Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landssíminn kynnir nýjan þjónustuvef
Félag- íslenskra
bifreiðaeigenda
Gagnrýn-
ir orku-
spár í
fjárlögum
FÉLAG íslenskra bifreiðaeig-
enda gagnrýnir hvernig staðið
hafi verið að gerð áætlana um
tekjur ríkissjóðs af bensínsölu
á þessu ári. Runólfur Olafs-
son, framkvæmdastjóri FIB,
segir að áætlanirnar, sem
gengið hafi verið út frá í fjár-
lögum, hafi verið unnar út frá
spám um mun hærra elds-
neytisverð en hægt hafi verið
að vænta.
Miðað við forsendur fjár-
laga hafi verið gengið út frá
því að meðalheimsmarkaðs-
verð á tonni af bensíni yfir ár-
ið yrði um 190 dollarar.
„Heimsmarkaðsverðið er und-
ir þessu jafnvel þegar mesta
toppinum er náð í júlí 1998.
Allar orkuspár á síðastliðnu
hausti gengu einnig út frá því
að verð myndi hríðfalla sem
það og gerði seinnipart
haustsins. Einnig var því spáð
að fram eftir þessu ári yrði
orkuverð almennt lágt,“ segir
Runólfur.
Hann segir að sú spuming
hljóti að vakna út frá hvaða
forsendum tekjur ríkissjóðs af
bensínsölu séu reiknaðar inn í
fjárlög. Ekkert hafi gefið
væntingar um þær tekjur sem
gert hafi verið ráð fyrir í fjár-
lögum.
Hægt að fylgjast með sím-
notkun frá degi til dags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórarinn V. Þórarinsson forstjóri Landssimans kynnir nýjan Þjónustuvef Símans. Með honum á myndinni eru
Þór Jes Þórisson ('ramkvæmdasfjóri tal- og gagnaflutningsþjónustu (t.v.) og Ólafur Þ. Stephensen upplýs-
ingafulltrúi fyrirtækisins.
LANDSSÍMINN kynnti í gær Þjón-
ustuvef Símans á Netinu sem verður
opnaður 16. september nk. Þar með
fá viðskiptamenn fyrirtækisins að-
gang að tölvutækum upplýsingum og
geta kannað viðskipti sín hjá fyrir-
tækinu. Aður en langt um líður verð-
ur hægt að tengjast og aftengjast
ýmiss konar þjónustu og greiða sím-
reikninga í gegnum vefinn.
Möguleikar á Þjónustuvefnum eru
margvíslegir og miða, að sögn Þórar-
ins V. Þórarinssonar forstjóra
Landssímans, að því að spara ein-
staklingum spor og tíma. Til dæmis
verður hægt að fylgjast með notkun
frá degi til dags en allar símatal-
færslur eru færðar úr símstöðvum
inn í kerfið síðdegis. Einnig verður
hægt að fylgjast með stöðu þjónustu-
beiðna og hvenær þær verða af-
greiddar. Þá verður hægt að skoða
útgefna reikninga, fylgjast með
skuldastöðu og skoða greiðsluyfirlit
undanfarinna mánaða.
Þórarinn segir opnun Þjónustu-
vefjarins nú þátt í því að auka hlut
rafrænna viðskipta og þjónustu í
starfsemi fyrirtækisins. Með nýrri
þjónustu gefist viðskiptavinum kost-
ur á beinum og öruggum aðgangi að
upplýsingum og geti aflað sér þjón-
ustu beint án þess að þurfa samband
símleiðis eða koma á staðinn. „Þjón-
ustuvefnum er ætlað að verða afar
mikilvæg brú yfir Netið og er liður í
lifandi tengslum okkar við okkar við-
skiptavini,“ sagði Þórarinn.
Mikil áhersla er lögð ó öryggi upp-
lýsinga og er notaður svokallaður 40
bita brenglunarlykill frá VeriSign,
sambærilegur þeim sem notaður er í
heimabönkum hérlendis. Aðgangs-
og lykilorð munu síðan tryggja að
upplýsingar verði ekki aðgengilegar
öðrum en þeim sem þær eru ætlaðar.
Þjónustuvefur Símans er sam-
starfsverkefni Landssímans, IBM og
Nýherja og Einars J. Skúlasonar.
Hægt er að sækja um aðgang að
Þjónustuvefnum nú þegar á vef Sím-
ans, www.simi.is, og verður þeim
sem sækja um sent notendanafn og
lykilorð þegar vefurinn verður opn-
aður 16. september. Aðgangur að
vefnum er gjaldfrjáls.
