Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 52
* 52 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ vf>mbl,is _ALLTAF eiTTHVAO NÝTT Öf GOLFEFNABUÐIN Borgartúni 33 yjyæða flísar ^jyæða parket i^jyóð verð þjónusta tjarðpCóntustöðin i! Sterkargarðplönturíúrvali, skjólbelti, skógrœkt og dekurplöntur. T Nátthagl A /TIGPs SLATTUVELAR Útsölustaðir um allt land Landsþekkt varahlutaþjónusta Notendavænar Margar gerðir VETRARSOL HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864 Stærðir 75-95 B-C-D-DD 'Jríiunjih INJ LRNA flON AL, MAMAIEC ELECANCE MORGUNHANI fær 20% afslátt af viðskiptum milli kl. 9 og 11 f..1 lympÍœ Kringiunni 8-12, sími 553 3600 Sendum í póstkröfu í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Leitað að ætt- ingjum DAGANA 24. til 29. júní verða staddar hér í Reykjavík vestur-íslensku systurnar Carol Mahmood og Jaimee Tahsiri. Amma þeirra var allslensk en fædd í Vesturheimi, Hall- dóra Þorsteinsdóttir (f. 17. des. 1889 d. 4. ágúst 1971), dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar (1849-1924) og Guðnýjar Þorkelsdóttur (1854-1921). Þorsteinn og Guðný bjuggu síðast hér á landi á Ormsstöðum í Eiðaþinghá en fluttu árið 1877 til Vest- urheims. (Vesturfaraskrá bls. 65.) Carol og Jaimee vilja gjarnan hitta að máli ætt- ingja sína hér á landi. Þær gista á Hótel Sögu á með- an þær dvelja hér í Reykjavík. Unglingarnir reknir brott OFT hafa unglingarnir á heimilinu komið rjóðir í kinnum og sælir eftir góð- an sprett á körfuboltavell- inum. Annar svipur var á einum drengnum þegar hann kom heim eitt kvöld- ið með boltann undir hend- inni. „Það er búið að taka nið- ur körfumar við Folda- skóla. Það komu einhverjir karlar og skrúfuðu þær niður í dag...nú getum við hvergi farið í körfubolta." Undirritaður býr í full- orðinsheiminum og spurði: „Af hverju mót- mælið þið þessu ekki?“ En bjóst satt að segja ekki við svari unglingsins: „Hver heldurðu að hlusti á okk- ur?“ Margar ræður hafa ver- ið fluttar í heimi hinna full- orðnu þar sem borið er lof á íþróttir og þær taldar leysta hinn margnefnda „unglingavanda". En nú er svo komið að unglingarnir í þessu unga hverfi, Graf- arvogi geta hvergi leikið körfubolta undir berum himni. Er ekki rétt að hluta á unglingana og bæta aðstöðu þeirra til að stunda þennan heilbrigða leik? Ólafur Jóhannesson, Grafarvogi. Hvers eigpim við að gjalda? UM helgina gerði ég mér erindi í einn stórmarkað- inn til þess að kaupa í mat- inn - sem ekki er í frásögur færandi. Eg gekk að græn- metis- og ávaxtaborðun- um. Úrvahð var ótrúlegt. Tómatar, agúrkur, salat og auk þess alls konar fram- andi grænmeti og ávextir sem ég kann varla nöfnin á - hvað þá að ég kunni að nota það. Allt glænýtt. Nema kartöflurnar. Þær voru síðan í fyrra. Hvers eigum við að gjalda, Islendingar, að geta ekld fengið nýjar kartöflur um leið og aðrar Evrópuþjóðir? Nóg er af þeim og styttra að sækja þær en margt annað sem við höfum á boðstólum árið um kring. Hvað er til ráða? Þurf- um við að fara að setja kvóta á kartöflubændur í Þykkvabænum svo þjóðin sé ekki dæmd til þess að borða ársgamlar kartöflur þegar aðrir Norðurlanda- búar eru íyrir löngu farnir að fá nýjar kartöflur? Hv- ar eru hinir hugprúðu, gal- vösku innflytjendur sem hafa margsinnis strítt við kerfið út af hinum ýmsu vörutegundum? Jórunn kartöfluæta Tapað/fundið Silfurnæla tapaðist SILFURNÆLA tapaðist á 17. júní við Steikhúsið Argentínu eða í Skipholti. Finnandi vinsamlega liringi í síma 5515696. Fundarlaun. Vettlingar í óskilum ÚTPRJÓNAÐIR vettling- ar fundust. Upplýsingar í síma 5530823. Gullarmband GULLARMBAND, u.þ.b. 2 cm á breidd með óvenju- legu mynstri tapaðist seinni partinn i maí annað- hvort í Skildinganesi eða við Grandaveg. Fundar- laun. Upplýsingar í síma 5616130. Vasabók tapaðist BRÚN vasabók tapaðist nýlega í miðbænum. Nafn eiganda og heimilisfang er fremst í bókinni. Bókarinn- ar er sárlega saknað. Upp- lýsingar í síma 5518510. Dýrahald Kettlingar í óskilum TVEIR kettlingar ca 2 mánaða gamlir, bröndóttir með hvít trýni og hvítar loppur, fundust á mánu- dagskvöld á horninu á Óð- insgötu og Laufásvegi. Upplýsingar í síma 6997000. SKAK (Jmsjón Margeir l’étursson STAÐAN kom upp á Sig- eman & Co. alþjóðamótinu sem lauk í Malmö í síðustu viku. Jesper Hall (2.485), Svíþjóð, hafði hvítt og átti leik gegn Nick deFirmian (2.610), Bandaríkjunum. 