Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
KARLSSON
Guömundur
Karlsson fædd-
ist í Reykjavík 2.
október 1927. Hann
lést á heimili sínu
15. júni síðastliðinn.
Foreldrar Guð-
mundar voru
Margrét Tómas-
dóttir ljósmóðir og
Karl Guðmundsson,
rafvélavirkjameist-
ari og sýningar-
stjóri í Tjarnarbfói
og síðar í Háskóla-
bíói. Þau eru bæði
látin. Systkini Guð-
mundar eru Ásta Guðrún, f.
6.10. 1926, látin; Hrefna Sigríð-
ur, f. 25.1. 1930,
húsmóðir í Reykja-
vík; Anna Kristjana,
f. 2.1. 1932, látin;
Margrét Björk, f.
15.1. 1933, látin;
Kristinn, f. 18.2.
1935, járnsmiður í
Reykjavik; Tómas, f.
20.2. 1937, látinn;
Einar, f. 7.3. 1939,
búsettur í Reykjavík;
Ragnar, f. 22.4. 1942,
búsettur í Reykjavík.
Guðmundur kvænt-
ist 21.10. 1951 Árnýju
Hrefnu Árnadóttur,
f. 21.10. 1933, fulltrúa. Hún er
dóttir Árna Snjólfssonar sjó-
MARGRÉT
PÉTURSDÓTTIR
+ Margrét Pétursdóttir, Vest-
urgötu 61, Akranesi, fædd-
ist í Geirshlíð í Flókadal 21.
^ janúar 1902. Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 31. maí síðast-
liðinn og fór útför hennar fram
frá Akraneskirkju 8. júní.
Nú er kvödd Margrét Pétursdótt-
ir á Akranesi og vil ég minnast
hennar og þakka í fáum orðum.
Á vordögum fyrir tuttugu árum
kom ég fyrst í hús Öddu, Sólbergs
og Margrétar, móður Öddu, á Vest-
urgötunni, en ég undirrituð hafði þá
nýverið hitt Bjöm Steinar er síðar
varð eiginmaður minn. Ég hef oft
■hugsað um það síðan hvað það hljóti
að hafa verið skrítin reynsla fyrir
bæði móður hans og ömmu að sjá
„drenginn sinn“ hitta konuna sem
hann vildi verða samferða um lífið.
Og þegar konan var með ólíkan
bakgrunn og lífsreynslu þá var
skiljanlegt að þær færu sér svolítið
hægt við fyrstu kynni. En fljótt var
mér þó tekið sem einni af fjölskyld-
unni og þar hef ég verið síðan og
hafa þessi tengdafjölskyldubönd
verið mér afar mikils virði, enda er
fólkið allt traust, rausnarlegt og
hjartahlýtt.
Frá fyrstu kynnum dáðist ég að
Margréti, þessari dugnaðarkonu,
sem hafði unnið hörðum höndum að
því að byggja dætrum sínum gott
líf. Hún var alla tíð sterk, ákveðin,
sjálfstæð og hélt þeim eiginleikum
til síðustu stundar. Þegar bama-
börnin komu Iifði hún fyrir þau og
hafði alltaf tíma til að hlusta og með
framkomu sinni og fordæmi gaf hún
þeim dýrmæta gjöf sem þau nú
geyma í hjarta sínu og huga. í mínu
minni er mynd af fallegri gamalli
konu í grænni kápu í miðjum
garðinum að hlúa að grænmetinu og
fínnst mér sú mynd vera eins konar
tákn um persónuleika hennar er
hún hlúði eftir bestu getu að sínu
fólki.
Kæra Margrét, að leiðarlokum vil
ég þakka af hjarta allt sem þú gerð-
ir fyrir mig og fyrir að vera bömum
mínum elskuleg langamma og
langalangamma. Ef ég þekkti þig
rétt þá veit ég að þú vilt engum það
að leggjast í sorg út af brottfór
þinni en eitt er víst að við munum
sakna nærveru þinnar og munum
geyma minningu um íslenska
kjarnakonu af bestu gerð með okk-
ur um ókomin ár. Dætram og
aðstandendum öllum votta ég inni-
lega samúð.
