Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Málskrúð Sivjar „Tilfinning... myndi í fyrstu ráda ... en þá yrði að bregðast við með rökum. “ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrims- son Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra virð- ist vera þeirrar skoð- unar að gera beri greinarmun á tilfinn- ingum annars vegar og rökum og upplýsingum hins vegar. Þessa sér að minnsta kosti tvisvar stað í viðtali við hana í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Ennfremur virðist hún líta svo á, að verðmætamat byggist á rökum og upplýsingum og ekki á tilfinningum. En spurn- ingin er sú, hvort þetta sé ekki málskrúð eða misskilningur hjá ráðherranum. Þetta skiptir máli, vegna þess að verðmæta- mat er lykilatriði þegar kemur að málum á borð við umhverfis- vernd. Það sem meira er, Siv virðist byggja á þessari skoðun sinni viðhorf sín til virkjanafram- kvæmda á há- lendi Islands, og skákar í því skjóli að rök og upplýsingar hnígi í virkjun- arátt. Af þessu leiðir, að sá vondi grunur vaknar, að kannski sé viðhorf umhverfisráðherra Is- lands til virkjanaframkvæmda á hálendinu byggt á grundvall- armisskilningi. Það er algengt, en líka heldur ódýrt bellubragð hjá mál- skrúðsmönnum að segja and- mælanda sinn á valdi tilfinning- anna en að þeir sjálfir byggi mál sitt á rökum og jafnvel staðreyndum (helst tölulegum - það er svo flott) til að kveða þannig andmælandann í mein- tan kút. í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 20. júní segir Siv meðal annai-s: „Auðvitað erum við öll manneskjur með tilfinn- ingar en það er ekki hægt að taka ákvarðanir í umhverfis- málum á tilfinninganótunum einum heldur verður að kanna allar upplýsingar og rök.“ Nokkru seinna í sama viðtali er munurinn orðinn skarpari: „Tilfinning neytandans myndi í fyrstu ráða, eins og við sáum í sambandi við ormafárið í Þýskalandi á sínum tíma, en þá yrði að bregðast við með rök- um.“ Þetta hljómar allt meinleysis- lega, jafnvel tómlega. En ef nánar er að gáð fela þessar setningar í sér greinarmun á tilfinningum og rökum, og í seinni setningunni er þessu tvennu beinlínis stillt upp sem andstæðum sem útiloka hvor aðra. Það þurfi að beita rökum (vísindalegum, nánar tiltekið) gegn tilfinningu neytandans. Og þá verða rökin „óumdeilan- lega“ ofan á, gerir ráðherrann ráð fyrir, án þess reyndar að segja það beint. I fyrri setningunni virðist ráðherrann svo vera að vara við tilfinningum yfirleitt, og þeirri hættu sem það geti skapað að við skulum vera manneskjur með svoleiðis. Hún virðist þó ákveðin í að láta tilfinningar ekki hlaupa með þjóðarhag í gönur. Engu að síður gerir Siv sér grein fyrir því, að ákvörðun í máli getur orðið á endanum ráðherrans að taka, og þá er það „verðmætamat viðkomandi ráðherra og ríkisstjórnar sem ræður“, segir hún. Hér eru það ekki lengur „upplýsingar og rök“ sem eru grundvöllur ákvörðunar, heldur verðmæta- mat. Eða er þetta eitt og hið sama, að mati Sivjar? Ber að skilja hana svo, að hún telji að verð- mætamat sé byggt á rökum og upplýsingum en ekki tilfinning- um? í ljósi þess greinarmunar sem hún gerir á rökum og upp- lýsingum annars vegar og til- finningum hins vegar hlýtur maður að ætla að þessi sé skiln- ingur hennar á verðmætamati. Það má vera að svo sé, en þetta er verulega óljóst hjá ráðherr- anum. Kristján Kristjánsson heim- spekingur vék að þessum meinta greinarmun í Morgun- blaðinu fyrir hálfu ári, og sagði þá að það væri undarlegt „þeg- ar hinn gamli og úrelti greinar- munur á rökum og tilfinning- um blandast inn í virkjana- þvargið“. Hvað átti Kristján við með þessari fullyrðingu um úreldingu þessa meinta grein- armunar, sem umhverfisráð- herra virðist telja grundvallar- atriði? Kristján hélt áfram: „Flestir sálfræðingar og heimspekingar sem ritað hafa um mannlegar tilfinningar síðasta aldarfjórð- unginn hafa verið sammála um að geðsmunirnir séu þrungnir af vitsmunum og tilfínningarök rök alveg í sama skilningi og önnur.