Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 24.06.1999, Síða 54
^54 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ í!ls ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sóiii Þjóðteikhússins kt. 20.00: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM - Arnmundur Backman Aukasýningar fös. 25/6 — lau. 26/6. Allra síðustu sýningar. Sýnt i Loftkastata kt. 20.30: RENT — Skuld — söngleikur e. Jonathan Larson Fös. 25/6 — lau. 26/6 — lau. 3/7. Síðustu sýningar leikársins. Mlðasalan er opin mánudaga—þriðiudaga kl. 13—18, miðvikudaga—sunnudaga kl. 1 í 20. Símapantanir frákl. 10 virka daga. Sími 551 1200. BORGARLEIKHÚSIÐ Á SÍÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hátfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Litlá kujtlinýíbúðiú eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. í kvöld fim. 24/6, aukasýning, uppsett, fös. 25/6, uppselt, lau. 26/6, uppselt, fös. 2/7, ath. kl. 21.00, lau. 3/7, uppselt, sun. 4/7, aukasýning. fim. 8/7, fös. 9/7, lau. 10/7. U I SVCtt Félagsheimilinu Blönduósi í kvöld fim. 24/6, Klifi Ólafsvík Fös. 25/6 Félagsheimilinu Hnrfsdal Lau. 26/6 og sun. 27/6 Dalabúð Búðardal Mán. 28/6 Þingborg í Ölfusi Mið. 30/6 Sindrabæ Höfn í Hornafirði Fim. 1/7 Egilsbúð Neskaupstað ■ Fös. 2/7 Herðubreið Seyðisfirði Lau. 3/7. Forsala á Akureyri í síma 4621400 Forsala á aðrar sýningar í sima 568 8000 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. Ósóttar pantanir seldar fyrir sýningu Athugið: Siðasta sýning fyrir sumarleyfi lau. 26/6 kl. 20.30 lau. 3/7 kl. 20.30 Síðustu sýningar leikársins 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga Midapantanir allan sólarhringinn. KaííilfjKMsift Vesturgötu 3 I HLAÐVARPANUM Ziegler-Scheving jazzkvintett ( kvöld fim. 24/6 kl. 21.00 Rússibanar Auf uiiedersehen Tatu tónteikar fös. 25/6 kl. 21.00 Rússibanadansteikur lau. 26/6 kl. 23.00 Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. 30 30 30 Mðasáa opin tra 12-18 og iram að sýningu sýrtngardaga. Dpið Ira 11 lyrtr I HneTRn kl. 20.30. Lau 26/6 örfá sæti laus Sun 27/6 UPPSELT, Allra síðustu sýningar HADEGISLEIKHUS - ki. 12.00 Fim 24/6 UPPSELT Fös 25/6 UPPSELT Lau 26/6 AUKASÝNING Mið 30/6 UPPSELT Rm 1/7 örfá sæti laus Fös 2/7 örfá sæti laus TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afeláttur af mat fýrir leikhúsgesti í Iðró. Borðapantanir í síma 562 9700. * Kysstust á almannafæri ► ROKKARINN Mick Jagger og ofurfyrirsætan Jerry Haii standa nú í skilnaði sem þykir fremur sóðalegur, meira að segja á Hollywood-mæli- kvarða. Dropinn sem fyllti mælinn í stormasömu '^hjónabandi þeirra var sú yfirlýsing brasilísku fyrir- sætunnar Luciönu Morad að Jag- ger væri barnsfaðir hennar. En þrátt fyrir alla misklíð og erfiðleika fór vel á með þeim Hall og Jagger þegar þau hittust sí veislu í Hollywood fyrir fáein- um dögum. Sjónarvottar segja MICK Jagger og Jerry Hall saman á tískusýningu. þau hafa brosað þegar þau spjöll- uðu saman og að Hall hafí meira að segja kysst Jagger á kinnina. FÓLK í FRÉTTUM Danski djassfiðlarinn Finn Ziegler Djassari í hjartanu frá upphafi Finn Ziegler er mættur með fíðluna og stórgóðan píanóleikara, Olivier Antunes, í farteskinu. Þeir halda * þrenna tónleika á Islandi í félagi við íslenska djassara. FYRSTU tónleikar Zieglers og félaga verða haldnir í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. A laugardagskvöld leika þeir á Djasshátíðinni á Egilsstöðum og enda Islands- heimsóknina á öðrum tónleikum í Kaffileikhúsinu á sunnudagskvöld. Ziegler er ekki einn á ferð, með honum kemur ungur djasspíanisti, Olivier