Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.09.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters ÞESSIR apar tveir eru ekki sakaðir um að hafa stolið indverskum rík- isleyndarmálum, heldur voru þeir handteknir og settir í járn fyrir að dreifa eiturlyfjum í Dhaka, höfuðborg Bangladesh. Voru þeir að sjálf- sögðu á snærum eiturlyfjasala, sem höfðu þjálfað þá í útburðinum. Apar ráðast til atlögu í Nýju-Delhí The Daily Telegraph. MIKILL bardagi er nú háður í híbýlum indversku ríkisstjórn- arinnar en svo virðist sem her- sveitir apa hafi blásið til atlögu gegn stjórnvöldum landsins. Auk þess sem aparnir eru sak- aðir um að stela ríkisleyndar- málum eru þeir sagðir hafa eyðilagt símalinur valdamanna og skemmt tölvukapla sem flytja viðkvæmar upplýsingar á milli valdaherra í Nýju-Delhí. Upp komst um öryggislek- ann þegar starfsfólk varnar- málaráðuneytisins kom að hrúgu af skjölum er geyma ríkisleyndarmál, sem fleygi hafði verið um öll gólf. Einnig komu ítrekað upp tilvik þar sem símasamband milli hátt- settra stjórnarerindreka rofn- aði í miðju samtali og yfirmenn í hernum, sem unnu með við- kvæm skjöl, komu að gögnum sínum gjörónýtum. Áhyggjufullir yfirmenn ind- verskra varnarmála grunaði í fyrstu að skemmdarstarfsemi þessi væri runnin undan rifjum Pakistana - en Indland og Pakistan hafa lengi eldað grátt silfur saman - og hófu rann- sókn á málinu. Þá fyrst varð hins vegar handagangur í öskj- unni. Einn starfsmaður varnar- málaráðuneytisins var bitinn í handlegginn er hann kom kvenapa í opna skjöldu, og í ut- anríkisráðuneytinu - þar sem engum var kunnugt um að einn apanna hafði dottið ofan í drykkjarvatnstank - fékk heil herdeild af riturum gulusótt. Opinberir starfsmenn hafa nú gert hernaðaráætlun um hvernig ráða megi niðurlögum hinna illviðráðanlegu apa. Pakistönsk stjórnvöld aftóku hins vegar að þau stæðu á bak- við innrás apanna. „Hér er sannkallað apaspil á ferðinni," sagði talsmaður stjórnvalda í Islamabad. „Svo virðist sem okkur sé alltaf kennt um allt.“ Friðarumleit- anir á N-Irlandi af stað á ný Belfast. AFP, Reuters. GEORGE Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum, hitti í gær leið- toga stjórnmála- flokka sem tengsl hafa við öfgahópana á Norður-írlandi en Mitchell, sem var sáttasemjari í friðarviðræðum í fyrra, sem lauk með samþykkt Belfast-friðar- samkomulagsins, sneri aftur til héraðsins á mánudag í því skyni að stýra lögformlegri endurskoðun á samkomulaginu. Mitchell sagðist við það tækifæri ekki hafa yfir að ráða neinum töfrasprota en að hann teldi þó að mögulegt væri að leysa þau vandamál sem standa friðarumleitunum á N-írlandi fyrir þrifum. Boðað var til endurskoðunar á friðarsamkomulaginu eftir að til- raunir til að mynda heimastjórn með aðild allra flokka runnu út í sandinn í júlí vegna deilna um af- vopnun öfgahópa. Er markmið Mitchells að kalla stjórnmálaflokk- ana á N-írlandi á sinn fund og finna leið til að mjaka málum áfram í friðarátt. „Hvorki ég né nokkur annar hef- ur í fórum sínum töfrasprota sem mun fá öll þessi vandamál til að hverfa eins og dögg fyrir sólu. En ég trúi því að hægt sé að vinna bug á vandamálunum. Hvort það síðan er gert veltur á stjórnmálaleiðtog- unum,“ sagði Mitchell á mánudag. Mitchell ítrekaði síðan í gær að hann hygðist ekki eyða neinum tíma til einskis og lagði áherslu á að hann myndi einblína á hvernig hægt sé að koma heimastjórn í héraðinu á laggirnar og sjá til þess að öfgahópar afvopnist fyrir maflok á næsta ári, eins og friðarsam- komulagið kveður á um. George Mitchell MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 21 Broyhill með Við kynnum #Broyhilí. Amerísk húsgögn þar sem stíll, gæði, falleg hönnun, úrval og þægindi fara saman. Komdu í heimsókn og skoðaðu glæsilega verslun okkar. Oak Hill sjónvarpsskápur. - .. NaíSðn Lenoir er ný lina frá S Broyhili sem cinkennist af fcrskri hönnun med frönsku 18. aldar ivafi Stóll módel 9700 Sófi módel 370S einnig fáanlegur 2ja saeta Sófaborð módel 3821-2 RaBgraiSsiur I alh 10 36 min HÚSGAGNAHÖLUN -Jyrirfalleg heimili Bildshöfði 20 - 112 Reykjavik Simi 510 8000 i i 1 i i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.