Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 37

Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 37? JÓN ÞÓR HARALDSSON + Jón Þór Har- aldsson vélfræð- ingur var fæddur 15. janúar 1931 í Litladal í Saurbæj- arhreppi, Eyjafírði. Hann lést að heimili sínu hinn 15. júní síðastliðinn. For- eldrar Jóns voru Haraldur Magnús- son, málarameistari í Reykjavík, f. 5.7. 1900 í Reykjavík, d. 19.9. 1970, og kona hans, Unnur Jóns- dóttir Trampe, f. 8.7.1912 í Litladal, d. 30.7.1944. Föðurforeldrar Jóns voru Magn- ús Július Dalhoffsson, guilsmið- ur í Reykjavík, og kona hans Gish'na Oliversdóttir, húsfreyja í Reykjavík. Móðurforeldrar hans voru Jón Pétur Trampe, bóndi í Litladal, og kona hans, Þórdis Ámadóttir kennari. Jón lauk farskóla Saurbæjar- hrepps í Eyjafirði 1945, minna mótorvélstjóraprófi á Akureyri 1948, Iðnskólanum á Akureyri 1951, var í rafvirkjanámi 1952 en lauk sama ár sveinsprófi í vél- virkjun hjá Vélsmiðjunni Atla hf. á Akureyri. Hann hlaut meist- araréttindi 1965. Hann lauk vél- stjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1954 og rafmagns- deild 1955. Jón vann við land- búnað til 1946, í Trémiðjunni Skildi hf. á Akureyri 1946-48, í Vélsmiðjunni Atla 1948-52, var á Stjöraunni RE 3 hjá Sjöstjöra- Oft dettur mér í hug, þegar ég sé böm að leik á afgirtum Iitlum leik- völlum, hvað við bræður vorum í raun lánsamir að fá að alast upp í sveitinni hjá afa og ömmu, sem þeirra yngstu böm. Og frændsystk- inin öll vora okkur í senn sem bæði systur, bræður og foreldrar. Og frelsið sem við höfðum, víðátt- an, fjöllin og dalimir, allt var þetta okkar leikvöllur. En ungdómsárin í sveitinni vom síður en svo eintómur leikur. Þar þurftu allir að vinna, og furðu stuttir vom fætumir þegar hver og einn fékk sín ákveðnu verk að vinna. Á vorin var látlaus eltingarleikur við sauðféð, sem rásaði fram um fjöll og dali með lömbin hvenær sem af þeim var litið og þá var tófan jafnan á næstu grösum. Það þurfti að reka kýmar eftir mjaltir, sækja hrossin, fara með mjólkina í veg fyrir mjólkurbílinn, bera á túnin, herfa, raka af og svo tók heyskapur- inn við, svo fátt eitt sé nefnt. Og húsdýrin, stór og smá, urðu leikfé- lagar okkar rétt eins og mannfólkið. En gjarnan gátum við gert okkur vinnuna að leik hka. Að loknu verki höfðum við unnið sigur í einhverjum leik sem við bjuggum okkur til við verkið. Leikföng eins og nú fást í hverri. búð fengust ekki á okkar unglings- árum. En það kom ekki að sök. Jón var ótrúlega útsjónarsamur við að smíða hitt og þetta og endurbæta annað. Sverð, skildir og atgeirar vom í vopnasafninu þegar okkur datt í hug að vera Skarphéðinn eða Gunnar á Hlíðarenda að ógleymd- um örvabyssunum, sem þá vom óþekkt fyrirbæri annars staðar, svona ef við þyrftum nú að berjast við indíána. Allt var þetta smíðað úr tré sem ekki var nothæft til annars. En Jón fór snemma að gefa jáminu auga og margt, sem aðrir sáu sem jámarusl, sá hann sem efni í nyt- samlega hluti. Sem unglingur var Jón þrekmaður mikill og var því við brugðið er hann á fermingaraldri tók tvöhundmð punda síldarmjöl- sekki og hljóp með þá sem heypok- ar væm. Þegar afa og ömmu naut ekki lengur við skildu leiðir okkar að hluta eins og gengur þar eð störf okkar réðu stað okkar og