Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listahátíð Norður-Noregs haldin í 35. sinn í Harstad A nyrstu lista- hátíð í heimi sest sólin ekki Nyrsta listahátíð í heimi stendur nú yfír í Harstad í Norður-Noregi. Margrét Sveinbjömsdóttír var með- al áhorfenda á opnunarleiksýriingunni Vard0ger- Váigasat, sem fór fram undir berum himni. HTT i -;- 1 I: ® -*. * * B K I " Morgunblaðið/Margrét ÞAÐ er engin miskunn hjá Ólafi konungi Tryggvasyni (Ketil Hoegh), sem hér reynir að beygja Samastúlkuna Gájjá (Sara Margrethe Oskal) til hlýðni við sig og trúar á Hvíta-Krist. Foreldrar hennar, Osku (Bjorn Sundquist) og Várvá (Mary Sarre), standa óttaslegin hjá en kirkjunnar menn og konungsins snúa í þau baki. Með krossinn og sverðið að vopni LISTAHÁTÍÐIN „Festspillene i Nord-Norge“, sem nú er haldin í 35. sinn, laðar fjölda gesta víða að til hafnarbæjarins Harstad, auk þess sem bæjarbúar, sem eru um 23 þúsund talsins, taka virkan þátt. Bærinn er miðja vegu milli Bodo og Tromsö, á stærstu eyju Noregs, Hinn0ya. Harstad gengur undir nafninu menningarbær Norður- Noregs, en þar hefur á síðari áram verið lögð rík áhersla á menningar- og listastarfsemi, þar sem menn- ingarhúsið Harstad Kulturhus gegnir lykilhlutverki. Hátíðin hófst föstudaginn 18. júní og stendur til laugardagsins 26. júní. Bærinn iðar af lífi dag og nótt, en á þessum árstíma sest sól- in alls ekki og því bjart allan sólai-- hringinn. Heimamenn orða það svo að þeir sofi „hratt“ á þessum björtu sumarnóttum - en að sama skapi ekki ýkja lengi. Konungshjónin Haraldur og Sonja heiðruðu Harstad með nær- vera sinni á íyrsta degi hátíðarinn- ar og settu hana formlega. Dag- skrá listahátíðarinnar er fjölbreytt. Þar er sjónum beint að sögu og menningu Norður-Noregs og norð- urheimskautssvæðisins síðustu þúsund árin, samtímis því sem horft er fram á við og skyggnst inn í nýtt árþúsund. Þó að listamenn frá Norður-Noregi séu mest áber- andi á hátíðinni koma þar einnig fram listamenn frá öðram hlutum landsins og öðrum löndum. Þetta árið er menningu og listsköpun barna og ungs fólks gert sérstak- lega hátt undir höfði og samtímis hátíðinni fer fram bæði Listahátíð barna og menningarhátíð ungs fólks í Norður-Noregi. Auk skipu- lagðra og tímasettra listviðburða á fyrirfram ákveðnum stöðum setur götuleikhús og lifandi tónlist úti og inni svip á bæinn - og á bryggjunni fyrir framan menningarhúsið er jafnvel slegið upp balli. Þegar líður á kvöldið er klúbbur Mstahátíðar- innar á Viking Nordic hótelinu staðurinn þar sem listamenn og há- tíðargestir hittast, dansinn dunai- og nóttin er ung. ÁHORFENDUR streyma að, flestir í þykkum peysum og regnfötum. Sumir hafa jafnvel tekið með sér húfur og vettlinga og þegar litið er yfir áhorfendabrekkuna sjást einnig regnhlífar og sjóhattar á stangli. Dagsetningin er 18. júní 1999. Nei, við erum ekki stödd á hestamannamóti á íslandi, heldur á áhorfendabekkjunum andspænis útileiksviðinu við vatnið Laugen á Trondenes, eða Þrændanesi, skammt utan við Harstad. Innan stundar hefst opnunarsýn- ing Listahátíðar Norður-Noregs 1999 á leikritinu „Vardager- Váigasat" sem á íslensku útleggst „Fyrirboði" og er eftir Hilde Skancke Pedersen. Verkið er byggt á sögu Ólafs konungs Tryggvasonar og segir frá því þegar konungur og föruneyti hans koma á Þrændanes árið 999 til þess að kristna íbúana þar - með