Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Að lesa í málverk
SJALFS-
MYND
1652
Rembrandt
I SUMAR hefur einn stærsti
viðburður á myndiistarsviði í
London, og Evrópu um leið,
verið sýning á sjálfsmyndum
Rembrandts í Sainsbury væng
Þjóðlistasafnsins. Þótt sýning-
unni sé lokið í London er
henni þó engan veginn lokið,
því hún mun verða opnuð aft-
ur í heimalandi listamannsins,
nánar tiltekið Konunglegu
málverkahirzlunni, Maurits-
huis, í den Haag 25. septem-
ber, og stendur til 9. janúar
árið 2000. Löngu hefur verið
fjallað um sýninguna sjálfa í
Lesbók Morgunblaðsins og
verður hér einungis vikið að
lestri sjálfsmyndanna sam-
kvæmt nýjum skilningi, og ein
þeirra tekin lítillega til með-
ferðar. Hafa sérfróðir komist
að ýmsu í rannsóknum sínum
hin síðari ár, sem mikil
áhersla er lögð á bæði í hinni
eindæma vel skrifuðu, skil-
virku og glæsiiegu sýningar-
skrá, sem mikið og verðskuld-
að lof liefur verið borið á, og
skýringartextum við sjálfar
myndirnar.
Hið fyrsta sem nauðsynlegt
er að gera sér grein fyrir
varðandi þennan hátind meist-
araverka sem málverkið hefur
framborið í sjálfsmyndagerð,
er hið alltyfírgnæfandi vægi
skilnings Iistamannsins á eðli
myndverksins. Fyrir hið
fyrsta, að veigurinn lá í út-
færslu þess en ekki sjálfu
myndefninu hveiju sinni, í
þessu tilviki af hveijum mynd-
in væri. Ekki er síður mikil-
vægt, að gera sér grein fyrir,
að sjálfsímyndin var nokkuð
önnur á þeim tímum en nú
gerist, og að til eru öllu vits-
munalegri útlistanir á hinni
viðvarandi áráttu Rembrandts
að mála sjálfan sig, en áhugi
hans á eigin sjálfí. Og þrátt
fyrir að það liggi um það bil
hundrað sjálfsmyndir eftir
hann, sem greinast í málverk,
teikningar og grafísk blöð, og
liann væri einn samtíðar- og
sporgöngumanna sinna að
skilja eftir sig slík býsn meist-
araverka í þeirri grein, eru
menn lítið nær um manninn
að baki verkanna. Að öllu
samanlögðu geta menn
trauðla sett sig í spor lista-
mannsins og rakið slóðina, því
á tímum Rembrandts litu
menn einfaldlega ekki á sjálfs-
myndir sem myndir af sjálfum
sér, og alls ekki eigin sjálfi,
þar sem sjálfið eins og við
þekkjum það og skilgreinum á
nýrri tímum var að því best er
vitað ekki til, átti eftir að mót-
ast og taka á sig form. En í
heildarhugsun og fagurfræði-
legri gerð myndverksins sæk-
ir list Rembrandts föng sín og
upphaf til meistara endur-
reisnar og þann markaða
skilning, að allt sem listamað-
ur skapar sé hluti af honum
sjálfum, í þröngum skilningi,
sjálfsmynd.
Til að meðtaka og lesa
myndir Rembrandts, verður
skoðandinn þannig að vaxa yf-
ir þá ímynd nútímamannsins
um sjálfsnánd, að hver sé
sjálfum sér næstur. Ut frá
þeim viðtekna og almenna
skilningi, er næsta auðvelt að
misskilja hina stigmagnandi
sjálfsskoðun í myndum
Rembrandts í áranna rás.
Menn hafa fram að þessu lesið
eigin ímynd og skilning á
sjálfínu í myndum listamanns-
ins, nokkurs konar rýni í djúp
sálarkirnunnar, og eðlilega
fyllst andakt á þessu yfír-
burða en ímyndaða innsæi
listamannsins. Það hefur
einnig vakið upp þá spurn-
ingu, livort hér sé ekki komið
dæmi um upphaf nýrri tíma
skynjunar á taugakerfínu.
Fyrsta áþreifanlega landnám
rannsókna á sjálfínu og eðli
mannsins og hvort Rembrandt
sé ekki einmitt maðurinn sem
í list sinni rís upp yfir armæðu
líðandi stundar og persónuleg
Sjálfsmynd 1652, olía á léreft 112,1 x 81 sm. Listsögusafnið í Vínarborg.