Antunes. „Eg spila með honum af því að mér finnst hann bestur í evrópska djassinum í dag,“ segir fiðlarinn. Olivier er nýjasta djassstjarna Dana, fæddur í Frakklandi af portúgölskum uppruna en alinn upp í Danmörku, þar sem hann lærði píanóleik í Es- bjerg, auk þess að hljóta leiðsögn bandarískra djass- meistara. Nýlega hlaut hann Ben Webster-verðlaunin ásamt bassaleikaranum Niels-Henning 0rsted Pedersen og trommaranum Alex Riel en Ziegler hefur einmitt gef- ið út nokkra geisladiska með þeim félögum. Þrír íslenskir djassarar mynda kvintett með Dönunum, þeir Ami Seheving víbrafónleikari, sonur hans Einar Val- ur Seheving trommuleikari og Gunnar Hrafnsson bassa- leikari. Alltaf á ferðinni „Ég byrjaði að spila á fiðlu níu ára þegar ég byrjaði í Konunglega tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn. Þar lærði ég klassíska tónlist en ég hef verið djassari í hjart- anu frá upphafi,“ segir Ziegler sannfærandi. „I millitíð- Morgunblaðið/Jim Smart OLIVIER Antunes og Finn Ziegler með Árna Scheving á milli sín sem tók á móti þeim við komuna til landsins. inni lék ég líka á víbrafón en ég er orðinn alltof gamall og lúinn til að bera svona þungt hljóðfæri svo ég held mig við fiðluna," segir hann og hlær. Ziegler rekur djassbúlluna Finn Zieglers Hjorne í Frederiksberg í Kaupmannahöfn, þar sem hann leikur ein- staka sinnum, en segist mest vera á tónleikaferðalögum um allan heim. „Ég er nýkominn heim frá París þar sem ég lék í Caveau de l’Huchette djassklúbbnum með nokkrum af bestu frönsku djössurunum, það var mjög gaman.“ Djassfiðlarinn danski hefur komið víða við á ferlinum. Hann útsetti og stjómaði Stórsveit danska ríkisútvarpsins í nokkur ár, hefur unnið bæði í leikhúsi og samið tónlist fyrir kvikmyndir en eftir hann liggja um tvö hundruð lög. Og ætli íslendingar fái að heyra eitthvað af þeim? „Já, kannski við leikum eitt eða tvö þeirra,... kannski þijú.“ - Og hlakkstr þú til að korna og spila fyrir okkur? „Já, andskotakomið, já, já, já, já, mjög mikið,“ segir Ziegler að lokum og lofar stórgóðum tónleikum á Islandi þar sem nútíma svingtónlist verður í hávegum höfð. ■ CAFÉ Amsterdam Föstudags- og laugardagskvöld mun DJ Birdy þeyta skífum og diskum. ■ CAFÉ Riis, Hólmavík Pöbbinn opinn föstudags- og laugardags- kvöld. Sunnudagskvöld verða tón- leikar kl. 21 með Tríó Sigga Bjöss. ásamt Þorieifi Guðjónssyni úr KK á kontrabassa. ■ CATALÍNA, Hamraborg Föstu- dagskvöld spila Guðmundur og Örn. Laugardagskvöld leikur hljómsveitin Leyniþjónustan fyrir dansi. ■ EGILSBÚÐ, Neskaup- stað Dansleikur með hljóm- sveitinni 8-villt laugardags- kvöld. ■ EYRIN, ísafirði Föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Heiðursmenn ásamt söngv- urunum Ágústi Atla og Kolbrúnu Sveinbjörns. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ KLIFI, Ólafsvík Föstudags- kvöld verður stórdansleikur með Stuðmönnum. Auk þeirra koma fram Úlfur Eidjárn, plötusnúðarnir Sér- fræðingamir að sunnan, Gó-Gó meyjarnar Abba og Dabba auk fleiri skemmti- krafta. Stuðmenn skarta nú fúllkomnasta hljóð-, Ijósa- og mynd- varpakerfi landsins í dagskrá sem spannar allan feril hljómsveitarinnar. ■ FINNABÆR, Bolungarvík Hljómsveitin írafár heldur ball með 18 ára aldurstakmarki laugardags- kvöld. ■ FJÓRIR félagar, Súðavík Þriðju- dagskvöld heldur Djasssveitin Svartfugl tónleika. Miðvikudags- kvöld skemmtir KK. ■ GAUKUR a Stöng í kvöld verður útgáfuteiti Á móti sól í tilefni plöt- unnar 1999 kl. 23. Föstudags- og laugardagskvöld skemmta Geimfar- arnir. Sunnudagskvöld skemmta Bluesmenn Andreu. Þriðjudags- kvöld verður „lágmenningarveisla" í boði Hljómalindar. Þrír amerískir pönkarar sem kalla sig „Unwound", og leika tónlist í anda Sonic Youth og Shellack. Miðvikudagskvöld sér „kóngurinn um pilsnerinn" ásamt „Bris“. ■ GRAND ROKK í kvöld leikur hljómsveitin Blues Expresskvöld. Bandið skipa Matthías Stefánsson, gítar, Ingvi R. Ingvason, trommur, söngur, Atli Freyr Ólafsson, bassi, Gunnar Eiriksson, munnharpa og Frá A til Ö söngur og Jóhann Ólafur Ingvason, hljómborð. ■ GULLÖLDIN Um helgina skemmtir Sælusveitin. Sveitina skipa Hermann Arason og Niels Ragnarsson. ■ HAFNARBARINN, Þórshöfn Mannakornin Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson skemmta kl. 23 á föstudagskvöld. ■ HLÖÐUFELL, Húsavík Dansleik- ur með hljómsveitinni Landi og son- um föstudagskvöld. ■ HITT Húsið Á Taltónleikum Hins Hússins og Rásar 2 á miðvikudag spila Jagúar og Maus. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Okeypis aðgangur. ■ HÓTEL Akranes Dansleikur með hljómsveitinni Buttercup laugar- dagskvöld. ■ HÓTEL Tangi, Vopnafirði Mannakornin Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson skemmta kl. 23 á laugardagskvöld. ■ HREÐAVATN SSKÁLI, Borgar- firði Laugardagskvöld verður stórdansleikur með hljómsveitinni Úlrik ásamt Tóna Ingvari. ■ HÖFÐABORG, Hofsósi Stórdans- leikur með hljómsveitinni Stuð- mönnum á laugardagskvöld. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum Laugardagskvöld verður dansleikur með hljómsveitinni Súldögg. ■ ÍRAFÁR verður með 16 ára ball norður á Ströndum föstudagskvöld. ■ KAFFI Knúdsen, Stykkishólmi Laugardagskvöld skemmtir hljóm- sveitin Poppers. ■ KAFFI Reykjavík Fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld leikur Stuðbandalagið fyrir dansi. Sunnu- dags- og mánudagskvöld skemmta Ruth Reginalds og Magnús Kjartans- son. Þriðjudags- og miðvikudags- kvöld skemmtir Blátt áfram. ■ KAFFI Thomsen Föstudagskvöld skemmta Andrés & Margeir. Laug- ardagskvöld verður „Hugarástands- kvöld“ Arnar & Frímann ásamt Árna E. á efri hæðinni. Sunnudags- kvöld stjórnar breski plötusnúðurinn Miles Copeland plötuvalinu ásamt DJ Tomma. ■ KRINGLUKRÁIN í kvöld og sunnudagskvöld skemmta Ómar Diðriksson og Halldór Halldórsson. Föstudags- og laugardags- kvöld skemmtir hljómsveit- in Taktík. ■ NAUSTKRÁIN Föstu- dagskvöld skemmtir Hljóm- sveit Geirmundar. Laugar- dagskvöld skemmtir hljóm- sveitin Blátt áfram. ■ LIONSSALURINN, Auð- brekku 25, Kóp. í kvöld verður síðasta línudansæf- ing fyrir sumarfrí. Elsa sér um tónlistina. ■ REYKJAVÍKURSTOFA er opin frá kl.18 ■ NÆTURGALINN, Smiðjuvegi 14 Föstudags- og Iaugardagskvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vil- hjálms. Opið frá kl. 22-3. ■ PÉTURSPÖBB Föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Rúnar Þór. ■ RÉTTIN, Úthlfð Jónsmessuhátíð helgina 25. og 26. júní. Hljómsveitin Sixties föstudagskvöld og Geir- mundur Valtýsson laugardagskvöld. Frítt á tjaldstæðin. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavfk Dansleik- ur með hljómsveitinni Sixties laug- ardagskvöld. ■ KAFFI Nielsen, Egilsstöðum Mannakornin Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson skemmta kl. 21 í kvöld. ■ SJALLINN, Akureyri Dansleik- ur, „Frelsisball" með hljómsveitinni Landi og sonum laugardagskvöld. ■ VÍKIN, Höfn Hornafirði Föstu- dagskvöld verður dansleikur með hljómsveitinni Sóldögg. ■ VÍKURRÖST, Dalvík Laugar- dagskvöld verður dansleikur með hljómsveitinni Lausir og liðugir. Á föstudagskvöld koma þeir fram á Skjál. HLJÓMSVEITIN 8-villt tryllir alla í Egilsbúð í Neskaupstað á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.