Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skiptar skoðanir um hvernig bregðast eigi við óöldinni á Austur-Tímor vl ÍtrJ Ir'i iwgii'áii ■' Sakf ÍBIJAR í Dili, höfuðborg Austur-Tímors, hafa flúið borgina tugþúsundum saman enda eira ofbeldismennimir engum og brenna fólk inni komi það sér ekki burt. Reuters Vesturlönd tvístígandi Flest ríki virðast á þeirri skoðun að grípa verði til aðgerða vegna skálmaldarinnar á Austur-Tímor. Hins vegar ríkir ekki samstaða um það til hvaða aðgerða sé skynsamlegast að grípa. Jakarta, London. Reuters. STJORNMÁLAMENN á Vest- urlöndum virðast á einu máli um að ástandið á Austur-Tímor sé al- gjörlega óásættanlegt en þó eru skoðanir mjög skiptar um hversu langt eigi að ganga í íhlutun. Hugmyndir hafa verði uppi um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Indónesíustjóm, takist henni ekki að stemma stigu við skálmöldinni, en þær hafa víða vakið efasemdir. Þá eru mörg ríki tvístigandi í afstöðunni til þess hvort senda eigi friðargæslulið til Austur-Tímor. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudagskvöld að tækist Indónesíustjóm ekki að binda enda á ofbeldisverk andstæðinga sjálfstæðis á Austur-Tímor innan tveggja sólarhringa, myndi al- þjóðasamfélagið íhuga að taka í taumana. En jafnvel þó að Ha- bibie Indónesíuforseti samþykki komu alþjóðlegs friðargæsluliðs á svæðið er ekki víst að vestræn ríki sendi lið þangað með hraði. Segja má að Tímormálið hafi komið upp á óheppilegum tíma fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Bandaríkin og bandamenn þeirra eru uppteknir í Kosovo. Rússar og Kínverjar, sem mislíkar að- gerðir Vesturlanda í Kosovo, eru ekki samvinnufúsir. Sameinuðu þjóðirnar em sjálfar með nóg af erfiðum verkefnum á sinni könnu, auk þeirra gífurlegu fjárhags- vandræða sem blasa nú við sam- tökunum. Hermálasérfræðingurinn Paul Baever segist telja að þörf væri á mun fjölmennara liði til að stemma stigu við ógnaröldinni en vestrænir stjómmálamenn hafa sagt mögulegt að serida. Benti hann á að það myndi kosta mikla fjármuni og mörg mannslíf og spáði því að Vesturlönd myndu í ljósi þess láta nægja að veita óbeina aðstoð. Sagði hann að Bretar ættu nóg með skuldbind- ingar sínar í Kosovo og því væri ólíklegt að þeir sendu herlið til Austur-Tímor. Beaver fullyrti einnig að ósennilegt væri að Bandaríkjamenn sendu hermenn á svæðið, þar sem ekki væri fyrir hendi pólitískur vUji til að lenda í sömu óförum og áttu sér stað í Víetnam og Sómalíu. í umfjöllun The Wall Street Journal kemur fram að Banda- ríkjastjórn íhugaði alvarlega að senda friðargæslulið tU Austur- Tímor en að Henry Shelton, yfir- maður herráðsins, hefði verið því algerlega andvígur. Haft var eftir háttsettum embættismanni hjá NATO að bandalagið ætti fullt í fangi með friðargæslu í Kosovo og Bosníu og yfirmönnum þess væri um- hugað um að færast ekki of mik- ið í fang. Þá telja stjórnmála- skýrendur að Evrópusambandið hafi hvorki fjármagn né kjark til að senda friðargæslulið til Aust- ur-Tímor. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að breska stjórnin væri reiðubúin að „leggja sitt af mörkum“ tU að koma á friði á Austur-Tímor en sagði ólíklegt að sendir yrðu breskir hermenn á svæðið. Breska varnarmálaráðuneytið hefur neitað því að áform hefðu verið gerð þar að lútandi. Frumkvæðis ekki að vænta frá Asíuríkjum Stjórnmálaskýrendur telja að af þessum sökum verði nálæg Asíuríki að leggja til mestan hluta friðargæsluliðs. Þau hafa hins vegar verið treg til að hafa frumkvæði að aðgerðum, enda hefur Habibie Indónesíuforseti verið berorður um að hann kærí sig ekki um veru erlends liðs á Austur-Tímor á meðan svæðið er enn undir stjórn Indónesíu. Ástralía er eina ríkið sem hefur hvatt eindregið til íhlutunar og sett her sinn í viðbragðsstöðu og Nýsjálendingar hafa einnig boð- ist til að senda varalið. Onnur Asíuríki hafa setið með hendur í skauti og vísað á Indónesíu- stjórn. Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja að ástæða þessarar tregðu sé ekki síst sú að Asíuríki hafí lit- ið á íhlutun NATO í Kosovo, sem var hafin án samþykkis SÞ, sem hættulegt fordæmi. Þau séu því alls ekki tilbúin til að hefja að- gerðir fyn’ en SÞ taki af skarið. Bent er á að allar líkur séu á því að Kínverjar beiti neitunarvaldi í öryggisráði SÞ gegn þvi að senda friðargæslulið til Austur-Tímor á meðan Indónesar fari enn með völd þar en þing Indónesíu mun í fyrsta lagi greiða atkvæði um sjálfstæði svæðisins í nóvember. Japanir eru eina Asíuríkið með alvöru herafla sem gæti sent lið nógu íljótt til Austur-Tímor en þeir hafa ekki enn boðist til að taka þátt í friðargæslu. Masahiko Komura, utanríldsráðherra Japans, ítrekaði á mánudag ákall til Indónesíustjórnar um að standa við skuldbindingar sínar um að halda uppi lögum og reglu á svæðinu. Japanir hafa raunar fulla ástæðu til að vilja ekki styggja stjómvöld í Indónesíu, því miklir efnahagslegir hagsmunir eru í húfí. Meirihluti erlendra fjárfest- inga í Indónesíu kemur frá Japan og þaðan kemur einnig stærstur hluti innflutnings Indónesa. Ekki er því útlit fyrir að Japanir muni hafa frumkvæði að því að koma Austur-Tímorbúum til aðstoðar. Efnahagsþvinganir ólíklegar Nokkuð hefur verið rætt um möguleikann á því að beita Indónesíustjórn efnahagslegum refsiaðgerðum, takist henni ekki að binda enda á ofbeldisverkin á Austur-Tímor. Hafa bandarískir og evrópskir embættismenn jafn- vel látið í veðri vaka að stuðning- ur alþjóðlegra fjármálastofnana við Indónesíu verði látinn niður falla, reynist stjórn Habibies ekki samstarfsþýð. En ekki þykja þó miklar líkur á að gripið verði til slíkra aðgerða. Áhrifaaðilar í alþjóðaviðskiptum hafa bent á að óskynsamlegt væri fyrir Vesturlönd að hætta á að auka enn á efnahagsvanda Indó- nesíu. „Stöðugleiki í Indónesíu skiptir mun meira máli en sjálf- stæði Austur-Tímor,“ hafði Reut- ers-fréttastofan eftir vestrænum stjórnarerindreka. The Mail on Sunday hætt við að birta kafla úr bók fyrrver- andi elskhuga Díönu Riftir samningum við James Hewitt London. Reuters, The Daily Telegraph. BRESKA slúðurblaðið The Mail on Sunday tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að ganga ekki til samninga við James Hewitt, fyrrverandi elsk- huga Díönu prinsessu, um kaflabirt- ingu úr væntanlegri bók hans um sambandið við Díönu. Akvörðun The Mail on Sunday kemur í kjölfar orða bróður Díönu, Spencers jarls, sem sagði nýlega að útgáfa bókar- innar myndi reynast móður Díönu og sonum ofviða. í yfirlýsingu The Mail on Sunday sagði að blaðið hefði tryggt sér rétt- inn til að birta kafla úr bók Hewitts, án þess að hafa séð bókina áður, eft- ir mikla samkeppni við önnur dag- blöð. „En eftir að hafa nú séð hand- rit bókarinnar, og í ljósi þess að efni hennar hefur að miklum hluta þeg- ar verið lekið í dagblöð, hefur The Mail on Sunday ákveðið að birta ekki kafla úr bókinni.“ Bresk dagblöð höfðu greint frá því um helgina að í bókinni lýsti Hewitt sér sem „föðurímynd" sona Díönu, prinsanna Vilhjálms og Harrys, og jafnframt að í bókinni segði Hewitt frá leynilegum ástar- fundum hans og Díönu á sveitasetri þáverandi eiginmanns hennar, Karls Bretaprins. Spencer jarl hafði einnig ritað The Mail on Sunday bréf og hvatt yfirmenn þess til að líta ekki ein- ungis til þess hagnaðar sem þeir myndu tryggja sér með birtingu kafla úr bók Hewitts. Er talið að ósk Spencers, um að yfirmenn blaðsins íhuguðu hversu mikinn sársauka þeir myndu valda fjöl- skyldu Díönu, hafi haft áhrif á ákvörðun blaðsins. Tvö ár voru í síðustu viku liðin frá andláti Díönu og létu mörg dagblað- anna í Bretlandi Hewitt þá fá það óþvegið vegna þeirrar ákvörðunar hans að skrifa bók um ástarsam- bandið. Var hann sakaður um að svíkja fyrrverandi ástkonu sína og vanvirða minningu Díönu með fyrir- ætlunum sínum um að fletta hul- unni af sambandi þeirra. ------------- Bandaríkja- menn vinna lengst LANGUR vinnudagur þarf ekki endilega að leiða til meiri fram- lciðni, að því er fram kemur í skýrslu um atvinnumál í heimin- um. Skýrslan var unnin á vegum Alþjóða vinnumálasambandsins (ILO) og í henni kemur meðal annars fram að Bandarikin séu eina landið í hinum iðnvædda heimi þar sem vinnustundum fari fjölgandi. En þótt bandarískir launþegar séu enn þeir sem framleiða mest sækja evrópskir Iaunþegar á, þrátt fyrir að vinna færri stund- ir. í Frakklandi voru nýlega sam- þykkt lög er setja 35 klst. þak á lengd vinnuvikunnar en fram- leiðni hefur engu að síður stór- aukist. Líkt og Bandaríkjamenn vinna Japanir lengur en Evrópubúar þótt vinnustundum fari fækkandi þar. Framkvæmdastjóri ILO, Ju- an Somavia, lét þau orð falla að „þótt kostir vinnusemi séu miklir sé ekki sjálfgefið að meiri vinna sé betri vinna".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.