góðu eða illu - með krossinn og sverðið að vopni. Það er svolítill vindur og á himni eru skúraský, svo það er eins gott að vera við öllu búinn, því framundan er um tveggja klukkustunda seta á trébekkjum í brekkunni. Um þúsund áhorfend- ur, þar á meðal konungshjónin Haraldur og Sonja, koma sér fyrir. Þau síðastnefndu þurfa þó ekki að hafa umtalsverðar áhyggjur af yf- irvofandi rigningu, því þeim er vís- að til sætis á sérstökum palli á besta stað í brekkunni, þar sem tjaldað hefur verið yfir með hvítu segli. Það kemur sér Iíka vel fyrir þeirra hátignir þegar líður á sýn- inguna og dropar taka að detta úr lofti. Sýningin er sett upp í samvinnu Listahátíðar Norður-Noregs 1999, Samaleikhússins Beaiwás Sámi Teáhter og Hálogalandsleikhúss- ins, þar sem Islendingurinn Hauk- ur J. Gunnarsson er við sljórnvöl- inn. Leikhússtjóri Samaleikhúss- ins, Alex Scherpf, leikstýrir sýn- ingunni. I einu af aðalhlutverkunum, sem Samaleiðtoginn Osku, er hinn þekkti norski leikari Bjorn Sundquist, sem er ein aðalsljarna listahátíðarinnar að þessu sinni og kemur víða við í dagskránni. Heið- urinn af tónlistinni í leikritinu á tónskáld hátíðarinnar, Nils Henrik Asheim. Alls taka þrettán leikarar frá báðum leikhúsuuum þátt í sýn- ingunni, auk um 40 aukaleikara, að ógleymdum hreindýrum og hestum, sem setja svip á sviðs- myndina. Krossinn, Þórshamarinn og rúnatromman Sögusviðið er sumaraðsetur Sama, svokölluð siida, á bökkum Laugen-vatnsins árið 999, þar sem Osku býr ásamt konu sinni Várvá, sem er forspá, og börnunum Gájjá og Áillon. Það eru umbrotatímar í Noregi og frést hefur að Ólafur konungur Tryggvason sé á leið norður yfir héruð ásamt miklum her manna, biskupi, klerki og höfðingjanum Sigurði á Þrænda- nesi. Verkið er að hluta til byggt á heimildum um persónur sem voru þekktar, svo sem Ólaf konung, Sig- varð biskup, höfðingjann Sigurð á Þrændanesi og konu hans, Sigríði Skjálgsdóttur. Aðrar persónur eru skapaðar með hliðsjón af söguleg- um heimildum og vangaveltum höf- undarins um hvernig atburðarásin hafi getað verið við Laugen daginn sem konungur kom þangað riðandi með föruneyti sínu sumarið 999. Hver voru viðbrögð Norðmann- anna sem trúðu á hina norrænu guði? Og hvað með Samana og þeirra trúarbrögð? Hvað gerðist á Þrændanesi þennan dag fyrir þús- und árum þegar þar mættust höfð- ingi og þræll, konungur og almúgi? Átök verksins eru milli þriggja ólíkra heima og heimsmynda, þrennra trúarbragða; samískra náttúrutrúarbragða, norrænnar heiðni og hins nýja kristindóms. Hér mætast krossinn, Þórshamar- inn og rúnatromman - en leikur- inn er ójafn. I leikritinu er ekki síst leitast við að varpa ljósi á þann þátt sem helst hefur verið þagað um í heimildunum, sem flestar voru jú skráðar af kristnum mönn- um, þ.e. hvernig trú og menning Sama var markvisst þögguð niður. Morgunblaðið/Margrét FUNDUR í flæðarmálinu er yfirskrift innsetningar nokkurra ungra listamanna í fjörunni við Þrændanes og hluti af henni er bryggjan sem hér sést. Á henni stóð hljómsveitin Arctic Brass og spilaði úr nýskrif- uðu verki tónskálds listahátíðarinnar, Nils Henrik Asheim, Burning Ice, við opnun myndlistar- og handverkshluta hátiðarinnar. -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 a islancu Stærsta helmfiis-og raftækjaverslunarkeöja í Evrópu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.