“ (Morgunblaðið, 8. janú- ar 1999 - aðsent efni.) Siv er reyndar alls ekki ein um að draga fram þennan meinta greinarmun þegar verja þarf hugmyndir um virkjana- framkvæmdir á hálendinu. Ráðamenn hjá Landsvirkjun hafa líka haldið því fram að rök og skynsemi skuli ráða ferðinni en ekki tilfinningar. Allt er þetta dregið fram í þeim tilgangi að láta andstæð- inga virkjanaframkvæmda líta út fyrir að vera á valdi tilfinn- inga og þar með bæði órökvísa og óskynsama. En raunin er sú, að það er ekkert óskynsamlegt við það að tala um tilfinningar, heldur þvert á móti. Það veit Siv, og ýjaði að því þegar hún nefndi mikilvægi verðmætamats. Því að verð- mætamat er óhugsandi án til- finninga. Það er gaman að ráð- herrann skyldi víkja að þessu, þótt stuttlega væri. En hin óljósu svör Sivjar og hinn úrelti greinarmunur sem hún leggur áherslu á verða bara að málskrúðsryki sem blindar mann. Ekki er að vita hvort Siv gerir þetta af ráðnum hug - til dæmis til að víkja sér undan gagnrýni - eða bara af misskilningi. Hvort heldur sem er, þá er vont að umhverfisráð- herra hverfi í málskrúð. En ef til vill er Siv að þessu leyti eins og stjómmálamenn eru yfirleitt, og maður ætti kannski bara að yppta öxlum - þeir ráða hvort eð er. EGILL STEFÁNSSON + Egill Stefánsson fæddist á Syðri- Bakka í Kelduhverfi' 13. desember 1923. Hann lést á sjúkra- húsi Húsavíkur 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Jóns- son frá Sultum, f. 30.6. 1887, d. 2.12. 1958, og Guðbjörg Jónsdóttir frá Klifs- haga, f. 1.9. 1888, d. 18.7. 1956. Þau bjuggu á Syðri- Bakka frá árinu 1913-1958. Þar ólst Egill upp ásamt systkinum sínum sem voru: Jón Höskuklur, f. 1915, Þóroddur, f. 1916, Rögnvaldur, f. 1918, Rósa Kristín, f. 1921, Guð- rún, f. 1926, og Guðlaug, f. 1929. Egill Stefánsson ólst upp á fjöl- mennu heimili við hefðbundin bú- störf. Hann stundaði þó ýmsa vinnu framan af ævi samhliða bú- skapnum, svo sem vörubifreiða- akstur. Egill, Ingibjörg, Þóroddur bróðir Egils og Kristín kona hans bjuggu félagsbúi á Syðri-Bakka ásamt fjölskyldum sínum til ársins 1982, að Þóroddur fluttist burt af jörðinni og Egill og Ingibjörg tóku við. Allar byggingar reistu þeir bræður sjálfir og var snyrti- mennska öll til fyrirmyndar. Gestagangur hefur verið mikill á Syðri-Bakka og hafa húsráðendur ætíð verið samtaka í að hafa gest- risni í fyriiTÚmi. Egill lék á harmoniku og spilaði fyrir dansi á sínum yngri árum. Hann safnaði hljóðsnældum og myndböndum með harmon- ikumúsik og átti orðið mikið safn af því, sem hann hafði gaman af að láta aðra njóta með sér. Við söfnun þessa hafði hann ýmis ráð, var í harmonikuklúbbum bæði í Noregi og í Svíþjóð og fékk senda þaðan bæklinga sem hann pantaði eftir. Jörðin Syðri-Bakki er nokkuð úr alfaraleið. Þar ólst Egill upp og átti heima allt sitt líf. En þótt Syðri- Bakki sé nokkuð afskekkt er þar mjög sumarfallegt og fógur fjalla- sýn. Þar var Egill að vissu leyti kóngur í ríki sínu, sem naut þess að þeysa um sléttar grundir á góð- hestum sínum og þess frelsis sem bóndastarfið býður upp á. Hann var næmur hestamaður og átti alltaf góða hesta. Egill hafði yndi af því að fara um afréttina á haustin og smala, var þá ætíð vel ríðandi og með góða hunda. Hann var góður bóndi og hugsaði vel um allar skepnur. Egill var hlédrægur maður og tranaði sér ekki fram en hann las mikið og var fróður. Honum hent- aði stundum betur að tjá sig bréf- Eftirlifandi sam- býliskona Egils er Ingibjörg Jóhann- esdóttir frá Fram- nesi, f. 19. júní 1935. Börn þeirra eru: 1) Eyrún, f. 15.8. 