Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LISTIR
Repúblikanar vilja þingrannsókn vegna nýrra upplýsinga um Waco
Farið fram á afsögn
dómsmálaráðherrans
Washington. AP. The Daily Telegraph.
BANDARÍKJAÞING kemur saman
nú í vikunni og eru repúblikanar
staðráðnir í að þingið eigi að hefja
rannsókn á umdeildum upplýsingum,
er fram hafa komið
nýlega um aðgerð-
ir bandarísku al-
ríkislögreglunnar,
FBI, í Waco-harm-
leiknum svonefnda
í Texas fyrir sex
árum. Segja sumir
að Janet Reno
dómsmálaráðherra
hljóti að segja af
sér vegna þessara upplýsinga, því
vegna þeirra „standi ekki steinn yfir
steini" í ráðuneytinu.
Demókratar eru þó annarrar
skoðunar, og sagði öldungadeildar-
þingmaðurinn Charles Schumer að
hann hefði farið þess á leit við fram-
mámenn repúblikana að ekki verði
efnt til þingrannsóknar fyrr en óháð-
ur rannsakandi hafi lokið athugun á
þessum nýju upplýsingum. Sagðist
Schumer telja líklegt að þingrann-
sókn myndi leysast upp í flokka-
drætti. „Eg óttast að þingrannsókn
kyndi fremur undir málinu en varpi
ljósi á það,“ sagði hann.
En Phil Gramm, öldungadeildar-
þingmaður repúblikana, sagði aftur
á móti að þingið yrði að láta til sín
taka. „Það er ekki hægt að dóms-
málaráðuneytið og FBI blekki þjóð-
ina í sex ár og þingið geri ekkert í
málinu," sagði hann.
íkveikjusprengjur
FBI greindi nýlega frá því að lög-
reglumenn hefðu varpað nokkrum
íkveikju- og táragassprengjum að
búgarði trúarleiðtogans Davids Kor-
eshs og fylgjenda hans þegar ráðist
var þar til inngöngu eftir langt um-
sátur í mars 1993. Nokkru seinna
kom upp eldur í búgarðinum. Lög-
reglan og dómsmálaráðuneytið hafa
jafnan haldið því fram að ekkert
bendi til þess að aðgerðir lögregl-
unnar hafi orðið kveikjan að eldin-
um. Um 80 manns létust af völdum
skotsára eða eldsins.
Ráðuneytið fullyrðir að ekkert hafi
komið fram sem breyti þeirri niður-
stöðu að Koresh og fylgjendur hans
hafi sjálfir orðið valdir að eldinum.
Ný rannsókn, sem Reno hefur fyrir-
skipað, mun beinast að því hvort
handvömm eða vísvitandi yfirhylm-
ing hafi orðið til þess að hinar nýju
upplýsingar hafi ekki komið fram fyr.
Beinist einnig að Reno
Talið er öruggt að þingrannsókn
myndi einnig beinast að hæfni Renos
í starfi, sem hefur átt í hörðum deil-
um við repúblikana vegna ýmissa
annarra mála. Repúblikanaþingmað-
urinn Orrin Hatch sagðist hafa glatað
traustinu á leiðtogahæfileika Renos.
„Það stendur ekki steinn yfir steini í
dómsmálaráðunejdinu." En Hatch
sagði að Louis Freeh, yfirmaður FBI,
væri „afburða stjórnandi".
Gramm sagði aftur á móti að ef til
vill væri líka við Freeh að sakast.
„Kannski ættu þau bæði að taka
pokann sinn.“ Búist er við að Reno
útnefni óháðan rannsakanda í vik-
unni, og leggi áherslu á óhlutdrægni
hans. Ef til vill verði um að ræða
repúblikana sem njóti virðingar í
báðum flokkum.
Kann að kosta milljarð
Lögfræðingar segja að það kunni
að kosta stjórnvöld meira en milljarð
dollara að FBI skyldi ekki hafa
greint frá öllum gögnum um málið.
Þetta er sú upphæð sem farið hefur
verið fram á fyrir hönd flestra þefrra
sem létust í harmleiknum.
í næsta mánuði hefjast réttarhöld
í máli, sem höfðað hefur verið af
rúmlega hundrað ættingjum og erf-
ingjum margra þeirra sem fórust.
Lögskýrendur telja líklegt að það
muni verða stjórnvöldum mjög í
óhag að FBI skuli fyrst núna hafa
viðurkennt tilvist umræddra gagna.
Murdoch vekur reiði Tíbeta
New York. The Daily Telegraph.
MANNRÉTTINDASAMTÖK og Tí-
betbúar, sem búsettir eru í Banda-
rikjunum, fordæmdu í gær ástr-
alska fjöhniðla-
kónginn Rupert
Murdoch harka-
lega eftir að hann
gagnrýndi Dalai
Lama og lét sér
hernám Kínverja
á Tíbet í léttu
rúmi liggja.