Hrefna Harðardóttir.
f H t S S K I F ) A R S J Ó D V K í S N H F.
AðaLfundur
Fimmtudag-inn 1. júlí 1999 kl. 14:00, Hótel Sögu
Dagskrá:
1. Skýrsla stjómar.
2. Staöfesting- ársreiknings.
3. Ákvöröun um þóknun til stjórnarmanna.
4. Tillaga um breytingar á 9. grein
samþykkta félagsins.
5. Ákvörðun um hvernig fara skuli meö
afkomu félagsins á liðnu reikningsári.
6. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup
á eigin bréfum félagsins.
7. Kosning stjórnar félagsins skv. 21.
grein samþykkta.
8. Kosning endurskoðenda félagsins skv.
28. grein samþykkta.
9. önnur mál.
LANPSBRÉFHF.
www.landsbref.is
Sími 535 2000
manns óg Hrefnu Þorsteinsdótt-
ur húsmóður. Þau eru bæði lát-
in. Börn Guðmundar og Hrefnu
eru 1) Karl, f. 24.12. 1954, d.
27.4. 1988, stýrimaður í Garða-
bæ, var kvæntur Hólmfríði
Birnu Sigurðardóttur
sjúkraliða og áttu þau fóstur-
son. 2) Ásdis Elín, f. 14.1. 1961,
húsmóðir í Hafnarfirði, gift
Claus Hermanni Magnússyni
vélstjóra og eiga þau tvö börn.
3) Hrefna Margrét, f. 13.7.1962,
nemi í Hafnarfirði og á hún
þijár dætur. 4) Anna, f. 25.1.
1968, fulltrúi í Kópavogi, gift
Árna Sæmundi Unnsteinssyni
sölustjóra og eiga þau einn son.
Guðmundur útskrifaðist úr
fiskimanna- og farmannadeild
Stýrimannaskólans 1952. Hann
stundaði sjómennsku á ýmsum
skipum til ársins 1960 er hann
hóf störf hjá Skýrsluvélum rík-
isins og Reykjavíkurborgar.
Árið 1965 hóf hann störf hjá
varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli sem kerfisfræðingur og
vann þar til ársins 1996. Guð-
mundur var einn af stofnendum
Kiwanisklúbbsins Brúar á
Kefiavíkurflugvelli og var fyrsti
forseti hans.
Utför Guðmundar fer fram
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Mann setur hljóðan þegar maður
fær fréttir af láti góðs vinar, sest
niður og fer að íhuga það sem
gerðist meðan hann lifði. Þannig leið
mér þegar ég las tölvupóstinn frá
henni Önnu sem sagði mér að Guð-
mundur Karlsson hefði látist aðfar-
anótt 15. Júní. Þó að ég hafí vitað að
Guðmundur ætti ekki mörg ár eftir
vill maður ósjálfrátt, og kannski af
eigingimi, að hann hefði lifað miklu
lengur. Guðmundur og hans fjöl-
skylda var mér eins og min eigin
fjölskylda; ef mér gekk vel glöddust
þau með mér og ef mér gekk illa
gerðu þau allt til þess að hjálpa mér.
Sem betur fer voru góðu stundirnar
fleiri og þeirra minnist ég helst. Mér
era ógleymanlegar allar þær stundir
sem við eyddum í spjall og gaman-
mál á Lindarflötinni þar sem Karl
heitinn og Guðmundur kepptust um
að fínna spaugilegar hliðar á tilver-
unni og lífínu. Það var lífsgleðin sem
einkenndi þessar stundir, stundir
sem ég mun aldrei gleyma því þær
kenndu mér að horfa brosandi á lífið
og njóta þess. Þeir feðgar kenndu
mér að sjá spaugilegu hliðarnar á
vandamálunum og að það var ekkert
svo slæmt að ekki væri hægt að
leysa þau.
