Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 23

Morgunblaðið - 24.06.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 23 Verð á fiskimjöli og lýsi aftur á uppleið Verð á loðnumjöli frá íslandi 1995-99 Pund tonnið, verð í hverjum mánuði Heimsmarkaðsverð á lýsi 1995-1999 Dollarar tonnið, CIF í Evrópu, mánaðarlegt MARKAÐUR fyrir íslenskt mjöl og lýsi virðist ætla að verða ámóta í ár og á liðnu ári og verðið er á upp- leið eftir að hafa verið með lægra móti í ársbyrjun. Útflutningur er aðallega til Bretlands, Danmerkur og Noregs en samtals voru flutt út liðlega 81 þúsund tonn af mjöli og tæplega 28 þúsund tonn af lýsi fyrstu fjóra mánuði ársins. Mjölút- flutningurinn er um 37% af útflutn- ingi 1998 en tæplega þriðjungur hefur verið fluttur út af lýsi saman- borið við allt árið í fyrra. Verð á mjöli var í hámarki í nóv- ember og desember 1997 þegar tonnið fór í 490 pund, um 59.000 krónur. Það var um 470 pund í september en hefur síðan lækkað jafnt og þétt. Var um 370 pund í janúar og um 255 pund í mars en er nú komið í um 280 pund. Amóta verðbreytingar hafa verið á lýsi. Það hækkaði með hverjum mánuð- inum 1997 og tók mikinn kipp í fyrra. Tonnið fór hæst í 770 dollara í júlí og meðalverðið var 727 dollar- ar á liðnu ári en hefur lækkað mik- ið á líðandi ári. Var 465 dollarar í janúar, 300 dollarar í mars Og hef- ur verið um 280 dollarar að undan- förnu. Áhrifa E1 Nino gætir enn Heimsframleiðsla á fiskimjöli hefur ekki aukist aftur í það sem hún var eftir samdráttinn sem heiti straumurinn E1 Nino olli í Suður- Ameríku í fyrra en þá var heims- framleiðslan aðeins 4,7 milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að hún Utlit er fyrir meiri framleiðslu verði 5,7 milljónir tonna í ár en í meðalári hefur hún verið um 6,5 milljónir tonna. Framleiðslan er minni en gert var ráð fyrir, fyrst og fremst vegna þess að ríkisstjómin í Chile bann- aði makrílveiðar við Suður-Chile til 31. ágúst eftir að veiðst höfðu um 400.000 tonn en upphaflegi kvótinn var tvær milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að heimsfram- leiðsla á lýsi verði 990.000 tonn en var 770.000 tonn á liðnu ári. Um 55% lýsisins er notað í fiskeldi en hlutur þess í smjörlíki og brauði eykst með lægra verði. Botninum náð „Eg hef á tilfmningunni að verð- fallið sé ekki lengur til staðar,“ segir Jón Reynir Magnússon, for- stjóri SR-Mjöls og formaður Fé- lags íslenskra fískmjölsframleið- enda, við Morgunblaðið. „Við höld- um að kominn sé botn í málið og hreyfing upp á við er nóg til þess að leyfa sér að vona að það versta sé afstaðið. Hins vegar er verðið enn frekar lágt.“ Þó verð virðist fara hækkandi segist Jón Reynir ekki sjá fram á miklar hækkanir í bráð. „Það getur tekið nokkurn tíma því jurtaafurð- irnar sem við keppum við, bjóðast á lágu verði. Eins tekur tíma fyrir menn, sem skiptu yfír í jurtaafurð- ir í fyrra þegar verð á lýsi og mjöli var í hámarki, að átta sig á því að þeir þurfa að fara að kaupa fyrri afurðir aftur.“ I mars kom fram í Morgunblað- inu að þegar loðnuframleiðslan var sem mest var lítil sala vegna verð- falls. Fyrir vikið varð mikil birgða- söfnun hjá íslenskum framleiðend- um og var talið að um 15.000 tonn af óseldu mjöli og nokkur þúsund tonn af lýsi væru í erlendum birgðageymslum auk birgða innan- lands. Jón Reynir sagði að allt tal um birgðir væri viðkvæmt og vildi ekki staðfesta neinar tölur en sagði að ástandið hefði breyst til hins betra. „Þetta hefur mjatlast út og ég held að engin vandræði séu lengur þess vegna.“ Meiri framleiðsla Rúmlega 606 þúsund tonn af loðnu bárust til íslenskra fiski- mjölsverksmiðja á iiðinni vetrar- vertíð. A líðandi vertíð hefur verið landað liðlega 30 þúsund tonnum af kolmunna, þar af um 8.000 úr er- lendum skipum, og liðlega 93 þús- und tonnum af síld úr norsk-ís- lenska stofninum. Hins vegar hefur spum eftir mjöli og lýsi verið á ró- legu nótunum, að sögn Jóns Reyn- is. „Hún er frekar hæg og við vær- um ekki í sérstaklega góðum mál- um væri bullandi framleiðsla. Að því leyti hefur það hjálpað okkur að aflinn hefur komið inn í róleg- heitum. Þetta hefur verið svolítill kolmunni og svolítil síldveiði en ekki í neinu rosalegu magni enda ekki allar verksmiðjur í gangi.“ Fyrstu mánuði ái-sins var útlitið ekki bjart en heldur virðist vera að rofa til. „Þegar allt virðist vera að fara niður á við, ekki er séð fyrir endann á því og engin eftirspum, er auðvitað þungt í mönnum hljóð- ið en verðið hefur botnfallið og ef eitthvað er er það að fara í rétta átt. Menn hafa getað selt birgðir og gæla við að árið geti orðið býsna gott hvað hráefni snertir. Fyrri hluti ársins er góður miðað við árin á undan og ástæða til að vera von- góður hvað varðar veiðar og fram- leiðslu, en ég tel líkur á að meira verði framleitt á þessu ári en í fyrra.“ nrriH DRESS MANN Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-573 Simi 562-9730 'EGI 18 B - REYKÆEK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.