Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 202. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A fjórða tug manna lét lífíð í öflugum jarðskjálfta sem reið yfír Aþenu Enn von um að finna fólk á lífí Aþenu. Reuters, AFP, AP. ÖFLUGUR jarðskjálfti, sem mæld- ist 5,9 á Richter, reið yfir Aþenu, höfuðborg Grikklands, klukkan þrjú eftir hádegi að staðartíma í gær með þeim afleiðingum að á fjórða tug manna lét lífið og hátt á annað hundrað manns var saknað seint í gærkvöldi. Átti skjálftinn upptök sín um tuttugu km norður af miðborg Aþenu. Björgunarsveit- ir, lögreglumenn, slökkviliðsmenn og íbúar borgarinnar leituðu ákaft í rústum um 50 húsa og verksmiðja er eyðilögðust í hamförunum og eygðu menn enn von um að finna fólk á lífí. Björgunarsveitir voru enn við leit- arstörf í nótt en víða greindu menn raddir úr rústum húsa. Síðdegis tókst að bjarga fólki úr verksmiðjum í einu úthverfa Aþenu. Á meðal þeirra er létust voru þrjú börn er voru að leik á barnaheimili. Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, bað Grikki að sýna still- ingu og vinna saman í hörmungun- um er dunið hefðu yfír. „Umfangs- miklar björgunaraðgerðir standa nú yfir. Leitarhópar munu starfa í alla nótt. Á morgun hefjumst við handa við að meta tjónið," sagði Simitis í gærkvöldi. Óttaslegnir íbúar Aþenu þustu út á götur síðdegis í gær er hrina eftir- skjálfta dundi yfir borgina. Almenn- ingsgarðar fylltust af fólki þar eð margir hugðust gista utandyra í nótt. Greindu jarðskjálftafræðingar um tuttugu eftirskjálfta í gær og vildu ekki útiloka annan sterkan skjálfta á næstu dögum. Aðeins eru liðnar um þrjár vikur síðan gífurlegur jarðskjálfti olli dauða þúsunda manna í Tyrklandi og sendi Bulent Ecevit, forsætisráð- herra landsins, Grikkjum samúðar- kveðjur og bauðst til að aðstoða þjóðina af öllum mætti. Talsmenn grískra stjórnvalda sögðu ennfremur að stjórnvöld í Tékklandi, Rússlandi og Frakklandi hefðu boðist til að að- stoða við hjálparstörf. „Við finnum til og deilum með ykkur sársaukan- um vegna missis mannslífa í jarð- skjálftanum í dag í ljósi þeirra hörm- unga er yfir okkur dundu nýlega,“ sagði Suleyman Demúel, forseti Tyrklands, í gær. Bosnía-Hersegóvína Poblasen virðir bann Dodiks að vettugi Banja Luka. AP, Reuters. Harðlínumaðurinn Nikola Poblasen, sem vísað var úr embætti forseta í hinum serbneska hluta Bosníu-Her- segóvínu í mars, mætti til vinnu sinnar í forsetahöllinni í Banja Luka í gær þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu tilkynnt að þau hefðu gripið til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir að hann héldi áfram að sinna störfum sínum eins og ekkert hefði í skorist. Milorad Dodik, forsætisráð- herra í serbneska lýðveldinu, sem er annað sambandsríkja Bosníu-Hersegóvínu, hafði fyrr í gær sagt að ákveðið hefði verið að grípa í taumana vegna þess að „Poblasen virð- ist ekki gera sér grein fyrir að hann er ekki lengur forseti“. Hefur haldið áfram að haga sér sem forseti Fulltrúi vesturveldanna í Bosníu-Hersegóvínu hefur skv. Dayton-friðarsamkomu- laginu frá 1995 umfangsmikil völd og það var hann sem vís- aði Poblasen úr embætti í mars á þeim forsendum að hann hefði reynt að standa í vegi fyrir því að friður yrði treystur í sessi í landinu. Poblasen hefur hins vegar alla tíð neitað að viðurkenna ákvörðunina, og hefur haldið áfram að haga sér eins og hann væri enn forseti. Óvíst er hvernig Dodik hyggst framfylgja ákvörðun ríkisstjórnar sinnar í gær en þó er fullyrt að búið sé að loka fyrir allar símalínur til for- setahallarinnar og ennfremur mun vera nokkuð um liðið síð- an fulltrúi vesturveldanna tók Poblasen af launaskrá. Gusmao biður umheiminn um aðstoð við að binda enda á „þjóðarmorð“ á A-Tímor