Hlutföll ljóss og skugga í sjálfsmyndinni eru 1/8 á móti 7/8.
skipbrot. Og skyldu verk
Rembrandts í ljósi þess þá
ekki vera eins konar guðfræði
sjóntauganna á mannleg hlut-
skipti, öflug rannsókn á ytri
fyrirbærum með tilheyrandi
undrun á hinni að virðist
óendanlegu og tilgangslausu
vegferð mannsins?
Listsögulegur grunnur sýn-
ingarinnar, tilefni hennar og
viðburðargildi, hafnar alfarið
þessari skilgreiningu, segir
hreint nei. Boðar frelsun lista-
mannsins frá þessari stiga-
myllu tilvistarkenningarinnar,
sem lokar listamanninn innan
í sjálfum sér. Nærvera
Rembrandts sem myndefnis í
eigin verkum er hins vegar út-
skýrð með listfélagslegum
kringumstæðum þeirra. Og
hvað hinar mörgu sjálfstúdíur
Rembrandts áhrærir, sem
bregða upp margvíslegum
geðshræringum - undrun,
reiði, leiða, kátínu, er um að
ræða það sem í sýningarskrá
er nefnt, tronier, nokkurs
konar táknsögulegt grip eða
haldreipi, sem notað er í reitn-
um milli sögumálverks og
mannamyndar.
Myndirnar voru einfaldlega
ekki málaðar fyrir hann sjálf-
an heldur listamarkað tím-
anna, og sá markaður var afar
þröngur og byggðist á hópi
manna með háþróað fagur-
fræðilegt innsæi, leiðandi á
opinberum vettvangi með
kenniheitið „Liefhebbers van
der Scilderkunst“ sem út-
leggja má; stóráhugainenn um
list lýsingarinnar. Astríða
þeirra hverfðist framar öðru
um einn snertipunkt, verk
sem greinilegast afhjúpaði
snilli Rembrandts og undir-
strikaði um leið nafn lista-
mannsins. Fátt gátu þeir feng-
ið betra upp í hendurnar en
mynd eftir Rembrandt í orðs-
ins eiginlegustu merkingu,
sem var mynd eftir
Rembrandt af Rembrandt. Og
í anda túnanna skipti það sem
fyrr segir meira máli hvernig
myndin var máluð en af
hveiju hún væri. Rembrandt
gekk afar vísindalega til verks
í myndum sínum, sem voru
nokkur skonar skuggaskipta-
málverk (clairs obscurs). Hjá
honum var skiptingin milli
birtu og skugga afar skýr og
byggðist á Ijósgráu sem var
jafn langt frá ljósi og dimmu.
Þetta kemur vel fram í mynd-
inni sem fylgir skrifínu og er
áréttað með kringlóttu skýr-
ingarmyndinni, þar sem hlut-
ur Ijóssins er 1/8 en skugg-
anna 7/8. Það er sem Ijósið
hafí megnað að þrengja sér
yfír þröskuld myrkursins og
skuggarnir marki fortíð, með-
göngutíma og gerjun en ljósið
hold og blóð, lífíð sjálft. Líkast
áréttingu um að ljósið sé
þessa heims, en allt komi frá
djúpi myrkurs og tóms, verði
að lífi fyrir undursamleg nátt-
úrusköp.
Klæðnaður listamannsins
ber einkenni tímanna en var
þó ekki tiskuklæðnaður, gæti
allt eins verið vinnukyrtill og
á höfði ber hann svoneft
Barrett, sem var flöt húfa úr
mjúku efni og frekar í móð á
öldinni áður. Rembrandt er
hér 46 ára að aldri og á há-
tindi ferils síns, sjálfsöruggur
óg keikur eins og meistara
sæmir. Horfír spyrjandi út úr
myndinni og á þann veg að
það þrátt fyrir að borðleggj-
andi sé að vægi málverksins
sé hér meira en myndefnisins,
er afar freistandi að fallast á
fyrri og rómantískari skil-
greiningar á sjálfsmyndum
hans. Að hér sé komið frábært
dæmi um listræna útrás per-
sónuleikans, hvernig mann-
eskja verður til, hvernig hún
mótast og tekur á sig mynd,
út frá sjálfri sér...
Bragi Ásgeirsson