Murdoch, sem
vill gjarnan koma
ár viðskiptaveldis
síns vel fyrir borð í Kína, hafði í
viðtali við glanstímaritið Vanity
Fair látið þessi orð falla um trúar-
leiðtoga Tíbeta: „Ég hef heyrt
háðska menn lýsta honum sem af-
ar pólitískum, ævafornum munki
sem spásserar um í Gucci-skóm.“
Murdoch lýsti einnig yfir stuðn-
ingi við hernám Kína á Tíbet með
Lét miður falleg
umrnæli falla um
Dalai Lama
því að varpa fram efasemdum um
að menning Tíbets væri þess virði
að bjarga úr ánauð. „Kannski er
ég einfaldlega of ginnkeyptur fyr-
ir áróðri þeirra,“ sagði Murdoch
um kínversk stjórnvöld, „en samfé-
lagið í Tíbet var einræðislegt mið-
aldasamfélag þar sem ekki var að
finna ýmsa grundvallarþætti nú-
tíma þjóðfélags."
Kvaðst hann jafnframt telja að
hálfur vandi Tíbeta fælist í því að
„um helmingur fólksins telur enn að
Dalai Lama sé einkasonur guðs“.
Málstaður Tíbetbúa hefur sjald-
an notið jafn mikils stuðnings í
Bandaríkjunum og einmitt nú og
því þykir Murdoch ekki hafa sýnt
ýkja mikla háttvisi með ummælum
sínum. Tíbctbúar, sem búsettir eru
í Bandaríkjunum, brugðust enda
ókvæða við ummælunum og köll-
uðu þau „heimskuleg", „kaldrana-
Ieg“ og sýna að Murdoch hugsaði
einungis um eigin hag.
I viðtalinu í Vanity Fair bar
Murdoch jafnframt blak af stefnu
Kínastjórnar í mannréttindamál-
um þegar hann sagði að venjuleg-
um íbúa Kína væri fremur umhug-
að um að hafa fyrir salti í grautinn
en um lýðræði.
Murdoch hefur áður verið sakað-
ur um að setja viðskiptahagsmuni
sína ofar lýðfrelsi almennings. I
fyrra skipaði hann t.d. útgáfufyrir-
tæki sínu HarperColIins að hætta
við útgáfu á endurminningum
Chris Pattens, síðasta ríkisstjóra
Hong Kong, vegna þess að þar þótti
lionum Patten einum of gagnrýninn
í garð kínverskra stjómvalda.
Rupert
Murdoch
Yfírheyrslum EÞ yfír nýrri framkvæmdastjúrn ESB lokið
Fyrirheit um róttæk-
ar umbætur ítrekuð
Brussel. Reuters.
YFIRHEYRSLUM Evrópuþingsins
(EÞ) yfir þeim 19 einstaklingum sem
ætlað er að taka sæti í nýrri fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
(ESB), auk Romanos Prodis sem
fara mun fyrir henni, lauk í gær.
Bretinn Neil Kinnock, sem var síð-
astur til að svara spurningahríð
þingmanna, hét því að gera það sem
í sínu valdi stæði til að koma róttæk-
um umbótum á stjórnsýslu sam-
bandsins í framkvæmd.
Kinnock, sem ætlað er að hafa yf-
irumsjón með umbótastarfinu, sagði
engan vafa leika á því að hann myndi
„standa sína pligt" ef þingið veitti
nýju framkvæmdastjórninni sam-
þykki sitt í atkvæðagreiðslu sem
áformuð er hinn 15. september.
Með yfirheyrslunni yfir Kinnock,
sem gekk vandkvæðalaust fyrir sig,
lauk vikulangri törn slíkra yfir-
heyrslna. Að henni afstaðinni þykir
fátt því til fyrirstöðu að tilskilinn
meirihluti þingheims veiti nýju fram-
kvæmdastjórninni samþykki sitt og
bindi þar með enda á stjórnsýslu-
kreppu Evrópusambandsins sem
staðið hefur yfir í hálft ár, eða frá því
framkvæmdastjórn Jacques Santers
sagði af sér í marz sl. vegna ásakana
um spillingu innan hennar.
„Mér sýnist ljóst að við munum
lýsa stuðningi við framkvæmda-
stjórnina eins og hún er skipuð
núna,“ sagði Hannes Swoboda, vara-
formaður þingflokks sósíalista á
Evrópuþinginu, sem nú er næst-
stærsti þingflokkurinn.
„Við höfum lært okkar lexíu,"
sagði Kinnock við upphaf hinnar
þriggja tíma löngu yfirheyrslu í gær.
„Hljóti framkvæmdastjórn Prodis
staðfestingu þessa þings (...) mun
hún hrinda í framkvæmd róttækum,
umfangsmiklum og varanlegum um-
bótum og álíta þær eitt grundvallar-
atriða embættisumboðs síns,“ tjáði
hann yfirheyrslunefndinni.