1966, sambýl- ismaður hennar er Bernharð Gríms- son, f. 13.3. 1969, og eiga þau tvö börn, Evu Bryndísi, f. 29.10. 1990, og Heimi, f. 26.8. 1993. 2) Jóhannes Haukur, f. 19.3. 1968, d. 14.3. 1973. 3) Egill, f. 6.4. 1971, sambýliskona hans er Erla Björk Helgadóttir, f. 3.4. 1976. Egill var jarðsunginn frá Garðskirkju 19. júní. lega en í samræðum því hann var góður stílisti og átti auðvelt með að setja hugsanir sínar á blað. Bréf hans til kunningja voru skemmti- lega skrifuð og oft krydduð með vísum sem áttu við innihaldið, því þótt hann setti ekki saman stökur sjálfur þá safnaði hann kveðskap og naut þess að fara með góðar vís- ur við ýmis tækifæri. Egill bar ekki tilfinningar sínar á torg. Seinni ár- in átti hann við illvígan sjúkdóm að etja. Því tók hann af æðruleysi og stillingu. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir margar skemmtilegar samverustundir, bæði heima á Syðri-Bakka og í keldhverfsku heiðunum. Lilla frænka, við hjónin vottum þér, fjölskyldu þinni og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Sigurgeir ísaksson. Kelduhverfið hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun, fremur en aðrar sveitir, sem orðið hefur í fækkun fólks. Nú þegar síðasti bóndinn í Sandi er horfinn úr þess- um heimi kemur ýmislegt upp í hugann. Sandbæimir, sex að tölu, eins og þeir eru kallaðir, voru heimur út af fyrir sig. Milli Ama- ness, þar sem ég er fæddur og upp- alinn, og Syðri-Bakka vom alltaf mikil og góð samskipti. A mínum uppvaxtarámm var þar búið á hverjum bæ og á flestum þeima vom margir í heimili. Jökulsáin með sinn kynngikraft átti það til að ógna íbúum þessa samfélags og einangra þá alveg. I þá daga var tæknin ekki komin á það stig að geta hamlað á móti yfirgangi Jöklu. Kom þá fyrir að aðeins væri fært á bát til annarra hluta sveitar- innar. Þetta og það að enginn vai- síminn skapaði nánari tengsl milli fólksins og enginn kvartaði. Þá var INGVELDUR EINARSDÓTTIR + Ingveldur Einarsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 21. september 1902. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 14. júní. Nú er Inga frænka dáin. Hún var mikilvægur hlekkur í lífi fjöl- skyldunnar. Reglulega var farið í heimsókn að Rauðarárstíg 30 alveg frá því að maður man eftir sér. Það þótti jafn sjálfsagt að kíkja þangað og til ömmu og afa á Hringbraut- inni. Inga, Bogga og Steini tóku ætíð höfðinglega á móti gestum. Inga breiddi út faðminn og það vom engin vettlingatök. Inga hafði nefnilega unnið erfiðisvinnu alla tíð og maður fékk að finna fyrir því hvað hún var sterk, er hún tók utan um mann. Inga var einstaklega hlý og góð kona. Ekki var hægt að hringja bara bjöllunni og stinga inn nefinu. Nei, það varð að þiggja kaffi og með því, annað kom ekki til greina, fyrir börnin var farið út á svalir og náð í Spur, mætti halda að Spurverk- smiðjan hefði verið þar. Ávallt stóð skál á stofuborðinu full af allskyns sælgæti og í stofuhorninu var skápur fullur af tímaritinu Vikunni sem gaman var að glugga í. Alltaf var talað um Ingu, Boggu og Steina í sömu andránni og oft heyrðist frá litlum munni er eitt- hvert þeirra birtist „þama er Inga, Bogga og Steini," þó svo að einung- is eitt þeirra væri sjáanlegt. Það var oft mikið hlegið að þessu. Inga