Um 16% sjúklinga í áfengismeðferð héldu bindindi í 28 mánuði
Telur nauðsyn-
legt að þrða nýja
meðferð
UM 16% sjúklinga sem innrituðust í
áfengismeðferð frá desember 1991
til september 1992 héldu bindindi í
28 mánuði, samkvæmt niðurstöðum
rannóknar Kristins Tómassonar,
læknis á geðdeild Landspítalans, á
351 sjúklingi. Sjúklingarnir höfðu
laggt inn á meðferðardeildir Land-
spítalans og sjúkrahús SAA að Vogi
og var árangur nokkuð breytilegur
milli stofnana, sem skýrist að mati
Kristins af því að þar dvöldu einstak-
lingar með mismunandi drykkju- og
félagssögu. Þórarinn Tyrfíngsson,
yfirlæknir og formaður SÁÁ, gagn-
rýnir framsetningu niðurstaðnanna
og fleira varðandi rannsóknina.
Hann segir að niðurstaðan sé sú að
26% sjúklinga á Vogi haldi bindindi í
tvö ár en 11% sjúklinga Landspítal-
ans. Þannig hefði átt að kynna niður-
stöðurnar en Þórarinn kallar könnun
þessa könnun á afdrifum sjúklinga
en ekki á árangri af meðferð.
í grein um niðurstöður rannsókn-
arinnar í nýútkomnu Læknablaði,
kveðst Kristinn Tómasson telja nú-
verandi árangur áfengismeðferðar
ekki nægilega góðan. Nauðsynlegt
sé að þróa og reyna nýja meðferð
vímusjúkra, jafnframt því að vinna
að auknum forvörnum.
Fráskildir féllu oftast
Ki'istinn ræddi við sjúklingana
4-10 dögum eftir innlögn, en jafn-
framt ítarlegu geðgreiningarviðtali
voru sjúklingar spurðir um fyrri
meðferðarsögu, drykkjusögu, hjú-
skaparstöðu við upphaf veikinda og
hversu margar vikur á síðastliðnum
sex mánuðum þeir hefðu unnið. Sjúk-
lingar voru ennfremur spurðir hvort
þeir hefðu í tengslum við drykkju
misst áhuga á fjölskyldunni, slitið
sambúð, ekið ölvaðir, lent í slagsmál-
um, orðið heimilislausir, verið hand-
teknir fyrir ölvun á almannafæri eða
misst vinnu. Sextán mánuðum eftir
að sjúklingur leitaði meðferðar fékk
hann sent bréf með spurningum um
hvort hann hefði hafið drykkju eða
neyslu annarra vímuefna að nýju, og
aftur 28 mánuðum eftir upphaf með-
ferðar.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar náðu bestum árangri
ungir, giftir, fullvinnandi einstak-
lingar sem ekki höfðu aðrar geð-
greiningar en áfengissýki, en
22-28% þeirra héldu bindindi.
Lökustum árangri náðu fráskildir
eða síkomusjúklingar, en aðeins 7%
þeirra náðu að halda bindindi í 28
mánuði. Svipað hlutfall sjúklinga frá
öllum stöðunum lagðist inn aftur,
eða 42% til 54%, heldur fleiri konur
en karlar.
Hjá giftum einstaklingum var
árangur áberandi bestur á Vogi, eða
42,1% samanborið við 12,0% á Vífils-
stöðum og 23,1% á deild 33A á Land-
spítala. Hins vegar var árangur
þeirra sem voru fráskildir alls staðar
svipaður, aðeins 5-7% héldu bindindi
í tvö ár. Þeir sem voru að leggjast
•inn í sín fyrstu skipti vegna áfengis-
sýki, þ.e. áttu að baki þrjár komur
eða færri, náðu bestum árangri á
Vogi og héldu um 33% bindindi, en
12-18% á hinum meðferðarstöðun-
um. Meðal þeirra sem áttu fleiri
komur að baki var árangurinn um og
innan við 10% á öllum stofnunum.
„Sé hópurinn athugaður enn frek-
ar kemur í ljós, að meðal þeirra sem
voru í fyrstu meðferð sinni og ekki
höfðu lent í skilnaði, er árangurinn
um 39% á Vogi, 20% á Vífilsstöðum,
en 13% á deild 33A. Meðal síkomu-
sjúklinga og fráskilinna var árangur
alls staðar slakur eða innan við 14%,
svipaður á öllum meðferðarstöðun-
um. Árangur fráskilinna var slakur
hvort sem um var að ræða fyrstu
komur eða margendurteknar kom-
ur,“ segir í greininni.
Kristinn bendir á að árangur sjúk-
linganna eftir áfengismeðferð sé
mjög breytilegur eftir sögu hvers og
eins, en jafnvel meðal þeirra sem
hafa bestar horfur sé núverandi ár-
angur ekki nægjanlega góður.