tíma. Dvöl Jóns á Laxárvirkjun var að mörgu leyti skemmtileg, en jafn- unni hf. í Reykjavík 1952 og Hvali 4 í skólafríi 1953. Hann var yfirvélstjóri hjá ÚA á Sléttbaki EA 4 1955-59, stöðvar- sfjóri Laxárvirkjun- ar 1959-82, vann í Vélsmiðju Sigurðar H. Þórðarsonar í Kópavogi 1982-84, en eftir það hjá Mar- el hf. í Reykjavík. Hann var formaður prófnefndar vél- virkja á Húsavík 1964-72 og bygg- ingamefndar Hafralækjarskóla í Aðaldal 1966-81. Hinn 18. maí 1956 kvæntist Jón Þóru Guðríði Stefánsdóttur, f. 13.11. 1928 í A.-Skaftafells- sýslu. Foreldrar Þóru voru Stef- án Þórarinsson, oddviti í Borg- arhöfn, f. 19.5.1887 á Skálafelli í Suðursveit, d. 10.11. 1967, og kona hans, Helga S. Sigfúsdótt- ir, f. 19.4. 1902 í A.-Skaftafells- sýslu, d. 18.11. 1989. Böm Jóns og Þóru era: a) Pétur, f. 25.9. 1953 í Reykjavik, raftnagnsverk- fræðingur í Reykjavik. b) Jóna Gígja, f. 4.7. 1955 í Reykjavík, leikskólakennari í Málmey í Sví- þjóð. c) Unnur Elísa, f. 16.6.1958 á Akureyri, skrifstofumaður í Reykjavík. Baraabarn þeirra er Jón Pétur Georg Bosson Gren. Utför Jóns Þórs Haraldsson- ar fer fram frá Fella- og Hóla- kirkju í dag, fimmtudaginn 24. júní, kl.15.00. framt mjög erfið. Á vorin skemmd- ust vélamar af sandburði svo að oft þurfti að taka þær til gagngerðra viðgerða, og veturinn var nánast samfelld sólarhringsvakt í baráttu við krapastíflur og ísingu og vom dæmi þess að hann þurfti að hlaupa um miðjar nætur á nærfótunum einum saman í blindbyl niður í stöð ef eitthvað bjátaði á. En heimsóknir mínar að Laxár- virkjun til þeirra Jóns og Þóm all- mörg haustin til að fara í veiðiskap vom mér jafnan mikið ævintýri. Móttökumar vom jafnan stórkost- legar. Þótt Jón væri allajafna mjög upptekinn að haustlagi sætti hann lagi ef því varð við komi að skjótast með í veiðiferð. Og þóttist maður þá nokkuð góður ef maður varð hálf- drættingur hans í veiðinni. Á heim- leið eftir eina slíka kom upp í hug- ann: A Þeistareykjum þögnin djúpa ríkir, á þúfu situr mannkerti og kíkir. Sjónauka yfir sviðið er að beina: Skyldi leynast íjúpa milli steina? Hrósar stoltur happi veiðimaður, hnýtir saman veiði sína glaður. Hendist síðan yfir hóla og kletta, heldur betur vill úr spori spretta. Bæði laus við borgarstreð og streitu, bara að fá nú ekki slag, af þreytu. Það var mikill missir að Jóni Þór, því hann var besti bróðir bræðra hér um slóðir, en mestur er þó missir þeirra Þóru, Péturs, Jónu Gígju, Unnar Elísu og Jóns Péturs, en minnumst þess að þótt: sorgarhjör mér sviða gerði samteivannmérslig því lífssteinn var í sáru sverði sem að græddi mig. Friður sé með þér bróðir. Svan. í dag er jarðsettur Jón Þór Har- aldsson vélfræðingur sem er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem fædd var á millistríðsárunum og lifði þær miklu breytingar sem orðið hafa á ís- lensku þjóðfélagi. Jón hafði brenn- andi áhuga á öllu er laut að tækni og aflaði sér menntunar á því sviði. Hann lauk vélvirkja- og vélstjóra- námi og vann síðan ýmis störf til sjös og larids. Jón Þór Haraldsson réðst til starfa hjá Marel hf. árið 1984 og var í hópi þeirra sem lengstan starfsald- ur eiga hjá fyrirtækinu. Það varð strax ljóst að hann hafði af mikilli þekkingu og reynslu að miðla. Hann bjó yfir miklum fróðleik í