Fjölskyldulífíð á Lindarflötinni er
einstakt, það einkennist af trausti,
virðingu og glaðværð. Þar sem allir
taka tillit hver til annars og leggja
sig alla fram um að hjálpa hver öðr-
um. Þetta er fyrirmynd sem ég hef
reynt að tileinka mér og dætur mín-
ar segja að mér hafí tekist vel til.
Guðmundur og Hrefna, ég vil þakka
ykkur sérstaklega fyrir þessa
leiðsögn sem þið veittuð mér með því
að vera mér góð fyrirmynd. Það er
erfitt fyrir mig að koma orðum að
söknuði mínum. Guðmundur er far-
inn og kemur aldrei aftur, hann skil-
ur eftir tóm sem ekki er hægt að
fylla. En ég veit að hann hefur kennt
okkur öllum að við eigum ekki að
dvelja við það sem við ráðum ekki
við heldur að horfa fram á veginn,
finna björtu hliðarnar og njóta
þeirra.
Hrefna, Anna, Ásdís, Hrefna og
Fríða, hafið mínar bestu kveðjur og
fjölskyldu minnar, vinsemd og
samúð. Guð geymi ykkur öll og
varðveiti.
Ykkar vinur í Florida,
Pétur Már Sigurðsson.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stúttnefni undir greinunum.
Hraðskák-
keppni tafl-
félaga: Hellir
- T.R. í kvöld
SKAK
Hellisheimilið,
Þnnglabakka 1
HRAÐSKÁKKEPPNI
TAFLFÉLAGAÁ
SUÐVESTURLANDI
24. júní 1999
HRAÐSKÁKKEPPNI
taflfélaga á Suðvesturlandi
stendur nú sem hæst. Átta
taflfélög taka þátt í keppninni,
sem er útsláttarkeppni. I fyrstu
umferð fóra leikar þannig:
Tf. Garðabæjar-Tf. Reykjanes-
bæjar 72-0*
T.R. - Taflfélag Kópavogs 481/2-
23‘/2
Hellir - Sf. Grand-Rokk 46-26
Sf. Hafnarfjarðar - Taflfélag
Akraness 54-18
Það vora því Taflfélag Garða-
bæjar, Taflfélag Reykjavíkur,
Hellir og Skákfélag Hafnarfjarð-
ar sem unnu sér rétt til þátttöku í
undanúrslitum. Þar keppa saman:
Tf. Garðabæjar - Sf. Hafnar-
fjarðar
Hellir - T.R.
Garðabær og Hafnarfjörður
tefldu á þriðjudagskvöld. Hafn-
firðingar sigraðu
með 461/ vinningi
gegn 25/2 vinningi
Garðbæinga. Hafn-
firðingar hafa þar
með unnið sér sæti í
úrslitakeppninni.
Hellir og T.R. mæt-
ast hins vegar í
kvöld, fímmtudag-
inn 24. júní, klukk-
an 20. Teflt verður í
Hellisheimilinu og
era áhorfendur vel-
komnir til að fylgj-
ast með þessari
spennandi keppni.
Þessi tvö sterkustu
félög landsins hafa
skipst á um að sigra á þessu
móti, hafa bæði unnið tvisvar
sinnum.
Jón Viktor efstur
á Boðsmótinu
Jón Viktor Gunnarsson er
efstur fyrir síðustu umferð á
Boðsmóti T.R. með 5/2 vinning.
Mótið er sjö umferðir. Annar er
Sigurður Daði Sigfússon með 5
vinninga. í S.-A. sæti era Arnar
E. Gunnarsson og Guðjón Heiðar
Valgarðsson með 4/2 vinning.
Síðasta umferð fór fram í
gærkvöldi. Mótið er hluti af Bik-
arkeppninni í skák.
Kasparov skorar á heiminn
Kasparov býður nú öllum
skákmönnum að taka þátt í skák
sem tefld er á Netinu. Fyrir-
komulagið er svipað og þegar
Karpov tefldi á sama hátt í gegn-
um Netið í ágúst 1996. Þeir sem
tefla gegn Kasparov greiða at-
kvæði um hvaða leik skuli velja.