Breyta þarf meðferð
„Varast ber að líta á niðurstöður
rannsóknarinnar sem áfellisdóm yfir
meðferðinni. Afeitrunin ein er lífs-
nauðsynleg. Ekki ó heldur að lýsa
yfir sigri hvernig sem árangur með-
ferðar þessara sjúkdóma hefur verið.
Hins vegar þarf að efla þróun og
leita að betri og öflugri meðferðar-
formum fyrir fíknisjúklinga," segir
Kristinn.
26% sjúklinga SÁÁ héldu bind-
indi en 11% á Landspítala
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
á Vogi og formaður SÁÁ, segir að
niðurstöður könnunar Kristins hafi
verið kynntar á klaufalegan hátt,
sem hafi verið til þess fallinn að
veikja tiltrú á áfengismeðferð. „Það
er sagt og því haldið á lofti að árang-
ur af meðferð samkvæmt mælistik-
um Kristins sé 16% en hið rétta er
að það er 26% hjá SÁÁ en 11% hjá
Landspítalanum. Þannig hefði átt að
kynna það, sérstaklega gagnvart
okkar starfsfólki, okkar stofnun og
okkar sjúklingum. Það er mikill
munur á 26% og 16%.“
Ekki nægilega góð mælistika
„I annan stað er mælistikan sem
Kristinn notar til að mæla árangur
meðferðar ekki nægilega góð,“ segir
Þórarinn. „Margir, sem í úrtakinu
voru, höfðu ekki lokið meðferð og
luku ekki áfengismeðferð og fóru í
mörgum tilvikum ekki í þá áfengis-
meðferð, sem þeim var ráðlagt. Það
þýðir auðvitað að könnunin er í sjálfu
sér góð afdrifskönnun á þeim sjúk-
lingum, sem koma hér inn á Vog, og
niðurstaðan er sú að 26% allra þeirra
sem ganga hér um dymar eru edrú
eftir tvö ár, hvort sem þeir hafa verið
oft eða sjaldan í meðferð og burtséð
frá því hvort þeir fara í þá meðferð
sem þeim er ráðlagt og hvort þeir
ljúka meðferðinni."
„Ef aðeins eru teknir þeir sem
koma hér í meðferð og fara í þá með-
ferð og ljúka þeirri meðferð sem er
tilskilið þá er árangurinn miklu
betri; við höfum sýnt fram á það í
okkar könnunum. Síðast þegar við
athuguðum þetta var árangur þeirra
sem luku fullri meðferð, t.d. að Stað-
arfelli og Vík, voru að leita sér að
meðferð í fyrsta sinn og voru á aldr-
inum 25-55 ára, um 60%, samkvæmt
svipuðum mælikvörðum og Kristinn
notar.
Hann setur líka þessar ströngu
kröfur að krefjast þess að þeir haldi
bindindi í tvö ár. Það er aftur vafa-
samur mælikvarði á það hvort með-
ferð hefur dugað eða ekki. Það má
segja að við stöndum frammi fyrir
ákveðnu vandamáli varðandi mæli-
kvarða en þá reyna menn yfirleitt að
mæla hvort sjúklingar séu heilsu-
betri, hvort afköst þeirra eru betri
hvað vinnu varðar og hvernig líðan
þeirra og annað er. Það skiptir miklu
máli því þetta er mjög flókið mat. Oft
eru menn að mæla árangur af
krónískum sjúkdómi, líkt og um
skyndisjúkdóm væri að ræða. Menn
þurfa aðra mælikvarða um króníska
sjúkdóma en skyndisjúkdóma. Þeir
mælikvarðar hafa ekki verið skil-
greindir nægilega vel gagnvart
áfengissýki."
Þórarinn sagði að nánari tölulegur
samanburður hefði verið gerður á
þessu máli á heimasíðu SÁA, saa.is.
„Það sem skiptir mestu er að ein
svona rannsókn segir í sjálfu sér
ekki neitt, það eru margar rannsókn-
ir sem leiða hið sanna í ljós.“
Þórarinn sagði heldur ekki hægt
að fullyrða um ástæður þess mikla
munar sem könnunin leiði í Ijós á
meðferð hjá Landspítalanum og
SÁÁ. „Hið sanna er að Kristinn skil-
greindi ekki hvað meðferð er, hann
athugar árangur þeirra sem voru
fimm daga á Vogi og Landspítalan-
um, en reynir ekki að halda því til
haga í hvaða meðferð þeir fóru. Þess
vegna getur þetta ekki verið árang-
urskönnun. Þetta er afdrifskönnun.
Það er mikill munur á því.“