eðlis- og efnafræði, svo og í rafmagnsfræð- um. Hann var fjölhæfur starfsmað- ur og hafði m.a. aflað sér mikillar kunnáttu í smíði úr ryðfríu stáli og fylgdist ætíð með öllum nýjungum á því sviði. Allan þann tíma sem hann var starfsmaður Marels vann hann við hlið verkfræðinganna og var þeim mikill styrkur sakir þekkingar sinnar. Samstarfsmenn hans gátu sótt í smiðju til hans og gerðu óspart. Það má segja að hann hafi verið þátttakandi í vélfræðihluta flestra vöruþróunarverkefna Mar- els og lagt fram sinn skerf til þess að verkið gengi upp. Jón stundaði alla ævi umfangs- mikið sjálfsnám og aflaði sér með því jafnmikillar og jafnvel meiri menntunar en þeir sem hafa lokið háskólanámi. Vömþróun og tækni voru honum mjög hugleikin og mátti segja að þar færi saman starf hans og helsta áhugamál. Hann var hugmyndaríkur og þrautseigur við lausn flókinna og fjölbreyttra hönn- unarverkefna. Jón gekk fumlaust og hávaðalaust að störfum sínum. Hann var mjög fær verkmaður og hagur. Vinnusvæði hans einkennd- ist af röð og reglu og hann bar virð- ingu fyrir vinnusvæðum annarra starfsmanna. Samviskusemi hans og tryggð við fyrirtækið var ein- stök. Hann vildi alla tíð hag fyrir- tækisins sem mestan og var sérlega metnaðargjam fyrir hönd þess á öllum sviðum. I árdaga fyrirtækis- ins lagði hann því oftsinnis til eigin verkfæri og vélar, sem var ómetan- legur styrkur. Hann breytti jafnvel verkfæranum til að aðlaga þau enn betur framleiðslu og vöruþróun Marels. Jón var afar traustur maður. Ailt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því sem laut að starfinu og gat verið fastur fyrir og oft erfitt að hnika honum. Sumir töldu hann sér- vitran eins og oft vill verða þar sem fara miklir hæfileikamenn. En Jón Þór byggði ekki skoðanir sínar og meiningu á sandi, heldur á sinni eig- in reynslu og kunnáttu. Jón var hæverskur og hógvær, virtist nokk- uð hrjúfur á yfirborðinu en undir skelinni var öðlingur með hlýtt og þægilegt viðmót og glettnisglampa í augum. Honum var yfirborðsblaður ekki að skapi, heldur sagði skoðun sína hreinskilnislega. Hann þoldi ekki yfirgang og tillitsleysi og svar- aði slíku tæpitungulaust. Hann gerði miklar kröfur til gæða og gat ekki þolað að gölluð vara færi frá fyrirtækinu. Vandvirkni og sam- viskusemi vora hans gæðastaðall í starfi, sem hann hafði tekið upp löngu áður en farið var að tala um JAKOB HALLGRÍMSSON + Jakob Hall- grímsson fædd- ist í Reykjavík 10. janúar 1943. Hann lést í ReyHjavík 8. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. júní. Með Jakobi Hall- grímssyni er genginn einn fjölmenntaðasti tónlistarkennari landsins, enda var hann sjálfur nemandi í tónlist eins lengi og ævin entist. Hann hafði áhuga á öllum þremur meginsviðum tón- listar: flutningi, sköpun og grein- ingu, en margir tónlistarmenn sinna aðeins einu þessara sviða. Með því að leggja stund á þau öll, og bæta sífellt við menntun sína í þeim öllum, tókst honum að við- halda ferskleik í störfum sínum, og forða sjálfum sér frá því óttalega hlutskipti sem í dag tíðkast að nefna kulnun í starfi. Jakob hóf tónlistarferil sinn sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Til þess hlaut hann ágæta menntun, fyrst hér heima, og síðar við Konservatoríið í