Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skoðanakönnun Gallup um framkvæmdir í Laugardal
Mikil andstaða við
byggingar í dalnum
NYLEG skoðanakönnun Gallup
sem gerð var fyrir samtökin Vernd-
um Laugardalinn sýnir nokkuð af-
gerandi andstöðu borgarbúa gegn
byggingaframkvæmdum í dalnum.
Um 81% þeirra sem tóku afstöðu
lýstu sig andsnúna áformum um
byggingu á lóðum í dalnum.
Urtak skoðanakönnunarinnar
voi-u 474 Reykvíkingar og þar af
svöruðu 305. Spurt var tveggja
spuminga og var helmingur þátt-
takenda spurður hvort hann væri
hlynntur eða andvígur því að
byggja í austurhluta Laugardalsins.
6,2% sögðust vera mjög hlynnt
byggingu, 9,6% frekar hlynnt, þeir
sem voru hvorki hlynntir né, eða í
meðallagi, voru 13% en frekar and-
vígir voru 19,9% og mjög andvígir
voru 51,4%. Hinn helmingur þátt-
takendanna var spurður hvort hann
væri hlynntur eða andvígur því að
byggja í austurhluta Laugardals
eða hvort skoðun hans væri háð því
um hvers konar hús væri að ræða.
3,4% sögðust vera mjög hlynnt
byggingu, 2,7% frekar hlynnt, 9,5%
voru hvorki né, eða í meðallagi,
14,2% voru frekar andvíg, 45,3%
voru mjög andvíg og 25% sögðu
skoðun sína vera háða tegund húss.
Afdráttarlaus skilaboð
Júlíus Vífill Ingvarsson borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist
gleðjast yfir niðurstöðu skoðana-
könnunarinnar. „Pessar niðurstöð-
ur sýna að borgarbúar eru sammála
okkar sjónarmiðum í þessu máli og
þær eru jafnframt afdráttarlaus
skilaboð til borgarstjóra um að láta
af fyrirhuguðum byggingaráform-
um í austurhluta Laugardals," sagði
hann. „Það að 30 þús. manns hafa
skrifað undir mótmæli vegna fyrir-
hugaðra bygginga á þessum stað er
einstakt í sögu Reykjavíkur. Svo
sterk rödd hefur aldrei áður heyrst
frá borgarbúum varðandi nokkurt
mál. Það er útilokað annað en að
borgarstjóri og meirihluti borgar-
stjómar taki fullt tillti til þessarar
sterku raddar.“
Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson
Um það bil 52 mflur norðnorðvestur af Straumnesi sigldi Ægir
fram á þennan risastóra borgarísjaka sem er um fímmtíu metrar á
hæð. Skipið, sem rís 25 metra yfír sjávarborð, virðist örsmátt við
hliðina á fsjakanum.
Skotið á borgarísjaka
SKIPVERJAR á varðskipinu Ægi
æfðu sig í að skjóta úr fallbyssu
með því að skjóta á borgarísjaka
um 48 mflur norður af Straum-
nesi á dögunum. Mikið er um
borgarís undan Vestfjörðum um
þessar mundir.
Fimm skyttur hleyptu samtals
af 36 skotum, flestum af 500-
1000 metra færi, úr fallbyssu
skipsins en áhafnir varðskipanna
æfa reglubundið meðferð fall-
byssu við margbreytilegar að-
stæður.
Varðskipsmenn á Ægi hleypa
af skoti úr fallbyssu skipsins.
Þriggja manna áhöfn er á byss-
unni þegar hleypt er af en hún
getur mest skotið 120 skotum á
mínútu og dregur allt að 11.300
metruin.
Meðallaun opinberra starfsmanna 1987-1998
—i-----1----1----1----1----1----1----1----1----1----1---1— 95
1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
Launakjör opinberra starfsmanna
Heildarlaun hækk-
uðu um 18% í fyrra
HEILDARLAUN opinberra starfs-
manna námu rétt tæpum 190 þús-
und krónum á mánuði að meðaltali í
fyrra og hækkuðu um rúm 18% frá
árinu áður. Dagvinnulaun hækkuðu
ennþá meira hlutfallslega eða um
tæpan fjórðung, úr 105.545 kr. á
mánuði í 131.229 kr. að meðaltali,
sem jafngildir 24,33% hækkun, en
þess ber að geta að launakerfis-
breyting hjá n'kisstarfsmönnum í
kjölfar síðustu kjarasamninga fól í
sér að yfirvinnugreiðslur voru að
hluta til felldar inn í dagvinnulaun.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýju fréttabréfi Kjaranefndar opin-
berra starfsmanna yfir launatölur á
árinu 1998. Þar kemur ennfremur
fram að bæði kaupmáttur heildar-
launa og kaupmáttur dagvinnu-
launa opinberra starfsmanna er
miklu hærri en hann hefur áður
verið eða amk. frá árinu 1987, en
upplýsingar koma ekki fram um
kaupmáttinn fyrir þann tíma. Kaup-
máttur dagvinnulauna var 138,99
stig í fyrra, en hafði áður orðið
hæstur 117,12 stig á árinu 1987.
