Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 24.06.1999, Qupperneq 64
» MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF S691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Atvinnumiðstöð námsmanna 527 leita enn vinnu 2.060 NÁMSMENN hafa skráð sig hjá Atvinnumiðstöðinni í leit að sumarstarfi það sem af er sumri. Hluti þessa hóps hefur fengið sumarstarf eftir öðrum leiðum en á vegum Atvinnumið- stöðvarinnar og Nýsköpunar- sjóðs námsmanna hafa um 480 námsmenn fengið sumarstarf. 20 námsmenn skrá sig á hverjum virkum degi og 23. júní sl. voru 527 á skrá Atvinnumið- stöðvarinnar. A sama tíma í fyrra voru 394 námsmenn enn að leita að starfí sem þýðir um 34% aukningu í skráningu frá í Vf" fyrra. ■ Biðu/12 -------------- Kostakaup á Selfossi Svipað verð og í Bónusi ^ÍOSTAKAUP, sem opnuð voru á Selfossi 16. júní síðastliðinn, bjóða viðskiptavinum sínum sama verðlag og sambærilegar verslanir á höfuð- borgarsvæðinu gera. Þetta kom fram í verðkönnun sem Morgunblað- ið gerði dagana 21.-22. júní í Kosta- kaupum, Bónusi og Nettó. Verðmun- reyndist yfírleitt lítill. ■ Stenst verðsamkeppni/20 A Nám í íslensku fvrir erlenda stúdenta við Háskóla Islands Eftirspurn langt umfram framboð EFTIRSPURNIN eftir námi í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands er langt umfram framboð og þarf skólinn því að vísa fjölda nemenda frá á hverju ári. Mun það aðallega vera takmarkað kennslurými sem kemur í veg fyrir að hægt sé að veita fleiri umsækj- endum inngöngu. Að sögn Hreins Pálssonar, próf- stjóra við Háskóla íslands, sóttu að þessu sinni 237 um að fá að hefja nám á hausti komanda í íslensku fyrir erlenda stúdenta og mun það vera örlítil fjölgun frá undanfórn- um árum. Hins vegar er aðeins hægt að veita 72 umsækjendanna inngöngu og þarf því að vísa 165 þeirra frá. Sagði Hreinn um helm- ing þeirra sem fá inngöngu vera styrkþega á vegum menntamála- ráðuneytisins, en aðra þyrfti að velja úr þeim nálega 200 umsókn- um sem eftir stæðu. Við það val mun aðallega vera miðað við menntun umsækjenda, þ.e. hversu langt þeir eru komnir í námi og þær einkunnir sem þeir hafa hlotið. Kvað Hreinn það vera ákaflega erfitt að þurfa að vísa svo mörgum frá sem raun ber vitni, en gat þess jafnframt að ekki væri víst að þörf væri á að koma upp náms- aðstöðu fyrir um 200 nemendur. „Það nám sem við bjóðum upp á hér er þriggja ára akademískt nám, en margir þeirra sem leita til okkar vilja fyrst og fremst ná tökum á ís- lensku til að tjá sig; lesa, skilja og skrifa. Það er því spurning hvort ekki sé þörf fyrir einhvers konar einfaldari útgáfu, þ.e.a.s. einfaldan málaskóla. Markaðurinn og áhug- inn eru til staðar, en ég held að ekki sé ástæða til fyrir allan þennan fjölda að fara í hið fræðilega ís- lenskunám við Háskólann, sem er kjörið t.d. fyrir þá sem leggja stund á fornnorrænu," sagði Hreinn. Hann vildi þó einnig taka fram að Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og Námsflokkar Reykjavík- ur hefðu boðið upp á námskeið í ís- lensku fyrir útlendinga og mættu þau hluta þeirrar þarfar sem til staðar væri fyrir nám utan háskóla- stigsins. Kennslurými leyfír ekki fleiri nemendur Þóra Björk Hjartardóttir, for- maður skorar íslensku fyrir er- lenda stúdenta, segir hagkvæmnis- ástæður liggja fyrir því að ekki sé hægt að veita fleiri nemendum inn- göngu. „Það