Indónesíustjórn setur herlög Dili, Jakarta, SÞ. Reuters, AP, AFP. INDÓNESÍUSTJÓRN lýsti því yfir Franskur landbúnaður Barist gegn refsitollum Toulouse. Reuters. JOSE Bove, leiðtogi franskra bændasamtaka, sem handtekinn var í síðasta mánuði fyrir að um- turna byggingarsvæði McDonald’s- skyndibitakeðjunnar, var í gær lát- inn laus úr fangelsi í Toulouse og lýsti því samstundis yfir að hann myndi halda ótrauður áfram barátt- unni gegn bandarískum refsitollum á evrópskar landbúnaðarafurðir, s.s. Roquefort-ost sem framleiddur er í Frakklandi. Sagðist Bove ætla að halda bar- áttu franskra bænda áfram og beina næst spjótum sínum að næstu samningalotu Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) sem hefst í Seattle í desember nk. „Við munum halda til Seattle. Við viljum gæða- landbúnað. Við höfnum forugu fæði,“ sagði Bove á tröppum fang- elsisins í gær. í gær að hún hefði sett herlög á Austur-Tímor til að reyna að stemma stigu við vargöld þeirri er ríkir í höfuðstaðnum Dili og víðar. Þá frelsuðu stjórnvöld í Jakarta sjálfstæðisleiðtogann Xanana Gus- mao úr stofufangelsi. Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), lýsti því yfir í gær að Indónesíustjórn hefði tvo sólar- hringa til að koma á reglu á A-Tímor áður en ákvörðun yrði tekin um að senda alþjóðlegt friðargæslulið til eyjarinnar, en herlögin sem sett voru í gildi í gær eru almennt talin veita öryggisráðinu nokkurra daga gálgafrest til að taka ákvörðun um komu friðargæsluliðs. Utanríkisráð- herrar Bandaríkjanna, Bretlands og Asíu- og Kyrrahafsríkja munu hitt- ast á Nýja-Sjálandi í dag og ræða hvaða leiðir séu færar til að koma í veg fyrir ógnar- ástandið. Peter van Walsum, fulltrái Hollands sem nú fer með for- mennsku í örygg- isráðinu, ítrekaði í gær að ráðið myndi ekki verða við kröfum um að senda friðar- gæslulið til Aust- ur-Tímor fyrr en fyrir lægi að Indónesíustjórn veitti samþykki sitt en vonaðist til að stjórnvöld myndu fallast á umleitanir SÞ um að leyfa komu friðargæsluliðs. Gusmao var ekið til sendiráðs Bretlands í Jakarta eftir að hann var leystur úr haldi og á blaða- mannafundi bað hann umheiminn náðarsamlegast um aðstoð við að stöðva „þjóðarmorðið" á A-Tímor. Sagðist hann vera reiðubúinn að starfa með Indónesíustjórn svo koma mætti í veg fyrir þjáningar íbúa eyjarinnar. fbúar fluttir frá A-Tímor gegn vilja sínum Ekkert virtist geta komið í veg fyrir morð og óhæfuverk ofstækis- fullra stuðningsmanna Indónesíu- stjórnar á A-Tímor í gær og mæltist ákvörðun stjórnvalda í Jakarta um að eftirláta Indónesíuher alla stjórn á eyjunni illa fyrir þar eð sjónarvott- ar og alþjóðlegt starfslið bera því vitni að herinn standi að baki ofbeld- isverkum. Hefur verið fullyrt að her- sveitir hafi skipað tugum þúsunda manna að hverfa frá A-Tímor og sagði Ian Martin, talsmaður skrif- stofu SÞ á eyjunni (UNAMET), að íbúum væri skipað „gegn vilja sín- um“ að hverfa til Vestur-Tímor. Ta- tang Razak, talsmaður Indónesíu- stjórnar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði hins vegar að hersveitir væru að aðstoða það fólk er vildi hverfa frá A-Tímor. Herminio da Silva da Costa, einn þehra er leiða flokka ofstækisfullra stuðningsmanna Indónesíustjómar á A-Tímor, sagði í viðtali við AFP í gær að sínir menn myndu „brenna allt til grunna“ ef kosningamar um sjálf- stæði A-Tímor frá því í liðinni viku yrðu ekki ógiltar og kosið yrði að nýju. Talsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins sögðu í gær að alls hefðu um 40.000 manns flúið til V-Tímor síðustu tvö dægrin og að ekki væri fyrirséð að flóttamannastraumurinn mundi minnka í bráð miðað við óbreytt ástand. ■ Vesturlönd tvístígandi/22 Xanana Gusmao
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.