Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 26

Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bandarískur verðbréfamiðlari hverfur með rúma 200 milljarða í farteskinu New York, Greenwich. The Daily Telegraph, AP. ÓFÉLAGSLYNDUR verðbréfa- miðlari sem notaði stjömuspá til leiðbeiningar um fjárfestingar er horfinn sporlaust með sem svarar rúma 200 milljarða króna í fartesk- inu. Hefur ekkert til hans spurst síð- an í byrjun maí. Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, telur að um geti ver- ið að ræða stærsta þjófnað sem nokkurn tíma hefur verið framinn. Þetta er rúmlega tvisvar sinnum stærri upphæð en Nick Leeson tap- aði í verðbréfaviðskiptum á sínum tíma, og varð breska Barings-bank- anum að aldurtila. Verðbréfamiðlar- inn Martin Frankel er 44 ára Banda- ríkjamaður og stundaði sín vafasömu viðskipti innan veggja glæsihúss síns í Greenwich, útborg New York, þar sem Mel Gibson, Diana Ross og ýmsir Wall Street-milljónamæring- ar voru nágrannar hans. Frankel notaði bankareikninga upploginna fyrirtækja í Bandaríkjunum, Karíba- hafseyjum og Sviss til þess að koma undan fjármunum sem honum var falið að ávaxta. Órekjanlegar eigur Lögregla leitar nú Frankels um allan heim. Joseph Dooley, fulltrúi FBI, sagði: „Hann þvoði þessa pen- inga, notaði þá til að kaupa órekjan- legar eigur.“ Fyrir sjö árum var Frankel bannað um aldur og ævi að stunda hlutabréfaviðskipti eftir að kvartað var yfir því að um einn mOlj- arð Bandaríkjadollara vantaði í sjóð sem hann stýrði. En þá stofnaði Frankel Liberty National-verðbréfa- fyrirtækið, án þess að fá fyrir því op- inbert leyfi, og hélt áfram að versla. Frankel fjárfesti á skuldabréfa- markaði fyrir tryggingafélög í sex ríkjum í Bandaríkjunum. Þessi trygg- ingafélög voru tekin til skiptameð- ferðar þegar þau gátu ekki gert grein fyrir fjárfestingum í Liberty National. Rannsakendur telja að hátt í sjötíu milljarðar króna af þeim fjár- festingum séu horfnir, ásamt um 145 milljörðum sem Frankel fjárfesti í sínum eigin „mannúðarsamtökum", með aðsetur á Jómfrúreyjum, Stofn- un heilags Frans frá Assisí. Markmið Einn stærsti þjófn- aður sögunnar Ekkert hefur spurst til bandaríska verðbréfamiðlarans Martins Frankels í tæpa tvo mánuði, né heldur er vitað hvað hefur orðið um rúmlega 200 milljarða króna sem hann hafði höndlað með. Eigi sá grunur við rök að styðjast, að Frankel hafí stolið þessum fjármunum, þá er hann einn stórtækasti þjófur sem sögur fara af. stofnunarinnar var sagt vera að hjálpa veikum börnum, en rannsakend- ur telja það einungis hafa verið yfirvarp. Grunsamleg umboðslaun The New York Times greinir frá því að sam- kvæmt dómsskjölum hafí Frankel farið að með eftirfarandi hætti: Hann hafi stjómað eða haft tengsl við nokkur fyrirtæki og fram- kvæmdasjóði, er hafí keypt meirihluta í trygg- ingafélögunum. Smám saman hafí þessi fyrir- tæki beint verðbréfavið- skiptum til fyrirtækis Frankels, sem hafi gert honum kleift að tæma sjóði þeirra. Hann notaði flókið færslunet til að hylma yfir áfangastaði fjármunanna. Til dæmis fjárfesti einn trygginga- takinn í neti Frankels 30 milljónir dollara, eða rúma tvo milljarða ís- lenskra króna, hjá verðbréfafyrir- tækinu Pradential Securities í New York. Frankel færði þá peninga síð- an á nafn Bloomfield Investments, sem hann stýrði frá heimili sínu. Því næst voru pening- arnir símsendir til sviss- neska bankans United Bank of Switzerland í gegnum útibú hans í Stamford í Connecticut- ríki, og skömmu seinna lagðir inn á reikning númer 70026 í bankan- um Banque SCS