Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
________________FRETTIR_____
Ráðherra hafnar fullyrð-
ingum Lögreglufélagsins
Morgunblaðið/Kristinn
Dómsmálaráðherra sagði rangt að laun lögreglumanna hefðu Iækkað á árinu.
Töluverður hópur lögreglumanna safnaðist saman þar sem blaða-
mannafundurinn fór fram.
SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og
kirkjumálaráðherra vísaði í gær á
bug fullyrðingu formanns Lögreglu-
félags Reykjavíkur um að embætti
lögreglustjóra í Reykjavík væri
komið að fótum fram hvað löggæslu
og fjárhag varðaði.
Ráðuneytið efndi til blaðamanna-
fundar í tilefni af auglýsingu Lög-
reglufélags Reykjavíkur í Morgun-
blaðinu á sunnudag og vegna um-
mæla Óskars Bjartmarz, formanns
Lögreglufélags Reykjavíkur, í fjöl-
miðlum undanfarna daga. A fundin-
um sagði ráðherra m.a. fjárframlög
til embættis lögreglustjóra hafa
hækkað um 7% á árinu, sem og með-
altekjur lögreglumanna. Þá hefði
stöðugildum innan lögreglunnar
ekki fækkað nema um 1% á sl. ári.
Laun hækkuðu á árinu
Ráðherra kvað rangt að laun lög-
reglumanna hefðu lækkað undan-
farna mánuði um 40-50 þúsund
krónur eða 25-30%. Raunin væri sú
að þegar tekjur 207 lögreglumanna
fyrstu átta mánuði þessa árs og þess
síðasta væru skoðaðar kæmi í Ijós að
meðaltekjur hefðu hækkað um
1,42%, þrátt fyrir að heildargreiðsl-
ur yfírvinnu hefðu lækkað um
3,36%. Launin hefðu því að meðal-
tali hækkað úr kr. 248.108 í kr.
251.629 á áðurgreindu tímabili. Þá
sagði hún nefnd nú vera að störfum
við að yfirfara kjaramál lögreglu-
manna.
Skipulagsbreytingar innan lög-
reglunnar hafa m.a., að því er ráð-
herra sagði, í för með sér minni yfir-
vinnu fyrir lögreglumenn. Þess á þó
að vera vandlega gætt að sú skerð-
ing bitni ekki á mikilvægustu verk-
efnum lögreglunnar, eins og t.d.
baráttunni gegn fíkniefnum. Verk-
efnum sé líka stöðugt forgangsraðað
á nýjan leik hjá lögreglunni.
Aðhaldsaðgerðir kalla á óöryggi
Ráðherra sagði uppátæki stjórnar
Lögreglufélagsins um síðustu helgi
hafa komið sér á óvart. Það kallaði á
neikvæða umfjöllun um löggæslu í
Reykjavík. Dómsmálaráðuneytinu
væri ennfremur ekki kunnugt um að
könnun hefði verið gerð á vilja lög-
reglumanna til að leita sér annarra
starfa. Sú skoðun og fullyrðing for-
manns Lögreglufélagsins yrði því
ekki rökstudd með uppsögnum lög-
reglumanna úr starfi.
I máli lögreglustjórans í Reykja-
vík, Böðvars Bragasonar, kom fram
að óánægju lögreglumanna mætti í
einhverju rekja til lítilsháttar um-
frameyðslu stjórnenda á fyrrihluta
árs, sem hefði haft í för með sér nú-
verandi aðhaldsaðgerðir. Hann
sagðist finna fyrir ákveðinni ólgu
meðal lögreglumanna og sagði
ástæðuna þá að lögreglumenn fyndu
nú fyrir óöryggi vegna óvissu um
fjölda yfirvinnutíma á komandi mán-
uðum.
Lögreglumenn enn óánægðir
Stjóm Lögreglufélagsins fundaði
með dóms- og kirkjumálaráðherra,
lögreglustjóra og öðrum embættis-
mönnum að loknum blaðamanna-
fundi. Óskar Bjartmarz sagði málin
hafa verið rædd þar af hreinskilni,
en fátt hefði komið fram á fundinum
sem slægi á óánægju lögreglu-
manna. Þá kvaðst hann ekki vera í
aðstöðu til að tjá sig um þær tölur
sem ráðherra lagði fram á fundin-
um.
Töluverður hópur lögreglumanna
safnaðist saman við Borgartún 6 þar
sem blaðamannafundurinn fór fram
og er það mat Óskars að með þeim
aðgerðum hafi þeir viljað sýna
stjórn Lögreglufélagsins stuðning.