pijónaði jólagjafir á böm og bamabörn systkina sinna í fjölda erindum komið milli bæja með sendiboða. Við systkinin í Árnanesi stöndum í mikilli þakkarskuld við Syðri-Bakka heimilið þar sem allir vom boðnir og búnir til hjálpar þegar erfiðleikar steðjuðu að á okkar æskuáram. Egill, sem var nokkram áram eldri en ég, var þar engin undantekning. Egill fæddist á Syðri-Bakka og ól þar allan sinn aldur að undan- teknu því að hann fór sem ungur maður smávegis í atvinnu utan sinna átthaga. En hann unni sinni heimaslóð og vildi hvergi annars staðar vera. Hann tók við búi ásamt bróður sínum Þóroddi og Kristínu konu hans af foreldram þeirra bræðra. Ingibjörg Jóhann- esdóttir (Lilla), lífsföranautur hans, fluttist svo til hans og eign- uðust þau þrjú börn. Egill og Lilla héldu áfram búskap á Syðri-Bakka þegar Þóroddur og Kristín fluttust þaðan burt árið 1982. Öll störf Egils einkenndust af stakri snyrtimennsku. Allt var í röð og reglu og hvergi rasl að sjá. Egill gerði ekki miklar kröfur til lífsins en átti gott bú og fór vel með sínar skepnur. Að lifa á því sem landið gefiir átti vel við hann. Eftir að barnabömin komu til sögunnar sagði hann: „Þau era mér allt.“ Egill átti alltaf nokki'a hesta og hafði af þeim gagn og gaman. Á góðum hesti var hann kóngur í ríki sínu og auðséð var að samspil beggja var gott. Hann hafði næma tilfinningu fyrir hestinum og notaði sinn eigin stíl í þeim efnum sem fór honum vel. Þar var engin hvítbuxn- areið. Egill var tilfinningaríkur maður en dulur að eðlisfari og ekki var allra að kynnast honum. Hann var vinur vina sinna, traustur og heið- arlegur en lítt fyrir að vera áber- andi. Gestrisni þeirra Lillu var ein- stök enda lögðu margir leið sína í Syðri -Bakka. Á engan bæ hef ég oftar komið og staðfestir það gestabókin. Á sínum yngri áram spilaði Egill töluvert á harmóniku á skemmtun- um í sveitinni og annars staðar. Hafði hann yndi af slíkri tónlist og átti töluvert safn af plötum þess efnis. Bækur vora í miklum metum hjá honum, einkum fræði- og frá- sagnarbækur. Þá hafði hann næmt eyra fyrir góðum vísum og kunni mikið af þeim og safnaði. Skopskyn hafði hann gott og sá hann gjarnan spaugilegu hliðarnar á tilveranni. Ekki gekk Egill alltaf heill heilsu. Sorgin knúði og dyra hjá þeim Lillu er þau misstu ungan dreng eftir mikið veikindastríð. Harm sinn bar hann ekki á torg, en þungur hefur hann verið þeim báð- um. Nú síðustu ár hrakaði heilsu hans mjög og krafturinn þvaiT. Genginn er góður drengur og vinur. Eg kveð þig með þökk fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Lillu og allri fjölskyld- unni. Blessuð sé minning Egils. Jóhann Gunnarsson. ára og ekki var sá hópur lítill. Sem krakka þótti manni ekki sérstak- lega gaman að fá mjúka pakka, en pakkarnir frá Ingu, Boggu og Steina vora svo sannarlega undan- tekning þar á. Þeir gáfu manni hlýju í tvennum skilningi, því oftast var um ullarsokka eða vettlinga að ræða og væntumþykjan er fylgdi gjöfinni var ekld síður mikilvæg. Þeim systrum Ingu og Boggu þótti afar gaman að spila og vora ófá kvöldin er setið var að spilum við borðstofuborðið inni í herberg- inu hennar Ingu. í því sama her- bergi var heill veggur þakinn myndum af nánast öllum í stórfjöl- skyldunni. Ef ekki hefðu komið til tengslin við þau systkin þá myndi maður ekki vita um helminginn af því skyldfólki er maður á í dag. Elsku Inga, við kveðjum þig með þakklæti fyrir allar samverustund- imar, megir þú hvíla í friði. Elsku Bogga, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar, Ríta, Guðjón og Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.