20. Dd3! og svartur gafst upp því hann er nú óverj- andi mát í fjórða leik hið mesta. T.d. 20. - Dxb7 21. Dh7+ - Kf8 22. Dh6+ - Ke7 23. Dxd6 mát eða 20. - f5 21. Hh8+ - Kxh8 22. Dh3+ - Kg8 23. Dh7+ - Kf8 24. Hf7 mát. Hvítur mátar f fimmta leik ÞESSIR strákar söfnuðu með tombólu til styrktar Rauða krossi Islands 4.054 krónum. Þeir heita Jón Birgisson og Tómas Ingi Jórunnarson. Víkverji skrifar... LESANDI Víkverja hafði sam- band við hann vegna pistils sem birtist í blaðinu fyrir allnokkru um ótrúlega langan frest á afgreiðslu vegabréfa. Þar kom fram að a.m.k. hálfan mánuð þyrfti til þess að fá hin nýju vegabréf afgreidd með segulrönd, sem krafizt er víða er- lendis í dag. En þótt uppgefinn sé hálfs mánaðar afgreiðslufrestur, getur reyndin greinilega verið önn- ur og miklu betri. Lesandinn sótti um vegabréf fyr- ir dóttur sína hinn 9. júní og var honum þá tjáð að afgreiðslufrestur- inn yrði allt að hálfur mánuður. Lesandinn var þá spurður að því, hvort hann vildi sækja vegabréfið eða fá það sent í póstkröfu. Til þess að spara sér sporin kaus lesandinn að fá vegabréfið sent heim og 11. júní, eða tveimur dögum síðar, kom tilkynning um áðumefnda póst- kröfu frá pósthúsi viðkomanda og gat lesandinn sótt vegabréfið þang- að og greitt kostnaðinn við útgáfu bréfsins, sem var einfóld greiðsla en ekki tvöfóld eins og unnt er að krefjast fyrir flýtimeðferð. Þetta má segja að sé hin bezta af- greiðsla og til mikillar fyrirmyndar, ekki sízt þegar tillit er tekið til að víða erlendis er biðin eftir nýju vegabréfi hálfur annar mánuður eins og fram kom í pistli Víkverja á dögunum, en slík bið ku vera í Englandi. Hafi embætti ríkislög- reglustjóra hrós fyrir snör handtök, sem eru til fyrirmyndar. x x x NÝLEGA kom það fram í grein sem Pétur Pétursson þulur reit í Morgunblaðið, að ríkisútvarpið hafi fellt niður hinn ágæta og fróð- lega þátt „Daglegt mál“, sem verið hefur á dagskrá útvarpsins í ára- tugi. Þetta var að mati Víkverja hinn vinsælasti þáttur og hver man ekki þegar umsjónarmenn þáttarins spurðu: „Kannast hlustendur við orðalagið...?“, og síðan kom eitt- hvað, sem var gamalt og skondið í eyrum nútímamannsins, sem lagði við hlustir og auðgaðist við að hlusta á. Oft bjargaði þátturinn tungutaki sem var að hverfa og gat auðgað málfar fólks. Allt það er fram kom af upplýsingum frá les- endum var síðan fært í Orðabók Háskólans og þar verður það síðan aðgengilegt ókomnum kynslóðum. Astkæra ylhýra málið, eins og ís- lendingar jafnan kalla tungu sína við hátíðleg tækifæri, á annað og betra skilið en að slíkur þáttur sé felldur niður. Morgunblaðið hefur einnig haft svipaðan þátt á síðum sínum, sem Gísli Jónsson, mennta- skólakennari á Akureyri, hefur séð um í áratugi og eigi alls fyrir löngu var eittþúsundasti þátturinn birtur á síðum blaðsins. Þessi þáttur ásamt þætti ríkisútvarpsins eru menningarverðmæti, sem eigi má fella niður og raunar ætti að gera þessa þætti almenningi aðgengilega á þeirri tölvuöld, sem menn nú búa við, svo að fólk eigi þess kost hrein- lega að fletta upp í þeim, vanhagi það um einhver þau atriði, sem til álita gætu komið. Þættir Gísla eru raunar flestir hin síðari ár til inni á gagnabanka Morgunblaðsins á Net- inu, ef menn vildu nálgast þá þar. Þannig getur nútíma tölvutækni gert slíka þætti ódauðlega og þeir geta gagnast komandi kynslóðum í viðleitni þeirra við að vanda málfar sitt. Víkverji minnist þess frá ís- lenzkukennslu í Menntaskólanum í Reykjavík, er hann sat þar fyrir nokkrum áratugum, að kennarar skólans höfðu það fyrir sið að flokka niður tilvitnanir úr ritgerðum nem- enda í tvo dálka, þar sem yfirskrift hvors dálks var „vandað mál“ og „óvandað mál“. í síðari dálkinn var skrifuð tilvitnun í einhverja ritgerð- ina en í hinn fyrri, hvernig kennar- inn vildi orða hugsun nemandans. A slíkri flokkun lærðu menn mikið. Víkverji man raunar að fyrst í stað var þessi flokkun „rétt mál“ og „rangt mál“, en henni var hætt á meðan hann var í skólanum og bar kannski vitni auknu frjálsræði í þessum málum - menn forðuðust sem sé að dæma mál rangt þótt það væri flokkað síðar sem óvandað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.