Alli- ance í Sviss. Rannsak- endur hafa komist að því, að greiðslur til fólks er vann fyrir Frankel höfðu verið teknar út af þeim reikningi. Það voru yfirvöld í Mississippi sem fyrst komust á snoðir um að Frankel hefði eitthvað óhreint í pokahominu, og það sem vakti athygli þeirra var hversu lág umboðslaun fyrirtæki Frankels tók. Nokkur tryggingafé- lög í ríkinu höfðu beint hlutabréfa- viðskiptum fyrir allt að 14 milljarða dollara til fyrirtækisins, Liberty National, og það hafði einungis tekið um 40 þúsund dollara í umboðslaun. Þótt verðbréfamiðlarar séu famir að veita mikinn afslátt nú á tímum virt- ist þetta vera of gott til að geta verið satt. Og sú var raunin. Innsigluð handtökuskipun Rannsóknarkviðdómur hefur verið að kanna mál Frankels síðan um miðjan maí. Hefur verið gefin út inn- sigluð handtökuskipun á hendur honum, að því er haft var eftir ónafn- greindum heimildamönnum innan lögreglunnar. Hann hefur þó ekki verið ákærður fyrir glæp, að sögn The New York Times. Enginn lögfræðingur hefur lýst því yfir að hann sé fulltrúi Frankels, og fjölskylda hans í Toledo í Ohio, þ.á m. móðir hans, tjáði The Bla.de of Toledo að ekkert hefði heyrst frá honum í nokkrar vikur. Hann er ókvæntur. I apríl eyddi Frankel rúmlega einni milljón dollara, eða rúmum sjö- tíu milljónum íslenskra króna, í verslunum Baccarat, Tiffany og Gi- anni Versace og í ferðalög til Rómar, Genfar og London. Fyrir tveim árum fannst 22 ára stúlka, sem sögð var hafa verið „hálf- gildings starfsmaður og/eða unn- usta“, hengd í húsi sem Frankel hafði á leigu skammt frá heimili sínu. I ljós kom að stúlkan hafði fyrirfarið sér. Nágrannar höfðu kvartað yfir því við lögreglu hversu margt fólk, þ.á m. AP EINA ljósmyndin af Frankel, sem fundist hefur, er þessi skólaár- bókarmynd frá 1970. margar ungar konur, hefði verið að koma og fara úr húsinu á öllum tím- um sólarhrings. Heimkeyrslan var yf- irleitt þéttskipuð Bensum. Það var í síðasta mánuði sem sjálf- virkur brunaboði kallaði slökkvilið til heimilis Frankels. Slökkviliðsmenn- irnir komust að því að reykskynjarar höfðu farið í gang vegna reyks frá skjalahrúgum er brunnu í tveim ar- inum. Meðal þess sem fannst hálf- brunnið var minnislisti. Minnisatriði númer eitt var: „Peningaþvætti ... koma $ til Israels til að fá þá aftur.“ Alríkislögreglumenn fundu einnig stjömukort og á einu þeirra var spurningalisti: „1. Fer ég í fangelsi? 2. Kemur Tom upp um mig? 3. Ætti ég að fara? 4. Ætti ég að senda pen- inga aftur frá útlöndum? 5. Verður allt í lagi með mig?“ Einnig fundust athuganir á framsalssáttmálum Bandarikjanna við ýmis ríki, til dæmis Brasilíu og ísrael. Maður sem sagðist heita Frankel hringdi út af eldsvoðanum, en þegar yfirvöld fóru fram á að fá að hitta hann var skellt á. Grisham leiðinlegur í samanburði Limúsínubílstjórar greindu frá því, að daginn áður en bruninn varð hefðu þeir flutt til Kennedy-flugvallar nokkuð af þeim tugum einstaklinga sem Frankel hafði í vinnu á þeim 90 tölvum sem voru í húsi hans. Það hafði verið innréttað sem skrifstofu- húsnæði og voru þaðan beinar línur til Verðbréfaþings New York og ann- arra markaða. Að sögn nágranna voru gífurlega öflug innbrotsvarnar- kerfi í húsinu, og Frankel yfírgaf það ekki nema í fylgd lífvarða. Hann var fölleitur, því að hann fór sjaldan úr húsi. Nú leikur grunur á að hann hafi flúið land, og hefur ekk- ert til hans spurst síðan 5. maí. Næsti nágranni hans, Charles Da- vidson, kvaðst einungis hafa séð hann tvisvar á fimm árum. George Dale, tryggingaeftirlitsmaður í Miss- issippi, sagði: „Við höfum aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Skáldsögur Johns Grishams eru blátt áfram leið- inlegar í samanburði." Assad Sýrlands- forseti hrósar Ehud Barak Jerúsalem, London. Reuters. FORSETI Sýrlands, Hafez al- Assad, fór lofsamlegum orðum um Ehud Barak, nýkjörinn forsætis- ráðherra Israels, að því er breskur blaðamaður sem nýlega átti tal við þá báða, skýrði frá. Mun Barak einnig hafa vottað Assad virðingu sína. Vekja þessi ummæli vonir um að friðarviðræður milli ríkjanna verði teknar upp að nýju. Blaðamaðurinn Patricks Seale skiifar fyrir arabíska dagblaðið al- Hayat, sem gefið er út í London, og kvað hann Assad hafa sagt að Barak væri heiðarlegur maður sem nyti mildls traust og væri augljós- lega staðráðinn í að koma á friði milli n'kjanna tveggja. Barak hrós- aði einnig Assad og sagði hann hafa eflt Sýrland mjög, en það væri mik- ilvægt til að halda stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Kvaðst Barak, að sögn Seales, vera spenntur að sjá hvort möguleiki væri á að semja frið við Sýrland. Friðarviðræður teknar upp að nýju? Sýrland og ísrael eiga enn form- lega í stríði síðan Israelar hernámu Gólan-hæðirnar í Sexdagastríðinu árið 1967. Hinn jákvæði tónn í um- mælum Assads og Baraks vekur vonir um að friðarviðræður milli ríkjanna, sem slitnuðu árið 1996 eftir að Benjamin Netanyahu tók við völdum í Israel, verði nú teknar upp að nýju. Assad sagði við Seale að „ekki hefði verið hægt að eiga við“ Net- anyahu, forvera Baraks, því hann hefði verið umkringdur af „of- stækismönnum“. Nú væri staðan hins vegar gjörbreytt og þunga- miðjan í ísraelskum stjórnmálum hefði færst nær miðju. Sagðist Assad trúa því að raunverulegur friðarvilji væri nú fyrir hendi í Israel. Aðspurður hvemig honum litist á að taka friðarviðræður upp að nýju, sagði Assad að ekki væri um að ræða að byrja upp á nýtt, heldur að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, og byggja á þeim ár- angri sem þegar hefði náðst. Sagði Assad að Yitzhak Rabín, fyrrver- andi forsætisráðherra Israels, hefði í meginatriðum fallist á að af- henda Sýrlendingum Gólan-hæð- iraar, áður en hann féll fyrir morð- ingjahendi árið 1995. Barak hefur ekki heitið því opin- berlega að Golan-hæðimar verði afhentar, en hefur sagt að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði haldin um þá friðarsamninga sem kunna að verða gerðir. Þá hefur hann heitið því að ísraelskir hermenn verði kvaddir heim frá suðurhluta Lí- banons innan árs, en það krefst samvinnu við Sýrlendinga. Hafði Seale eftir Barak að eina leiðin til að tryggja varanlegan frið í Mið- Austurlöndum væri með samkomu- lagi við Sýrland. Reutera Mikið mannfall í átökum í Kólumbíu AÐ minnsta kosti sextíu og fimm féllu í átökum milli marxískra uppreisnarmanna í Kólumbíu og hersveita ríldsins eftir að uppreisnarmennimir reyndu að brjóta sér leið að bækistöðvum helsta óvinar síns í Nudo de Paramillo-fjallasvæð- inu. Að sögn talsmanna hersins létust a.m.k. 32 hermenn sem er mesta mannfall hersins frá því formlegar friðarviðræður hófust við uppreisnarmennina í FARC- sveitunum. Ekki er þó gert ráð fyrfr að þessir atburðir komi í veg fyrir að viðræðum verði fram haldið. Alpalúðra- keppni í Sviss RÚMLEGA 200 manns komu sam- an á fjallinu Mannlichen á Bernarölpunum í Sviss á dögun- um til að taka þátt í stærstu alpalúðrakeppni heims. Sviss- neskur drengur leggur hér eyrun við einn lúðranna, en Svisslend- ingar hafa notað þá til að hóa saman fénaði og sem herlúðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.