Stjórnarfundur félagsins verður
haldinn í dag, en auk þess hafa lög-
reglumenn óskað eftir félagsfundi
og verður hann haldinn síðar í vik-
unni. Óskar sagði frekari aðgerðir
Lögreglufélagsins verða ræddar á
þeim fundum.
Borgaryfirvöld lýsa
yfir áhyggjum
Á fundi borgarráðs í gær var gerð
bókun um málefni lögreglunnar í
Reykjavík. Borgaryfirvöld lýsa þar
yfir áhyggjum af núverandi stöðu og
telja með öllu óviðunandi að lögregl-
an geti ekki sinnt skyldum sínum við
borgarbúa og haldið uppi eðlilegri
starfsemi.
í þessu sambandi er minnt á auk-
in verkefni lögreglu og vakin at-
hygli á að hætt sé við að þeim sé
ekki sinnt sem skyldi vegna ann-
arra brýnni mála. Þá ítreka borgar-
yfirvöld bréf sem borgarstjóri af-
henti dóms- og kirkjumálaráðherra
í byi’jun sumars. Þar var lýst yfir
áhyggjum af löggæslu í Reykjavík í
framhaldi af fundi með lögreglu sl.
vor.
í bókun sinni skora borgaryfir-
völd á dómsmálaráðherra, lögreglu-
stjórann í Reykjavík og forystu
Lögreglufélags Reykjavíkur að leita
leiða til að bæta starfsskilyrði lög-
reglunnar og tryggja viðunandi lög-
gæslu í borginni.
Stj órnarformaður
Orca SA um forval
vegna sölu á FBA
Oljósar
yfírlýs-
ingar
„ÉG TEL að þessar yfirlýsingar um
hvort og þá hvað ráðherramir séu
búnir að koma sér saman um að gera
séu svo óljósar að yfiriýsingar um
íyi-irætlanir verði að bíða eftir því að
skýrari mynd komist á málið,“ sagði
Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður
Orca SA, þegar hann var- spurðui’
hvort til greina kæmi að Orca tæki
þátt í forvali vegna sölu á hlut ríkisins
í Fjárfestingabanka atvinnulífsins.
Forsætisráðherra sagði á mánu-
dag að ákveðið væri að selja hlut rík-
isins í FBA í einu lagi en dreifðum
hópi og færi forval vegna sölunnar
fram eftir eina til tvær vikur og sal-
an nokkrum vikum síðar.
Guðmundur Hauksson sparisjóðs-
stjóri SPRON og stjórnarformaður
Scandinavian Holding segir að ekki
hafi verið rætt innan fyrirtækisins
hvort til greina komi að taka þátt í
forvali vegna sölu á hlut ríkisins í
Fjárfestingabanka atvinnulífsins.
Guðmundur var utanbæjar þegar
Morgunblaðið ræddi við hann og
kvaðst hann fyrst ætla að skoða mál-
in þegar hann kæmi aftur til Reykja-
víkur. Engar ráðstafanir hefðu verið
gerðar í þessu sambandi innan
SPRON. „Við höfum ekkert farið í
stöðuna í þessu máli,“ segii- hann.
„Við höfum hins vegar alltaf lýst því
yfir að við teldum FBA mjög heppi-
legan fjárfestingarkost og aldrei fall-
ið frá þeim hugmyndum að samein-
ing bankans og Kaupþings gæti ver-
ið skynsamleg. Hins vegar liggur
ekkert fyrir í eina átt eða aðra, hvað
við gerum.“
-------------
Finnur Ingólfsson
um sölu FBA
Tjáir sig ekki
meðan málið
er í vinnslu
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, kvaðst í gær ekki
vilja tjá sig um ummæli Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra. á
mánudag um að ákveðið hefði verið
að hlutur ríkisins í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins yrði seldur í
einu lagi en dreifðum hópi.
„Svar mitt við þessu öllu saman er
einfalt," sagði Finnur. „Málið er í
vinnslu hjá einkavæðingarnefndinni
og í ríkisstjórn og á meðan svo er
segi ég ekkert um það.“
Forval vegna sölu 1 FBA með svipuðum hætti og við einkavæðingu Skýrr hf.
Auglýst eftir tilboðum
og þrír kannaðir nánar
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
lýst því yfir að forval fyrir sölu á
hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins verði með svipuðum
hætti og við einkavæðingu Skýrr hf.
í því sambandi er vert að rifja upp
undirbúning sölu á hlut ríkis og
Reykjavíkurborgar í Skýrr hf. á
sínum tíma.