Kasparov hóf taflið með því að
leika kóngspeðinu fram um tvo
reiti og þátttakendur svöruðu
með því að velja Sikileyjarvörn.
Leikinn er einn leikur á dag.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á vefsíðunni zo-
ne.msn.com/. Einnig er tenging
yfír á síðuna af heimasíðu
Taflfélagsins Hellis: www.sim-
net.is/hellir.
Minningarmót um Petrosian
Nú stendur yfír minningarmót
um Tigran Petrosian, fyrrum
heimsmeistara, í Moskvu. Kepp-
endur era allir stórmeistarar
sem eiga það sameiginlegt að
hafa teflt við Petrosian og verið
mikið í sviðsljósinu á svipuðum
tíma og hann.
Þann 17. júlí verða 70 ár frá
fæðingu Petrosians, en hann
fæddist árið 1929. Nafn Petrosi-
ans var gjarnan tengt við
nákvæma varnartaflmennsku og
að geta skynjað hætturnar löngu
á undan öðram. Hann tapaði því
örsjaldan skák, en sættist hins
vegar oft á skiptan hlut og það
varð stundum til þess að hann
missti af efsta sætinu á skákmót-
um.
Fimm umferðum er nú lokið á
mótinu og staðan er þessi:
1 Borislav Ivkov 3 v.
2 Lajos Portish 3 v.
3 Yuri Balashov 2'A v.
4 Vlastimil Hort 2V6 v.
5 Mark Taimanov 2/2 v.
6 Vitaly Tseshkovsky 2'A v.
7 Vassily Smyslov 2/2 v.
8 Boris Spassky 2/2 v.
9 Svetozar Gligoric 2 v.
10 Bent Larsen 2 v.
Það er vissulega gaman að sjá
þessar gömlu kempur enn einu
sinni við skákborðið. Það er hins
vegar athyglisvert að í fyrstu
fímm umferðunum
hefur öllum skákun-
um lokið með jafn-
tefli nema þremur.
Jónsmessumót á
morgun
Jónsmessumót
Hellis verður haldið
á morgun, föstudag-
inn 25. júní. Taflið
hefst ekki fyrr en
klukkan 10 að
kvöldi og teflt verð-
ur fram eftir nóttu.
Tefldar verða 9x2
umferðir, hraðskák.
Heildarverðlaun
era kr. 10.000. Mót-
ið er opið öllum skákmönnum 18
ára og eldri.
Bikarkeppnin - Skákþing
Garðabæjar
Boðsmóti T.R. er nú lokið, en
næsta Bikarmót er skammt und-
an. Skákþing Garðabæjar verður
haldið fyrstu helgina í júlí.
Fyrst eru tefldar þrjár atskákir
með 25 mínútna umhugsunartíma
og síðan verða fjórar lengri skákir
með umhugsunartíma 90 mínútur
á 30 leiki og síðan 30 mínútur til
að ljúka skákinni. Samtals er því
mótið 7 umferðir. Mótsstaður
verður Garðaskóli í Garðabæ. Góð
verðlaun verða í boði.
Þátttaka tilkynnist í tölvupósti
(pall@vks.is) með titlinum
„Skráning“ og nafni viðkomandi í
texta, eða í síma 861 9656 (Páll
Sigurðsson). Mótið er opið öllum
skákmönnum.
Nánari upplýsingar verða á
heimasíðu Taflfélags Garðabæj-
ar, www.vks.is/tg.
Skákmót á næstunni
Tilkynningar um skákmót og
aðra viðburði sendist til umsjón-
armanna skákþáttar Morgun-
blaðsins. Tölvupóstfangið er
dadi@vks.is. Einnig má senda
annað efni og athugasemdir við
skákþættina á sama póstfang.
25.6. Hellir. Jónsmessumót kl. 22
2.7. Skákþing Garðabæjar kl. 19:30
5.7. Hellir. Atkvöld kl. 20
Daði Orn Jónsson
Harines Hlífar Stefánsson
Tigran Petrosian