er í raun og veru fjöldi plássa í málveri Háskólans sem ræður þessu. Við skiptum þessum 72 fyrsta árs nemum niður í þrjá undirhópa og hver þessara hópa skiptist síðan niður í tvo minni hópa með tólf nemendum í hverjum hóp, en fleiri getum við ekki haft í mál- verinu í einu,“ sagði Þóra Björk og bætti við að stærð málversins byggðist á kennslufræðilegum for- sendum þar sem ekki væri æskilegt að hafa fleiri en 12 manns í einu inni í kennslustofu þar sem verið væri að þjálfa talmál. Bænhúsið við Núpstað PRESTAR á prestastefnu gengu 4U altaris í bænhúsinu á Núpstað við Lómagnúp í gær. Bænhúsið rúmar aðeins 35 manns og þurftu prestar því að bíða í rigningunni eftir að meðtaka sakramentið. Stefnt að byggingu Vatnsfellsvirkjunar á 28 mánuðum Gengið til samninga við Islenska aðalverktaka STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að ganga til samninga við ís- lenska aðalverktaka hf. um byggingu Vatnsfellsvirkjunar og Amarfell ehf. um gröft frárennsjisskurðar. Samn- ingsupphæðin við Islenska aðalverk- taka hf. nemur rúmlega 3.050 milijón- um króna, en samningsupphæðin við Amarfell ehf. er tæplega 470 milljón- ir. Stefnt er að því að ljúka byggingu virkjunarinnar á aðeins 28 mánuðum. Aætlaður kostnaður við Vatnsfells- virkjun var um 8 milljarðar. Nú þeg- ar tilboð í virkjunina liggja fyrir stefnir í að kostnaðurinn verði um 70% af kostnaðaráætlun eða innan við 6 milljarðar. Kínverska íýrirtækið China National Water Resources and Hydropower Engineering Corpor- ation átti lægsta tilboðið í alla verk- þætti með afslætti. Tilboðið hljóðaði upp á 3.250 milljónir króna sem er 63,4% af kostnaðaráætlun. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að þegar Utið væri til allra sjónarmiða væri það mat Landsvirkjunar að tilboð ís- lenskra aðalverktaka hefði verið hag- stæðast í tvo af þremur verkþáttum. Mjög lítill munur hefði verið á kostn- aðaráætlun fyrirtækjanna varðandi byggingu stíflunnar, en hins vegar hefði verið nokkur munur á tilboðun- um þegar kom að byggingu stöðvar- hússins. Þá ákvað Landsvirkjun að ganga til samninga við Lahmeyer Intemational, VSÓ Ráðgjöf og Al- mennu verkfræðistofuna hf. um eftir- lit með framkvæmdum við Vatnsfells- virkjun. Aætlaður kostnaður við þennan samning er um 300 milijónir. ■ Næstlægsta/10 Morgunblaðið/Sverrir nýmálaða veggi UÐAÐ var á nýmálaða veggi bfl- skýla við Keilugranda og Reka- Sranda í Reykjavík í fyrrinótt. lafur Klemenzson, íbúi við Keilugranda, segir að þetta sé sérlega hvimleitt þar sem nýbúið var að mála bflskýlin. Ólafur segist búast við að verknaðurinn verði kærður enda hafi lögreglan oft vísbendingar um hverjir séu að verki við þessa iðju. Hann segir nokkuð hafa borið á veggjakroti í þessum hluta bæjarins. Hann segir nú unnið að málningu bflskýlanna og kosti verkið allt kringum tvær miHjónir króna. Fyrri umferð hafi verið máluð á þriðjudag og í framhaldi af því hafi verkið verið unnið, trúlega í fyrrinótt. Ólafur segir að hreinsa verði veggina áður en ný umferð er máluð og líklega verði að endurtaka verkið að fullu þar. Hann telur að kostn- aður af lagfæringunum geti numið tugum ef ekki hundruðum þúsunda króna. Morgunblaðið/Jim Smart f FYRRINÓTT var úðað á veggi bflskýla við Keilugi-anda og Rekagranda sem nýlega var bú- ið að mála. Úðað á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.