Morgunblaðið - 24.06.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 45
UMRÆÐA
og ráðuneytið. Haldi Guðmundur
Sigurðsson að svo sé er hann illa að
sér í öðrum lögum en samkeppnis-
lögunum.
í umræddu áliti var vísað til
ákvörðunar, sem ætti að birta
Landssímanum. Af þeim sökum
hafði lögfræðingur Landssímans
samband við Samkeppnisstofnun
(m.a. í ljósi fyrri reynslu) og spurði
hvenær mætti vænta þess að fyrir-
tækið fengi ákvörðun þessa í hend-
ur. Síðar um daginn komu svo bæði
álitið og ákvörðunin frá Samkeppn-
isstofnun, samtals yfir 120 síður, en
án útdráttarins sem fjölmiðlar fengu
í hendur.
„Upplýsingar um málavexti?"
I áðurnefndu bréfí stjórnarfor-
manns Landssímans til viðskipta-
ráðherra var gagnrýnt að stofnunin
stillti sér upp við hlið keppinauta
Landssímans og tæki fullan þátt í
opinberum umræðum um úrskurði
sína. Var þar m.a. vísað til yfírlýs-
ingar Samkeppnisstofnunar, sem
birtist í Morgunblaðinu 15. júní.
Þessu vísar Guðmundur Sigurðsson
á bug í samtali við Morgunblaðið
22. júní og segir að birting þessarar
yfirlýsingar hafi verið liður í því
hlutverki stofnunarinnar að „upp-
lýsa almenning um málavexti".
Það verður að teljast harla hæpið
að t.d. eftirfarandi tilvitnun í yfirlýs-
inguna sé „upplýsingar um mála-
vexti“: „Ef samkeppnisráð hefði
haldið að sér höndum vegna aðgerða
og aðstæðna Landssímans má
ganga að því vísu að verð til neyt-
enda myndi hækka og þjónusta
versna þegar markmið fyrirtækisins
með aðgerðum sínum hefði náð fram
að ganga.“
Samkeppnisstofnun gerir Lands-
símanum m.ö.o. upp það markmið að
vilja drepa keppinautana til þess að
geta hækkað verðið til neytenda og
veitt þeim verri þjónustu! Það þarf
varla að taka fram að aðdróttanir af
þessu tagi eru fjarri öllum sanni og
jaðra við róg. Landssími íslands tel-
ur þvert á móti æskilegt að fá sam-
keppni til þess að þjónusta og verð-
lagning fyrirtækisins njóti innlends
samanburðar og fyrirtækið og
starfsfólk þess þeirrar hvatningar,
sem felst í samkeppninni.
Von á vandaðri vinnubrögðum
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra hefur nú beint því til Sam-
keppnisstofnunar, skv. fréttum Rík-
issjónvarpsins mánudaginn 21. júní,
að hún setji reglur um birtingu efnis
frá samkeppnisyfirvöldum. í sjón-
varpsfréttinni var haft eftir raðherr-
anum að hann og Georg Olafsson,
forstjóri Samkeppnisstofnunar,
hefðu á fundi orðið sammála um
nauðsyn slíkra reglna. Þar með virð-
ist Samkeppnisstofnun í raun hafa
tekið gagnrýni Landssímans til
greina, a.m.k. að hluta til, og er það
vel. Vonandi mega þau fyrirtæki,
sem Samkeppnisstofnun fjallar um í
framtíðinni, eiga von á vandaðri
vinnubrögðum en tíðkazt hafa þar á
bæ hingað til.
Höfundur er forstöðumaður upplýs-
inga- og kynningarmála hjá Lands-
síma fslands.
Hágæða flísbuxur
stardagar
iH I á
Flíspeysur verð frá 989 kr.
Joggingpeysur verð frá 1.295 kr.
Joggingbuxur verð frá 989 kr.
Sportskór verð frá 1.995 kr.
Barnasportskór verð frá 1.495 kr.
Dömu- og herra-
regngallar
verð frá
ágæða flíspeysu
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
GfunsfUFr (* klein cateye suimnno'
hjólaðu í nýtt hjól
Hjólaðu í nýtt hjól fráTrek, Gary Fisher eða Klein.
Topphjól með vönduðum búnaði og ævilangri
ábyrgð á stelli og gaffli.