Moskvu. Jak- ob fann sig þó aldrei fyllilega í starfi hljómsveitarfiðlarans, eins og hann sjálfur trúði mér fyrir. Ég man því hvað ég dáðist að kjarki hans er hann tók þá ákvörðun að segja upp tryggri vinnu í hljóm- sveitinni og hefja sína eigin endur- menntun, í stað þess að brenna hægt og hægt út í starfi sem full- nægði honum ekki. Þá endur- menntun - fyrst á píanó, þá í tón- smíðum og síðast í orgelleik - stundaði hann þó lengst af með fullri kennslu og sem fyrirvinna fjölskyldu. Fyrir Jakob fólst umbun erfiðisins fyrst og fremst í ást á viðfangsefninu sjálfu, einkum veitti glíman við orgelið honum mikla lífsfyllingu. Að lokum kom þó viðurkenningin einnig frá um- hverfinu. Jakob var, áður en yfir lauk, orðinn organisti við eina af höfuðkirkjum Reykjavíkur. Hann hefði svo sannarlega átt skilið að njóta lengur þess frama. Með svo fjölbreyttan námsferil og hæfileika að bakhjarli er ljóst, að sem tónlistarkennari hafði Jak- ob óvenju breiðan grunn að standa á. í dag era gerðar meiri kröfur til tónlist- arkennara en áður tíðkaðist. Ekki er álit- ið nóg að hljóðfæra- kennari kenni nem- endum bara lög, nótur og fingrasetningar og láti þar við sitja, held- ur er ætlast til að námið leiði til færni og kunnáttu nemandans í sköpun og greiningu tónlistar, jafnt sem leikni á hljóðfærið sjálft. Fyrir nokkram árum vann ég, ásamt fleiram, að gerð Aðalnámskrár tón- listarskóla þar sem þessum við- horfum til tónlistarkennslu er hald- ið á loft - og þótti mörgum tónlist- arkennaranum nóg um. Ekki kom ég þó að tómum kofunum hjá Jak- obi. í einni af allt of strjálum heim- sóknum mínum til Helgu og Jakobs segir hann allt í einu: „Heyrðu, þú hefðir gaman af að heyra hér upp- töku sem ég gerði með krökkunum mínum á Nesinu um daginn.“ Um var að ræða músíkfund þar sem ungir nemendur Jakobs komu sam- an á laugardagsmorgni gagngert til að leika hver fyrir annan litlar tónsmíðar, sem þeir höfðu sjálfir samið að hans undirlagi - ýmist einir eða 2-3 saman. Flestir kynntu lögin sín sjálfir, „fiðrildi“, „þokusúld" og fleira í þeim dúr, en oft mátti líka heyra milda rödd kennarans sjálfs með kynningar og hvatningarorð fyrir þá uppburðar- minni. Ekki minntist Jakob einu orði á nýhugmyndir í námskrá í þessu sambandi, en mér fannst hann vera að segja mér að fyrir sína parta værum við svo sem ekki að finna upp hjólið, og það var rétt. Meginstyrkur Jakobs sem kenn- ara var þó hans hlýi persónuleiki, eða a.m.k. gerði hann það að verk- um að kunnátta hans og tónlistar- hæfileikar nýttust betur í kennslu. Sem dæmi um hve Jakob átti gott með að ávinna sér traust og vænt- umþykju nemenda langar mig að tilfæra hér lítið dæmi frá skóla- stjóratíð minni á Akranesi. Ingi heitinn Gröndal ákvað að láta af störfum við skólann haustið 1976 eftir langt og farsælt starf sem strengjakennari. Nú voru góð ráð dýr, og svo heppilega vildi til að Jakob var á lausu þetta haust; gæðaeftirlit. Pétur, sonur Jóns, hef- ur unnið hjá Marel í rúm 16 ár og er gleðiefni að sjá hvemig kröfur til gæða og gallaleysis og hinn einstaki metnaður fyrir hönd fyrirtækisins^. og trúmennska í þess garð hafa gengið frá föður til sonar. Nánustu samstarfsmenn Jóns segja að hann hafi verið sá traustasti og besti vinnufélagi sem hægt var að