Athugasemdir ekki veigamiklar
Þrátt fyrir að allnokkrir þingmenn
hafi lýst efasemdum um hæfi nokk-
urra þeirra sem setjast eiga í fram-
kvæmdastjórnina - einkum fengu
Belginn Philippe Busquin, Frakkinn
Pascal Lamy og Spánverjinn Loyola
de Palacio að kenna á slíku - voru
þær efasemdir ekki það alvarlegar
að þær þættu réttlæta að þingið
beitti neitunarvaldi gegn staðfest-
ingu framkvæmdastjórnarinnar í
heild sinni.
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Hallgrímsóratóría
samin fyrir
Mótettukórinn
styrk frá kristnihátíðar-
nefnd.
Fyrsta framlag kórsins
til kristnitökuhátíðahald-
anna var flutningur á H-
moll messu Bachs í ágúst sl.
I heiðursskyni við minningu
Bachs mun kórinn fiytja
kantötur í sérstökum kan-
tötuguðsþjónustum og Jó-
hannesarpassíuna í dymbil-
Hallgrímsson viku. Árlegir jólatónleikar
MOTETTUKOR Hallgríms-
kirkju er nú að hefja sitt átj-
ánda starfsár. Verkefni vetr-
arins tengjast margháttuðum
hátíðahöldum ársins 2000,
þegar fagnað verður 1000 ára
kristni á íslandi, og lýkur
þeim þætti með frumflutningi
á óratóríu eftir Hafliða Hall-
grímsson undir lok ársins
2000. Þá verður 250. dánar-
dags J.S. Bach minnzt og
Reykjavík er menningarborg Evrópu.
Hallgrímsóratóríuna semur
Hafliði Hallgrímsson að beiðni List-
vinafélags Hallgrímskirkju og með
verða haldnir helgina 18.-19. des-
ember, en þar verður flutt fjöl-
breytt jólatónlist til styrktar tón-
listarlífi Hallgrímskirkju.
Hátíðartónleikar Listahátíðar í Reykjavík
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson í hlutverkum sínum í
Grímudansleik eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu fyrir Ijórtán árum. Með
þeim á myndinni er Katrín Sigurðardóttir.
Fjórir af fremstu
söngvurum þjóðar-
innar saman á sviði
EFNT verður til hátíðartónleika á
lokakvöldi Listahátíðar í Reykjavík
árið 2000, þar sem fram koma fjórir
af ástsælustu söngvurum þjóðarinn-
ar, Kristinn Sigmundsson bassbarít-
on, Kristján Jóhannsson tenór, Rann-
veig Fríða Bragadóttir messósópran
og Sigrún Hjálmtýsdóttfr sópran.
Tónleikarnfr verða í Laugardalshöll
8. júní og eru í samvinnu við Reykja-
vík, menningarborg Evrópu 2000.
Tilefnið er þrjátíu ára afmæli
Listahátíðar og mun Sinfóníuhljóm-
sveit Islands leika með söngviminum
undir stjórn Ricos Saccanis, aðal-
hljómsveitarstjóra. A efnisskrá verða
valin atriði úr ítölskum og frönskum
óperum, sum verkin verða alkunn og
vinsæl en önnur minna þekkt, að sögn
Höllu Sverrisdóttur ritara Listahátíð-
ar, en verið er að setja hana saman.
„Endanleg efnisskrá liggur ekki fyrir
en lögð verður höfuðáhersla á að allir
söngvaramir fái notið sín,“ segir
Halla.
Kristinn og Kristján hafa um langt
árabil verið atkvæðamestir íslenskra
söngvara í stórum óperuhúsum er-
lendis en langt er síðan þeir hafa
staðið saman á sviði. Að því er næst
verður komist var það í uppfærslu
Þjóðleikhússins á Grímudansleik
Verdis veturinn 1985-86. Kristján
söng þá hlutverk Gustavos III, kon-
ungs Svíþjóðar, en Kristinn Renatos
Anckarströms.
Sinfónían á tónleikaferð
Á HVERJU ári fer Sinfóníuhljóm-
sveit Islands í tónleikaferðir um
landið og nú í byrjun starfsársins
verður farið um Norðurland eystra.
Hljómsveitin spilar fyrst í Iþrótta-
höllinni, Húsavík, kl. 20:30, fimmtu-
daginn 9. september; síðan er haldið
að Reykjahlíð við Mývatn og tónleik-
ar haldnir í íþróttahúsinu kl. 20:30,
fostudaginn 10. september. Síðustu
tónleikarnir að þessu sinni verða í
Akureyrarkirkju laugardaginn 11.
september kl. 15. Flutt verða verkin
L’Arlesienne, úr svítu 1 & 2 eftir Ge-
orges Bizet, Trompetkonsert eftir
Alexander Arutunian og 8. sinfónía
Dvorák. Einleikari er Ásgeir Stein-
grímsson en hann er fæddur og upp-
alinn á Húsavík og stjórnandi er
Bernharður Wilkinson.