samstarfsvettvangur sameiginlegra markaðsmála ferðaþjónustuaðila í kjördæminu. Á aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi sem haldinn var í október sfðastliðinn var gerð sú samþykkt að SSV greiði 70% af kostnaði við UKV að því tilskildu að ferðaþjónustu- og hagsmunaaðilar greiddu 30% mótframlag. Það verk hefur gengið framar vonum að sögn Sigríðar Hrannar og mikill hug- ur er í fólki að sameina krafta sína við markaðssetningu lands- hlutans. Hlutverk UKV verður meðal annars fólgið í því að veita inn- lendum og erlendum ferðamönn- um upplýsingar um framboð á ferðaþjónustu á Vesturlandi, sem og á landsvísu, með það markmið að beina ferðamannastraumi inn í landshlutann. Einnig sé það markmið með stofnun UKV að vera leiðbeinandi aðili við fræðslu- og kynningarstarf innan greinarinnar auk þess að skipu- leggja, þegar fram líða stundir, sameiginlega markaðssetningu landshlutans út á við. UKV er einkahlutafélag í eigu aðildarfé- laga sem greiddu stofngjald sem hlutafé og munu eftir það greiða árlega framlag til rekstursins. Á stofnfundinum var kosin þriggja manna stjórn miðstöðv- arinnar. f aðalstjórn voru kosin: Guðrún Bergmann, Hellnum, Gunnar Sigurðsson, Akranesi og Óli Jón Ólason, Reykholti. I vara- stjórn voru kjörin: Guðrún Egg- ertsdóttir, Bjargi, Borgarnesi, Tryggvi Konráðsson, Arnarstapa og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Akranesi. Morgunblaðið/Guðrún Vala HITAÐ upp fyrir hlaupið í Akurholti. Fjölmennt hlaup í fá- mennri sveit Eyja- og Miklaholtshreppi - Um 66 konur og stúlkur tóku þátt í Kvennahlaupinu í Eyja- og Mikla- holtshreppi. Þar af var a.m.k. helmingurinn „aðkomukonur" sem staddar voru á ættarmóti á Hótel Eldborg. Þátttakendur byrjuðu upphitun um hálftíma fyrir hlaup en hlaupið var frá Akurholti og niður í Laugargerði. Eftir hlaupið var boðið upp á svaladrykk og frítt var í Kolviðarneslaug fyrir þátt- takendur. Veðrið var milt og hélst þurrt eftir mikla vætu undanfarna daga. Markaðsátak í Vogum á Vatnsleysuströnd Morgunblaðið/Björn Blöndal JÓHANNA Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ætla að fjölga íbúum í1000 á næstu árum Keflavík - „íbúafjöldinn í Vogum nú er 710 manns en markiðið með þessari markaðssetningu er að fjölga þeim í 1000 á næstu ár- um. Verkefnið er spennandi því þetta er í fyrsta sinn sem heilt sveitarfélag er markaðssett frá A til Ö á þennan hátt,“ sagði Jó- hanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd, í við- tali við Morgunblaðið um átak sem Vogamenn standa nú að til að fjölga íbúum. Jóhanna sagði að ástæðan fyrir þessu átaki væri fyrst og fremst sú að 1000 manna sveitarfélag er mun hagstæðari rekstrareining en 700 og kostnaður sem fylgir því að taka við 300 nýjum íbúum er minni en tekjurnar sem þeir gefa af sér. Helsta skýringin væri sú að rekstrarkostnaður grunn- skólans hækkaði lítið þótt þar bættust við um 70 nemendur. Skólinn væri einsetinn og kenn- arar væru allir faglærðir að ein- um undanteknum. Jóhanna sagði að það væri at- hyglisvert að á síðustu 10 árum hefði orðið 15% fjölgun íbúa í Vogum sem væri mesta aukning á Suðurnesjum. „Um síðustu aldamót voru þó fleiri íbúar í Vogum eða 750 og á vetrarver- tiðum voru hér allt að 2000 manns. Þá voru íbúar hér tölu- vert fleiri en íbúar Keflavíkur og Grindavíkur til samans,“ sagði Jóhanna. „Einn mikilvægasti kosturinn við Voga er góð staðsetning, ná- lægð við höfuðborgarsvæðið og alþjóðaflugvöll og að fljótlega stefnir í að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð." Jóhanna sagði að í raun væri höfuðborgarsvæð- ið og Suðurnes eitt atvinnusvæði sem væri kostur og að margir kysu einmitt að vinna í höfuð- borginni en búa í rólegra um- hverfi. Gott framboð væri af fjöl- breyttum lóðum og þær væru allt að 50% ódýrari en á höfuðborg- arsvæðinu. Gisti- og veitingaskipið Thor í Húsavíkurhöfn Morgunblaðið/Silli GAMLA varðskipið Þór hefur fengið nýtt hlutverk á Húsavík. Húsavík - Sjóferð- ir Amars á Húsa- vík, sem gera út hvalaskoðunar- bátana Moby Dick og Keikó, hafa keypt gamla varðskipið Þór, sem síðast gekk undir nafninu Sæ- björg og þjónaði sem skólaskip Slysavarnaskól- ans. Hefur skip- inu verið breytt í gisti- og veitinga- skip, sem verður í sumar í Húsavík- urhöfn og á þar að veita almenna gisti- og veitingaþjónustu. Eigendur Sjóferða Amars em hjónin Amar Sigurðsson og Ásdís Jónsdóttir og hafa þau í vetur látið gera breytingar á skipinu, sem nú er orðið fljótandi hótel, eitt sinnar teg- undar á landinu og nýr kostm- í ferðaþjónustunni, og verður þjónust- an rekin undir nafninu Thor. í skipinu era nú 20 kojur en fyrir- hugað er að bæta þar við 18, svo alls verði 38 gistirúm. Á efra dekki er veitingasalur fyrir 40 manns og á neðra dekki er hægt að dekka fyrir 80 manns og í góðu veðri verða borð og stólar á dekki fyrir 40 manns. Arnar hugsar sér að koma fyrir í skipinu lítilli sögusýningu um störf Landhelgisgæslunnar bæði með myndum og hlutum og þar eru nú hinar heimsfrægu togvíraklippur, sem notaðar voru í þorskastríðinu. Skipið hefur hafnarpláss á Húsa- vík til 15. september en ekki er ráð- legt talið að hafa það þar yfir vetur- inn og einnig má þá gera ráð fyrir þrengslum í höfninni, en ekki er enn ákveðin staðsetning skipsins í vetur. Bæjarbúum var á dögunum boðið til vígsluathafnar í Thor og var mönnum þar vel veitt og fannst þeim þar vistlegt og þægilegt að dvelja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.