hugsa sér. Ávallt hafi verið gott að leita til hans eftir hugmyndum. Hann hafi verið sérlega ljúfur og gefandi í samstarfi. Að honum sé mikill miss- ir. Jón átti við mikið heilsuleysi að stríða síðustu misserin. Veikindin bar hann með æðraleysi, sagði ætíð aðspurður að allt gengi Ijómandi vel. Samstarfsfólk hans vissi að' hann gekkst undir erfiða meðferð við sjúkdómnum og kom oft sár- þjáður þaðan beint í vinnuna. Frá áramótum var hann stopult við vinnu en kom þó meðan stætt var og gekk að sínu starfi. Með Jóni Þór Haraldssyni er genginn góður drengur. Samstarfs- menn hafa misst traustan vinnufé- laga og fyrirtækið mikinn visku- brann og einn sinn dyggasta og besta starfsmann. Að leiðarlokum eru honum fluttar innilegar þakkir fyrir hönd starfsmanna Marels. Jafnframt sendum við fjölskyldu hans og ástvinum innilegar samúð- arkveðjur á þessari stund. v Geir A. Gunnlaugsson, Hörður Arnarson, Jén Þór Ólafsson. hafði ætlað sér í nám í tónsmíðum til Svíþjóðar þennan vetur, en af einhverjum ástæðum frestaðist það. Allir vita að í einkakennslu geta kennaraskipti oft verið við- kvæmt mál; sérstaklega er erfitt að taka við stórum hópi einstak- linga frá vinsælum kennara sem unnið hefur ást þeirra og virðingu, ‘ en það hafði Ingi Gröndal vissu- lega gert. En Jakob fór létt með það. Ekki voru liðnir nema nokkrir mánuðir er nemendur fóru að spyrja um hvort Jakob yrði ekki örugglega áfram við skólann, sem ekki gat þó orðið. Jakob var upp- örvandi en þó ákveðinn, sanngjarn og glaðvær, auk þess sem nemend- ur fundu strax að þarna fór maður sem kunni sitt fag. Eða eins og ég heyrði gamlan nemanda Jakobs við annan tónlistarskóla minnast hans nýlega: „Jakob var nærgæt- inn, glaðlyndur og skemmtilegur, sagði sögur og hló mikið... mér fannst miður þegar hann ákvað að fara til ísafjarðar." Þegar allirí'- þessir eiginleikar fara saman vant- ar ekki mikið upp á að komin sé forskrift að hinum fullkomna kennara fyrir börn og unglinga í tónlistarnámi. Fjölþættur áhugi Jakobs á tón- list var að sjálfsögðu borinn uppi af óvenju fjölbreyttum tónlistargáf- um. Ég minnist orða sem Hafliði Hallgrímsson tónskáld lét eitt sinn falla í mín eyru, er hann rifjaði upp fyrstu kynni þeirra Jakobs og fleiri skólafélaga af hljómfræðinámi í gamla Þrúðvangi: „Hlutir eins og tóntegundaskipti, sem okkur hin- um þótti snúið að kljást við þá, léku í höndum Jakobs." Þegar maður heyrir bestu sönglög Jakobs eins<f? og Hjá lygnri móðu og Um hina heittelskuðu við texta Laxness undrast maður og saknar þess að hann skuli ekki hafa sýnt meiri framagirnd á sviði tónsmíða. Enn minnist ég þess, að fyrsti maðurinn sem ég heyrði tala af aðdáun um verk Jóns Leifs var Jakob Hall- grímsson. Þetta var á Sinfóníuár- um okkar beggja, löngu áður en slík aðdáun komst í tfsku, og vitnar því um sjálfstætt tónlistarinnsæi ungs manns. Hann var þó fjarri því að vera ógagnrýninn aðdáandi allra» ■_ verka Jóns, eins og nú virðist'/ nokkuð algengt. Gott er að hafa átt þennan góða dreng og hógværa hæfileikamann að vini. Elsku Helga, Einar og Laufey, við Kristín vottum ykkur dýpstu samúð og óskum ykkur styrks á þeim erfíðu dögum sem framundan eru. 1 Þórir Þórisson, tónlistarkennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.