Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 39
I
-I
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 39^
UMRÆÐAN
„dirfsku" þeirra til aðgerða og ekki
síður vopnaðra sveita serbneska
minnihlutans. Þegar kom að hinum
svokölluðu friðarsamningaviðræð-
um í Rambouillet í Frakklandi, síð-
ast liðið haust, komu Bandaríkin í
veg fyrir friðarsamkomulag með
því að gera kröfur um alger yfirráð
sín í Kosovo, en gerðu í staðinn
hernaðarbandalag við KLA.
Milosevic
Það er sjaldnast útskýrt hvað sé
svona slæmt við Milosevic. Hann
er bara kallaður einræðisherra, og
honum líkt við Hitler og jafnvel
djöfulinn sjálfan.
í hverju skyldi „illska“ hans vera
fólgin? Sök hans er sú að hafa í
byrjun þessa áratugar skapað þá
von meðal Serba að það væri hægt
I að halda Júgóslavíu saman. Serbar
I bjuggu í dreifðum litlum einingum
I um alla gömlu Júgóslavíu og óttuð-
1 ust, ef landið klofnaði í mörg smá-
ríki, að þá mundu þeir verða ofsótt-
ir sem minnihluti í þessum ríkjum.
Þeir trúðu á að Milosevic yrði sá
foringi sem mundi ráða við að
halda Júgóslavíu saman. Þeir og
reyndar margir aðrir Júgóslavar
kusu hann foringja sinn í tvígang í
þessu skyni.
Sjálfur er ég á móti því að nota
hervald við lausn deilumála og taldi
rangt af Milosevic að nota herinn
til að halda Júgóslavíu saman. Hins
vegar er þetta viðtekin aðferð með-
al flestra þeirra sem stóðu að loft-
árásunum og grundvöllur hemað-
arbandalagsins NATO.
NATO hefur gert það að mark-
miði sínu að koma Milosevic frá. Til
þess dugði ekki að sprengja allt í
loft upp og gera Júgóslava að fá-
tækustu þjóð Evrópu, eins og þeir
orða það sjálfir. Nú býður NATO
Júgóslövum peninga ef þeir losi sig
við kjörinn forseta, og alls ekki að
hafa kosningar. Kosningar eru víst
orðnar eitt af lymskubrögðum
Milosevic.
Hvers vegna sprengjum við allt í
loft upp í Júgóslavíu, hvers vegna
deilum við og drottnum til að etja
þjóðarbroti gegn þjóðarbroti, hvers
vegna bjóðum við gull og græna
skóga til að brjóta niður þjóðríki
þegar sprengjuárásirnar duga ekki.
Þessara spuminga hljótum við að
spyrja okkur, hér í NATO-löndun-
um.
Ég finn ekki nema eitt svar við
þessum spurningum. Bandaríkin
með NATO í farteskinu þurftu að
ná ítökum í þessum heimshluta.
Júgóslavía hefur langa reynslu af
hlutleysi í átökum heimsveldanna
og var með tilburði til að halda
sjálfstæði sínu áfram. NATO gat
ekki þolað, að þetta ríki kæmist
upp á milli NATO-ríkisins Tyrk-
lands í austri og annan’a NATO-
ríkja.
Óhróður um Serba og Albana
Áróður NATO til að fiiTa sig
ábyi-gð á voðaverkum sínum á
Balkanskaga bitnar ekki bax’a á
Sei-bum, líka á Albönum. Menn
eiga að trúa því að þarna séu allir
brjálaðir, og það þurfi NATO til að
skilja þá að.
Heimsveldin notuðu alltaf þá að-
ferð að niðurlægja fólkið í nýlend-
unum, gerðu samninga við ógnar-
hópa, báru á þá peninga og vopn,
til að ráðast á landa sína og sundra
þeim. Við áttum að trúa því að
þetta væi-i ófullkomið fólk og
óhæft að stjórna sér. Vonandi hríf-
ur svona málflutningur ekki leng-
ur.
Serbar og Albanar eru yndisleg-
ar manneskjur. Auðvitað er til
meðal þeirra fólk sem framkvæmir
grimmdarverk við ákveðnar að-
stæður. En svo er það nú líka hjá
okkur. í öllum þjóðfélögum geta
konúð upp aðstæður þar sem
grimmdin verður ofan á. I þessu
tilviki á Balkanskaga bjuggu
Bandaríkin og NATO til þessar að-
stæður.
Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Framtíð Austurlands,
framtíð mín
NÚ SEM áður
horfa Austfirðingar til
fi’amtíðar. Hvað blasir
við í nánustu framtíð?
Hverjir eru möguleik-
ar Austfirðinga til
fjölgunar og uppbygg-
ingai'? Mörgum lands-
mönnum hefur reynst
erfitt að skilja að Aust-
urland hefur sömu
þörf og aðrir lands-
hlutar til fi-amfara.
Fólksfjöldi ýmist
stendur í stað eða fólki
fækkar. Að líta til
framtíðar fyrh’ ungan
Austfii’ðing er ekki
spennandi. Hyggist ungur Aust-
firðingur ganga til mennta þessa
dagana eru litlar h'kur á að fjórð-
ungurinn endxn-heimti þá krafta
sem hann hefur upp á að bjóða er
hann hefur lokið námi á suðvestur-
horni landsins. Atvinnuhf Austur-
lands er fábreytt og einhæft. Eini
möguleikinn til vaxtar virðist vera
sá að fá ný jám í eldinn. Meiri fjöl-
breytni, störf sem krefjast háskóla-
menntaðs fólks, og aðeins þá mun
Austurland dafna. Ekki get ég séð
að verkamenn og fiskvinnlufólk
fjórðungsins komi upp með bylt-
ingu í atvinnumálum frekar en áð-
ur. Það sem fjórðunginn sárvantar
er menntafólk sem hefur þekkingu
til að halda uppi öflugu atvinnuhfi.
Sá doði og vonleysi sem ríkt hef-
ur yfir Austurlandi síðustu ár er
orðinn óbærilegur. Það er óþolandi
að fá ekki að njóta þenslu og hag-
vaxtar á tímum sem það þykir
sjálfsagður hlutur annars staðar á
landinu. Höfum við Austfirðingar
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Vib hreinsum:
Rimla, strimla, plíseruö og sólargluggatiöld.
Setjum afrafmagnandi bónhú&.
Sækjum og sendum ef óskab er.
J Nýj°
tJ taBimihmmmm
SMIwlmar U • Kmh 5M 56M • GSM: «97 5*54
Einar
Þorsteinsson
ekki rétt á okkar upp-
sveiflu? Þurfum við ef
til vill að segja okkur
úr lögum við landið til
að fá okkar fi-am-
gengt? Það er ljóst að
virkjun Eyjabakka tel
ég vera þá fórn sem
hægt er að telja rétt-
mæta nú og næstu ár-
in. Virkjun Eyjabakka
og álver í Reyðarfirði
er það atvinnutæki
sem Austfirðinga sár-
vantar. Önnur tæki
munum við ekki eign-
ast næstu áratugi til
að endurheimta okkar
fólk úr námi og stuðla þannig að
vexti Austux-lands. Þetta fólk mun
svo halda áfram uppbyggingu at-
vinnuhfsins á víðari grundvelh. Það
þarf sökkul undir uppbyggingu at-
vinnulífs á Austurlandi, það er öll-
um ljóst.
Sú eftirvænting sem nú ríkir í
augum Austfirðinga er til marks
um hvað skal verða næst á döfinni.
Hvað þykjast umhverfísverndar-
sinnar suðvesturhornsins vita um
það vonleysi og doða sem ríkt hef-
ur yfir Austurlandi undanfarin ár.
Eiga nokkrir vegagerðarskúrar
fyrir túrista uppá Eyjabökkum að
leysa okkar vandamál? Umhverfis-
Stóriðja
Virkjun Eyjabakka og
álver í Reyðarfirði er
að mati Einars Þor-
steinssonar það at-
vinnutæki sem Aust-
firðinga sárvantar.
verndarsinnai’ með Ómar Ragn-
arsson, Steingrím Hermannsson,
Vigdísi Finnbogadóttur, biskup ís-
lands og fleiri staðnaða fagurkei’a í
broddi fylkingar vii’ðast vera að
slá Austurlandi hið hinsta rothögg.
Höfundur stundar nám við
Háskóla íslands.