Hann var rétt rúm 100 stig á árinu
1994. Kaupmáttur heildarlauna op-
inberra starfsmanna hefur einnig
ekki verið hærri. Hann var 137,84
stig á síðasta ári samanborið við
118,56 árið áður, en hafði þar áður
orðið hæstur 115,94 árið 1987.
Svo dæmi séu tekin af launum
nokkurra starfshópa opinberra
starfsmanna þá voru heildarlaun fé-
laga í Félagi íslenskra leikskóla-
kennara tæpar 147 þúsund krónur í
október í fyrra. í sama mánuði voru
heildarlaun lögreglumanna tæpar
240 þúsund kr., heildarlaun sjúkra-
liða rúm 143 þúsund, heildarlaun í
Starfsmannafélagi ríkisstofnana að
meðaltali 150 þúsund kr., heildar-
laun hjúkrunarfræðinga rúm 213
þúsund, heildarlaun framhaldsskóla-
kennai-a í Hinu íslenska kennarafé-
lagi rúm 209 þúsund kr., heildarlaun
flugumferðarstjóra rúmar 473 þús-
und kr., heildarlaun sjúkrahúslækna
399 þúsund kr. og heildarlaun pró-
fessora tæpar 282 þúsund kr.
Framkvæmdir í Laugardal
Yfír 30.000 hafa
undirritað mótmæli
YFIR 30 þúsund Reykvíkingar hafa
skrifað undir mótmæli vegna fyrir-
hugaðra byggingaáforma í austur-
hluta Laugardals, samkvæmt upp-
lýsingum frá samtökunum Vemd-
um Laugardalinn.
„Við erum að vonast eftir að fá
einhver viðbrögð frá borgaryfir-
völdum við þessu,“ sagði Skúli Vík-
ingsson formaður samtakanna
Verndum Laugardalinn. „Við get-
um ekkert annað gert en að halda
áfram að safna undirskriftum en
þegar hafa um 30 þús. manns
skrifað undir mótmælin. í raun
hefur aldrei verið neinn kraftur í
söfnuninni og engin smölun. Und-
irskriftirnar hafa streymt inn.“
Sagði hann að listar lægju frammi
m.a. í Glæsibæ, Kringlunni,
Blómavali og í verslunum Penn-
ans.
HLUTABRÉFASJÓÐUR BÚNAÐARBANKANS HF
31%
OKKAR SÉRFRÆÐINGAR
*(1.10. 1996-31.07. 1999)
35%
30%
25%
20%
15%
31%
Lands- Kaupþing Hlutabréfa- Fjár- Kaupþing
bréf Norður- sjóður vangur
lands Búnaðar-
bankansM
27%
VÍB
Samanburöur á ávöxtun
Hlutabré/asjóðs Búnaðarbankans
og annarra sambærilegra
hlutabréfasjóða.
BÚNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
Islendingur, sem hvarf í London í vor
Eftirlýstur hjá Interpol
EFNAHAGSBROTADEILD rík-
islögreglustjóra hefur tekið þá
ákvörðun að lýsa eftir Ragnari Sig-
urjónssyni, 57 ára kaupsýslumanni
um víða veröld, sem hvarf í London
í byrjun apríl á þessu ári. Voru boð
þess efnis send til alþjóðalögregl-
unnar Interpol frá ríkislögreglu-
stjóra í gær. Fyrir liggur beiðni
héraðsdóms um handtöku Ragnars
og beiðni dómsmálaráðuneytisins
um framsal hans. Samkvæmt upp-
lýsingum frá embætti ríkislög-
reglustjóra var umrædd ákvörðun
tekin í því skyni að reyna að ljúka
sakamáli Ragnars sem hann á
ólokið hérlendis vegna fjársvika.
Ragnar var ákærður af ríkislög-
reglustjóra í desemberbyrjun 1998
en var farinn úr landi þegar aðal-
meðferð í máli hans átti að hefjast
fyrir Héraðsdómi Reykjaness í
vor.
Seldi 1000 sekki af þurrkuðum
þorskhausum án þess að eiga þá
Ragnar er ákærður fyrir að hafa
gert samning við forsvarsmann
nígerísks íyrirtækis um að selja
honum 1000 sekki af þurrkuðum
þorskhausum og í blekkingarskyni
sýnt honum söluvöruna hérlendis,
án þess að hafa eignarrétt yfír
henni eða ráðstöfunarrétt, og
þannig blekkt hann tfl að greiða
inn á einkareikning sinn rúmlega
hálfa aðra milljón króna. Ennfrem-
ur er Ragnar grunaður um að hafa
haft rúmar tvær milljónir af Níger-
íumanninum til viðbótar. Voru
brotin framin á síðari hluta ársins
1996.
Eftir að Ragnar hvarf í London í
aprflbyrjun hóf breska lögreglan
leit að honum að beiðni utanríkis-
ráðuneytisins eftir að ættingjar
hans höfðu tilkynnt um hvarf hans
á sínum tíma, en ekki var um
glæparannsókn að ræða hjá bresku
lögreglunni heldur eingöngu rann-
sókn á mannshvarfi. Leit lögregl-
unnar stóð yfir án árangurs í á
fjórða mánuð eða allt þar til Ragn-
ar hafði samband við ættingja sína
í júlí sl.
Engar fregnir hafa síðan borist
af því hvar Ragnar hefur dvalist.