I upphafi undirbúningsins var
Kaupþingi falið að undirbúa tilboðs-
gerð og óska eftir tilboðum í ríflega
helming, eða 56%, af eignarhlut
borgar og ríkis í fyrirtækinu. Fyrsti
hluti einkavæðingar Skýrr hf. fór
fram með þeim hætti að Reykjavík-
urborg og ríkið seldu starfsmönnum
fyrirtækisins um 5% hlut í því í jan-
úar 1997 og keyptu um 130 af þá
150 starfsmönnum. Hlutabréfin
voru alls tíu milljónir króna að nafn-
virði og voru seld á genginu 1,3, eða
fyrir um 13 milljónir króna.
Tvískipt ferli
I kjölfarið vai' auglýst eftir tilboð-
um í 51% hlutafjárins, sem selt
skyldi einum aðila. Um tvískipt ferli
var að ræða. Á fyrri hluta útboðs-
tímans, 20. janúar til 14. mars 1997,
var kallað eftir áhugasömum aðilum
sem kynnu að vilja kaupa meirihlut-
ann í Skýrr hf. Þeir voru beðnir að
skila inn bindandi verðtilboðum,
viðskiptaáætlun með upplýsingum
um framtíðarsýn og fjárhagslegum
upplýsingum um sjálfa sig. Á seinna
tímabilinu, 24. mars til 16. maí, voru
þrír tilboðsgjafar teknir til nánari
athugunar, jafnframt því sem þeim
gafst kostur á að kynna sér nánar
rekstur Skýrr og fengu tækifæri til
að hækka tilboð sitt.
Þrjú tilboð höfðu borist þegar til-
boðsfrestur í fyrri hluta kaupanna
rann út, öll frá innlendum fyrir-
tækjum, og voru þau á bilinu 60 til
81.6 milljónir króna. Hæsta tilboð
áttu Opin kerfi hf., næsthæsta, 75,1
milljón, áttu þrjú fyrirtæki í sam-
einingu, Kögun hf., Nýherji hf. og
Olíufélagið, en lægsta tilboðið áttu
Tölvumyndir hf., Hlutabréfasjóður-
inn hf. og Vaxtarsjóðurinn hf. Mat
Kaupþings hf. var að tilboðin sem
lögð voru fram endurspegluðu ekki
verðmæti Skýrr, en aðilarnir sem
stóðu að þessum þremur tilboðum
komust allir í seinni hluta útboðsins,
enda gert ráð fyrir í söluskilmálum
að þrír aðilar kæmust áfram. í kjöl-
farið var ákveðið að ganga að tilboði
Opinna kerfa hf., sem hljóðaði upp á
161.6 milljónir króna og miðaðist við
staðgreiðslu, en aðeins var gefinn
kostur á slíkum tilboðum í hluta-
fjársölunni. Nafnverð hlutarins var
102 milljónir króna og bréfin því
seld á genginu 1,58. Einungis 11%
munur var á hæsta tilboði og því
lægsta, sem hljóðaði upp á 145
milljónir króna.
Eftirspurn þrettán sinnum
meiri en framboð
I framhaldi af þessum viðskiptum
var ráðist í sölu á þeim hluta ríkis
og borgar í fyrirtækinu sem eftir
stóð, alls 44%. Boðið var til sölu
hlutafé fyrir 78 milljónir að nafn-
virði í dreifðri áskriftarsölu á geng-
inu 3,20 en 10 milljónir að nafnvirði
í tilboðssölu. Alls skráðu um 7.800
manns sig fyrir hlut í áskriftarhluta
hlutafjárútboðs Skýrr hf. áður en
tilboðsfrestur rann út um miðjan
nóvember 1998. Eftirspurnin var
þrettán sinnum meiri en framboðið
og varð að skerða flest tilboðin
vegna þessarar miklu þátttöku.
Gengi hlutabréfanna var 3,20 eins
og áður sagði og fékk hver tilboðs-
gjafi að kaupa hlut í fyrirtækinu
fyrir um 10 þúsund krónur að nafn-
virði, eða 32 þúsund krónur að
markaðsvirði. Fyrir söluna varð
talsvert vart við kennitölusöfnun.
Hæsta tilboð í tilboðshlutanum
miðaðist við 4,20 og kom það frá
Handsali hf., sem bauð í og fékk
fjórar milljónir króna að nafnvirði,
en næsthæsta boðið átti Fjárfest-
ingarbanki atvinnulífsins, sem fékk
hlutabréf fyrir sex milljónir króna
að nafnvirði á genginu 4,12. Miðað
við það gengi um það bil þrefaldað-
ist markaðsverðmæti Skýrr hf. á
einu og hálfu ári, eða frá því í maí
1997, þegar Opin kerfi hf. keyptu
áðurnefndan 51% hlut á genginu
1,58.